Dátar - Flowers - Hljómar - Ćvintýri og Trúbrot

Verđ ađ viđurkenna ađ ég kemst alltaf í svo ótúlega andskoti gott skap ţegar ég hlusta á gömlu plöturnar mínar. Og hvađ er betra en ađ hlusta á íslenska safniđ sitt í byrjun hvítasunnu.

 Sérstaklega er ég elskur ađ Flowers plötunni og Dáta plötunum. Mér er til efs ađ á Íslandi hafi nokkurntíma veriđ betri rokksveitir en Dátar og Flowers.  Ég er ekkert ađ gleyma Hljómunum, fyrsta íslenska Bítlabandinu.   Í mínum huga verđa ţeir ađ sćtta sig viđ vera á eftir Dátum og Flowers.

Eftir langa yfirlegu yfir plötum ţessara sveita verđ ég ađ viđurkenna ađ Dátarnir voru hreint frábćr hljómsveit. Ţeir voru allt öđruvísi band en Hljómarnir. Dátar voru ekta mods hljómsveit sem flutti kraftmikiđ rokk ađ hćtti Small Faces, Easy Beats, Pretty Things og The Who međan Hljómarnir coveređu Bítlana frá 1963 - 1964.  Ţeir fylgdust einfaldlega ekki međ hvernig rokkiđ ţróađist á Bretlandseyjum á 7. áratugnum. Persónuletga finnst mér besta tímabil Hljómanna ţegar Pétur Östlun sat á bak viđ trommurnar. Ţá var eitthvađ ađ gerast og Umbarumbamba er gott vitni um ţađ.  Tvćr fyrstu "stóru plötur" Keflavíkursveitarinnar eru ósköp áheyrilegar međan mađur vaskar upp eđa fyrir miđaldra konur í popplínkápum steđjadni í Bónus.  En sem framsćkin verk eru ţćr báđar hand ónýtar.   

Dátar höfđu einn allra besta lagasmiđ landsins innan sinna vébanda. Ţađ er náttúrlega Rúnar heitinn Gunnarsson sem samdi mörg frábćr lög á sínum stutta ferli. En ţeir höfđu ekki jafn snjöllum gítarleikara á ađ skipa og Hljómarinir.  En guđ minn góđur hvađ ţeir voru miklu kröftugri og skemmtilegri.

Flowers var síđan afsprengi Dátanna eftir ađ Karl Sighvatsson yfirgaf  ţá til ađ stofna Blómin međ Jonna  bróđur sínum sem kom úr Mods. Gunnar Jöklull, sem hefđi átt ađ vera trommuleikari stórgrúppunnar Yes en hann sagđi nei viđ ţví, kom úr Tempo og   Add Sigurbjörns, einn skemmtilegast gítaraleikari landsins og Jonni R. sem komu úr Toxic.  Flowers héldu áfram ţar sem Dátar höfđu hćtt.  Framsćkiđ og ţungt rokk var ađalsmerkiđ og hljómsveitin varđ fljótt yfirburđahljómsveit í túlkun á rokkinu ţrátt fyrir meiri vinsćldir Hljóma. Menn ţurftu ađ melta Flowers en gátu gleypt hljómum međ húđ og hári.

Breytingar voru gerđar á Flowers í árslok 1968. Ţá hćttu Jonnarnir, Jónas R. og Sigurjón Sighvats. Björgvin Halldórsson tók viđ söngnum og Jóhann Kristinsson tók viđ bassanum. 

Ég veit eiginlega ekki hađ ég á ađ segja um ţessa breytingu.  Samleikur Sigurjóns og Gunnars Jökuls var svo einstakur ađ mađur saknađi hans.  Flowers platan er gott vitni ţess. Ég ţreytist seint á ađ spila hana fyrir vini og kunningja.  Einn ţeirra er međ betri jasstrommuleikurum í Noregi. Sá segir ađ samleikur tromma og bassa á 4 laga plötunni sé međ ţví besta sem hann hefur heyrt.

En eftir ađ Jonnarnir fóru varđ sveitin ţéttar og rythmiskari. Söngurinn batnađi og krafturinn jókst. Ţeir sem heyrđu og sáu Flowers leika Sverđdansinn, eftir Katsjaturian, gleyma ţví seint eđa aldrei.

Ţá er komiđ ađ Ćvintýrinu og Trúbrot sem urđu til eftir ađ Hljómar og Flowers sameinuđust í fyrstu súpergrúppu Íslands. 

Til ađ gera langa sögu stutta ţá hélt Ćvintýri áfram á Hljómalínunni og bćtti viđ örlitlu meira rokki međan Trúbrot steig skrefinu framar en Flowers í ţróađri rokktónlist. Ćvintýri gaf út 2 litlar plötur sem báđar eru frekar skemmtilegar ţó ólíkar séu. Fyrri platan er fín partíplata međan sú seinni var hörku ţungarokk ađ hćtti Deep Purple.  Trúbrot gaf út nokkrar Lp og eru ţćr vćgast sagt mjög misjafnar ađ gćđum.  

Fyrsta plata ţeirra innihélt allskonar samtýning og hefđi átt ađ heita "Afgangar" eins og eitt laga hennar. Ţar bar hćst tónverkiđ "Frelsarinn" sem er útsetning Karls Jóhanns á hluta Pílagrímakór Wagners. Ţótti stórbrotiđ á sínum tíma og var bannađ í Ríkisútvarpinu ţar sem hljómsveitin var talin vera ađ nauđga klassísku tónverki ţýska meistarans.  Hitt var "Ţú skalt mig fá" flott útsetning á Bítlalaginu "Things We Said Today"   Ef söngur Rúna Júl hefđi veriđ jafn góđur og bassaleikur hans í ţessu lagi hefđi ţađ orđiđ heimsfrćgt međ Trúbrot.

Eina stórvirki Trúbrots er meistaraverkiđ Lifun. Ţađ ţarf ekki ađ fara mörgum orđum um ţađ. Ţađ er einfaldlega ein kraftmesta og besta rokkplata Norđurlanda frá síđustu öld.

 Tatarar eru sveit sem mađur getur ekki sleppt ţegar talađ er um bestu hljómsveitir Íslands á 6. og 7. áratug síđustu aldar. Hvert mannsbarn sem komiđ er yfir fertugt man "Dimmar Rósir" llíđa úr barka Stebba. Steini Hauks, Árni Blandon voru  hörkufínir tónlistarmenn og Töturunum getum viđ alveg tylla í hvađa sćti sem er, eftir smekk, á Topp4

GŢÖ

http://orangetours.no/

 

 

 

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

Gaman ađ lesa ţetta. Er svo sammála ţér međ gćđi Dáta og Flowers. Tatarar eru ennţá ein af mínum uppáhaldshljómsveitum og Dimmar Rósir eitthvert besta lag og best flutta lag sem ég heyri, enn ţann dag í dag. Talandi um ţetta, ţá hélt ég líka - löngu seinna - mikiđ upp á Rickshaw og fannst ţeir flytja nýjan, ferskan tón. Hef ekki heyrt mússíkina ţeirra í áravís. Manstu eftir ţeim?

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Dunni

Ţetta voru góđir tímar. Ţađ er engin vafi á ţvi.

Nú ţegar ég les kommentin ykkar fyllist ég hreinum unađi.  Og eitt skil ég ekki nú Guđný Anna. Og ţađ er ţađ hvernig mér datt í hug ađ lána ţér kúrekahattinn minn í Atlavíkina á sínum tíma.  Ţetta var hellv....  flottur hattur sem ég neyddist til ađ kasta núna um daginn.  Hann var orđinn svo fúinn rćfillinn eftir 42 ár í minni eigu ađ ef ég hnerrađi í námunda viđ hann mátti ég sćkja sópinn.....

Dunni, 12.5.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Jens Guđ

  Ţetta er fín úttekt hjá ţér á íslenskum hljómsveitum ţessa tímabils.  Ég var krakki norđur í skagfirskum afdal og sá engar ţessara hljómsveita á sviđi.  En ég hef sannfrétt ađ Hljómar hafi veriđ mun rokkađri og harđari á sviđi en á plötum.

  Hljómar áttu líka góđan sprett undir nafninu Thor´s Hammer.

  Rickshow er blessunarlega flestum gleymd í dag.  Vona ég.

Jens Guđ, 12.5.2008 kl. 20:10

4 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

Jens Guđ, ekki tala svona um Rickshaw, ţetta var eđalsveit.

Dunni minn, ég kíki eftir kúrekahatti á ţig, nćst ţegar ég á leiđ um Arizona, ţar eru ţeir flottastir ...! Áttu annars enga mynd af mér međ hattinn?

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 12.5.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Dunni

Ţađ er laukrétt Jens. Ekki má gleyma ađ Ţórshamrarnir komu lagi á lista í einhverju fylki Bandaríkjana. Man ekki lengur hvar ţađ ver. Minnir ađ ţađ hafi veriđ hiđ stórgóđa, "If You Knew" Ţá var Pétur í bandinu og gaf ţví styrkin sem ţađ vantađi ţegar hans naut ekki lengur viđ.

Dunni, 13.5.2008 kl. 05:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband