Enn kveður við falskan tón hjá Birni B.

Það er laukrétt sem komið hefur fram að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, fer ótroðnar slóðir í forsetaembættinu. Það er hins vegar  rakin heimska að forsetinn megi ekki hafa skoðanir á þjóðmálum og láta þær í ljósi.  Það er enginn að tala um að hann eigi að troða þeim upp á komansi ríkisstjórnir.

En það er nákvæmlega það sem Björn Bjarnason hefur gert allan sinn ráðherraferil.  Hann treður sínum hugmyndum, oft með ofbeldi, upp á þjóðina. Og þá er þaðekki þjóðarhagur sem hann hefur í huga heldur vill hann þóknast fyrrum (og kanski núverandi) yfirmanni sínum, Davíð Oddsyni. Ég hygg að það finnist vart hliðstætt ofbeldi í embættisfærslu ráðherra en það sem Björn og Árni beittu til að koma Þorsteini Davíðssyni á ylvolgan ríkisspenan.  Þá gleymist seint ofbeldið sem Björn beitti er hann kom sínum manni að í sýslumannsebætti á Suðurnesnjum.

Björn bítur í sitt eigið skott þegar hann skýtur á Ólaf Ragnar með þeim hætti sem hann gerir í þessari frétt.  Hins vegar gætu margir aðrir ráðherrar ríkistjórnarinnar gagnrýnt forsetan fyrir framgönguna. En alls ekki valdsnýðingurinn Björn Bjarnason sem samkvæmt virtustu lögfræðingum hefur brotið stjórnsýslulög án þess svo mikið sem að að biðjast afsökunar.  Það hefur þó Ólafur Ragnar gert 


mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Björn skaufhali Bjarnason er falskur, hefur alltaf verið falskur og verður aldrei annað en falskur!

corvus corax, 26.1.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband