Grandvar og góður Guðjón

IMG_0006

Snæfuglinn í vandræðum á loðnuvertíðinni 1975 

Guðjón A. Krisjánsson svaraði eins og sannur diplómat þegar hann var spurður um hvor Frjálslyndir styddu væntanlega ríkisstjórn Sf og VG. "Ekker hefur verið ákveðið..."

Auðvitað verður Guðjón að fá tryggingu fyrir því að kvótakerfinu verði breytt í samræmi við niðurstöðu mannréttindanefndarinnar. Það er mál málanna hjá flokknum og stórum hluta þjóðarinnar.

Vandamál Guðjóns er hins vegar að hann er fastur í gildru eigin flokksmanna.  Þingflokkur Frjálslyndra er því miður alltof sundraður. Guðjón er formaðurinn og ankerið í flokknum meðan hinir tveir, þungaviktarmennirnir, Kristinn G. og Jón Magnússon eru eins og hundur og köttur og láta ekki að stjórn. 

Ætlun Jóns er svo augljós. Hann ætlar sér að taka yfir flokkinn og hikar ekki við að reka rítinginn í bakið á formanninum þegar að honum finnst sinn tími kominn.  Engin veit svo hvað Kristinn er að hugsa. Það er sjaldgjæft að hann sé lengur en eitt kjörtímabil í hverjum flokki og það sér hver heilvita maður að Guðjón getur ekki treyst mikið á hann.

Þá er eftir Gretar Mar. Hvað sem um hann má segja er hann hundtryggur hugsjón flokksins í sjávarútvegsmálum og þar með fomanninum. En hvort það er nóg ætla ég ekki að spá um.

En mikið held ég að aðstaða Guðjóns, til að semja við Ingibjörgu og Steingrím, væri önnur og betri ef Sigurjón Þórðarson sæti á þingi í stað Jóns Magnússonar. Það er nefnilega góður kostur fyrir lítinn flokk þegar alla vega helmingur hans er skipaður góðum og traustum stjórnmálamönnum.


mbl.is Óvíst með Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri dauðadómur fyrir Frjálslynda að fara inn í þetta.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég verð að gera athugasemd við lýsinguna á Jóni Magnússyni.  Þegar hann gekk til liðs við FF höfðum við margir flokksmenn ekki miklar væntingar til hans fremur en til Kristins H.

  Jón hefur hinsvegar komið okkur ánægjulega á óvart.  Hann er mjög þægilegur í umgengni og hreinskiptinn.  Hann er alltaf tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og ræða þau.  Ekki síst okkar í grasrótinni. 

  Ég tel rangt mat að Jón ætli sér að yfirtaka flokkinn.  Það er ekkert sem bendir til þess.  Mér er kunnugt um að margir flokksmenn vilja að Jón bjóði sig fram til formanns.  Jón hefur aftekið það og lýst yfir stuðningi við Guðjón.

  Á sama tíma og Jón vex við hver kynni hefur Kristni H. tekist að efna til stöðugra illinda við hvern flokksfélagann á fætur öðrum. 

  Annað:  Gaman að heyra  Fire  með Crazy Arthur Brown í spilaranum.  

Jens Guð, 28.1.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Dunni

Takk fyrir upplýsingarnrar Jens. Skal vel viðurkenna að mér hættir til að vera dómharður.

Mér fannst reyndar mikið til Jóns koma þegar hann var ungur Sjálfstæðismaður.  En mér hefur þótt hann fara miður fögrum orðum um marga flokksféla sína í FF.  S.s Kristinn, Ólaf Friðrik, Margréti o.fl.  Nokkuð sem þú heyrir formanninn aldrei gera.

Já. Túri Brúni var góður. Þú hefðir þurft að heyra Flowers flytja þetta á sínum tíma. Það  var asskoti gott líka. 

Dunni, 29.1.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband