Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Sé hér á blogginu að sumir halda vart vatni af hrifningu yfir hinum nýja formanni Framsóknar, Sigurbirni Davíð Gunnlaugssyni. Og víst er drengurinn með bjartan svip og sakleysisleg augu. En eftir Kastljósviðtalið verð ég að segja að hann smellur eins og flís feitan framsóknarrasinn. Hann svaraði ekki einni einustu spurningu með ákveðnu svar heldur þvældist, óöruggur, í kringum allar spurningarnar.
Spurður um ESB opinberaði hann 100% að hann er fæddur Framsóknarmaður og rígheldur í "Já, já og Nei, nei" afstöðuna sem alla tíð hefur fylgt þessum auma stjórnmalaflokki.
Annars fannst mér Sigmar standa sig enn verr en Sigmundur þar sem hann gleymdi algerlega að spyrja hann um fiskveiðistjórnunina, kvótakerfið, sem er skilgreint afkvæmi Halldórs Ásgrímssonar fyrrum formanns flokksins.
Framsóknarflokkurinn skilgreinir sjálfan sig sem frjálslyndan félagashyggjuflokk. Og Sigmundur segist ætla að flytja flokkinn af hægri kantinum og inn á miðjuna. Mér sýnist að undir Sigmundi Davíð haldi Framsókn áfram að vera frjálslyndur félagshyggjuflokkur án nokkrar stefnu eða hugsjóna annnarra en að við halda sjálfum sér sem verkfæri flokkseigendanna í S-hópnum
![]() |
Svipmynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.1.2009 | 06:57 (breytt kl. 06:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Einar Kr. Guðfinnson var einu sinni gagnrýninn á núverandi kvótakerfi. Nú er hann aftur á móti orðinn einn mest varðhundur kerfisins og hikar ekki við að úthluta kvótafyrir milljarða króna tilgreifanna sem eru búnir að veðsetja kvótan fyrir 4 sinnum verðmæti hans. Það þýir að útgerðin getur aldrei staðið undir skuldbindingum sínum og þess vegna suðar hún um að fá skuldirnar afskrifaðar.
Nú er Einar nýbúinn að gefa þessum sömu mönnum og eyddu kvótalánunum sínum í eitthvað allt annað en sjávarútveginn heila 120 milljarða til viðbótar. Nú er bara að taka meiri lán og veðsetja viðbótina og kaupa eins og eina búð á Oxfordstræti eða súkkulaðiverksmiðju í Sviss.
Fannst hálf aumkunnarvert að sjá vesalings fiskverkandann á Snæfelssnesinu í kvöld gleðjast yfir því að sú mok veiði sem nú er á Breiðafirðinum muni gera sitt til að bjarga okkur út úr skuldafeninu. Það verður aldrei eins og staðan er nú. Skuldir sjávarútvegsins halda áfram að aukast allt þar til Einar og félagar samþykkja að að fela niður skuldirnar.
Þá geta greifarnir byrjað upp á nýtt því ekki dettur ráðherranum í hug að leysa kvótan til ríkisins þó ríkið taki að sér skuldirnar sem á honum hvíla.
Ég skil vel gagnrýni Ólafs Karvelssonar á ráðherrann. Einar Kr. Guðfinnsson er örugglega hinn vænsti drengur. En hann veit ekkert hvað hann er að gera í ráðuneytinu. Það er ekki nóg að vera komin út af einum farsælasta útgerðarmanni landisins á sínni tíð. (Vann hjá gamla manninum, sáluga, á Seyðisfyrði einn dag þegar égvar 9 eða 10 ára gamall) Einar Guðfinnsson, jr. vanntar alla yfirsýn og vit til að nýta hana við stjórnun sjávarútvegsins. Hann er, ásamt Árna Matt. besta dæmið um vanhæfa ráðherra.
Pæliði í því. Einari er falið valid yfir okkar stærstu auðlind og Árna falið að passa arðinn af þessari sömu auðlind. Ekki von að vel fari.
![]() |
Valdið er hjá ráðherranum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.1.2009 | 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að tapa tveimur stigum á móti Everton í kvöld er algerlega ófyrigefanlegt. allan fyrri hálfleikinn var Liverpool eins miðlungs firmalið og ógnaði marki Everton aðeins einu sinni er Torres mistókst skotið eftir að hafa farið illa með varnarmennina.
Seinni hálfleikur varaðeins skárri sérstaklega í kringum markið gullfallega hjá Gerrard. Eftir það var leikurinn hundlieðinlegur þæfingur sem einkenndist af mistökum Benitez, Skrtel og Reina.
Í fyrrsta lagi voru það mikil mistök að skipta Keane út fyrir kerlingu eins og Benayoun. Benayoun er alltaf léttur leikmaður á móti törfum eins og Everton hafa. Enda sýndi það sig að hann, algerlega að ástæðulausu, kostaði liðið aukaspyrnuna sem Cahill jafnaði úr. Reina stillti veggnum vitlaust upp og Skrtel stóð hreyfingar laus þegar Cahill reif sig lausan og skallaði auðveldlega, algerlega frír, í markið. Þetta voru hrikaleg varnarmistök sem skrifast fyrst og fremst á Skrtel og Reina. Skirtel var reyndar þokkalegur í leiknum en svona mistök gera menn ekki á lokamínútum þegar þeir leiða með aðeins einu marki.
Það verður að segjast eins og er að Reina var langt frá því að sýna einhvern klassa í þessum leik. Allan fyrri hálfleikinn var hann mjög óöruggur og hélt boltanum aldrei fyrr en í annarri tilraun. Úthlaupin voru skelfileg og við getum þakkað fyrir hvað Everton menn voru lélegir í sókninni að nýta sér ekki þau skipti sem hann missti boltann í úthlaupum.
Það fer ekkert á milli mála að Rafael Benitez er ekki í fullkomnu jafnvægi þessa dagana. Reyndar segir Liverpoolblaðið, Liverpool Daily Post, (Ian Doyle sá blaðamaður sem lengst allra hefur fylgt Liverpool) að hann yfirgefi félagið í sumar vegna þráhyggju eigendanna sem treysta honum ekki 100% fyrir knattspyrnustjórninni. Benni hefur ekki fyrirgefið þeim að hafa látið Barry ganga sér úr greipum í sumar. Vonandi að svo verði ekki. En hann verður að fá vinnufrið og þau skilyrði sem hann óskar sér.
Ef ég man rétt var það nákvæmlega sama staða sem hann var í þegar hann hætti hjá Valencia. Hann fékk ekki að ráða 100% hvaða leikmenn hann fékk að kaupa. Og þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri með liðið hætti hann. Og hvað sagði hann þegar hann fór? "Ég bað um að fá að kaupa borð en stjórnin keypti lampaskerm."
Held að ég taki bara undir orð Sr Fergusons þar sem hann sagði að Rafael væri ekki með sjálfum sér núna. Ferguson þekkir þessa aðstöðu sjálfur af eigin raun frá 3 árinu sínu á Old Trafford. Þá leið honum eins og Benna líður núna.
Hvað sem öllum vangaveltum líður verður LFC ekki meistari með þeirri frammistöðu sem liðið hefur sýnt á árinu. Nú er bara janúar svo það er enn von til að Eyjólfur hressist. En hann verður að vera fullfrískur í maí.
![]() |
Cahill jafnaði og Liverpool ekki á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.1.2009 | 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það var mikill fengur í Englendingunum sem jusu af viskubrunni sínum í Silfri Egils í gær. Willem H. Buiter og Aanna Sibert gerðu grein fyrir Landsbankaskýrslunni svo kölluðu og upplýstu það að íslensk stjórnvöld hafi hreinlega hundsað aðvaranir þeirra um stórkstleg efnahagsvandræði.
Sé minnsti fótur fyrir þessum upplýsingum Englendingana er það morgunljóst að ríkistjórn, Seðlabanki og fjármálaeftirlit hafa algerlega brugðist skyldum sínum og því trausti sem menn þá höfðu á þessum stofnunum samfélagsins. Eiginlega ætti efnahagsbrotalögreglan að sækja alla þá sem sitja uppi með ábyrgðina á þessum hamförum og stinga þeim á bak við lás og slá meðan á rannsókninni stendur. Hvernig eigum við að treysta því, í ljósi upplýsinganna frá Bretunum, að þessir óhæfu stjórnmálaog embættismenn reyni ekki að hylja slóð sína í stærsta glæp Íslandssögunnar frá Flugumýrarbrennu.
Það er vægt til orða tekið hjá Willem H. Buiter að við höfum í raun verið án Seðlabanka. Það er alveg ljóst að við vorum líka án ríkistjórnar svo maður tali nú ekki um Fjármálaeftirlitis. Einhvern veginn er maður farinn að hallast að því að drengurinn sem þar ræður ríkjum sé einflaldega auli og því ber forsætisráðherra ábyrgð á honum líka. Efast um að hann sé sakhæfur strákanginn miðað við hvernig hann tjáir sig ef á hann sönnuðust embættisafglöp.
Mótmælin á Austurvelli og viðar umland hafa verið sjálfsögð til þessa. Nú eru þau orðin bráðnáuðsynleg og þurfa að verða margfalt sterkari en hingað til. Það verður ekki lengur unað við að ríkistjórn Geirs H. Haarde sitji lengur að völdum. Stjórn Seðlabanka verður að fara frá ekki seinna en með morgninu. Fjármálaeftirlitið verður að fá nýja forystu. Og síðast en ekki síst við eigum ekki að hafa einn einasta Íslending í rannsóknarnefndinni sem rannsakar hrunið og hverjir beri ábyrgð á því.
Þeir sem halda því fram að við eigum ekki að leita að sökudólgum núna eru æði nálægt því að fara með landráð. Í hverju einasta ríki í Vestur Evrópu væri búið að finna sökudólgana, setja þá af og jafnvel fangelsa þremur mánuðum eftir að glæpurinn varð ljós. En á Íslandi kemur okkur ekki við hver ber ábyrgðina og þar með sökina. Og þetta kalla ráðamenn lýðræði. Annað eins öfugmæli er vandfundið.
![]() |
Voru í raun án Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.1.2009 | 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það sér hver einasti heilvita maður að Ísland getur verið og er auðvitað sjóðheitt ferðamannaland um þessar mundir. En þennan möguleika sér hvorki ríkistjórnin eða ferðmálaráð. Alla vega ef marka má frammistöðu þessrarra aðila á ferðakaupstefnum sem haldnar eru í Skandinavíu þessar vikurnar.
Á ferðakaupstefnunni í Lilleström í Noregi, þar sem árlega koma um 40 þúsund manns og flestir í ferðabransanum sem vilja láta taka sig alvarlega var aðeins einn íslenskur aðili með kynningarbás. Það var ferðaskrifgstofan Landsýn með aðsetur í Årnes í Noregi. Að sjálfsögðu var Hörður á Kaffi Reykjavík mættur á svæðið með kynningu á íslenska kjötinu sem menn kyngdu niður með Brennivínstári og létu vel af. Íshestar voru þarna líka og fengu þeir aðstöðu á básnum hjá Landsýn. Þarmeð eru nú hlutur íslenskra ferðaskrifstofa upp talinn á næst stærstu ferðakaupstefnu sem fram fer á Noðrurlöndum ár hvert.
Icelandair voru líka á staðnum en nú með öðrum hætti en áður. Í stað þess að vera með kynningarbás voru þeir með fundarherbergi þangað sem þeir buðu öllum sem sleja ferðir með þeim gátu komið og fengið stuðning. Þetta var vel heppnað bragð hjá flugfélaginu og var fullt út úr dyrum á öllum fundum þeirra.
Það sem vakti athygli margra var að Ísland, í því ástandi sem þar ríkir nú, skuli ekki hafa verið meira áberandi. Að Icelandair þurfi að taka að sér landkynningu sem ferðamálaráð á að sjálfsögðu að sjá um er með ólíkindum léleg frammistaða af ráðinu. Eins og allir vita hefur mikið neikvætt verið skrifað um Ísland í skandinavisku pressunni undanfarna mánuði. Engin opinber aðili á landinu svarar þessum skít. Í staðin eru það Íslendingar í þessum löndum sem stinga niður penna og útskýra ástandið. Icelandair hefur reyndar verið virkasti aðilinn í hreinsunarstarfinu í, sérstaklega dönsku pressunni. Bjarni Birkir og þeir sem ráða ríkjum hjá Icelandair í Danmörku hafa verið lúsiðnir við að svara skítkastinu og bjóða þessum blaðamönnum til Íslands svo þeir geti séð með eigin augum að fólk er ekki að drepast úr hungri á eyjunni. Svo þeir geti séð að það er nóg úrval af mat og drykk í búðunum og að þjóðin líður ekki neinn sérstakan skort þótt illa ári núna.
Hvar er ríkistjórnin sem tjáði við upphaf kreppunnar að ferðaþjónustan ætti að verða einn af hornsteinum uppbyggingarinnar? Þegar maður horfir á árangur Geirs og kompanís í uppbyggingarstarfinu fermaður að trúa því sem maður sér á kröfuskiltunum, "Geir er gangnslaus."
Í Noregi eru þó nokkrar ferðaskrifstofur sem einbeita sér að sölu á ferðum til Íslands. Auðvitað á íslenska ferðamálaráðið að gera það sama og það norska, danska og sænska. Það er að safna öllum þeim aðilum saman undir sinn hatt auk þeirra fyrirtækja sem vilja koma frá Íslandi þannig að allir sem á ferðakaupstefnurnar koma sjái ÍSLAND. Hingað til hefur það verið þannig a íslensku aðilunum hefur verið dritað hingað og þangað þannig að Ísland fær ekki neina heildstæða kynningu eins og hin Norðurlöndin sem hafa heilu "göturnar" á kynningunni fyrir sig.
Við verðum bara að viðurkenna að í þessum bransa erum við langt á eftir nágrannalöndunum. Íslensk stjórnvöld eiga að hund skammast sín fyrir að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga þegar við þurfum á öllum þeim gjaldeyri sem hönd á festir til landsins. Við getum litið á ferðamennsku til Íslands eins og togaraflotann. Hver ferðamaður sem kemur til landsins skilar okkur ámóta gjaldeyri eins og 50 kg af þorski þó sá fiskur sé illseljanlegur um þessar mundir.
Nú er tími til kominn að Geir vakni og þvoi sér í framan og bretti svo upp ermarnar. Hann getur þetta ef hann vill.
![]() |
Ísland eitt það heitasta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.1.2009 | 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gamli slagarinn hans Lennons á ágætlega við um þessar mundir. Sérstaklega þar sem stjórnvöld skilja ekki að þau eiga að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki gegn því.
Bloggar | 18.1.2009 | 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf eitthvað broslegt að gerast í Framsóknarfjósinu. Eftir heimskulegustu formannskosningu í sögu íslenskra stjórnmálaflokka dregur einn frambjóðandi til ritara, Gunnar Bragi Sveinsson, framboð sitt til baka vegna föngulegra kvenna sem honum fannst tilhlýðilegt að bitust um tugguna.
Sjálsagt er það riddaramennskan semrekið hefur Gunnar til þessarar göfugu ákvörðunar. En hún bendir ekki ákkurat til sigurvilja Framsóknarmannsins. En á hinn bóginn staðfestir hún það sem löngum hefur verið sagt um Framsóknarfólk að það viti aldrei í hvorn fótinn það á að stíga. Já, já. Nei, nei stimpillinn virðist vera geirnegldur í Framsóknarsálina.
Nú er bara að bíða morgundagsins og sjá þegar nýji formaðurinn mætir í fjósið með nýja flórsköfu og hefur hreingerninguna.Með vorinu fjárfestir hann sjálfsagt í nýrri haugsugu og sýgur leyfarnar af Halldórsmykjunni úr haughúsinu.
![]() |
Dróg sig til baka úr ritaraslagnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2009 | 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekk veit ég hvernig fjárlægðarskyni blaðamannsins sem reit þessa litlu frétt um línubátinn Gulltopp. En það er öllum mönnum ljóst, sem fengist hafa við sjómennsku, að það er ekki langt fyrir Grindavíkurbát að róa inn á Breiðafjörðinn. Þetta er nokkura klukkutíma sigling. En það er hagræði að landa á Snæfellsnesinu og aka fiskinum til Grindavíkur í stað þess að láta bátinn sigla þá leið fram og til baka á degi hverjum.
Þegar við tölum um að það sé langt að sækja sjóinn er gjarnan átt við fjarlægð mið eins og Barentshafið, Nýfundnaland eða einhver veiðisvæði sem eru fleiri hundruðmílur undan Íslandsströndum.
![]() |
Langt þeir sækja sjóinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2009 | 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Formannskjörið í Framsókn í dag sýnir enn og aftur að ekki er hægt að ljúga neinu upp á Framsóknarmenn. Hvernig á að vera hægt að treysta flokki sem ekki kann að telja? En það má þó Haukur Ingibergsson, kjörstjórnarformaður eiga að hann sagði af sér eftir mistökin.
En hvað um það. Einhvern veginn held ég að Framsókn hafi valið sér góðan formann. Hann kemur alla vega ferskur inn í forustuna og vonndi að honum takist að uppræta Halldórsspillinuna sem þjakað hefur flokkinn síðustu árin.
Það verður spennandi að fylgjast með hinum ungu leiðtogum, Sigmundi og Birki Jóni. Þeir eiga ærinn starfa fyrir höndum ætli þeir sér að koma flokknum upp í svipað fylgi og hann hafði upp úr miðri 20. öldinni. Það tekst ekki með því einu að ætla að vinna samkvæmt gömlu gildum flokksins einum saman. Þeir verða að byrja á að moka út úr fjósinu og endurnýja kúastofninn í þingflokknum. Fortíðarvandinn og illdeilurnar verða að hverfa ef unga forystan ætlar að eiga minnstu von um traust fólksins.
Hvort gömlu valdaklíkurnar láta hreinsanir ungmennanna yfir sig ganga eigum við eftir að sjá. Líklegra þykir mér að flokkurinn sinni eftir sem áður hagsmunagæslu fyrir Finn Ingólfsson og Ólaf í Samskipum.
![]() |
Sigmundur kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2009 | 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kom mér ekki á óvart þegar ég klikkaði mig inn á þessa frétt að atvinnunöldrari hafði þusað um "gott uppeldi" á bræðrunum.
Dettur einhverjum heilvita manni að það sé foreldrum að kenna ef strákar prófa sig með eitthvað það sem þeir mega ekki og í þessu tilfelli alls ekki?
Auðvitað var þetta bara spennandi fikt. Ég fiktaði marg oft við allan andskotan, á bak við pabba og mömmu og var heppinn að ég slasaði mig aldrei. Þetta er að sjálfsögðu ekki neitt sem maður mælir með. En ég skil strákana.
Heimurinn verður fátækari þegar drengir hætta að fikta við það sem hættulegt er. Hvað verður spennandi ef það gerist.
Áfram strákar en passið ykkur. Mamma og pabbi gera það ekki þegar þið farið á bak við þau.
![]() |
Voru að útbúa heimatilbúna sprengju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.1.2009 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar