Ingibjörg og blekkingar hennar

Einhvern veginn finnst mér eins og meðferðin á eftirlaunafrumvarpinu lýsi á margan hátt starfsaðferðum Ingibjargar Sólrúnar.  Það efast engin heilvita maður um það í eina sekúndu að hún hefur hellt rækilega úr eyrunum og hrist hausinn þegar Sjálfstæðis og Framsóknarmenn læddu í gegn fruvarpinu sem skilur eftir einhverja dýpstu gjá í samfélaginu milli venjulegra launþega og varðhunda valdsins í stjórnarráðinu og þingmanna svo einhverjir af gæðingunum  séu nefndir.

 

Í fyrra lögðu Margrét Frímansdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frumvarp til breytinga á sjálftekjueftirlaunum gæðinganna. Það liggur óhreyft enþá.  Á þessu þingi flutti svo Valgerður Bjarnadóttir annað frumvarp um sama efni og það liggur nú og rykfellur hjá allsherjarnefnd.

 

Og nú kemur Ingibjörg Sólrún fram á völlinn, slær sér á brjóst og segir að þriðja frumvarpið um breytingar á ofureftirlaununum sé í bígerð og verði afgreitt fyrir þinglok.

 

Nú spyr ég.  Voru fyrri frumvörpin ónýt og ekki boðleg þinglegri umræðu eða er þetta eins og mig grunar. Ingibjörg var ekki með puttana í fyrri frumvörðunum og getur ess vegna ekki hugsað sér að þau fái þinglega afgreiðslu því þá getur hún ekki hælt sér af afrekinu ef samþykkt verður.

 

Önnur spurning er; Hvað hefur breyst hjá Sjálfstæðismönnum nú sem verður til þess að þeir vilja nú breyta eigin frumvarpi.

 

Er þetta enn ein blekkingin sem Ingibjörg reynir að mata þjóðina á.  

 

Það er alla vega alveg ljóst að formaður Samfylkingarinnar styður ekki sitt eigið þingfólk geti það með nokkrum hætti skyggt á “Sól” hennar.

 

Er þetta ekki dálítið líkt vinnubrögðum Davíðs?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband