Þakka beri Sjálfstæðisflokknum

Nú bendir flest til þess að Ísland fá VG inn í nýja ríkisstjórn.  Þrátt fyrir yfir 30% skoðanakannannafylgi er ég ekki alveg viss um hve margir óska þess í raun að fá heilan flokk af atvinnunöldrurum til að leiða þjóðina á uppbyggingartímanum eftir efnahagshrunið.   En þeir sem ekkert vilja með VG hafa að gera getað þakkað Sjálfstæðisflokknum sendinguna.

Hvert einasta mannsbarn, líka Sjálfstæðisfólk, sér að leiðtogi ríkistjórnarinnar hefur ekki staðið sig sem skyldi.  Forsætisráðherra hefur meðal annars verið gagnrýndur harðlega af sínum eign leiðtoga, Seðlabankastjóranum Davíð Oddsyni, sem sagðist hafa varað Geir við bankahruninu síðast liðið vor. Þessi sami Davíð hefur síðan unnið gegn nánast öllum björgunaraðgerðum ríksistjórnarinnar sem byggjast á aðstoð IMF og lánum frá vinveittum þjóðum.

Samfylkingin sá að ekki lengur var við unað að það mikla verk sem varð að vinna bæði fljótt, vel og örugglega gat ekki haldið áfram á hraða skjaldbökunnar. Fyrst Geir treysti sér ekki í að bretta upp ermarnar og auka kraft og vinnuhraða um 100% átti hann að sjálfsögðu að sjá sóma sinn í því að fá Samfylkingunni og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherrastólinn.  Það hefði alla vega orðið trygging fyrir því að verkin hefðu verið unnin.  Í staðin leggur Sjálfstæðisflokkurinn niður rófuna og reynir svo að gelta og glefsa í fyrrum samstarfsflokk sinn og saka hann um að hafa viljað sprengja ríkistjórnina.  Allir sjá að það er hið argasta öfugmæli.  Sjálfstæðisflokkurinn gafst upp, lagði niður rófuna og hundskaðist út úr stjórnaráðinu með höfuðið hangandi niður á pung.  Flokkurinn reyndist of sundurleitur og máttlaus til að takast á við eigin vandamál hvað þá vandamál þjóðarinnar.  Þess vegna erum við nú að fá VG inn í ríksistjórn.


mbl.is VG leggur línurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er sami rass undir teim öllum.Viljum nýtt fólk med nýjar áherslur.Höfum bara svo lítinn tíma  en sjáum hvad setur tann 9 maí.

JSJ hef ég aldrey treyst.

Kvedja frá Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 27.1.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Dunni

Er eiginlega hjartanlega sammála þér.  Við þurfum allavega 45 ný andlit inn á Alþingi.

Dunni, 27.1.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband