Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Forsetinn hefur hefur ekki um neitt að velja

Forseti Íslands hefur ekku úr mörgum kostum að moða þegar hann veitir stjórnamyndunarumboðið.  Bæði Ingibjör Sólrún og Steingrímur hafa tjáð Ólafi að þau vilji mynda stjórn leppaða af Framsókn og þar með er kominn þingmeirihluti fyrir slíkri stjórn.  Þaðer því ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir fær umboðð á morgun.

Þrátt fyrir að formenn viðkomandi flokka hafi ekki talast við og engar formlegar viðræður hafi farið fram á milli flokkanna er marg sem bendir til þess að verkefnapakki nýrrar stjórnar sé langt kominn og endahnúturinn verði hnýttur í nótt.  Þar með getur ný ríkistjórn tekið við upp úr hádeginu á morgun.

Persónulega hugnast mér ekki af ríkisstjórn sem þarf að styðja sig við Framsóknarhækju.  En þar sem flokkurinn hefur fengið algerlega nýja forystu væri ósanngjarnt af mér að fordæma hann áður en formaðurinn ungi fær sína eldskírn.  En það verð ég að segja að ég er ekki fullur bjartsýni. 

Þá finnst mér Steingrímur Sigfússon hafa komið á óvart síðustu dagana með ótrúlega ómálefnalegum málflutningi og hugmyndafátækt þegar hann hefur verið karfainn um efnahagstillögur VG.  Þá er löngu vitað að Ögmundur Jónasson er ekki maður orða sinna og því óvarlegt að treysta.  Hann hkar eki við að ljúga ef hann heldur að það geti orðið málstað hans til framdráttar.  Ríkistjórnarsamstarf með slíkum manni er ekki það sem maður myndi óskað sér.

Fari svo að Jóhanna fái umboð til stjórnarmyndunar á morgun á hún fyrir erfiðustu 100 daga á sínum pólitíska ferli. En sennilega er hún eini stjórnmálamaðurinn á alþingi í dag sem treystandi er til að leiða ríkistjórn.  Hún er sá þingmaður sem almúginn treystir best vegna þess að það eru hennar verk sem standa upp úr frá síðustu 100 dögum fráfarandi stjórnar.  Ég treysti Jóhönnu   


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er gott að hafa góðan forseta

Ég held að nafni minn, sagnfræðingurinn, hafi misskilið orð forseta. Þegar Ólafur talar um að það sé enginn starfandi forsætisráðherra á hann að sjálfsögðu við það að Geir Haarde hefur alls ekki verið starfandi síðsutu mánuðina.  Hann hefur bara mætt í vinnuna og látið hlutina drabbast sem sést best á því að Seðlabanakstjórinn og fjármálaráðherrann sitja eins og klístraðir í stólum sínum.

Forsætisráðherra hefur verið ákvörðunarfælinn eins og haldið hefur verið fram.  Þess vegna er gott að hafa sterkan forseta sem kann á kerfið og hefur þor til að leiða formenn flokkanna til vilja þjóðarinnar.  Það er það sem þjóðin vill. Og það er það sem þjóðin fær.   


mbl.is Stórkostlegur misskilningur forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðstjórn yrði þrautarganga

Þjóðstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins er ekki vænlegur kostur fyrir íslensku þjóðina núna. Geir Haarde telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærsti flokkur landsins, leiði slíka stjórn.

Nú hafa margir Samfylkingarmenn og reyndar ýmsir stjórnarandstæðingar líka, að ei aðal ástæðan fyrir stjórnarslitunum sé veik verkstjórn í ríkisstjórninni. Geir segir að mikið hafi verið gert og það er ugglaust bæði satt og rétt.  En enn hefur lítið verið gert í því að láta þá sem áttu að hafa eftirlit með efnahagskerfi okkar sæta ábyrgð.  Ekkert gerðist fyrr en í gær að Björgvin G. nennir ekki að bíða lengur og rekur stjórn og forstjóra FME. 

Þar með var brennheitur boltinn kominn í hendur Geirs Haarde og Sjálfstæðisflokksins. Og Geir gafst upp. Lið hans stóð ekki sameinað með honum og þeir sem fylgja Davíðsstjörnunni unnu stundar sigur. 

Nú liggur fyrir að Geir yfirgefur stjórnmálin með allt niður um sig. Nokkuð sem hann á ekki skilið eftir mörg farsæl ár á lþingi og ríkistjórn.  Ég minnist ekki nokkurs frosætisráðherra sem fengið hefur betra "start" meðal þjóðarinnar.  Hann naut mikilla og verðskuldaðra vinsælda sem forystumaður Sjálfstæðisflokksins sem við tók af Davíð Oddsyni breyst hafði úr poppstjörnu í holdgevringingu andskotans.

Mín skoðun er sú að Geir hefði átt að taka tilboði Samfylkingarinnar um að Jóhanna leiddi ríkistjórnina þessa 2 - 3 mánuði þar til kosningar verða.  Þá hefði hann losnað við það skítverk að reka Davíð út úr bankanum og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hefðu getað unnið að öflug framboði fyrir vorið. 


mbl.is Ásaka hvert annað um hroka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónleiður frá Bessastöðum

ICELAND-HAARDEGeir Hilmar lét þá ósk sína í ljós að hann vildi þjóðstjórn undir sinni stjórn, eða Þorgerðar Katrínar, nú þar sem hann gafst upp í núverandi stjórn.

 

Sjálfsagt hefur það verið erfiður biti fyrir Geir að kyngja því að Ingibjörg vildi færa verkstjórnina í ríkisstjórninni yfir til Samfylkingarinnar þar sem Jóhanna Sigurðardóttir tæki við keflinu.  Sennilega er engin stjórnmálamaður á þessari öld sem notið hefur meiri virðingar og vinsælda en einmitt Jóhanna.  Þess vegna held ég að það hafi verið mjög vitlaust af Geir að hafna tilboði Samfylkingarinnar.

 

Hins vegar staðfesta viðbrögð Geirs þá skoðun mína að Sjálfstæðisflokkurinn er engin stjórnmálaflokkur heldur grjóthörð hagsmunasamtök.  Það þarf ekki annað en að horfa til þess að flokkurinn getur ekki hugsað sér að gera neinar breytingar á núverandi stjórnkerfi  þar sem hann hefur tögl og hagldir í gegnum embættismannakerfið sem stýrir öllum helstu stöfnunum þjóðarinnar.   Má þar nefna Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, sem Björgvin sem betur fer mokaði út úr, utanríkisþjónustuna í formi sendiherra sinna, og svona má lengi telja.

 

Þá er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er tvískiptur í afstöðunni til ESB. Seðlabankaarmurinn sem er á móti og svo þorgerður Katrín og nokkrir af yngri þingmönnum  flokksins sem vilja kanna ESB aðild með viðræðum við sambandið.  Geir veit ekki hvorn flokkinn í flokknum hann á að styðja.

 

Þá vann Seðlabankaarmurinn hatrammlega gegn því að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn kæmi þjóðinni til aðstoðar. Þá spyr maður sjálfan sig af hverju?  Svarið er náttúrulega að þar með gæti umheimurinn komist að því hvernig Davíð Oddson, Árni Mathiesen og Geir Haarde hafa hegðað sér við stjórn þjóðarinnar síðustu 17 árin. Það er því greinilegt að þar liggur margt falið sem ekki þolir dagsbirtuna.

 

Framtíð og heill hagsmunasamtakanna sem auðkenna sig sem Sjálfstæðisflokkur er því í veði núna.  Reyndar er framtíð Davíðs Oddsonar í höndum Ólafs Ragnars Grímssonar þessa stundina.  Davíð getur andað léttar feli forsetinn Geir myndun þjóðstjórnar.  Þá vitum við að ekkert gerist.  En verði mynduð minnihlutastjórn undir forystu Jóhönnu eru dagar Davíðs í Seðlabankanum taldir. Og guð einn veit hvað fylgir þar á eftir.      

Geir Hilmar lét þá ósk sína í ljós að hann vildi þjóðstjórn undir sinni stjórn, eða Þorgerðar Katrínar, nú þar sem hann gafst upp í núverandi stjórn.

 

Sjálfsagt hefur það verið erfiður biti fyrir Geir að kyngja því að Ingibjörg vildi færa verkstjórnina í ríkisstjórninni yfir til Samfylkingarinnar þar sem Jóhanna Sigurðardóttir tæki við keflinu.  Sennilega er engin stjórnmálamaður á þessari öld sem notið hefur meiri virðingar og vinsælda en einmitt Jóhanna.  Þess vegna held ég að það hafi verið mjög vitlaust af Geir að hafna tilboði Samfylkingarinnar.

 

Hins vegar staðfesta viðbrögð Geirs þá skoðun mína að Sjálfstæðisflokkurinn er engin stjórnmálaflokkur heldur grjóthörð hagsmunasamtök.  Það þarf ekki annað en að horfa til þess að flokkurinn getur ekki hugsað sér að gera neinar breytingar á núverandi stjórnkerfi  þar sem hann hefur tögl og hagldir í gegnum embættismannakerfið sem stýrir öllum helstu stöfnunum þjóðarinnar.   Má þar nefna Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, sem Björgvin sem betur fer mokaði út úr, utanríkisþjónustuna í formi sendiherra sinna, og svona má lengi telja.

 

Þá er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er tvískiptur í afstöðunni til ESB. Seðlabankaarmurinn sem er á móti og svo þorgerður Katrín og nokkrir af yngri þingmönnum  flokksins sem vilja kanna ESB aðild með viðræðum við sambandið.  Geir veit ekki hvorn flokkinn í flokknum hann á að styðja.

 

Þá vann Seðlabankaarmurinn hatrammlega gegn því að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn kæmi þjóðinni til aðstoðar. Þá spyr maður sjálfan sig af hverju?  Svarið er náttúrulega að þar með gæti umheimurinn komist að því hvernig Davíð Oddson, Árni Mathiesen og Geir Haarde hafa hegðað sér við stjórn þjóðarinnar síðustu 17 árin. Það er því greinilegt að þar liggur margt falið sem ekki þolir dagsbirtuna.

  Framtíð og heill hagsmunasamtakanna sem auðkenna sig sem Sjálfstæðisflokkur er því í veði núna.  Reyndar er framtíð Davíðs Oddsonar í höndum Ólafs Ragnars Grímssonar þessa stundina.  Davíð getur andað léttar feli forsetinn Geir myndun þjóðstjórnar.  Þá vitum við að ekkert gerist.  En verði mynduð minnihlutastjórn undir forystu Jóhönnu eru dagar Davíðs í Seðlabankanum taldir. Og guð einn veit hvað fylgir þar á eftir.      

Geir Hilmar lét þá ósk sína í ljós að hann vildi þjóðstjórn undir sinni stjórn, eða Þorgerðar Katrínar, nú þar sem hann gafst upp í núverandi stjórn.

 

Sjálfsagt hefur það verið erfiður biti fyrir Geir að kyngja því að Ingibjörg vildi færa verkstjórnina í ríkisstjórninni yfir til Samfylkingarinnar þar sem Jóhanna Sigurðardóttir tæki við keflinu.  Sennilega er engin stjórnmálamaður á þessari öld sem notið hefur meiri virðingar og vinsælda en einmitt Jóhanna.  Þess vegna held ég að það hafi verið mjög vitlaust af Geir að hafna tilboði Samfylkingarinnar.

 

Hins vegar staðfesta viðbrögð Geirs þá skoðun mína að Sjálfstæðisflokkurinn er engin stjórnmálaflokkur heldur grjóthörð hagsmunasamtök.  Það þarf ekki annað en að horfa til þess að flokkurinn getur ekki hugsað sér að gera neinar breytingar á núverandi stjórnkerfi  þar sem hann hefur tögl og hagldir í gegnum embættismannakerfið sem stýrir öllum helstu stöfnunum þjóðarinnar.   Má þar nefna Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, sem Björgvin sem betur fer mokaði út úr, utanríkisþjónustuna í formi sendiherra sinna, og svona má lengi telja.

 

Þá er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er tvískiptur í afstöðunni til ESB. Seðlabankaarmurinn sem er á móti og svo þorgerður Katrín og nokkrir af yngri þingmönnum  flokksins sem vilja kanna ESB aðild með viðræðum við sambandið.  Geir veit ekki hvorn flokkinn í flokknum hann á að styðja.

 

Þá vann Seðlabankaarmurinn hatrammlega gegn því að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn kæmi þjóðinni til aðstoðar. Þá spyr maður sjálfan sig af hverju?  Svarið er náttúrulega að þar með gæti umheimurinn komist að því hvernig Davíð Oddson, Árni Mathiesen og Geir Haarde hafa hegðað sér við stjórn þjóðarinnar síðustu 17 árin. Það er því greinilegt að þar liggur margt falið sem ekki þolir dagsbirtuna.

 

Framtíð og heill hagsmunasamtakanna sem auðkenna sig sem Sjálfstæðisflokkur er því í veði núna.  Reyndar er framtíð Davíðs Oddsonar í höndum Ólafs Ragnars Grímssonar þessa stundina.  Davíð getur andað léttar feli forsetinn Geir myndun þjóðstjórnar.  Þá vitum við að ekkert gerist.  En verði mynduð minnihlutastjórn undir forystu Jóhönnu eru dagar Davíðs í Seðlabankanum taldir. Og guð einn veit hvað fylgir þar á eftir.      


mbl.is Geir til Bessastaða klukkan 16
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir ber enga ábyrgð

Það vantaði ekki að Geir talaði eins og sönn hetja þegar hann tilkynnti þjóðinni að stjórnarsamstarfinu væri slitið.  Hellvítis Samfylkingin var svo slöpp að hún gafst upp í miðjum klíðum.  Svo er það heldur ekki einn stjórnmálaflokkur heldur margir.  Ég er ekki hissa þó Geir Haarde hafi gefist upp á þessum samstarfslýð sínum.

Þessi ræða Geirs var nákvæmlega það sem við var að búast frá honum og flokki hans.  Það hefur aldrei hvarflað að Sjálfstæðisflokknum að viðurkenna að hann beri hluta ábyrgðarinnar af ef banka og efnahagshruni lýðvelsisins Íslands. Og það þrátt fyrir að flokkurinn hafi stjórnað öllum þeim stofnunum samfélagisns sem hafa haft emð efnahagsmál að gera síðsutu 17 árin.

Það var kátbroslegt að heyra Geir lýsa ástandinu í Samfylkingunni sem sundurlausri hjörð.  Í hans eigin flokki er hver höndin upp á móti annarri.  Nægir að benda á ummæli Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í gær og fylkingarnar sem berjast nú á banaspjótum um forystuna í flokknum sem kosnin verður á landsfundinum í mars.

Svo kemst Geir ekki hjá því að viðurkenna að verkstjórn hans í ríkistjórninni hefur nánast engin verið. Hann hefur ekki þorað að taka ákvörðun um að verða við kalli þjóðarinnar um að reka Seðlabankastjórnina og víkja fjármálaráðherranum, Árna Mathiesen úr embætti.  Ef Geir Haarde hefði hlustað á þjóð sína og samstarfsflokkinn, starax í oktober, gæti hann borið höfuðið hátt og hefði örugglega losnað við búsáhaldabyltinguna sem nú hefur unnið mjög stóran áfangasigur.

Sagan kemur til með að segja okkur að Geir Hilmar Haarde sé vænn maður og besti drengur. En hann hafi skort alla þá eiginleika sem góður þjóðarleiðtogi þarf að hafa. Sérstaklega þegar þjóðin þarf leiðsögn á krepputímum.   


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmalausi Björgvin á heiður skilinn

Bjørgvin G.Það fordæmi sem Björgvin G. Sigurðsson sýndi samherjum sínum í ríkistjórninni með afsögn sinni í gær er sjálfsagt einstök.  Björgvin sýndi mikinn kjark og áræðni með ákvörðun sinni nokkuð sem rolurnar sem vita upp á sig skömmina af störfum sínum þora ekki að játa. Davíð Oddson og Árni Mathiesen mættu gjarnan taka heimspekinginn, Björgvin, sér til fyrirmyndar og axla ábyrgð.  Sama hlýtur maður að segja um Geir Haarde sem nú er talinn einn þeirra sem ber hvað mesta ábyrgð á heimskreppunni samkvæmt breska blaðinu Guardian.  Tel nú reyndar að þar fari Bretarnir með íkjur. En hvað um það hefur Geir aldrei viljað viðurkenna að hann beri einhverja ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi.

 

Flestir sem tjáð hafa sig um afsögn Björgvins og hans síðustu verk í starfi sínu sem viðskiptaráðherra, telja gjörðir hans af hinu góða. En flestir telja einnig að hann hefði gjarnan stíga fram fyrr. Það hefði sett ennþá meiri pressu á forsætisráðherra til að grípa til aðgerða.  En varla kemst Geir í gegnum daginn í dag örðu vísi en að víkja Seðlabankastjórninni úr starfi sem og fjármálaráðherranum sem er eins og kafbátur hlaðinn eiturefnum í öllu þessu ferli.

 

Það vakti athygli mína í gær hvernig Steingrímur Sigfússon  brást við afsögn Björgvins.  Hann gaf ráðherranum unga hálft prik og kallaði skref hans aumingjalega tilraun.  Öll viðbrögð foringja VG báru því gott vitni að honum er ekki treystandi fyrir ráðherrastól. Hann hefur gelt mikið undanfarna mánuði og glefsað í ríkistjórnina.  Hins vegar hefur orðið fátt um svör hjá honum þegar hann hefur verið spurður þær lausnir sem flokkur hans býður þjóðinni upp á.  Jú að lokum ropaði hann út úr sér einhverju aumingjalegasta svari sem heyrst hefur frá nokkrum flokksforingja síðan kreppan skall á.  Steingrímur vildi skila lánunum til Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins og biðja Norðmenn um lán og að betla fyrir okkur meðal hinna Norðurlandanna.   Það er eins og hann hafi ekki skilið það enn að Norðmenn settu sem skilyrði að AÞG væri með í pakkanum ættu þeir að koma þar nærri.  Skiptir þá engu þó Steingríms eigi í einhverju ástarsambandi við Kristínu Halvorsen, fjármálaráðherra í konungsríkinu.

 

Morgunblaðið tók undir ágæti afsagnar Björgvins í leiðara sínum í dag. En leiðarahöfundur gat ekki látið hjá líða með að hnýta í Björgvin og taldi að afsögn hans væri eitthvert egótripp ráðherrans til að tryggja sér   áframhaldandi þingsæti að loknum kosningunum í vor.  Held að leiðarahöfundinum hefði verið nær beina spjótum sínum að forsætisráðherra og þeim sem ekki hafa þorað að axla ábyrgð.  Þeir eiga að skammast sín en Björgvin getur gengið með höfuðið hátt. Vil gjarnan sjá hann sem næsta forsætisráðherra.  

 


mbl.is „Þetta eru dæmalausir dagar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi stjórn og nýr stjórnarsáttmáli

Það gerist ekki oft að ég verði kjaft stopp en það gerðist í gær þegar ég fékk símtal frá NRK og mér sagt að Geir Haarde hefði grreinst með illkynja æxli og hann boðað tll kosninga 9. maí.  Ég gat því miður ekki kommenterað á þetta þar og þá enda staddur í íþróttasal með nemendur mína í körfubolta.   Ég óska Geir góðs bata og óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta í komandi baráttu.

Eftir því sem ég hugsa meira um  ástandið í stjórnmálunum heima fjarlægist ég meir og meir þá hugmynd að mynduð verði ný stjórn, með VG og stuðningi Framsóknar.  Í fyrstalagi get ég ekki hugsað mér Ögumund Jónasson í ríkisstjórn og í öðrulagi treysti ég ekki Framsókn nú frekar en fyrr. Framsóknarflokkurinn er ekki akkurat sá flokkur sem þekktastur er fyrir staðfestu og tryggð svo ekki sé talað um óspillta ásýnd.

Held að Þorgerður Katrín hafi komið með góða tillögu þegar hún sagði að best væri að núverandi ríkistjórn héldi áfram fram að kosningum en gerðu með sér nýjan stjórnarsáttmála.  Þar þyrfti þá að taka á málunum með 100% meiri slagkrafti en hingað til og byrja á að hreinsa til í ríkistjórninni, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. 

Það er að sjálfsögðu seint en ekki of seint og tvímælalaust betri kostur en að mynda minnihlutastjórn sem treysta þarf á Framsókn. 

 


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er sannfæringin?

Það er vitaskuld ánægjuefni að sjá og heyra að Ingibjörg Sólrún virðist vera furðu hress miðað viðhennar illræmdu veikindi.  Samt finnst mér að hún eigi að láta öðrum eftir skipstjórnina þar til hún verður full frísk.  Skal viðurkenna fúslega að Ingibjörg er ekki sá formaður sem ég vildi sjá i Samfylkingunni á sínum tíma en hún er rétt kjörinn og þá ber að virða það. 

En það sem rekur mig til að skrifa framangreint er að það er ekki hin fullfrísk Ingibjörg Sórún Gísladóttir sem segir, "Allt kemur til greina" við stjórnun landsins.  Sannfæringin er farin og það passar illa eins og á stendur.

MItt mat er að nú egi að kveðja til Stefán Jón Hafstein og Dag Sigurðsson til að vinna með þingflokknum og móta ákveðna stefnu fyrir bráðabyrgðasjórnina verði Samfylkingin me í henni.  Persónulega finnst mér að núverandi ríkistjórn geti vel haldið áfram til vorsins en þá þarf hún að fórna bæði peðum og mönnum til að auka tiltrú sína.  Það voru hrikaleg mistök hjá Ingibjörgu og Geir að moka ekki út, strax í upphafi, þeim sem sváfu á vaktinni.  Nú er það kannski orðið of seint.

Að mínu mati kemur aldeilis ekki allt til greina við myndun bráðabyrgðastjórnar.  Þar verða að vera hörku naglar sem vilja vinna og það sem er mikilvægast verða þeir að hafa tiltrú alls almennings.  Þess vegna er ekki pláss fyrir Ögmund Jónasson í þeirri stjórn.


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsæl mótmæli gagnast best.

Það var fínt að vakna kl 05:30 í morgun og lesa um friðsæl mótmæli á Austurvelli í nótt.  Fjöldinn var heldur ekki óyfirstíganlegur. Svona eins og 2 meðal grunnskólabekkir á landsbyggðinni. Það hefur örugglega ekki farið illa um fólkið í félagsskap við lögregluna sem sjálfsagt hefur líka verið í sparískapinu sínu í nótt.  Þeir áttu alla vega líf sitt og limi að verja í þetta skiptið.

Nú lítur út fyrir að mótmælendur séu búnir að ná sínu fram. Það verða kosningar í vor. Undan því verður ekki komist lengur þar sem fomaður Samfylkingarinar, ISG, hefur látið þá ósk sína í ljós. Þar með geta mótmælendur láitið vera að eyðileggja eignir sínar og látið stjórnmálamennina í friði meðan þeir gera það sem gera þarf fram að kosningum.

Eiginlega reikna ég frekar með því að þessi sama ríkistjórn sitji fram að konsingum svo framarlega að hún taki nú sópinn fram úr skápnum og geri hreint, bæði í sínum eigin ranni sem og í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.  Með því gæti hún bjargað einvhverju af andliti sínu og unnið eitthvert traust til baka. Mér hugnast alla vega betur að því en að fara hleypa Framsóknarfjósinu inn í stjórnarráðið aftur.

Þetta ætti allt að skýrast um helgina.  


mbl.is Mótmælt í góðri sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörður herforingi rekur liðið heim kl átta

Það verður að segja eins og er að Hörður Torfa hefur haft ótrúlega góða stjórn á þeirri sundurlausu hjörð sem hann hefur safnað saman á Austurvelli síðustu 15 laugardagana.  Mótmæli Raddanna hafa að mestu verið til fyrirmyndar. 

Nú eru aftur á móti blikur á lofti.  Ekki veit éghvort það eru hirðmenn Harðar sem gert hafa aðsúg að eignum þjóðarinnar og okkar frábæru lögreglu.  En það verður frólegt að fylgjast með hvort lýðurinn lætur það eftir honum að hafa sig heim kl átta á kvöldin.

Reyndar hefur komið fram að þeir sem harðast hafa gengið fram gegn lögreglu eru flestir góðkunningjar hennar eftir nokkar heimsóknir í gistirými fangelsanna vegna eiturlyfjaglæpa og annarra afbrota.  Það er leiðinlegt til þess að vita að nokkrir glæpahundar séu á góðri leið með að eyðileggja hið góða orðspor friðsamra mótmælenda sem virðast vera að ná takmarki sínu, kosningum að vori.

Við skulum vona að vitfirringarnir haldi sig frá friðsömu og vona líka að lögreglan hafi hendur í hári þeirra og láti þá standa gjörðum sínum reikningsskil.


mbl.is Á þriðja hundrað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband