Snæfuglinn í vandræðum á loðnuvertíðinni 1975
Guðjón A. Krisjánsson svaraði eins og sannur diplómat þegar hann var spurður um hvor Frjálslyndir styddu væntanlega ríkisstjórn Sf og VG. "Ekker hefur verið ákveðið..."
Auðvitað verður Guðjón að fá tryggingu fyrir því að kvótakerfinu verði breytt í samræmi við niðurstöðu mannréttindanefndarinnar. Það er mál málanna hjá flokknum og stórum hluta þjóðarinnar.
Vandamál Guðjóns er hins vegar að hann er fastur í gildru eigin flokksmanna. Þingflokkur Frjálslyndra er því miður alltof sundraður. Guðjón er formaðurinn og ankerið í flokknum meðan hinir tveir, þungaviktarmennirnir, Kristinn G. og Jón Magnússon eru eins og hundur og köttur og láta ekki að stjórn.
Ætlun Jóns er svo augljós. Hann ætlar sér að taka yfir flokkinn og hikar ekki við að reka rítinginn í bakið á formanninum þegar að honum finnst sinn tími kominn. Engin veit svo hvað Kristinn er að hugsa. Það er sjaldgjæft að hann sé lengur en eitt kjörtímabil í hverjum flokki og það sér hver heilvita maður að Guðjón getur ekki treyst mikið á hann.
Þá er eftir Gretar Mar. Hvað sem um hann má segja er hann hundtryggur hugsjón flokksins í sjávarútvegsmálum og þar með fomanninum. En hvort það er nóg ætla ég ekki að spá um.
En mikið held ég að aðstaða Guðjóns, til að semja við Ingibjörgu og Steingrím, væri önnur og betri ef Sigurjón Þórðarson sæti á þingi í stað Jóns Magnússonar. Það er nefnilega góður kostur fyrir lítinn flokk þegar alla vega helmingur hans er skipaður góðum og traustum stjórnmálamönnum.
Óvíst með Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.1.2009 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef eitthvað er hæft í fréttumsíðustu daga, af Kaupþingi, er erfitt að draga aðra ályktun en að það hafi verið stjórnendur þess sem gerðu stærstu atlöguna að bankakerfi þjóðarinnar ásamt Seðlabankanum sem þjóðnýtti Glitni.
Robert Tchenguiz, Sheik Al-Thani og Ólafur Ólafsson virðast hafa getað leikið sér með fleiri hundruð milljarða á síðustu metrum bankans án þess stjórnendur bankans og hvað þá Fjálrmálaeftirlitið gerðu einhverjar athugasemdir við gjörninginn. Peningunum er síðan komið fyrir á einhverjum gulleyjum þar sem íslenski skattmann getur ekki einu sinni þefað af því sem honum bar.
Ég verð að viðurkenna að ég er að verða eins og Ragnar Reykás í viðhorfum mínum til bankastjórnar Kaupþings og tek undir vangaveltur Vilhjálms Bjarnasonar um að verk þeirra jaðri við landráð.
Atlaga felldi íslenska kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.1.2009 | 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sigmundur Davíð gefur af sér góðan þokka. Mjög góðan af Framsóknarmanni að vera. Fyrir fram bauðst hann til að styðja minnihlutastjórn Sf og VG. Í dag hefur hann ekki verið jafn ákafur í stuðningi sínum og um helgina og í gær.
Það á sér sjálfsagt skiljanlegar ástæður. Í fyrsta lagi er hann Framsóknarmaður og þeir hafa aldrei vitað í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í öðru lagi er hann ungur og graður stjórnmálamaður sem vill gera sig gildandi. Það gerir maður ekki með því að rasa um ráð fram. Hann vill örugglega sýna Steingrími og Ingibjörgu að hann er líka karl í krapinu þótt ungur sé. Það er fullkomlega eðlilegt að hann vliji hafa eitthvað um verkefnaval stjórnarinnar að segja og hvernig verkefnunum verður hrundið í framkvæmd. Það er ekki bara Ólafur Ragnar sem á að ráða því.
Þrátt fyrir hugsanlegan stuðning frá svipfallegum Framsóknardreng lýst mér ekkert sérlega vel á þessa ríkisstjórn sem nú er í fæðingarhríðunum. Ég er sársvektur út í Geir Haarde að hafa kastað inn handklæðinu í stað þess að láta Jóhönnu taka við forsætinu í ríkistjórninni. Ég er klár á að það hefði verið vænlegri lausn en að hleypa Ögmundi Jónassyni að ríkistjórnarborðinu.
Sigmundur: Viðræður taka tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.1.2009 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú bendir flest til þess að Ísland fá VG inn í nýja ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfir 30% skoðanakannannafylgi er ég ekki alveg viss um hve margir óska þess í raun að fá heilan flokk af atvinnunöldrurum til að leiða þjóðina á uppbyggingartímanum eftir efnahagshrunið. En þeir sem ekkert vilja með VG hafa að gera getað þakkað Sjálfstæðisflokknum sendinguna.
Hvert einasta mannsbarn, líka Sjálfstæðisfólk, sér að leiðtogi ríkistjórnarinnar hefur ekki staðið sig sem skyldi. Forsætisráðherra hefur meðal annars verið gagnrýndur harðlega af sínum eign leiðtoga, Seðlabankastjóranum Davíð Oddsyni, sem sagðist hafa varað Geir við bankahruninu síðast liðið vor. Þessi sami Davíð hefur síðan unnið gegn nánast öllum björgunaraðgerðum ríksistjórnarinnar sem byggjast á aðstoð IMF og lánum frá vinveittum þjóðum.
Samfylkingin sá að ekki lengur var við unað að það mikla verk sem varð að vinna bæði fljótt, vel og örugglega gat ekki haldið áfram á hraða skjaldbökunnar. Fyrst Geir treysti sér ekki í að bretta upp ermarnar og auka kraft og vinnuhraða um 100% átti hann að sjálfsögðu að sjá sóma sinn í því að fá Samfylkingunni og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherrastólinn. Það hefði alla vega orðið trygging fyrir því að verkin hefðu verið unnin. Í staðin leggur Sjálfstæðisflokkurinn niður rófuna og reynir svo að gelta og glefsa í fyrrum samstarfsflokk sinn og saka hann um að hafa viljað sprengja ríkistjórnina. Allir sjá að það er hið argasta öfugmæli. Sjálfstæðisflokkurinn gafst upp, lagði niður rófuna og hundskaðist út úr stjórnaráðinu með höfuðið hangandi niður á pung. Flokkurinn reyndist of sundurleitur og máttlaus til að takast á við eigin vandamál hvað þá vandamál þjóðarinnar. Þess vegna erum við nú að fá VG inn í ríksistjórn.
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.1.2009 | 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er laukrétt sem komið hefur fram að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, fer ótroðnar slóðir í forsetaembættinu. Það er hins vegar rakin heimska að forsetinn megi ekki hafa skoðanir á þjóðmálum og láta þær í ljósi. Það er enginn að tala um að hann eigi að troða þeim upp á komansi ríkisstjórnir.
En það er nákvæmlega það sem Björn Bjarnason hefur gert allan sinn ráðherraferil. Hann treður sínum hugmyndum, oft með ofbeldi, upp á þjóðina. Og þá er þaðekki þjóðarhagur sem hann hefur í huga heldur vill hann þóknast fyrrum (og kanski núverandi) yfirmanni sínum, Davíð Oddsyni. Ég hygg að það finnist vart hliðstætt ofbeldi í embættisfærslu ráðherra en það sem Björn og Árni beittu til að koma Þorsteini Davíðssyni á ylvolgan ríkisspenan. Þá gleymist seint ofbeldið sem Björn beitti er hann kom sínum manni að í sýslumannsebætti á Suðurnesnjum.
Björn bítur í sitt eigið skott þegar hann skýtur á Ólaf Ragnar með þeim hætti sem hann gerir í þessari frétt. Hins vegar gætu margir aðrir ráðherrar ríkistjórnarinnar gagnrýnt forsetan fyrir framgönguna. En alls ekki valdsnýðingurinn Björn Bjarnason sem samkvæmt virtustu lögfræðingum hefur brotið stjórnsýslulög án þess svo mikið sem að að biðjast afsökunar. Það hefur þó Ólafur Ragnar gert
Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.1.2009 | 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Geir Haarde sleit stjórnarsamstarfinu í morgun. Hann treysti sér ekki í tiltektina í Seðlabankanum og mat hag flokksins ofar hag þjóðarinnar þegar hann vildi ekki láta Jóhönnu, sem er jú einasti ráðherra ríkistjórnarinnar sem nýtur traust meðal fólksins, leiða ríkistjórnina þá 100 daga sem hún átti eftir lifaða.
Sjálfstæðisflokkurinn kom út af flokkstjórnarfundi sínum með allt niður um sig og búin að skíta í skóinn sinn í þokkabót. Þess vegna er það bara ágætt hjá flokknum að taka lagið með Alvin og félögum og syngja, "I'm Going Home"
Bloggar | 26.1.2009 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Forseti Íslands hefur ekku úr mörgum kostum að moða þegar hann veitir stjórnamyndunarumboðið. Bæði Ingibjör Sólrún og Steingrímur hafa tjáð Ólafi að þau vilji mynda stjórn leppaða af Framsókn og þar með er kominn þingmeirihluti fyrir slíkri stjórn. Þaðer því ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir fær umboðð á morgun.
Þrátt fyrir að formenn viðkomandi flokka hafi ekki talast við og engar formlegar viðræður hafi farið fram á milli flokkanna er marg sem bendir til þess að verkefnapakki nýrrar stjórnar sé langt kominn og endahnúturinn verði hnýttur í nótt. Þar með getur ný ríkistjórn tekið við upp úr hádeginu á morgun.
Persónulega hugnast mér ekki af ríkisstjórn sem þarf að styðja sig við Framsóknarhækju. En þar sem flokkurinn hefur fengið algerlega nýja forystu væri ósanngjarnt af mér að fordæma hann áður en formaðurinn ungi fær sína eldskírn. En það verð ég að segja að ég er ekki fullur bjartsýni.
Þá finnst mér Steingrímur Sigfússon hafa komið á óvart síðustu dagana með ótrúlega ómálefnalegum málflutningi og hugmyndafátækt þegar hann hefur verið karfainn um efnahagstillögur VG. Þá er löngu vitað að Ögmundur Jónasson er ekki maður orða sinna og því óvarlegt að treysta. Hann hkar eki við að ljúga ef hann heldur að það geti orðið málstað hans til framdráttar. Ríkistjórnarsamstarf með slíkum manni er ekki það sem maður myndi óskað sér.
Fari svo að Jóhanna fái umboð til stjórnarmyndunar á morgun á hún fyrir erfiðustu 100 daga á sínum pólitíska ferli. En sennilega er hún eini stjórnmálamaðurinn á alþingi í dag sem treystandi er til að leiða ríkistjórn. Hún er sá þingmaður sem almúginn treystir best vegna þess að það eru hennar verk sem standa upp úr frá síðustu 100 dögum fráfarandi stjórnar. Ég treysti Jóhönnu
Ný ríkisstjórn í kortunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.1.2009 | 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held að nafni minn, sagnfræðingurinn, hafi misskilið orð forseta. Þegar Ólafur talar um að það sé enginn starfandi forsætisráðherra á hann að sjálfsögðu við það að Geir Haarde hefur alls ekki verið starfandi síðsutu mánuðina. Hann hefur bara mætt í vinnuna og látið hlutina drabbast sem sést best á því að Seðlabanakstjórinn og fjármálaráðherrann sitja eins og klístraðir í stólum sínum.
Forsætisráðherra hefur verið ákvörðunarfælinn eins og haldið hefur verið fram. Þess vegna er gott að hafa sterkan forseta sem kann á kerfið og hefur þor til að leiða formenn flokkanna til vilja þjóðarinnar. Það er það sem þjóðin vill. Og það er það sem þjóðin fær.
Stórkostlegur misskilningur forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.1.2009 | 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þjóðstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins er ekki vænlegur kostur fyrir íslensku þjóðina núna. Geir Haarde telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærsti flokkur landsins, leiði slíka stjórn.
Nú hafa margir Samfylkingarmenn og reyndar ýmsir stjórnarandstæðingar líka, að ei aðal ástæðan fyrir stjórnarslitunum sé veik verkstjórn í ríkisstjórninni. Geir segir að mikið hafi verið gert og það er ugglaust bæði satt og rétt. En enn hefur lítið verið gert í því að láta þá sem áttu að hafa eftirlit með efnahagskerfi okkar sæta ábyrgð. Ekkert gerðist fyrr en í gær að Björgvin G. nennir ekki að bíða lengur og rekur stjórn og forstjóra FME.
Þar með var brennheitur boltinn kominn í hendur Geirs Haarde og Sjálfstæðisflokksins. Og Geir gafst upp. Lið hans stóð ekki sameinað með honum og þeir sem fylgja Davíðsstjörnunni unnu stundar sigur.
Nú liggur fyrir að Geir yfirgefur stjórnmálin með allt niður um sig. Nokkuð sem hann á ekki skilið eftir mörg farsæl ár á lþingi og ríkistjórn. Ég minnist ekki nokkurs frosætisráðherra sem fengið hefur betra "start" meðal þjóðarinnar. Hann naut mikilla og verðskuldaðra vinsælda sem forystumaður Sjálfstæðisflokksins sem við tók af Davíð Oddsyni breyst hafði úr poppstjörnu í holdgevringingu andskotans.
Mín skoðun er sú að Geir hefði átt að taka tilboði Samfylkingarinnar um að Jóhanna leiddi ríkistjórnina þessa 2 - 3 mánuði þar til kosningar verða. Þá hefði hann losnað við það skítverk að reka Davíð út úr bankanum og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hefðu getað unnið að öflug framboði fyrir vorið.
Ásaka hvert annað um hroka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.1.2009 | 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir Hilmar lét þá ósk sína í ljós að hann vildi þjóðstjórn undir sinni stjórn, eða Þorgerðar Katrínar, nú þar sem hann gafst upp í núverandi stjórn.
Sjálfsagt hefur það verið erfiður biti fyrir Geir að kyngja því að Ingibjörg vildi færa verkstjórnina í ríkisstjórninni yfir til Samfylkingarinnar þar sem Jóhanna Sigurðardóttir tæki við keflinu. Sennilega er engin stjórnmálamaður á þessari öld sem notið hefur meiri virðingar og vinsælda en einmitt Jóhanna. Þess vegna held ég að það hafi verið mjög vitlaust af Geir að hafna tilboði Samfylkingarinnar.
Hins vegar staðfesta viðbrögð Geirs þá skoðun mína að Sjálfstæðisflokkurinn er engin stjórnmálaflokkur heldur grjóthörð hagsmunasamtök. Það þarf ekki annað en að horfa til þess að flokkurinn getur ekki hugsað sér að gera neinar breytingar á núverandi stjórnkerfi þar sem hann hefur tögl og hagldir í gegnum embættismannakerfið sem stýrir öllum helstu stöfnunum þjóðarinnar. Má þar nefna Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, sem Björgvin sem betur fer mokaði út úr, utanríkisþjónustuna í formi sendiherra sinna, og svona má lengi telja.
Þá er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er tvískiptur í afstöðunni til ESB. Seðlabankaarmurinn sem er á móti og svo þorgerður Katrín og nokkrir af yngri þingmönnum flokksins sem vilja kanna ESB aðild með viðræðum við sambandið. Geir veit ekki hvorn flokkinn í flokknum hann á að styðja.
Þá vann Seðlabankaarmurinn hatrammlega gegn því að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn kæmi þjóðinni til aðstoðar. Þá spyr maður sjálfan sig af hverju? Svarið er náttúrulega að þar með gæti umheimurinn komist að því hvernig Davíð Oddson, Árni Mathiesen og Geir Haarde hafa hegðað sér við stjórn þjóðarinnar síðustu 17 árin. Það er því greinilegt að þar liggur margt falið sem ekki þolir dagsbirtuna.
Framtíð og heill hagsmunasamtakanna sem auðkenna sig sem Sjálfstæðisflokkur er því í veði núna. Reyndar er framtíð Davíðs Oddsonar í höndum Ólafs Ragnars Grímssonar þessa stundina. Davíð getur andað léttar feli forsetinn Geir myndun þjóðstjórnar. Þá vitum við að ekkert gerist. En verði mynduð minnihlutastjórn undir forystu Jóhönnu eru dagar Davíðs í Seðlabankanum taldir. Og guð einn veit hvað fylgir þar á eftir.
Geir Hilmar lét þá ósk sína í ljós að hann vildi þjóðstjórn undir sinni stjórn, eða Þorgerðar Katrínar, nú þar sem hann gafst upp í núverandi stjórn.
Sjálfsagt hefur það verið erfiður biti fyrir Geir að kyngja því að Ingibjörg vildi færa verkstjórnina í ríkisstjórninni yfir til Samfylkingarinnar þar sem Jóhanna Sigurðardóttir tæki við keflinu. Sennilega er engin stjórnmálamaður á þessari öld sem notið hefur meiri virðingar og vinsælda en einmitt Jóhanna. Þess vegna held ég að það hafi verið mjög vitlaust af Geir að hafna tilboði Samfylkingarinnar.
Hins vegar staðfesta viðbrögð Geirs þá skoðun mína að Sjálfstæðisflokkurinn er engin stjórnmálaflokkur heldur grjóthörð hagsmunasamtök. Það þarf ekki annað en að horfa til þess að flokkurinn getur ekki hugsað sér að gera neinar breytingar á núverandi stjórnkerfi þar sem hann hefur tögl og hagldir í gegnum embættismannakerfið sem stýrir öllum helstu stöfnunum þjóðarinnar. Má þar nefna Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, sem Björgvin sem betur fer mokaði út úr, utanríkisþjónustuna í formi sendiherra sinna, og svona má lengi telja.
Þá er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er tvískiptur í afstöðunni til ESB. Seðlabankaarmurinn sem er á móti og svo þorgerður Katrín og nokkrir af yngri þingmönnum flokksins sem vilja kanna ESB aðild með viðræðum við sambandið. Geir veit ekki hvorn flokkinn í flokknum hann á að styðja.
Þá vann Seðlabankaarmurinn hatrammlega gegn því að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn kæmi þjóðinni til aðstoðar. Þá spyr maður sjálfan sig af hverju? Svarið er náttúrulega að þar með gæti umheimurinn komist að því hvernig Davíð Oddson, Árni Mathiesen og Geir Haarde hafa hegðað sér við stjórn þjóðarinnar síðustu 17 árin. Það er því greinilegt að þar liggur margt falið sem ekki þolir dagsbirtuna.
Framtíð og heill hagsmunasamtakanna sem auðkenna sig sem Sjálfstæðisflokkur er því í veði núna. Reyndar er framtíð Davíðs Oddsonar í höndum Ólafs Ragnars Grímssonar þessa stundina. Davíð getur andað léttar feli forsetinn Geir myndun þjóðstjórnar. Þá vitum við að ekkert gerist. En verði mynduð minnihlutastjórn undir forystu Jóhönnu eru dagar Davíðs í Seðlabankanum taldir. Og guð einn veit hvað fylgir þar á eftir.Geir Hilmar lét þá ósk sína í ljós að hann vildi þjóðstjórn undir sinni stjórn, eða Þorgerðar Katrínar, nú þar sem hann gafst upp í núverandi stjórn.
Sjálfsagt hefur það verið erfiður biti fyrir Geir að kyngja því að Ingibjörg vildi færa verkstjórnina í ríkisstjórninni yfir til Samfylkingarinnar þar sem Jóhanna Sigurðardóttir tæki við keflinu. Sennilega er engin stjórnmálamaður á þessari öld sem notið hefur meiri virðingar og vinsælda en einmitt Jóhanna. Þess vegna held ég að það hafi verið mjög vitlaust af Geir að hafna tilboði Samfylkingarinnar.
Hins vegar staðfesta viðbrögð Geirs þá skoðun mína að Sjálfstæðisflokkurinn er engin stjórnmálaflokkur heldur grjóthörð hagsmunasamtök. Það þarf ekki annað en að horfa til þess að flokkurinn getur ekki hugsað sér að gera neinar breytingar á núverandi stjórnkerfi þar sem hann hefur tögl og hagldir í gegnum embættismannakerfið sem stýrir öllum helstu stöfnunum þjóðarinnar. Má þar nefna Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, sem Björgvin sem betur fer mokaði út úr, utanríkisþjónustuna í formi sendiherra sinna, og svona má lengi telja.
Þá er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er tvískiptur í afstöðunni til ESB. Seðlabankaarmurinn sem er á móti og svo þorgerður Katrín og nokkrir af yngri þingmönnum flokksins sem vilja kanna ESB aðild með viðræðum við sambandið. Geir veit ekki hvorn flokkinn í flokknum hann á að styðja.
Þá vann Seðlabankaarmurinn hatrammlega gegn því að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn kæmi þjóðinni til aðstoðar. Þá spyr maður sjálfan sig af hverju? Svarið er náttúrulega að þar með gæti umheimurinn komist að því hvernig Davíð Oddson, Árni Mathiesen og Geir Haarde hafa hegðað sér við stjórn þjóðarinnar síðustu 17 árin. Það er því greinilegt að þar liggur margt falið sem ekki þolir dagsbirtuna.
Framtíð og heill hagsmunasamtakanna sem auðkenna sig sem Sjálfstæðisflokkur er því í veði núna. Reyndar er framtíð Davíðs Oddsonar í höndum Ólafs Ragnars Grímssonar þessa stundina. Davíð getur andað léttar feli forsetinn Geir myndun þjóðstjórnar. Þá vitum við að ekkert gerist. En verði mynduð minnihlutastjórn undir forystu Jóhönnu eru dagar Davíðs í Seðlabankanum taldir. Og guð einn veit hvað fylgir þar á eftir.
Geir til Bessastaða klukkan 16 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.1.2009 | 15:05 (breytt kl. 15:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar