Skelfilegt ástand á dagblaðamarkaðnum

Ég hef skrifað um það áuðr og skrifa um það aftur hvað niðurlægin íslenskra dagblaða íslenskra dagblaða er orðin alger.  Mogginn rambar á barm gjaldþrots, Fréttablaðið rekið með stórtapi og Dagblaðið orðið að ómerkilegasta snepli sem gefinn hefur verið út á Íslandi síðan munkar hófu að rita á kálfskinn uppúr árinu 1000.

Sú var tíðin að við höfðum Morgunblaðið, Tíman, Alþýðublaðið, Þjóðviljan, og Dag.  Síðan komu Mánudagsblaðið, Ný Vikutíðindi og Útsýn um tíma sem vikublöð. Á Austurlandi komu blöðin Austurland og Austri út Suðurland á Suðurlandi og örugglega einhver blöð fyrir vestan og norðan þóég muni ekki eftir þeim. 

Það var gróska á þesumtímum.  Stóru dagblöðin voru sauðtrygg eigendum sínum, stjórnmálaflokkunum, og föst skeyti gegnu á víxl. Það var hellvíti gaman að lesa blöðin á þessum tíma.  Allir vissu að Þjóviljinn var blað kommanna og Alýðublaðið blað kratanna. Sjálfstæðisflokkurinn átti Moggann og Framsóknarmenn Tíman.  Menn voru ekkert að gera sér rellu yfir tengslunum á þessum tíma.

Nú er öldin önnur og Snorrabúð orðin stekkur þegar maður skoðar Morgunblaðið í dag og ber það saman við hvernig sama blað var fyrir 15 árum.  Ekki veit ég hvað hefur gerst hjá blaðaútgefendum sem orsakar þessar hörmungar. En ég gruna að útgáfa fríblaðanna svokölluðu spili þarna stóra rullu.  Það er ekki að ástæðulausu að frændur okkar á Norðurlöndunum vilja ekki sjá fríblöð. Þrátt fyrir viðleitni Baugs í Danmörku sýndu Danirnir snepli þeirra lítinn áhuga. 24 áttu heldur enga glæsi sögu þá mánuði sem blaðið kom út á Íslandi.

Ég vona svo sannarlega að hagur Moggans vænkist og Fréttablaðið braggist og hætti að koma út sem fríblað.  Það tekur engin slík blöð alvarlega.  


mbl.is Til umræðu að fækka útgáfudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband