Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Jóhanna Sigurðardóttir lætur hendur standa fram úr ermum. Það á að verða hennar fyrsta verk að reka Seðlabankastjóranna. Svo verður gerð atlaga að reglugerð Einars K. Guðfinnssonar um leyfi til hvalveiða.
Það gera allir heilvita menn sér grein fyrir því að reglugerð Einars er í besta falli bjánaleg og í versta falli landráð. Hún er allavega ekki til að auka ímynd Íslands erlendis og ekki kemur hún til með að greiða götu útflutningsatvinnuveganna. Þess vegna ber að fagna ákvörðun Jóhönnu um að reglugerðin verði numin úr gildi áður en hún kemur til framkvæmda.
Býst við stjórn á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.1.2009 | 19:15 (breytt kl. 19:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Má vera að Ferðamálastofa sé svo illa haldin að hún hafi ekki efni á að sinna starfi sínu. Síðast liðin tíu ár hef ég verið fastagestur á einni stærsrtu ferðamálakaupstefnu á Norðurlöndum. Aldrei hefur ferðamálastofa verið þar með neina kynningu eða til stuðnings þeim sem eru að selja Ísland.
Noregur, Svíþjóð og Danmörk, í gegnum ferðamálastofur landanna, eru hins vegar mjög sterkir í markaðssetningu þar sem hvert land myndar eina heild á kaupstefnunum. Íslensku ferðaþjónustufyrirtækin eru svo hvert að gaufa í sínu horni sem gerir að verkum að Ísland fær ekki nærri því jafn mikla athygli frændur vorir.
Kaupstefnan í Lilleström í Noregi í ár er sroglegur minnisvarði fyrir íslenska ferðaþjónustu. Aðeins ein lítil norsk ferðaskrifstofa var með kynningu á Íslandi. Íshestar voru þar reyndar líka og fengu inni á básnum hjá Landsýn. Þar var líka Hörður á Kaffi Reykjavík og gaf gestum að smakka íslenskan mat.
Icelandair mætti á svæðið tilað styðja þá sem selja þá og gerðu það með stæl eins og ávalt á þessum ferðakynningum. Það má segja að Icelandair sé að vinna verkin fyrir Ferðamálastofu.
Ef Ferðamálastofa ætlar að halda áfram á sömu braut ætti hún að leggja sjálfa sig niður um leið og hún lokar skrifstofunum í Kaupmannahöfn og Frankfurt.
Nýtum fjármagnið enn betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.1.2009 | 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, um að leyfa hvalveiðar að nýju hefur hvergi verið fagnað í heiminum nema hjá hagsmunaaðilum á Íslandi. Burt séð frá því hvort óhætt sér að veiða hval án þess að ganga á stofnana eða ekki er ákvörðun Einars K. hvorki tekin með hagsmuni sjávarútvegsns eða þjóðarinnar í huga. Sennilega er það bara eigið skinn sem Einar hefur hugsað um og þá í þeirri von að Konni og einhverjir hnýsukarlar á Vestfjörðum smali nokkum atkvæðum til að halda honum inni á þingi.
Íslendingar eru með allt niður um sig út um allan heim um þessar mundir. Engin treystir okkur, við erum skuldug upp fyrir haus og nú eigum við á hættu að stórir markaðir fyrir útflutningsafurðir okkar lokist til að mótmæla hvalveiðunum.
Hvernig verður staða okkar ef t.d. ESB segir upp öllum okkar viðskiptasamningum einhliða. Ég er smeykur um við slíkan gjörning gengi okkur verr að greiða upp lánin við IMF og aðra skuldunauta okkar.
Hvaða hvatir bjuggu að baki ákvörðun Einars fáum við sjálfsagt aldrei að vita. En við getum krafið hann um hverra hagsmuna hann var að gæta. Varla hvalfangaranna þar sem nær ómögulegt verður að koma afurðunum í verð nema með verulegum tilkostnaði.
Með þessari heimskulegustu ákvörðun nokkurs ráðherra í núverandi ríkistjórn hefur Einar Kristinn Guðfinnsson grafið sína pólitísku gröf. Og lýðurinn kemur til með að grýta gröfina eins og Steinkudys á sínum tíma og fullvaxnir karlmenn munu gera það að skyldu sinni að míga á hana líka.
Norræn gagnrýni á aukinn hvalveiðikvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.1.2009 | 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef það er "ótrúlega ómerkilegt" af Samfylkingunni að krefjast þess að forsætisráðherra bretti upp ermar og ramkvæmdi það sem talað hafði verið um og samþykkt af ríkistjórn er greinilegur veikleiki í Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn treysti sér ekki til að vinna þau verk sem samþykkt höfðu verið, m.a. að reka Seðlabankastjórnina og láta Áran Matt taka pokann sinn.
Flokkur sem treystir sér ekki til að horfast í augu við 17 ára mistakahrynu sína ríkisstjórn er að sjálfsögðu ekki hæfur til að leiða ríkisstjórn. Þess vegna áttu Sjálfstæðismenn að gleðjast yfir því að Jóhanna Sigurðardóttir var tilbúinn til að taka af flokknum þann kaleik.
En í stað þess að gleðjast yfir Jóhanna var tilbúinn til að moka skítinn undan Geir og félögum fór formaðurinn og forsætisráðaherrann í fýlu og ákvað að gefast upp slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Þar með lýsti flokkurinn skilyrðislausu vantrausti á sjálfan sig og það ætti að hjálpa kjósendum verulega þegar kosið verður í vor.
Flokkur sem er búinn að afreka það að koma einu ríkasta samfélagi í veröldinni í gjaldþrot og neitar svo að gera upp fyrir sig á ekki skilið eitt einasta atkvæði í lýðræðislegum kosningum.
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.1.2009 | 12:46 (breytt kl. 12:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snæfuglinn í vandræðum á loðnuvertíðinni 1975
Guðjón A. Krisjánsson svaraði eins og sannur diplómat þegar hann var spurður um hvor Frjálslyndir styddu væntanlega ríkisstjórn Sf og VG. "Ekker hefur verið ákveðið..."
Auðvitað verður Guðjón að fá tryggingu fyrir því að kvótakerfinu verði breytt í samræmi við niðurstöðu mannréttindanefndarinnar. Það er mál málanna hjá flokknum og stórum hluta þjóðarinnar.
Vandamál Guðjóns er hins vegar að hann er fastur í gildru eigin flokksmanna. Þingflokkur Frjálslyndra er því miður alltof sundraður. Guðjón er formaðurinn og ankerið í flokknum meðan hinir tveir, þungaviktarmennirnir, Kristinn G. og Jón Magnússon eru eins og hundur og köttur og láta ekki að stjórn.
Ætlun Jóns er svo augljós. Hann ætlar sér að taka yfir flokkinn og hikar ekki við að reka rítinginn í bakið á formanninum þegar að honum finnst sinn tími kominn. Engin veit svo hvað Kristinn er að hugsa. Það er sjaldgjæft að hann sé lengur en eitt kjörtímabil í hverjum flokki og það sér hver heilvita maður að Guðjón getur ekki treyst mikið á hann.
Þá er eftir Gretar Mar. Hvað sem um hann má segja er hann hundtryggur hugsjón flokksins í sjávarútvegsmálum og þar með fomanninum. En hvort það er nóg ætla ég ekki að spá um.
En mikið held ég að aðstaða Guðjóns, til að semja við Ingibjörgu og Steingrím, væri önnur og betri ef Sigurjón Þórðarson sæti á þingi í stað Jóns Magnússonar. Það er nefnilega góður kostur fyrir lítinn flokk þegar alla vega helmingur hans er skipaður góðum og traustum stjórnmálamönnum.
Óvíst með Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.1.2009 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef eitthvað er hæft í fréttumsíðustu daga, af Kaupþingi, er erfitt að draga aðra ályktun en að það hafi verið stjórnendur þess sem gerðu stærstu atlöguna að bankakerfi þjóðarinnar ásamt Seðlabankanum sem þjóðnýtti Glitni.
Robert Tchenguiz, Sheik Al-Thani og Ólafur Ólafsson virðast hafa getað leikið sér með fleiri hundruð milljarða á síðustu metrum bankans án þess stjórnendur bankans og hvað þá Fjálrmálaeftirlitið gerðu einhverjar athugasemdir við gjörninginn. Peningunum er síðan komið fyrir á einhverjum gulleyjum þar sem íslenski skattmann getur ekki einu sinni þefað af því sem honum bar.
Ég verð að viðurkenna að ég er að verða eins og Ragnar Reykás í viðhorfum mínum til bankastjórnar Kaupþings og tek undir vangaveltur Vilhjálms Bjarnasonar um að verk þeirra jaðri við landráð.
Atlaga felldi íslenska kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.1.2009 | 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sigmundur Davíð gefur af sér góðan þokka. Mjög góðan af Framsóknarmanni að vera. Fyrir fram bauðst hann til að styðja minnihlutastjórn Sf og VG. Í dag hefur hann ekki verið jafn ákafur í stuðningi sínum og um helgina og í gær.
Það á sér sjálfsagt skiljanlegar ástæður. Í fyrsta lagi er hann Framsóknarmaður og þeir hafa aldrei vitað í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í öðru lagi er hann ungur og graður stjórnmálamaður sem vill gera sig gildandi. Það gerir maður ekki með því að rasa um ráð fram. Hann vill örugglega sýna Steingrími og Ingibjörgu að hann er líka karl í krapinu þótt ungur sé. Það er fullkomlega eðlilegt að hann vliji hafa eitthvað um verkefnaval stjórnarinnar að segja og hvernig verkefnunum verður hrundið í framkvæmd. Það er ekki bara Ólafur Ragnar sem á að ráða því.
Þrátt fyrir hugsanlegan stuðning frá svipfallegum Framsóknardreng lýst mér ekkert sérlega vel á þessa ríkisstjórn sem nú er í fæðingarhríðunum. Ég er sársvektur út í Geir Haarde að hafa kastað inn handklæðinu í stað þess að láta Jóhönnu taka við forsætinu í ríkistjórninni. Ég er klár á að það hefði verið vænlegri lausn en að hleypa Ögmundi Jónassyni að ríkistjórnarborðinu.
Sigmundur: Viðræður taka tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.1.2009 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú bendir flest til þess að Ísland fá VG inn í nýja ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfir 30% skoðanakannannafylgi er ég ekki alveg viss um hve margir óska þess í raun að fá heilan flokk af atvinnunöldrurum til að leiða þjóðina á uppbyggingartímanum eftir efnahagshrunið. En þeir sem ekkert vilja með VG hafa að gera getað þakkað Sjálfstæðisflokknum sendinguna.
Hvert einasta mannsbarn, líka Sjálfstæðisfólk, sér að leiðtogi ríkistjórnarinnar hefur ekki staðið sig sem skyldi. Forsætisráðherra hefur meðal annars verið gagnrýndur harðlega af sínum eign leiðtoga, Seðlabankastjóranum Davíð Oddsyni, sem sagðist hafa varað Geir við bankahruninu síðast liðið vor. Þessi sami Davíð hefur síðan unnið gegn nánast öllum björgunaraðgerðum ríksistjórnarinnar sem byggjast á aðstoð IMF og lánum frá vinveittum þjóðum.
Samfylkingin sá að ekki lengur var við unað að það mikla verk sem varð að vinna bæði fljótt, vel og örugglega gat ekki haldið áfram á hraða skjaldbökunnar. Fyrst Geir treysti sér ekki í að bretta upp ermarnar og auka kraft og vinnuhraða um 100% átti hann að sjálfsögðu að sjá sóma sinn í því að fá Samfylkingunni og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherrastólinn. Það hefði alla vega orðið trygging fyrir því að verkin hefðu verið unnin. Í staðin leggur Sjálfstæðisflokkurinn niður rófuna og reynir svo að gelta og glefsa í fyrrum samstarfsflokk sinn og saka hann um að hafa viljað sprengja ríkistjórnina. Allir sjá að það er hið argasta öfugmæli. Sjálfstæðisflokkurinn gafst upp, lagði niður rófuna og hundskaðist út úr stjórnaráðinu með höfuðið hangandi niður á pung. Flokkurinn reyndist of sundurleitur og máttlaus til að takast á við eigin vandamál hvað þá vandamál þjóðarinnar. Þess vegna erum við nú að fá VG inn í ríksistjórn.
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.1.2009 | 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er laukrétt sem komið hefur fram að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, fer ótroðnar slóðir í forsetaembættinu. Það er hins vegar rakin heimska að forsetinn megi ekki hafa skoðanir á þjóðmálum og láta þær í ljósi. Það er enginn að tala um að hann eigi að troða þeim upp á komansi ríkisstjórnir.
En það er nákvæmlega það sem Björn Bjarnason hefur gert allan sinn ráðherraferil. Hann treður sínum hugmyndum, oft með ofbeldi, upp á þjóðina. Og þá er þaðekki þjóðarhagur sem hann hefur í huga heldur vill hann þóknast fyrrum (og kanski núverandi) yfirmanni sínum, Davíð Oddsyni. Ég hygg að það finnist vart hliðstætt ofbeldi í embættisfærslu ráðherra en það sem Björn og Árni beittu til að koma Þorsteini Davíðssyni á ylvolgan ríkisspenan. Þá gleymist seint ofbeldið sem Björn beitti er hann kom sínum manni að í sýslumannsebætti á Suðurnesnjum.
Björn bítur í sitt eigið skott þegar hann skýtur á Ólaf Ragnar með þeim hætti sem hann gerir í þessari frétt. Hins vegar gætu margir aðrir ráðherrar ríkistjórnarinnar gagnrýnt forsetan fyrir framgönguna. En alls ekki valdsnýðingurinn Björn Bjarnason sem samkvæmt virtustu lögfræðingum hefur brotið stjórnsýslulög án þess svo mikið sem að að biðjast afsökunar. Það hefur þó Ólafur Ragnar gert
Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.1.2009 | 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Geir Haarde sleit stjórnarsamstarfinu í morgun. Hann treysti sér ekki í tiltektina í Seðlabankanum og mat hag flokksins ofar hag þjóðarinnar þegar hann vildi ekki láta Jóhönnu, sem er jú einasti ráðherra ríkistjórnarinnar sem nýtur traust meðal fólksins, leiða ríkistjórnina þá 100 daga sem hún átti eftir lifaða.
Sjálfstæðisflokkurinn kom út af flokkstjórnarfundi sínum með allt niður um sig og búin að skíta í skóinn sinn í þokkabót. Þess vegna er það bara ágætt hjá flokknum að taka lagið með Alvin og félögum og syngja, "I'm Going Home"
Bloggar | 26.1.2009 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar