Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Það er ánægjulegt að lesa að það skuli ekki vanta nema um 40 kennara í Reykjavík svona rétt áður en skólahald hefst í haust.
En af hverju skildi það nú vera. Sennilega er það vegna þess að nú er erfitt framundan í atvinnumálum á hinum frjálsa markaði. Þá koma kennararnir til baka í skólana þar sem þeir hafa trygga atvinnu og einhverja afkomu.
Um leið og eftirspurn eftir vinnuafli verður meiri aftur tæmast skólarnir af góðum kennurum sem fá helmingi hærri laun. Enda er það náttúrulega miklu ábyrgðarmeira starf að stafla kössum á lager en að leggja grunnin að vel menntaðri íslenskri þjóð.
Bloggar | 4.8.2008 | 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Einhvern veginn er ég ekkert hræddur um að Hremann Hreiðarsson missi sína stöðu liði Portsmouth. Hemmi er einn traustast maður liðsins og sá sem allatf gefur sig 105%, minnst, í hverjum leik.
Gleymi aldrei viðtalinu við Egil, Drillo, Olsen eftir að hann var rekinn frá Wimbledon á sínum tíma. Auðvitað vildu norsku fjölmiðlarnir fá skýringu þjálfarans á óförunum. Svör Drillo vöru einföld og auðskilin eins og alltaf þegar hann svarar spurningu.
"Englendigarnir skildu ekki út á hvað fótbolti gekk. Þeir voru agalausir að leika sér og lögðu sig ekki fram. Ef allir leikmennirnir hefðu haft sama viðhorf og Hermann Hreiðarsson hefðum við verið í efri hluta deildarinnar en liðið ekki fallið. Hermansson mjög góður knattspyrnumaður og einstakur maður að vinna með"
Shorey ógnar stöðu Hermanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.8.2008 | 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er svo sem vitað að gömlu bílarisarnir í henni Ameríku, GM og Ford hafa brist í bökkum í langa hríð. Eitthvað leit þó út fyrir að hagur þeirra væri að vænkast á síðustu árum. En nú koma SJOKK-tölurnar frá GM. Gamla Chevrolett veldið virðist komið að fótum fram eftir að hafa tapað um 1200 milljörðum á aðeins 13 vikum á vormánuðum í ár.
GM samdi við starfsfólk sitt um 20% launaskerðingu sem segir þó lítið þegar salan á bílum þeirra hefur dregist saman um 26% að meðaltali. Sala á jeppum og pallbílum hefur dregist enn meira saman eða um 35%. Nú rær stærsti bílarisi heimsins lífróður til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti.
Ástandið hjá Ford og Chrysler er ekki alveg jafn bágborið en engan vegin eins og forráðamenn fyrirtækjanna höfðu vonast eftir. Salan hefur dregist saman um 15% hjá þeim en Ford menn geta þó brosað út í annað því salan á ameríska Ford Focus hefur aukist um 16%.
Japönsku bílarisarnir hafa ekki farið varhluta af veseninu í landi Bush þangað sem þær sækja bróðurpartinn af tekjum sínum ( 70%). Salan hjá Toyota hefur dregist saman um 12% í USA. Reyndar hefur salan á Nissan aukist um 8% en engu að síður lagði Nissan fram ársfjórðungsskýrslu sína á dögunum sem sýndi 43% minni tekjur en á sáma tíma fyrir ári.
Bloggar | 4.8.2008 | 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þða fer ekki framhjá heimsbyggðinni þegar stórmenni eins og Aleksander Solzhenitsyn falla frá.
Þessi fyrrum vísindamaður og herforingi í Sovétríkjunum var vinsæll með afbrigðum í landi sínu þar til hann sagði sannleikann um gúlagið. Hann fékk svo sannarlega að kynnast því af eigin reynslu.
Heimurinn stóð vaktina með Solzhenitsyn og eftir þunga pressu frá Vestur-Evrópu var rithöfundurinn látinn og rekinn úr landi því sem ekki gat hýst þá er höfðu mannréttindi, sannleika og kærleika að leiðarljósi í lífi í sínu.
Blessuð sé minning Aleksander Solzhenitsyn
Bloggar | 4.8.2008 | 06:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það gerist orðið æ oftar að norska stórliðið Rosenborg tapar leikjum í norsku deildinni. Og nú lítur út fyrir að það líði 2 ár í röð án þess að liðið verði norskur meistari. Þegar Vålerenga tók titilinn hafði RBK unnið 13 ár í röð. Nú er öldin önnur og sýnir að það er ekki nóg að eiga 25 - 30 milljarða undir koddanum til að vinna norsku deildina.
Á velmegunarárunum, undir stórn Nils Arne Eggen, voru ævinlega 8 heimamenn frá Þrándheimi í liðinu + einn Íslendingur. Í dag kemur bróðurpartur leikmannanna frá afríku eða einhverju öðru útlandi. Í dag voru það 4 Norðmenn sem hófu leik fyrir RBK, þar af 2 ættaðir frá Þrándheimi.
Í kvöld steinlágu gömlu meistararnir fyrir Tromsö sem vann 4 - 0 og mér skillst að komið sé vel á annan áratug síðan RBK hefur tapað með 4 marka mun í Noregi.
Annars er það gleðiefni að Stabæk er aftur komið á toppinn. Þrátt fyrir að Veigar Páll hafi ekki skorað fyrir lið sitt í deildinni síðan í maí er hann ötrúlega miklivægur í öllum sóknaraðgerðum liðsins. Ég held að það líði varla sá leikur þar sem Stabæk skorar að hann eigi ekki amk eina stoðsendungu. Hann var óheppinn í kvöld. Fékk 3 góð marktækifæri sem öll voru frábærlega vel varain af markmanni Bodö.
Annars er hreint ótrúlega andskoti skemmtilegt að fylgjast með okkar mönnum í norska boltanum. Held ég geti fullyrt að þeir séu alir að gera það mjög gott hjá sínum liðum. Það hefur aldeilis ekki alltaf verið svoleiðis þau 10 ár sem ég hef fylgst með norksa boltanum
Bloggar | 3.8.2008 | 21:33 (breytt kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Matarvenjur okkar Íslendinga og Norðmanna koma mörgum spankst fyrir sjónir. Ekki eru það allir sem skilja af hverju við leggjum okkur til munns kæsta skötu, hákarl eða harðfisk. Eins er með Norðmenn. Ekki allir skilja af hverju þeir gæða sér á rakfiski til hátíðarbrigða. Það fékk Norðmaðurinn, Torodd Fuglesteg, að reyna í Skotlandi á dögunum.
Hann hafði komist yfir fötu af rakfiski sem vinur hans hafði fært honum er hann kom í heimsókn. Ekki át Þóroddur rakfiskinn strax heldur geymdi hann þar til um daginn að hann ætlaði að gæða sér á gómsætum fiskinum. Hann fór því í geymsluna og sótti fötuna með fiskinum. Er hann kom upp í íbúð sína, sem er á 4. hæð í blokk í bænum Paisley í Skotlandi, opnaði fötuna og gaus upp megn stækja sem ekki hélt sér eingöngu innandyra hjá Norðmanninum heldur dreifði sér um allan stigaganginn.
En það gerði Norðmaðurinn sér enga grein fyrir. Hann verður síðan var við að það er bankað ofur varlega á dyrnar hjá honum. Hann hélt að þar væru á ferð rukkarar frá BBC sem ætluðu að krefja hann um afnotagjaldið sem hann ekki hafði greitt. Því fór hann ekkert til dyra.
Nokkru síðar heyrir hann að það er bankað öllu fastara en hann lét sér fátt um finnast enda byrjaður að borða rakfiskinn. Áfram héldu bönkin á hurðinni og nú öllu fastari en fyrr. Að lokum lét hurðin undan og inn komu lögregluþjónar með gasgrímu fyrir virtum sínum. Og nágranninn læddist inn á eftir þeim. Þegar Þóroddur spurði hvað þeir vildu sögðust lagana verðir vera komnir hingað til að ná í lík. Kvartað hafði verið undan nálykt úr íbúðinni.
Norðmaðurinn sagði að ekkert lík væri í íbúðinni hjá sér. Löggan lét sér ekki segjast og leitaði um alla íbúð án þess að finna nokkurt lík. En þegar þeir opnuðu skjóluna með fiskinum varð þeim ljóst hvernig í pottinn var búið. Þeim lá við uppköstum.
Það sem í raun gerðist var að nágranninn, sem ekki hafði séð Torodd í meira en mánuð þar sem vinnutími þeirra var ekki sá sami í sólahringnum hélt að Norðmaðurinn lægi dauður í íbúðinni og hefði legið þar lengi. Hann var þess fullviss þegar Torodd opnaði ekki dyrnar er hann bankaði og því hringdi hann á lögregluna til að koma líkinu í réttar hendur.
Nágrannin var að vonum ánægður yfir að Norðmaðurinn var á lífi og enn ánægðari var hann þegar Torodd fullvissaði hann um að hann myndi aldrei aftur borða rakfisk meðan hann dveldi í Skotlandi.
Bloggar | 3.8.2008 | 17:35 (breytt kl. 19:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fylgishrun ríkistjórnarinnar þarf engum að koma á óvart. Þegar farið er yfir þessa mánuði sem stjórnin hefur setið í stólunum er engu líkara ráðherrarnir hafi misskilið stólana sína og talið þá hægindastóla en ekki ráðherrastóla þaðan sem kjósendur vænta bæði frumkvæðis og aðgerða þjóðinni til hagsbóta.
Kíkjum hér á lítinn á lítið brot úr stjórnarsáttmálanum: "Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs".
Nú spyr maður sjálfan sig hvernig til hafi tekist með brýnasta verkefnið. Að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Það hefur algerlega brugðist og nú flæðir gjaldþrotaholskefla yfir fyrirtækin og fjöldi fólks missir atvinnuna.
Þá eru það markmið hagstjórnarinnar. Lág verðbólga og lágt vaxtastig. Á Íslandi er verðbólgan hærri en í nokkru öðru af nágrannaríkjunum. Vextirnir eru þeir hæstu í heimi samkvæmt Guðna Ágústssyni og Sverri Stormskjer.
Þegar litið er á frammistöðu stjórnarinnar liggur það nokkuð ljóst fyrir að hún hefur ekki enn hafið störf og kjósendur þegar farnir að missa traust það sem stjórnin fékk á hveitibrauðsdögum sínum.
Örvinglun kjósenda er því ekkert undarleg. Þeir sjá að leiðtogar stjórnarflokkanna eru ekki starfi sínu vaxnir. Geir og Ingibjörg gjörsamlega taktlaus og tala út og suður. Stjórnarandstöðuliðið er því miður ekkert betra. Guðni Ágústsson eins og hann opinberaði sig hjá Stormskjerinu, Guðjón Arnar flokkaflakkari og tækifærissinni sem sjaldan stendur við fullyrðingar sínar og svo hefur komið í ljós að Steingrímur er lítið annað en atvinnunöldrari í þinginu.
Það er eiginlega kominn tími til að stjórnmálaflokkarinir fari nú að taka til í görðum sínum og hleypa yngra fólki með nýjar hugmyndir að.
Bloggar | 3.8.2008 | 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tek undir það að vitleysan í kringum Gareth Barry er orðin að sápuóperu.
En það er með ólíkundum hvernig félagið og þá sérstaklega stjórinn, Martin O'Neill, hafa komið fram við þann leikmann sem reynst hefur liðinu betur en nokkur annar. Nú þegar hann óskar eftir að fá að yfirgefa félagið til að reyna fyrir sér með stærra og betra liði.
Nú er svo komið að Barry vill ekki lengur spila fyrir Villa en O'Neill vill ekki leyfa honum að fara. Það lítur því út fyrir að þverhausinn, O'Neill, situr upp með sinn besta leikmann í óyndiskasti sem mun varla reynast liðinu vel.
Sennilega hefur velgengnin stigið Martin O'Neill alltof hátt yfir höfuð. Hrokinn hefur tekið völdin í hausnum á Íranum og það er sennilega ástæðan fyrir arfa slöku gengi Aston Villa í fyrra.
Barry gæti enn gengið til liðs við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.8.2008 | 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verð að segja að ég er undrandi á að lesa um uppákomuna eftir spjall Sverris og Guðna Á.
Get svo sem skilið að Guðni gangi út ef honum er misboðið. Það hafa ekki allir sömu þenslumörk fyrir skemmtilegheitum og svo virðist vera að þenslumörk fjósamannsins í Frammsókn hafi sprungið.
En þegar stjónmálamenn eru farnir að vaða í útvarpsstjóra frjálsu útvarpsstöðvanna til að fá barnslegar uppákomur sínar stöðvaðar er alltof langt gengið. Get ekki ímyndað mér annað en að útvarpsstjórninn, flokkssystir Guðna og fyrrum mjaltarkona í Framsóknarfjósinu, hafi fundist heimtufrekja fjósamannsins óþægileg. Og ef það er rétt að hann hafi líka farið fram á að Sverrir yrði rekinn frá útvarpsstöðinni er fjósamaðurinn kominn úr öllum takti við öldina sem við lifum á.
Mætti halda að hann hafi gengið í sama skóla og Putin
Bloggar | 3.8.2008 | 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var í Tallin um síðustu helgi. Þvælist mikið um Eysrasaltslöndin. Alltaf gaman að heimsækja þau. Ég fer gjarnan í skoðunarferðir um borgirnar og það er alltaf jafn gaman þegar fararstjórarnir spyrja hópinn hvaðan fólk kemur. Um leið og maður segir að maður komi frá Íslandi færist bros yfir andlit farastjóranna og þeir segja um leið að Ísland skipi sérstakan sess í hjörtum þeirra. Allir vita nefnilega að Ísland var fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði þeirra þegar þau slitu sig, eitt af öðru, frá Sovétríkjunum.
Allir muna Jón Baldvin, Vigdísi og Ólaf Ragnar. Ég man ekki eftir að nokkur hafi minnst á Davíð. En það er önnur saga.
Get mælt 100% með því að fólk taki sér ferð á hendur til Tallinn eða Jurmala í Lettlandi og slappi af, fái sér nudd og notalegheit á spa-stöðum þessara borga. Vilnius i Litháen býður reyndar upp á spameðferðir líka en það eru fá hótel í borginni sem bjóða upp á slíka nautn.
orangetours.no er ferðaskrifstofa í Noregi í eigu Íslendinga sem sérhæfir sig í ferðum til Austur-Evrópu og sérstaklega Eystrrasaltslandana. Held aðengin verði svikin af reisu í þá áttina.
Bloggar | 2.8.2008 | 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar