Gott fólk og ganglegt fyrir þjóðina

Mér líst verulega vel á að fá gott utnaþingsfólk til að tala við ráðherraembættum. Það er engin ástæða til að velja alla ráðherra úr þingflokkunum þegar hæfara fólk fæst til starfans utan þeirra.

Gylfi og Bryndís hafa sannað að þau eru bæði fólk sem vita að hverju þau ganga.  Bæði meðal færustu Íslendinga í sínum stöðum og slíku fólki hefur engin ríkistjórn eða þing efni á að hafna. Sama hvaða pólitískar skoðanir þau aðhyllaast eða hafa gert.

Við sjáum það í nágrannalöndunum að þar eru ríkistjórnir blandaðar með bæði þingmönnum og utanþingsfólki. Það þarf alltaf að velja hæfasta fólk sem finnst til að taka sæti í ríksistjórnum.  Vitaskuld fylgja utanþingsráðherrar stefnu rikistjórnarinnar.  Þeir eru hluti af ríkistjórninni. Það eru ekki allir eins og Einar Kristinn Guðfinnsson. 


mbl.is Tveir ráðherrar utan þings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir koma til með að sitja á stjórnlagaþinginu?

Það er eðlileg og góð krafa hjá Framsóknarflokknum, svo maður finni nú eitthað jákvætt þar á bæ, að fara fram á að kosið verði til stjórnlagaþings eigi flokkurinn að verja minnihlutastjórn Jóhönnu. En það þarf ekki endilega að flýta sér um of með kosningu þess.  Aðal atriðið hlýtur að vera að vanda undirbúning þess og útfærslu á því hvernig það starfi.  Stjórnlagaþing þarf að koma saman í haust. Það liggur ekkert á því fyrr.

Nú vaknar vitaskuld upp hvernig kosning stjórnlagaþingsins fer fram og hverjir bjóða sig fram.  Ef þjóðin á að geta treyst þinginu fyrir sanngjörnum breytingum á stjórnarskránni er deginum ljósara að núverandi stjórnmálaflokkar mega ekki vera með puttana puttana á kafi í því.  Venjan er sú að þótt þeir boði breytingar þá breyta þeir engu sem er þeim til óþæginda.

Stjórnlagaþingið á aðtryggja íslensku þjóðinni skýra og ákveðna stjórnarskrá sem á að verða að góðu tæki til að koma í veg fyrir að við þurfum að upplifa enn á ný spillingarsamfélag eins og nú er vonandi í andarslirunum. 

Til þess að það geti orðið verður það að vera klárt að ráðherrar geta ekki jafnframt verið Alþingismenn.  Fyrrum flokksformenn og ráðherrar eiga ekki að eiga athvarf í Seðlabankanum. Ráðherrar og Alþingismenn eiga ekki að sitja í stjórnum fyrirtækja.  Þeir eiga að vera 100% óháðir öllu nema sinni eigin samvisku.  Slíkt fólk er ekki tínt niður úr trjánum á Íslandi í dag.  Þess vegna verður að gefa því tíma að undirbúa þingið og finna fólk sem vill bjóða sig fram.  


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar hvað sem það kostar?

Ég hef allatíð verið andvígur hvalveiðibanninu við Ísland.  Vitaksuld á fískveiðiþjóð eins og Ísland er að ráða því sjálf hvernig hún nýtir auðlind sýna.  Þar með hvalina.  Það er hins vegar heimslulegt að nýta hvalinn ef það kostar okkur meira en hvalveiðarnar gefa okkur.

Við veðrum að sætta okkur við þá veröld sem við lifum í. Og þó Krístján Loftsson skilji það ekki er almenningsálitið í hesltu viðksiptalöndum okkar ekki beinlínis með hvalveiðum.  Þess vegna þarf ríkistjórn og Alþingi að undirbúa sig vel áður en leyfi er gefið fyrir hvalveiðum í stórum stíl. Það gæti orðið okkur æði dýrkeypt ef ESB löndin settu innflutningsbann á íslenskar fisk til að mótmæla hvalveiðunum.  Við skulum átta okkur á því að það er enginn hörgull á fiski þessa mánuðina.  Allar frystigeymslur fullar bæði á Íslandi og í Noregi. Þá eru haugar af saltfiski, alla vega í Noregi, sem beðið er eftir að keyptir verði til S-Evrópu.

Það verður að segja eins og er að Noræmenn hafa verið miklu flinkar við að réttlæta hvalveiðar sínar fyrir umheiminum en Íslendingar. Þess vegna er ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar nú, um að stórauka hvalveiðarnar gersamlega út í bláinn. Reyndar í samræmi við það sem búast mátti við af honum, litlausasta stjórnmálamanni sem setið hefur á þingi áratugum saman.  Ákörðunin vwr ekki borin undir ríkisstjórnina og þaðan af síður Alþingi.  Engin efast um rétt ráðherra til að taka ákvörðunina.  En nú er ég smeykur um að margir efist um greind ráðherrans og hæfni hans til að sitja í ríkistjórn.  

Var Einar Kristinn að hugsa um þjóðarhag þegar hann ákvað reglugerðina eða var hann að hugsa um sitt eigið skinn, markaðsetja sjálfan sig og vinna tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem nú er rotinn og andfúll að búa sig undir landsfund og kosningar.

Ég skil Gujón Arnar vel.  Hann er sjómaður og vill að við gerum okkur alla stofna hafsins kringum landið að lifibrauði þjóðarinnar.  En það er ekki sama hvað það kostar.  Við getum ekki borgað með hvalveiðum nú. Þess vegna verðum við að finna markaði og réttlæta veiðarnar og fá þær viðurkenndar áður en þær eru leyfðar.  


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaskýring á leikhúsverki og leikurum eða...?

Ekki veit ég alveg hvað mbl.is er að fara með þessari fréttaskýringu.  Ég get ekki séð að hún tengist nokkurri frétt heldir er þessi svokallaða skýring frekar sögubrot en fréttaskýring.

"Nýtt verk, sömu leikarar" bendir til þess að höfundur þessarar svokölluðu fréttaskýringar tengi ríkistjórnina við leikhús. Mér varð það á að líkja Alþingi við og þingmönnum leikara fyrr í haust.  Sú færsla hafði ekki lifað lengi er ég fékk skömm í hattinn frá fyrrum nemanda mínu, Stafáni Karli Stefánssyni leikara.  Honum fannst líkingin ekki viðeigandi. Verið væri að draga upp neikvæða mynd af leiklistinni og leikurum þar sem aldrei er gripið til þessara líkinga nema þegar eitthvað neikvætt er í gangi og okkur finnst Þingmennirnir okkar ekki vera starfi sínu vaxnir.  Það eru þeir gjarnan kallaðir leikarar í leikhúsinu við Austurvöll.

Mér fannst athugasemd Stefáns mjög réttmæt.  Hafði bara í heimsku minni aldrei hugsað út í að slíkar líkingar særa að sjálfsögðu listafólk sem tekur starf sitt alvarlega. Nú hef ég lofað sjálfum mér því að nota þessa líkingu aldrei aftur. Hvorki í ræðu né riti.

En einhvern veginn finnst mér að þessi svokallað fréttaskýring, Nýtt verk, sömu leikarar, sé skrifuð sem uppbótarvinna fyrir verkefnalausa blaðamenn.  Hvaða fréttaskýring er það að telja upp ráðherra í ríkistjórn Steingríms Hermannssonar frá 9. áratug siðustu aldar þó einhverjir úr þeim hópi séu væntanlegir ráðherrar nú. Nær væri að kalla greinina "Sögubrot frá síðustu öld" í stað fréttaskýringar. 

En vilji menn endilega kalla þetta fréttaskýringu verð ég að segja að hún er æði fátækleg þar sem hún skýrir enga frétt fyir lesendum.  Í reynd er verið að setja ráðherrana, sem voru í Steingrísmstjórninni og taka nú sæti í starfsstjórninni, í neikvætt ljós. AAnnars væru þeir varla kallaðir "sömu leikarar." 

Nú reynir á hvort Mogginn og mbl.is heldur sjálfstæði sínu og hlutleysi.  Það hlýtur að vera fjölmiðli sem í raun er gjaldþrota oeg rær lífróur til að halda lífi sínu að halda tilrú þjóðarinnar sem ætlað er að lesa blaðið. 


mbl.is Nýtt verk, sömu leikarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benitez með óráði og Liverpool hörmung

Paul SchranerVið sem haldið höfum með Liverpool frá árinu 1965 höfum oft haft haft ærna ástæðu til að gleðjast yfir góðu gengi.  Í haust hélt maður að yfirstandandi leiktíð yrði sannkallaður gleðigjafi.  Manni var talin trú um að keyptir hefðu verið frábærir leikmenn og þegar ég lýsti skoðunum mínum, hér á blogginu, á því að mér þætti lítið til leikmanna eins og Babels, Aurelio sem reyndar hefur verið alltof lengi hjá liðinu, Benayoun hefur heldur ekki verið neinn styrkur fyrir liðið og þá ekki Leiva. allri þessir leikmenn voru arfa slakir í kvöld. Við bættitst að Torres og Gerrard áttu ekki góðan dag.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að leikskipulag og val á leikmönnum í leikinn var náttúrulega langt undir pari. Það er nokkuð ljóst að Benni karlinn er ekki alveg að finna sig þessar vikurnar. Hann hefur engin svör við leik mótherjanna þó þeir séu slökustu liðin í deildinni eins og Stoke. 

Steve Bruce var aftur á móti búinn að kortleggja hverja hreyfingu Liverpool. Fyrrum leikmaður Brann í Bergen, Paul Scharner, tók markahrókinn mikla gersamlega úr umferð.  Við það riðlaðist allt uppspil LFC og einu færin sem liðið fékk í þessum leik komu eftir einleik Benayoun, sitt í hvorum hálfleik. Það var nú allt sem þessi "breiði og góði hópur" afrekaði á móti Wigan.

Nú horfum við upp á að Liverpool, sem með naumindum leiddi deildina inn í nýtt ár, er dottið niður í 3. sætið. Flest lítur út fyrir að orð Alex Ferguson verði að staðreynd. Liverpool má þakka fyrir ef það nær Evrópusæti að vori.

Svona til upprifjunna. Þá skoraði Steve Bruce í sínum fyrsta leik í ensku 1. deildinni árið 1984. Það var í leik Norwich gegn Liverpool. Bruce skoraði sjálfsmark í leik sem Liverpool rúllaði yfir á í Skallagríms litunum.

 


Loksins Benayoun

yossi Benayoun 3Þar kom að því að Benayoun sýndi til hvers hann var keyptur. Skoraði sitt annað mark í deildinni á frábæran hátt.  Hins vegar er langt frá því að Ísraelinn hafi átt góðan leik. Liverpool hefur einfaldlegaverið grátlega lélegt allan fyrri hálfleikinn.  Leikmenn Wigan, sem ekki eru með þeim dýrustu í deildinni, sjá við flestum aðgerðum gesta sinna.

Rayan Babel, 11 milljónpunda maðurinn, tók reyndar eina ágæta rispu upp vinstri kantinn en úr henni varð ekkert.  Er sammála Englendungunum sem lýsa leiknum að kaupin á honum eru einhver þau lélegustu í enska boltanum á leiktíðinni.

En hvað um það.  Leikur Liverpool getur ekki versnað í seinni hálfleik. Maður getur huggað sig við það.


mbl.is Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerð um 5 ára hvalveiðileyfi í gildi í 4 daga.

Jóhanna Sigurðardóttir lætur hendur standa fram úr ermum.  Það á að verða hennar fyrsta verk að reka Seðlabankastjóranna.  Svo verður gerð atlaga að reglugerð Einars K. Guðfinnssonar um leyfi til hvalveiða.

Það gera allir heilvita menn sér grein fyrir því að reglugerð Einars er í besta falli bjánaleg og í versta falli landráð. Hún er allavega ekki til að auka ímynd Íslands erlendis og ekki kemur hún til með að greiða götu útflutningsatvinnuveganna. Þess vegna ber að fagna ákvörðun Jóhönnu um að reglugerðin verði numin úr gildi áður en hún kemur til framkvæmda.

 


mbl.is Býst við stjórn á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðamálastofa í eyðimerkurgöngu

Má vera að Ferðamálastofa sé svo illa haldin að hún hafi ekki efni á að sinna starfi sínu. Síðast liðin tíu ár hef ég verið fastagestur á einni stærsrtu ferðamálakaupstefnu á Norðurlöndum. Aldrei hefur ferðamálastofa verið þar með neina kynningu eða til stuðnings þeim sem eru að selja Ísland.

Noregur, Svíþjóð og Danmörk, í gegnum ferðamálastofur landanna, eru hins vegar mjög sterkir í markaðssetningu þar sem hvert land myndar eina heild á kaupstefnunum.  Íslensku ferðaþjónustufyrirtækin eru svo hvert að gaufa í sínu horni sem gerir að verkum að Ísland fær ekki nærri því jafn mikla athygli frændur vorir.

Kaupstefnan í Lilleström í Noregi í ár er sroglegur minnisvarði fyrir íslenska ferðaþjónustu.  Aðeins ein lítil norsk ferðaskrifstofa var með kynningu á Íslandi.  Íshestar voru þar reyndar líka og fengu inni á básnum hjá Landsýn.  Þar var líka Hörður á Kaffi Reykjavík og gaf gestum að smakka íslenskan mat.

Icelandair mætti á svæðið tilað styðja þá sem selja þá og gerðu það með stæl eins og ávalt á þessum ferðakynningum.  Það má segja að Icelandair sé að vinna verkin fyrir Ferðamálastofu.

Ef Ferðamálastofa ætlar að halda áfram á sömu braut ætti hún að leggja sjálfa sig niður um leið og hún lokar skrifstofunum í Kaupmannahöfn og Frankfurt.


mbl.is Nýtum fjármagnið enn betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sjávarútvegsráðherra landráðamaður?

HvalaskoðunÁkvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, um að leyfa hvalveiðar að nýju hefur hvergi verið fagnað í heiminum nema hjá hagsmunaaðilum á Íslandi.  Burt séð frá því hvort óhætt sér að veiða hval án þess að ganga á stofnana eða ekki er ákvörðun Einars K. hvorki tekin með hagsmuni sjávarútvegsns eða þjóðarinnar í huga.  Sennilega er það bara eigið skinn sem Einar hefur hugsað um og þá í þeirri von að Konni og einhverjir hnýsukarlar á Vestfjörðum smali nokkum atkvæðum til að halda honum inni á þingi.

Íslendingar eru með allt niður um sig út um allan heim um þessar mundir.  Engin treystir okkur, við erum skuldug upp fyrir haus og nú eigum við á hættu að stórir markaðir fyrir útflutningsafurðir okkar lokist til að mótmæla hvalveiðunum. 

Hvernig verður staða okkar ef t.d. ESB segir upp öllum okkar viðskiptasamningum einhliða. Ég er smeykur um við slíkan gjörning gengi okkur verr að greiða upp lánin við IMF og aðra skuldunauta okkar.

Hvaða hvatir bjuggu að baki ákvörðun Einars fáum við sjálfsagt aldrei að vita. En við getum krafið hann um hverra hagsmuna hann var að gæta.  Varla hvalfangaranna þar sem nær ómögulegt verður að koma afurðunum í verð nema með verulegum tilkostnaði.

Með þessari heimskulegustu ákvörðun nokkurs ráðherra í núverandi ríkistjórn hefur Einar Kristinn Guðfinnsson grafið sína pólitísku gröf. Og lýðurinn kemur til með að grýta gröfina eins og Steinkudys á sínum tíma og fullvaxnir karlmenn munu gera það að skyldu sinni að míga á hana líka. 

 

 


mbl.is Norræn gagnrýni á aukinn hvalveiðikvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega lítilmannlegt af Sjálfstæðisflokki

skjaldamerki_jpg_280x800_q95Ef það er "ótrúlega ómerkilegt" af Samfylkingunni að krefjast þess að forsætisráðherra bretti upp ermar og ramkvæmdi það sem talað hafði verið um og samþykkt af ríkistjórn er greinilegur veikleiki í Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn treysti sér ekki til að vinna þau verk sem samþykkt höfðu verið, m.a. að reka Seðlabankastjórnina og láta Áran Matt taka pokann sinn.

Flokkur sem treystir sér ekki til að horfast í augu við 17 ára mistakahrynu sína ríkisstjórn er að sjálfsögðu ekki hæfur til að leiða ríkisstjórn. Þess vegna áttu Sjálfstæðismenn að gleðjast yfir því að Jóhanna Sigurðardóttir var tilbúinn til að taka af flokknum þann kaleik.

En í stað þess að gleðjast yfir Jóhanna var tilbúinn til að moka skítinn undan Geir og félögum fór formaðurinn og forsætisráðaherrann í fýlu og ákvað að gefast upp slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.  Þar með lýsti flokkurinn skilyrðislausu vantrausti á sjálfan sig og það ætti að hjálpa kjósendum verulega þegar kosið verður í vor.

Flokkur sem er búinn að afreka það að koma einu ríkasta samfélagi í veröldinni í gjaldþrot og neitar svo að gera upp fyrir sig á ekki skilið eitt einasta atkvæði í lýðræðislegum kosningum.


mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband