Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn

Hvað er það eiginlega sem Sjálfstæðisflokkurinn vill.  Eru það eingöngu völdin sem hann sækist eftir eða vill hann í raun vinna málefnaleg að framþróun borgarmála. Enn og aftur kemur flokkurinn fram sem persónuleg hagsmunasamtök borgarfulltrúanna en ekki stjórnmálaflokkur.

Það voru hamingjustundir er flokkurinn myndaði meirihluta með Birni Inga og Framsókn. Er það samstarf rauk út í veður og vind voru Birni Inga og Framsókn ekki vandaðar kveðjurnar.  Öllu óvægnari skítkasti hafa fáir mátt sitja undir en Björn Ingi á þeim tíma.  Framsókn var ekki treystandi sögðu borgarfulltrúar Stjálfstæðisflokksins.

Svo kom Tjarnarkvartettinn og niðurlæging Stjálfstæðisflokksins í Reykjavík varð veruleg. Fólk skreið undir felld og fann það ráð að hrekkja kvartettinn og borgarbúa sem mest þeir máttu. Að lokum tókst þeim, með hjálp fársjúks læknis, að koma Degi og hjörð hans frá völdum.

En sá sigur var dýru verði keyptur. Sjúklingurinn og fyrrum flokksbróðir Vilhjálms og co, heimtaði borgarstjórastólinn.  Enn beið virðing Sjálfstæðisflokksins hnekki og niðurlægingin varð meiri en áður hafði þekkst í sögu flokksins.  Hveitibrauðsdagarnir urðu fáir. Kannski voru það bara hveitibrauðsklukkutímar.  Ólafur var óhlýðinn og lét illa að stjórn. Hin metnaðarfulla Hanna Birna, sem eins og Gísli Marteinn, Vilhjálmur og Júlíus V sem öll óskuðu að fá að orna sér í borgarstjórastólnum leist ekkert orðið á blikuna. Í gær sauð svo upp úr.

Auðvitað er það best fyrir borgarbúa að þessu meirihlutasamstarfi ljúki strax. Það hefur kostað borgina mikið og hefði aldrei átt að verða til. Engin hefur tapað meira á vitleysunni en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík. Ef leiðtogar flokksins hafa ekki séð þetta ástand fyrir þegar þeir stofnuðu til hjónabandsins með Ólafi hafa þeir ekki næga yfirsýn til að geta leitt stærsta stjórnmálaflokkinn í stærsta sveitafélagi landsins.  Enda hrundi trúnaðartraustið sem flokkurinn hefur alla tíð haft í borginni og nú stefnir í að stærð flokksins sé að verða eins og VG.

Best væri fyrir Sjálfstæðismenn að taka sér frí frá valdafíkninni það sem af er kjörtímabilinu og skila borginni aftur til Tjarnarkvartettsins. Flokkurinn þar tíma til að sleikja sár sín og koma sér upp af sjúkrabeðinu. 

Með nýju bónorð til Framsóknar verður persónuleg niðurlægin borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins algjör og þeim mun seint takast að þvo stimpil valdagræðginnar úr andlitum sínum. 


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátlegt að Horfa upp á Liverpool

Það var aumkunnarvert að horfa á hvernig Standard Liege spilaði Liverpool umm úr skónum í gærkvöldi.  Lærisveinar Benna voru eins og lömb á leið til slátrunnar í leiknum og voru heppnir að sleppa markalausir frá Belgíu. Arfaslök dómgæsla kom í veg fyrir að Belgarnir fengu ekki dæmt mark á gestina er Reina "varði" stangarskotið þegar boltinn var "greinilega" fyrir innan marklínuna.

Hvorugur bakvarða LFC hélt þeim klassa sem gera verður til leikmanna félagsins. Þá var Robbie Keene ekki svipur hjá sjón miðað við hvað hann hefur sýnt.  Alonso átti dapran dag og Plessis var hreint út sagt lélegur.  

Hræddur um að Benni verði að gera annað og meira an bara að skamma drengina.  Þeir eru greinilega ekki mótiveraðir fyrir átök vetrarins.


mbl.is Benítez: Það eina jákvæða var að við héldum markinu hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsteinsþáttur Pálssonar

225px-Thorsteinn_PalssonNú er það til máls að taka að Þrsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Fréttablaðsins, tekur að hafa áhyggjur miklar af sjúkdómseinkennum borgarstjórnarmeirihutans. Hann sér í hendi sér að borgarbúar una sér illa undir stjórn Ólafs F. sem situr vanmátta og fársjúkur á stóli borgastjórans.

Ritsjórinn hugsaði upphátt og sagði við sjálfan sig; "Ber er hver að baki nema sér bróður eigi".  Minnugur þess að hann sjálfur leiddi flokk hinna sjálfsrtæðu Íslendinga skreið Þorsteinn undir feld og hugsaði ráð. 

Er þorsteinn skreið undan feldinum hafði hann þegar samband við flokksystur sína er Hanna Birna heitir.  "Ráð hef ég að færa þér", sagði Þorsteinn.  "Þú skalt ganga á fundi borgarkonungsins í Ráðhúsinu við Tjörnina. Við hann skaltu ekki láta blíðlega. Ekki í þetta sinnið. Ráð mitt er að þú sláir hann, leiftur snöggt, í höfuðið með saman vöðluðu Fréttablaðinu.  Mun þá Ólafur hrökkva í kút og hlusta á þitt mál. Þá skalt þú segja honum að þu sért leið orðin á hárgreiðlsu hans og að þú kunnir ekki að meta nýju jakkafötin hans. Þú skalt einnig segja honum að þú unir því illa að hann ráði til sín húskarla í laumi meðan þú hvíist á kodda þínum.  Við þessi orð mun Ólafi bregða mjög og mun hann vilja vingast við þig hið bráðasta.  Er hér er komið sögu skalt þú tala blíðlega til hans og segja honum að hinir sjáfstæðu menn í borgarstjórninni hafimhug á að ráð til sín fjósamann í Ráðhúsið".

"Hver er það?", mun borgarstjórinn spyrja. "Óskar heitir hann og var skósveinn Binga barnakarls þess er klauf meirihluta hinn fyrsta á kjörtímabili voru.  Yndi Ólafs mun versna stórlega við þessi tíðindi. Hann mun  lofa þér gulli og grænum skógum fáir þú bandamenn þína til að snúa frá þeirri villu að auka virðingu Óskars með því að gera hann að fjósamanni í Tjarnarhöllinni".

"Ég tel einsýnt", segir Þorsteinn, " að til að koma í veg fyrir slíkan vegsuka Óskari fjósamanni til handa muni Ólafur lofa að hann í einu og öllu fari að vilja þínum setjir þú varðmenn á vakt í ráðhúsdyrnum er varni hinum trausta fjósamanni í Framsókn inngöngu í híbýli vor". 

"Líst mér eigi illa á ráðagerð þessa" segir Hanna Birna. "Þetta kann vel að ganga eftir"Hanna Birna

"Það er næsta víst" segir Þorsteinn. "Og svo segir mér hugur að ástir munu takast með yður og Ólafi í kjölfar samræðu yðarr. Sýnist mér að þær ástir haldi fram í mars á næsta ári.  En þá mun Ólafur borgarstjóri taka sótt mikla og verða óstýrlátur. Hann mun leita sér lækninga á öldurhúsi nokkru í borg vorri. Hann mun láta illa og afla sér óvinsælda fjölda landseta sinna. En þú, Hanna Birna, munt þegar fara í víking að finna þér merkisbera og stríðsmenn fyrir næstu orystu. Munt þú sigla knörr þínum heilum í höfn og hafa virðingu mikla vegna framgöngu þinnara".

Að þessum orðum sögðum strauk Þorsteinn hönd sinni gegnum þykkan makkan er aðeins er farinn að grána. Honum sýndist hann hafa ráðið flokksystur sinni heilt.  Hann brosti er hann snéri sér og hugsaði með sér. Illt er að hafa aula að vinum.   


Birkir Már útaf á 70. mín

Birkir Már Sævarsson stóð sig vel í sínum fyrsta alvöru leik með Brann. Hann átti margar góðar rispur upp hægri kantinn og var tvívegis nálægt því að skora. Í bæði skiptin náði markvörður Frakkanna boltanum af tánum á Birki.  Han fékk gott klapp af Mjelde þegar hann kom útaf.

Marseille komst í 0 - 1 eftir að hægri bakvörður Brann var gabbaður upp úr skónum og Cherou komst einn á móti markmanni.


Auðvitað

varði Reina vítaspyrnu fyrir Liverpool.  Varla hefði hann tekið að sér að verja víti fyrir Standard Liege.
mbl.is Reina varði vítaspyrnu fyrir Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BRANN - MARSEILLE

2008-bjarnasonBrann leikur gegn Marseille í Champions Leauge í kvöld. Og Mons Ivar Mjelde, þjálfari Brann hefur leikinn með 3 Íslendinga í liðinu.  Samkvæmt uppstillingu sjónvarpsins  verður Ólafur Örn og Kristján Örn miðverðir þar sem Óli verður til vinstri og Kristján til hægri.  Hef ekki séð þá uppstillingu fyrr. Birkir Már Sævarsson hefur leikinn á hægri kantinum og Erik Huseklepp á þeim vinstri.  Að sögn Mjelde eru þeirt tveir með fljótustu kantmönnum í norsku deildinni.

Gylfi Einarsson og Ármann Smári Björnsson eru báðir varamenn.  Það eru því 5 íslendingar á leiksýrslu Brann í kvöld. Það held ég hljóti að vera "Íslandsmet" í norskum fótbolta. 


Þá hefur Guðni logið

Séu heimildir RÚV sannar um að Framsóknarflokkurinn hafi átt frumkvæðið af þreifingum um nýtt meirihlutasamtarf í Reykjavík er flokkurinn enn ómerkilegri en maður hefði getað ímyndað sér.  Þá er það líka ljóst að formaður flokksins, Guðni Ágústsson hefur logið að þjóðinni þegar hann sagðist, í sjónvarpsviðtali, ekkert vita um þessar þreifingar.  Svona fer ekkert af stað án þess að fyrsti fjósamaður viti um það.

Ef Guðni hinsvegar hefur sagt satt um að hann vissi ekkrt um þreifingarnar þá er hann líka versti flokksformaður í sögu íslensku stjórnmálanna.  Greinilegt að hann hefur enga yfirsýn um það sem gerist fjósinu sem stjórnar.

Í ljósi þess sem nú er upplýst þarfnast brotthvarf Björns Inga nánari skýringa.  Var það kanski flokksforystan sem skvísaði honum út í kuldan. Klúðruðu Björn Ingi og Vilhjálmur fyrsta meirihlutanum með einvherjum þeim hætti sem Guðna þóknaðist ekki. Alla vega endaði sá meirihluti feril sinn jafn snögglega og hann hóf hann. Allir muna breiða bros fjósamannsins frá Brúnastöðum þegar hann með miklu stolti prensteraði spútnik-pólitíkusinn Björn Inga Hrafnsson sem glæsilegan fulltrúaa flokksins í borgarstjórn. Nú er Björn Ingi ekki eins glæsilegur lengur og vitandi að flokkurinn þarf andlitslyftingu í borginni á nú að dubba Óskar upp sem einvhern prins Valiant á hvítum hesti til  að slefa flokknum upp fyrir 2%sentin fyrir næstu skoðanakönnun.

Undir öruggri formennsku Guðna Ágústssonar er Framsóknarflokkurinn endanlega að skíta sig í kaf. Það er kanski verðugur dauðdagi fyrir tækifærisflokk sen engarar virðingar nýtur lengur í íslesnku samfélagi.   Það er synd því flokkurinn hefur margt gott gert í langri sögu sinni.  En það er langt síðan flokkurinn lét gott af sér leiða síðast.  Það var á tímum Steingríms.    


mbl.is Frumkvæði frá Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er friðurinn úti

Sumarfríið er búið og maður er mættur í vinnuna eftir verulega gott frí.

Ég er svolítið spenntur að sjá nemendahópinn sem dúkkar upp á mánudaginn.  Get ímyndað mér að það verði margir Pólverjar í ár.  Þeir hafa reyndar verið margir á undanförnum árum en nú hefur þeim fjölgað verulega í Noregi.

Heyrði í fréttunum að víða í Noregi eiga skólar í vandræðum með að taka á móti öllum Pólverjunum þar sem ekki eru pólskumælandi kennarar út um allt konungsríkið. Krakkarnir kunna auðvitað ekkert í norsku þegar þeir koma og fá svo kennsluefni sem allt er á norsku og eiga auðvitað að ná sama árangri í skólanum og þeir infæddu.

Hlustaði á viðtal við skólastjóra í Svolvær í Lofoten sem hafði miklar áhyggjur yfir sínum nýju nemendum frá Póllandi þar sem hann hafði hvorki kennsluefni sem hentaði þeim og alls ekki kennara sem geta skilið þá og spjallað við þá og hjálpað þeim í gegnum fyrstu og erfiðustu mánuðina. 

Í mínum skóla höfum við öfluga móttaksdeild enda skólinn einn stærsti nýbúaskóli Óslóar.   Þar höfum við hæfa kennara og aðgang að aðstoðarfólki sem talar flest þau tungumál sem við glímum við í L.G. skólanum.  En slíku er bara ekki að heilsa hjá mörgum landsbyggðarskólunum.

Varð hugsað til skólanna heima á Íslandi þegar ég heyrði í Lofotenbúanum.  Það eru örugglega margir skólastjórar á Íslandi með sömu áhyggjur og hann. En eins og alltaf á eyjunni. Þetta reddast.


Guðni Á. eða Ragnar Reykás

Oft hef ég orðið hissa á tækifærispólitík Framsóknarflokksins á undanförnum árum.  En sjaldan eins og í gær þegar ég kíkti á RÚV-fréttirnar í tölvunni.  Þar birtist Guðni Ágústsson, ábúðarfullur að vanda, og ómögulegt var annað en að lesa út úr svörum hans að hann dauðlangaði að koma Óskari í borgarstjórnina.

Þegar haft er í huga að aldrei hefur Framsókn staðið á fúnari fótum en eftir sitt langa samstarf með Sjálfstæðisflokknum og í þokkabót er flokkurinn með rétt um 2% fylgi í Reykjavík er það hreinlega ótrúlegt að formaðurinn ætli sér að veita honum náðarstunguna með því að etja Óskari út í samstarf við Ólaf F og taglhnýtinga hans í Sjálfstæðisflokknum. 

Ég verð að segja að ég hef lítið fylgst með störfum Óskars í borgarstjórninni.  En þau hafa heldur ekki farið hátt. En hvernig flokknum dettur í hug að koma sér fyrir eins og hækju undir handarkrikum Sjálfstæðismanna á brauðfótum lýsir metnaðarleysi af verstu gerð. Spurningin er hvort Framsóknarmaddaman er bæði hækja og skækja.

En það er engin spurning að Guðni Ágústsson er eins og klónað afkvæmi af Ragnari Reykás.


Ási, Grétar og Friðrik = Bakkabræður

Ásberg RE 22Ég at að sjálfsögðu ekki stillt mig um að kíkja á Kastljósiið frá í gær í tölvunnu. Að sjálfsögðu var það Ása-málið sem fangaði hug minn.

Ég veit vel að Ásmundur Jóhannsson hefur alla tíð haft munninn fyrir neðan nefið. Hann er líka flinkur að splæsa vír.  En þegar Helgi innti karlinn eftir því hvort að hann hefði eiithvað í höndunum sem sannaði að mótmælaaðgerðir væru löglegar vafðist honum tunga um tönn.  Og það er svo sem ekkert einkennilegt við það. Hann er ekkert vanur að standa í lagaþrætum og kann það ekkert.  Þess vegna ætti hann að láta lögfræðinginn sinn tala sínu máli.  Ég vona bara að Ási og þeir sem fóru með málið fyrir Mannréttindanefndina standi uppi sem sigurvegarar í lokin.

En þegar kom að svokölluðum umræðum Grétars og Friðriks var mér eiginlega öllum lokið. Grétar átti ágæta spretti á alþýðumáli inn á milli í þættinum en klúðraði líka trúverðugleika sínum algerlega þegar hann sagði bæði já og nei við því að hafa landað framhjá vigt. Og auðvitað hafði hann aldrei hent einum einasta ugga í hafið. Það hafa ara aðriri gert.  Það var líka verulega aumt af skipstjóranum og alþingismanninum að draga nú úr stuðningi við Ása vegna meintrar lögleysu hans.  Það passar náttúrulega ekki fulltrúa á lögjafarsamkundunni.  Þegar upp er staðið var Grétar hálf aumkunarverður eins og flokkur hans sem geltir í fjarlægð en stingur hausnum undir lappirnar í návígi.

Frammistaða Friðriks J. var bæði honum og samtökum hans til háborinnar skammar. Mér hefur reyndar aldrei fundist hann standa sig í stykkinu sem framkvæmdastjóri LÍÚ. Hann er illa máli farinn og hreinlega óheiðarlegur í umræðum. Hann hikar ekki við að ljúga máli sínu til stuðnings og nærist á því að gera lítið úr þeim sem ekki eru á sama máli og hann. Ég held að Ási hafi haft 100% rétt fyrir sér þegar hann sagði að Friðrik væri ljótur maður með vondan málstað að verja.

Ef Friðrik hefur einhvern tíman verið sjómaður þá veit hann alveg jafn vel og allir aðrir sem nálægt sjómennsku hafa komið á síðustu áratugum að úrkast er stórt vandamál og algerlega tilkomið eftir að kvótkerfið var sett á. Þá fyrst fóru menn að "græða" á því að kasta fiski sem ekki mátti bera að landi.

Reyndar hef ég aldrei verið á togara í Barentshafinu en þekki marga sem þar hafa fiskað árum saman. Allir þeir sem ég hef talað við hafa  sagt mér að þar kasti menn öllu sem ekki borgi sig að hirða og að það gildi um flesta togara íslenska flotans.  Ef Friðrik veit þetta ekki er hann annað hvort vitlaus eða bæði sjónlaus og heyrnarlaus. Oftar en einusinni hefur maður séð myndir í norska sjónvarpinu af togurum sem eru að henda fiski í smugunni. Og þeir eru ekki allir rússnenskir.

Fririk er einhver alaumasti talsmaður atvinnurekenda á Íslandi sem ég hef heyrt í fjölmiðlum.  Ég er sannfærður um að ræstitæknarnir hjá LÍÚ væru mun betri talsmenn samtakanna en Friðrik J. Arngrímsson. 

PS. Myndin var tekin um borð í Ásberginu RE 22 á leið til Stöðvarfjarðar á loðnuvertíðinni 1975. Minnir að það hafi komið 411 tonn uppúr bátnum sem var okkar besti túr á vertíðinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband