Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Jón gegn Guðjóni A

Sandkorn DV veltir fyrir sér hvort orð Margrétar Sverrisdóttur muni rætast á næsta flokksþingi Frjálslynda flokksins.  Er Nýr Vettvangur gekk í heilu lagi inn í FF sagði Margrét það gert í þeim tilgangi að yfirtaka Frjálslyndaflokkinn.

Nú hefur orðrómur borist til eyrna Sandkorns að Jón ætli sér mikinn á landsþinginu og láti sér varla nægja neitt minna en formennsku í flokknum hvort sem hann fer gegn Guðjóni eða að skipstjórnn að vestan dragi sig í hlé.  Það verður þó að teljast ólíklegt þarsem Guðjón Arnar telur sig örugglega eiga margt ógert sem flokksformaður.

Eftir "glæsilegan" fund Jóns M og Sigurjóns Þ.  á Reyðarfirði lítur út fyrir að Jón hafi fyllst meiri eldmóði en nokkurn tíma áður og nú á að leggja Norðurlandið í heilu lagi að fótum flokksins.  Gujón fær reyndar að vera með á Blönduósi en á bloggi Jóns les maður það á milli línanna að hann sé eiginlega óþarfur þar.  Þeir Sigurjón sé fullkomlega menn til að rikka upp einum og einum fundi.

 En það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni hjá Frjálslyndum. Kanski þeir verði bara Mislyndir eftir landsþingið.   


Kristján og Keflvíkingarnir

Kristján Guðmundsson er aldeilis búinn að troða ósoðinni kartöflu ofan í kok þeirra Keflvíkinga sem gagnrýndu hann hvað mest fyrir tveimur árum síðan.  Þá voru þeir ekki vissir um hvort hann fengi að halda áram með liðið.

Hvað segja þeir í dag þegar margt bendir til að hann muni færa þeim Íslandsmeistarabikarinn eftir síðustu spyrnu Landsbanakdeildarinnar í haust.


Grindavík á grænni grein.

Frábært hjá Grindavík að leggja FH að velli í Krikanum.  Samkvæmt Mogganum voru aðeins á milli 7 og 800 manns sem urðu vitni að afrekinu. Það er miður hve fáir Íslendingar nenna að leggja leið sína á völlinn.  Virðist vera nánast ómögulegt að skapa einhvern fótboltakúltúr á eyjunni sem trekkir að áhorfendur.

Það var ekki síður gleðiliegt að KR tók Fram á lokasprettinum og smellti á þá 2 mörkum.  En það sem mér finnst merkilegast við deildina í dag er mjög gott gengi Breiðabliks. Það er deginum ljósara að Óli er að gera mjög góða hluti í Kópavoginum.

Áfram Grindavík.


mbl.is Óvæntur sigur Grindvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylkir í foraðinu

Einhvern veginn átti maður von á að Fylkir myndi nú klára sig í botnbaráttunni þegar þeir fengu Skagamenn í heimsókn.  Því var ekki að heilsa.

En til að forað Fylki frá skömminni þurfti Austra strák til.  Valur Fannar bjargaði því sem bjargað varð.  Vona að Leifur launi honum vel fyrir stigið.


Frábær samvinna hjá Veigari og Pálma

Stabæk er að rúlla yfir Strömgodset í norska bikarnum. Nú er staðan 3-1 eftir að Gidset komst í 0-1.

Veigar Páll er búinn að eiga frábæran leik og hefur stjórnað sóknarleik Stabæk frá fyrstu mínútu.  Hefði átt að vera búinn að krækja í tvær vítaspyrnur eftir að mótherjaar hans hafa í tvígang handleikiðboltann í eigin vítateig í varnartilraunum sínum.  En Terje Hauge gerði ekkert í málunum.

Nú er Viegar búinn að koma Stabæk í 4 - 1 á 90. mínútu.  Tvö mörk hjá kappanum. Það fyrra var eftir flotta skallafyrirgjöf frá Pálma Rafni sem hafði komið inn á 20 sekúndum áður.  Pálmi áttilíka frábært viðstöðuaust skot af ca 22,3m færi sem sleikti slána og yfir.


Falskir formenn??

Það var vitað að Guðni Ágústsson var með puttana í Óskari þegar þeir lögðu á ráðin um að slíta samstarfinu við Tjarnarkvartettinn. Hinn málglaði yfirfjósamaður í Framsókn gat ekki þagað yfir því á dögunum hve vel honum hugnaðist að geta látið undirfjósamann sinn skríða uppí til Hönnu Birnu.

Aðkoma Guðna er í fullkomnu samræmi heiðarleika flokksins. Meira er ekki um það að segja.  En ég átti bágt meða að trúa Geir Haarde til sama verklags og viðgengst í Framsókn. En það er komið á daginn að hann var einnig hvatamaður að því að kasta Ólafi F fyrir róða og rýma fyrir Óskari.

Reyndar er nú margt sem bendir til þess að upphaf meirihlutaskiptanna eigi rætur að rekja upp í Seðlabanka.  Davíð ku hafa fengið æluna upp í háls er hann frétti af ráðningu Gunnars Smára.  Og Davíð er ekki af þeirri manntegund sem kyngir ælunni. Alls ekki.

Þar með fór batteríið af stað. Hanna Birna boðar Ólaf á fund og segir honum hvað sé í pípunum. Ekki veit þeg um þátt Vilhjálms í atburðarásinni en á erfitt með að trúa að honum hafi liðið vel meðan á atinu stóð. 

Svo virðist vera að Kjartan Magnússon sé eini heiðarlegi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna.  Alla vega lítur út fyrir að hann sé sá eini sem vildi standa við samkomulagið við Ólaf.  Hann skilur greinilega að samningur er samningur og samninga á að standa við. Valdagræðgi Hönnu Birnu gerir ekki ráð fyrir að slíku.

Það má vel vera a Hanna Birna sé kjarnorku kona sem vill láta verkin tala. En það hefur ekki farið fram hjá neinum að hún er ekki 100% heiðarleg kona. Alla vega ekki í stjórnmálum.  Því held ég að Geir Hilmar Haarde búmmi illilega þegar hann segir að nýju meirihlutinn í borginni, sem byggður er á lygum og óheilindum, komi til með að sóma fylginu aftur til Sjálfstæðisflokks og Framsóknara.

Hinn almenni borgarbúi er búinn að fá nóg af óheilindavef borgarfulltrúa þessara flokka.  Og það hjálpar ekki þegar formenn beggja flokkanna hlaupa eins og veiðihundar þegar veiðimaðurinn í Seðlabankanum blæs í flautu sína.

Því miður dregur Guðni Ágústsson upp allt aðra mynd af sjálfum sér í raunveruleika síðustu daga en hann dró upp í bók sinni fyrir jólin.  Hafi hann einhvern tíma verið heiðarlegur ungmennafélagsfrömuður þá hefur heiðarleikinn dáið er ráðherrastóllinn varð vettvangur hans og engin hefur hann verið frömuður eftir að hann tók við flokksbrotinu af Halldóri Ásgrímssyni. Flokkurinn heldur bara áfram að rýrna innan frá.     


mbl.is Geir ræddi við formann Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreitt ástand

Í Ósló rann föstudagurinn upp baðaður í geislum sólarinnar með undirleik frá sinfóníuhljómsveit umferðarinnar. Trikkurinn, bussen, bílarnir og lestarnar ásamt einni og einni hringingu frá bjöllum reiðhjólanna gefa manni vel til kynna að borgin sé að lifna.

Skólarnir hefjast á mánudaginn og þá má segja að hversdagurinn sé kominn á beinu brautina. Hér er ástandið annars óbreitt. Engum hefur dottið í hug að skipta um meirihluta í borgarstjórninni. Það lítur helst út fyrir að Hægriflokkurinn hér sé örlítið stabílli en systurflokkur hans í Reykjavík. Hægrimennirnir einhenda sér í verkin og fá samstarfsflokkinn, glaðan í bragði, til að bretta upp ermarnar og vinna að sameiginlegum  markmiðunum að mestu.  Auðvitað þurfa flokkarnir örlítið olnbogarými fyrir óskaverkefnin sín og við því amast engin.  Ekki einusinni minnihlutinn í borginni. Hann bara gagnrýnir á málefnalegan hátt og potar einu og einu máli í gegn og unir svo nokkuð glaður við sitt þó eftirsóknin eftir völdunum kraumi að sjálfsögðu undir.

Í Reykjavík virðist líka vera óbreytt ástand þrátt fyrir nýjan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn gerir sömu mistökin og um áramótin og velur sér veikan einstakling til samstarfs í stað flokks.  Ef marka má fréttir er Óskar Bergsson í nákvæmlega sömu aðstöðu og Ólafur F var. Hann nýtur ekki fulls stuðnings í Framsóknarfjósinu frekar en Ólafur hjá Frjálslyndum.  Þeir eiga það báðir sameiginlegt að ljúga að kjósendum þegar þeir halda að það henti þeim. Báðir svíkja þeir lit og hlaupa til og sleikja hendur sjálafstæðisflokksins, eins og kjölturakka sæmir, þegar þeim eru boðin völd til að halda Sjálfstæðiflokknum við kjötkatla borgarinnar. Í þetta sinn verður sennilega enn meira óbragð af kjötsúpunni sem þeir malla saman.  Nú bætist nefnilega fjósafnykurinn við.

Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft orð á sér fyrir að vera staðfastur nema bara þegar flokksmenn þurfa að tryggja eigin hagsmuni.  Nú er ekki SÍS gamli lengur lifandi svo það eru bara einkahagsmunir flokksforystunnar og velunnara hennar sem njóta góðs af flokkstarfinu.

Það var svo greinilegt þegar fréttamenn beittu spjótum sínum að Óskari, er hann kom á fund Hönnu Birnu í gærkvöldi að hann átti í vök að verjast. Það kom í ljós að hann var ekki nógu fljótur að hugsa hverju hann ætti að ljúga að fréttamönnunum þá svo það passaði við lýgina frá því fyrr um daginn og deginum áður.  Hann hefur greinilega gengið í skólann hjá Halldóri Ásgrímssyni og Alfreð Þorsteinssyni, tveimur af mestu kafbátum sem finnast í íslenskri stjórnmálasögu.

Hjónaband sem til er stofnað á grunni óheilinda, ótryggðar, lýgi og egóisma er dæmt til að mistakast.  Það getur hangið saman á lýginni en gott verður það aldrei.


Stabæk - Rennes 2 - 1

465px-Veigar_Pall_Gunnarsson_2006_06_06Stabæk stóð sig vel gegn franska liðinu Rannes í UEFA bikarnum og vann 2 - 1.  Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur sem Veigar Páll vann fyrir liðið og miðvörðurinn Mike Kjölö skallaði í netið.  Veigar átti fínan góðan leik á Nadderud í og nú segir þjálfari Stabæk, Jan Jönsson, að liðið eigi 50 - 50 möguleika á að komast áfram í keppninni. 

Reyndar var Stabæk óheppið að skora ekki 3. markið í viðbótartíma þegar Tom Stenvol fékk flotta sendingu yfir Rennesvörnina en hvorki hann né markmaður rennes náði til knatarins sem lak hárfínt framhjá stönginni utanverðri.

 Pálmi Rafn kom inná fyrir Veigar Pál á 88. mínútu.


Hanna Birna - Pólitísk portkona

469334Í upphafi daðraði hún við Björn Inga. Skyndilega varð hann óalandi og ferjandi og Hanna Birna og félagar lentu í kuldanum úti í horni Ráðhússins. En eins portkvenna er siður lagði hún ekki árar í bát en lagði net sín fyrir Ólaf F. Nú varð öldin önnur og hin metnaðarfulla kona taldi sig hafa fengið góðan afla. 

Nú 200 dögum síðar kom í ljós að fengurinn var ekki góður. Hún hafði veitt lítin og ráðviltan marhnút og eins og gjarnan er gert við slíka ódrætti hrækti hún upp í hann og kastaði aftur í sjóinn.

Merkisberar heiðarleikans í höfuðborginni 

En portkonur eru sjaldan lengi einmanna. Áður en nóttin var öll hafði ungur fjósamaður úr Framsóknarfjósinu skriðið uppí til hennar. Því má ætla að nú ríki hamingja dyngju Ráðhússins og er það vel.

 Hitt er svo annað að veganseti nýja borgarsjórans og Óskars Bergssonar er fátæklegt. Óheilindi, lygar og fjallabaksleiðir út úr Ráðhúsinu til að forðast að standa gegn fréttamönnum sem vildu fá að heyra sannleikan um vinnuaðferðir þeirra sem starfa í umboði Reykvíkinga allra.

Mergurinn málsins er bara sá að Reykvíngum kemur anadskotan ekkert við hvað fulltrúar þeirra eru að bjástra í sórstofu borgarinnar. Eða Hvað?   


Birkir Már spilaði sig inn í hjörtu stuðnngsmanna Brann

2008_saevarsson  Birkir Már Sævarsson átti fínan leik með Brann í gær á móti Marseille. Lýðurinn á Brann Stadion söng nafnið hans og hann fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína hjá norskum fjölmiðlum.

Og eins og það væri ekki nóg. Þegar honum var skipt útaf á 70.mín. trylltist lýðyrinn og hrópaði á Mons Ivar Mjelde, þjálfar Brann. "Burt með Mjelde" hljómaði á Brann stadion af sama krafti og "She Loves You" hljómaði á Shea Stadaium í New Yourk 1966.

Ef Birkir Már byrjar ekki inná í næsta leik verður Mons Ivar Mjelde óvinsælasti maður á gjörvöllu vesturlandi Noregs

PS.  Myndin af The Beatles á The Shea Stadium er frá árinu 1965.

beatles_shea_stadium_1965


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband