Óbreitt ástand

Í Ósló rann föstudagurinn upp baðaður í geislum sólarinnar með undirleik frá sinfóníuhljómsveit umferðarinnar. Trikkurinn, bussen, bílarnir og lestarnar ásamt einni og einni hringingu frá bjöllum reiðhjólanna gefa manni vel til kynna að borgin sé að lifna.

Skólarnir hefjast á mánudaginn og þá má segja að hversdagurinn sé kominn á beinu brautina. Hér er ástandið annars óbreitt. Engum hefur dottið í hug að skipta um meirihluta í borgarstjórninni. Það lítur helst út fyrir að Hægriflokkurinn hér sé örlítið stabílli en systurflokkur hans í Reykjavík. Hægrimennirnir einhenda sér í verkin og fá samstarfsflokkinn, glaðan í bragði, til að bretta upp ermarnar og vinna að sameiginlegum  markmiðunum að mestu.  Auðvitað þurfa flokkarnir örlítið olnbogarými fyrir óskaverkefnin sín og við því amast engin.  Ekki einusinni minnihlutinn í borginni. Hann bara gagnrýnir á málefnalegan hátt og potar einu og einu máli í gegn og unir svo nokkuð glaður við sitt þó eftirsóknin eftir völdunum kraumi að sjálfsögðu undir.

Í Reykjavík virðist líka vera óbreytt ástand þrátt fyrir nýjan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn gerir sömu mistökin og um áramótin og velur sér veikan einstakling til samstarfs í stað flokks.  Ef marka má fréttir er Óskar Bergsson í nákvæmlega sömu aðstöðu og Ólafur F var. Hann nýtur ekki fulls stuðnings í Framsóknarfjósinu frekar en Ólafur hjá Frjálslyndum.  Þeir eiga það báðir sameiginlegt að ljúga að kjósendum þegar þeir halda að það henti þeim. Báðir svíkja þeir lit og hlaupa til og sleikja hendur sjálafstæðisflokksins, eins og kjölturakka sæmir, þegar þeim eru boðin völd til að halda Sjálfstæðiflokknum við kjötkatla borgarinnar. Í þetta sinn verður sennilega enn meira óbragð af kjötsúpunni sem þeir malla saman.  Nú bætist nefnilega fjósafnykurinn við.

Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft orð á sér fyrir að vera staðfastur nema bara þegar flokksmenn þurfa að tryggja eigin hagsmuni.  Nú er ekki SÍS gamli lengur lifandi svo það eru bara einkahagsmunir flokksforystunnar og velunnara hennar sem njóta góðs af flokkstarfinu.

Það var svo greinilegt þegar fréttamenn beittu spjótum sínum að Óskari, er hann kom á fund Hönnu Birnu í gærkvöldi að hann átti í vök að verjast. Það kom í ljós að hann var ekki nógu fljótur að hugsa hverju hann ætti að ljúga að fréttamönnunum þá svo það passaði við lýgina frá því fyrr um daginn og deginum áður.  Hann hefur greinilega gengið í skólann hjá Halldóri Ásgrímssyni og Alfreð Þorsteinssyni, tveimur af mestu kafbátum sem finnast í íslenskri stjórnmálasögu.

Hjónaband sem til er stofnað á grunni óheilinda, ótryggðar, lýgi og egóisma er dæmt til að mistakast.  Það getur hangið saman á lýginni en gott verður það aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband