Rausnarlegir Seltirningar

Mér þykir hafragrautur góður. Meira að segja mjög góður.  Svo er hann líka hollur. Eða svo hefur manni verið sagt frá blautu barnsbeini.  Því finnst finnst mér það flott framtak hjá Valhúsaskóla að gefa nemendunum hafragraut.  Það er ekki amalegt að slafra í sig nokkrum skeiðum áður en maður hefur vinnu.  En tvisvar á dag finnst mér í það mesta.  Ég held ég myndi ekki vinna mér það til lífs að  éta hafragraut tvisvar á dag.  Mæli heldur með banönum í seinna málið.

Það mættu fleiri skólar taka hafragrautargjöfina upp eftir Valhúsaskólanum.  Á þorranum væri viðeigandi að láta 2 - 3 hákarlsbita fylgja með eða þá sneið af hrútspungi eða sviðatungu. Þá erum við farin að tala um þjóðlegan mat sem hélt lífinu í þjóðinni öldum saman.


mbl.is Ókeypis hafragrautur í boði í Valhúsaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála hafragrautur er bara góður matur og hann fékk maður sem barn og gaf sínum börnum í morgunmat. allir skólar ættu að taka þennsn sið upp.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Dunni

Nákvæmlega.  Mér finnst líka að allir skólar ættu að taka upp morgunsöng og jafnvel morgunbæn líka.

Í gamladaga á Eskifirði byrjaði skóladagurinn alltaf með söng á ganginum. Allur skarinn kom saman og söng Öxar við ána og önnur þjóðleg lög.

Í Reykholti byrjuðum við daginn með morgunbæn sem séra Einar leiddi og Kjartan Sigurjóns lék á fótstigið orgel.  Mér skilst að Kalli Sighvats hafi oft spilað á orgelið eftir morgunbænina áður en hann var rekinn úr skólanum.   þá var oftast sungið "Í fornöld á jörðu var frækorni sáð". Sálmar Hallgríms voru líka vinsælir hjá prófastinum. Eftir morgunbænina var síðan farið í morgunmat, hafragraut. Þetta voru dýrðartímar 

Dunni, 12.1.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var einnig sungið á morgnana í laugarnesskólanum sem ég var í,
en enginn var maturinn nesti var nauðsynlegt vegna þess að lýsi var helt úr könnu upp í hvern og einn nemanda.
Margir voru þeir sem eigi höfðu nesti því fátæktin var mikil á þessum árum
ég byrjaði í skóla 1949.
Þess vegna finnst mér svo gott ef það yrði tekið upp að gefa hafragraut í skólum svo ég tali nú ekki um lýsisperlur.

Þú segist vera frá Eskifirði, nú veit ég ekki hvað þú ert gamall,
en þekkir þú mann sem heitir Trausti Ragnarsson, býr enn þá á Eskifirði
og á konu sem heitir Abba.

Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 19:31

4 Smámynd: Dunni

Trausta þekki ég vel frá því ég var strákur.  En konuna þekki ég ekki.  Hun kom til sögunnar eftir að ég fór að heiman.  Ég kom bara heim sem gestur eftir að ég fór í Reykholt árið 1967.

Bestu kveðjur

Dunni

Dunni, 12.1.2009 kl. 19:45

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Trausti og Abba eru vinir mínir, Abba er fyrrverandi mágkona mín.
Foreldra Ragnars var ég svo lánsöm að kynnast er Trausti hitti Öbbu sína.
Mamma trausta var vinnukona hjá ömmu minni og afa á Eskifirði er hún var ung stúlka og gaf hún mér myndir sem teknar voru þá, þær voru af mömmu, bræðrum hennar og afa og ömmu.
Svona er heimurinn lítill.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 19:53

6 Smámynd: Dunni

Trausti er góður og skemmtilegur maður.  Man ekki eftir honum öðruvísi en jákvæum og meira er ekki hægt að ætlast til af nokkrum manni.

Veistu hvar amma þín og afi bjuggu í þorpinu?  Hvað hétu þau.  Pabbi hefur örugglega þekkt þau.

Dunni, 12.1.2009 kl. 20:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Amma og Afi bjuggu í því landsbankahúsi sem nú er búið að rífa, Afi var útibústjóri Landsbankans og þjónaði þá bankinn fjörðunum frá Hornafirði til
að ég held Vopnafjarðar. þá komu menn með strandferðaskipunum á Eskifjörð og gistu og gengu frá sínum bankamálum síðan var spilað á spil og haft gaman.
Þau fluttu í burtu 1934 að mig minnir svo það eru frekar amma þín og afi sem hafa þekkt þau.

Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 20:19

8 Smámynd: Dunni

Pabbi hefur verið 11 ára þegar þau fluttu.  Ég er alin upp í næsta nágrenni við bankann.

Dunni, 12.1.2009 kl. 20:26

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mamma var ellefu ára er hún flutti í burtu hún er fædd 1923.
Kveðja

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 20:51

10 Smámynd: Dunni

Þá eru þau  jafnaldrar.

Dunni, 12.1.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband