Ungur og graður flokksleiðtogi gerir sig gildandi

Sigmundur Davíð gefur af sér góðan þokka.  Mjög góðan af Framsóknarmanni að vera.  Fyrir fram bauðst hann til að styðja minnihlutastjórn Sf og VG.  Í dag hefur hann ekki verið jafn ákafur í stuðningi sínum og um helgina og í gær.

Það á sér sjálfsagt skiljanlegar ástæður.  Í fyrsta lagi er hann Framsóknarmaður og þeir hafa aldrei vitað í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í öðru lagi er hann ungur og graður stjórnmálamaður sem vill gera sig gildandi.  Það gerir maður ekki með því að rasa um ráð fram.  Hann vill örugglega sýna Steingrími og Ingibjörgu að hann er líka karl í krapinu þótt ungur sé.  Það er fullkomlega eðlilegt að hann vliji hafa eitthvað um verkefnaval stjórnarinnar að segja  og hvernig verkefnunum verður hrundið í framkvæmd.   Það er ekki bara Ólafur Ragnar sem á að ráða því.

Þrátt fyrir hugsanlegan stuðning frá svipfallegum Framsóknardreng lýst mér ekkert sérlega vel á þessa ríkisstjórn sem nú er í fæðingarhríðunum.  Ég er sársvektur út í Geir Haarde að hafa kastað inn handklæðinu í stað þess að láta Jóhönnu taka við forsætinu í ríkistjórninni.  Ég er klár á að það hefði verið vænlegri lausn en að hleypa Ögmundi Jónassyni að ríkistjórnarborðinu.    


mbl.is Sigmundur: Viðræður taka tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir
með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju
stjórnina Grjótkastarastjórnina?

ásdís (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Dunni

Gott nafn

Dunni, 27.1.2009 kl. 21:44

3 identicon

Framsóknarfólk hefur ávallt viljað lenda með báða fætur á jörðinni í stað þess að lenda á öðrum fætinum og eiga það á hættu að falla. Að dæma manninn vegna þess að hann er framsóknarmaður og um leið að dæma alla framsóknarmenn er jafn vitlaus röksemdarfærsla og ætla telja manni trú um að ef einn fréttamaður lýgur ljúgi þeir allir. Ég vil þó segja að Ögmund Jónasson í ríkisstjórn er glapræði á tímum hagræðingar og endurskoðunar.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: Dunni

Ég er alveg sammála þér Hjálmar Bogi.  Framsóknarfólk hefur aldrei viljað taka neina áhættu. Það hefur bara haldið sig við já, já og nei, nei, allt eftir hvað hentar þeim í það og það skiptið.  "Ég áskil mér fullan rétt til að skipta um skoðun," sagði Einar Ágústsson ráðherra flokksins á sínum tíma. Þessi orð hafa alltíð síðan verið vörumerki flokksins.

Dunni, 27.1.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband