Dæmalausi Björgvin á heiður skilinn

Bjørgvin G.Það fordæmi sem Björgvin G. Sigurðsson sýndi samherjum sínum í ríkistjórninni með afsögn sinni í gær er sjálfsagt einstök.  Björgvin sýndi mikinn kjark og áræðni með ákvörðun sinni nokkuð sem rolurnar sem vita upp á sig skömmina af störfum sínum þora ekki að játa. Davíð Oddson og Árni Mathiesen mættu gjarnan taka heimspekinginn, Björgvin, sér til fyrirmyndar og axla ábyrgð.  Sama hlýtur maður að segja um Geir Haarde sem nú er talinn einn þeirra sem ber hvað mesta ábyrgð á heimskreppunni samkvæmt breska blaðinu Guardian.  Tel nú reyndar að þar fari Bretarnir með íkjur. En hvað um það hefur Geir aldrei viljað viðurkenna að hann beri einhverja ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi.

 

Flestir sem tjáð hafa sig um afsögn Björgvins og hans síðustu verk í starfi sínu sem viðskiptaráðherra, telja gjörðir hans af hinu góða. En flestir telja einnig að hann hefði gjarnan stíga fram fyrr. Það hefði sett ennþá meiri pressu á forsætisráðherra til að grípa til aðgerða.  En varla kemst Geir í gegnum daginn í dag örðu vísi en að víkja Seðlabankastjórninni úr starfi sem og fjármálaráðherranum sem er eins og kafbátur hlaðinn eiturefnum í öllu þessu ferli.

 

Það vakti athygli mína í gær hvernig Steingrímur Sigfússon  brást við afsögn Björgvins.  Hann gaf ráðherranum unga hálft prik og kallaði skref hans aumingjalega tilraun.  Öll viðbrögð foringja VG báru því gott vitni að honum er ekki treystandi fyrir ráðherrastól. Hann hefur gelt mikið undanfarna mánuði og glefsað í ríkistjórnina.  Hins vegar hefur orðið fátt um svör hjá honum þegar hann hefur verið spurður þær lausnir sem flokkur hans býður þjóðinni upp á.  Jú að lokum ropaði hann út úr sér einhverju aumingjalegasta svari sem heyrst hefur frá nokkrum flokksforingja síðan kreppan skall á.  Steingrímur vildi skila lánunum til Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins og biðja Norðmenn um lán og að betla fyrir okkur meðal hinna Norðurlandanna.   Það er eins og hann hafi ekki skilið það enn að Norðmenn settu sem skilyrði að AÞG væri með í pakkanum ættu þeir að koma þar nærri.  Skiptir þá engu þó Steingríms eigi í einhverju ástarsambandi við Kristínu Halvorsen, fjármálaráðherra í konungsríkinu.

 

Morgunblaðið tók undir ágæti afsagnar Björgvins í leiðara sínum í dag. En leiðarahöfundur gat ekki látið hjá líða með að hnýta í Björgvin og taldi að afsögn hans væri eitthvert egótripp ráðherrans til að tryggja sér   áframhaldandi þingsæti að loknum kosningunum í vor.  Held að leiðarahöfundinum hefði verið nær beina spjótum sínum að forsætisráðherra og þeim sem ekki hafa þorað að axla ábyrgð.  Þeir eiga að skammast sín en Björgvin getur gengið með höfuðið hátt. Vil gjarnan sjá hann sem næsta forsætisráðherra.  

 


mbl.is „Þetta eru dæmalausir dagar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin er náttúrulega að hugsa um sína pólitísku framtíð en hann á meira en hálft prik skilið blessaður.

Það er nú hægt að kenna Geir um ýmislegt en er ekki fullgróft að skella skuldinni á hann hvað heimskreppuna varðar ???

Hátt glymur í tómri tunnu. Ég ætla að vona að þjóðin sé ekki svo vitlaus að kjósa Steingrím og félaga í VG í komandi kosningum. Það yrði okkar banabiti.

guðrún jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:57

2 identicon

Er ekki í lagi? Hann segir af sér fljótlega eftir að ríkisstjórnin ákveður kosningar enda sér hann það að hann eigi erfitt uppdráttar í komandi prófkjöri. Þetta hefur ekkert með ábyrgð aðgera heldur pólitískt plott enda er hann eingungis að hugsa um sjálfan sig. Hann átti að segja af sér strax eftir að Icesave féllá okkur íslendinga. Gleymum því ekki að hann veitt umboð fyrir Icesave í hollandi mörgum mánuðum, eða í maí í fyrra, eftir að vitað var að bankarnir væru að stefna í þrot. Hann brást ekki við athugasemdum breska fjármálaeftirlitsins í mars 2008.

Gúðrún talar um að ef VG komast í stjórn þá yrði það okkar banabiti. En svarið er nei svo er ekki, við erum fyrir löngu steindauð. skuldir upp á 2200 milljarða gera það að verkum að við getum lítið gert úr þessu, þökk sé flokkum sem svo margir sáu ekki í gegnum. Þið ættuð frekar að spyrja ykkur hversvegna studdi ég þá.

VG komu með þingsályktunar tillögu 2005 með það að markmiði að stöðva þennslu og skuldasöfnun enda augljóst þá hvert stefndi. Í kosnigabaráttuni 2007 benntu þeir á vandann og hvernig bregðast ætti við honum. En einhverra hluta vegna þá tókst ENRONistunum að halda völdum.

VG benntu á ömurlega sammninga ASG sem fjölmiðlar hlógu að, en síðan komu Samtök atvinnulífsins og tóku undir með VG. Í dag koma samfylkingarmenn og benta á óraunhæfann niðurskurð AGS sem ekki ætti að bregðast við. Það er ótrúlega ómálefnaleg umræða í gangi gagnvart VG af einstaklingum sem studdu hrunið fram í rauðan dauðann. Lítið ykkur nær.

Andres (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:48

3 Smámynd: Dunni

Ekki veit ég hvað er að gerast í hausnum á þér Andres.  Hitt veit ég að Geir boðaði til kosninga 9. maí.  a'ð finnst öllum, nema Geir, og seint.  Björgvin veit, eins og öll þjóðin, að þessi ríkistjórn nýtur ekki trausts vegna þess að forysta hennar hefur ekki viljað axla neina ábyrgð.  Þess vegna ríur hann á vaðið.  Vissulega er að pólitískri framtíð verulega til framdráttar. Á því er enginn vafi og um það er ekkert nema gott að segja.  Hann þorði að leggja höfuðið að veði og það virðist heldur betur hafa komið í ljós á síðsta sólarhring.

Ég hef reyndar alltaf haft dálitla trú á Steingrími Joð.  Hins vegar er ekki hægt að neita því að hann er afar neikvæður stjórnmálamaður.  Það vantar ekki að hann er ævinlega með varnaðarorð á vör. Við getum verið nokkuð viss um að  hefði verið í fylkingarbrjósti þeirra sem töldu að sæsímastrengurinn sem lagður var til Íslands árið 1902 ógnað sjálfstæðilandsins.

Frammistaða hans í Kastljósinu í síðustu viku sannaði svo ekki verður um villst að VG hefur nákvæmlega enga raunhæfa lausn að leggja fyrir ríkisstjórn. Og alla helgina notaði Steingrímur til að draga í land afstöðu sína til AÞG.  Nú eru það bara skilyrði sjóðsins sem hann er á móti en ekki peningarir. 

Finnum við rækari sönnun fyrir því að það er ráðherrastóllinn einn sem Steingrímur óskar sér.  Nú getur það svo sem gerst því akkurat nú tilkynnti Geir að stjórnin væri fallin. 

Dunni, 26.1.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband