Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Kíkti inn á skemmtilega bloggsíðu í morgun. Nánar tiltekið hjá Jakobi Kristinssyni. Sá að hann hafði bloggað um Bjarna Harðarson sem mér finnst skemmtilegasti þingmaður Framsóknarflokksins. Bloggið var skemmtilegt aflestrar en það sem fangað mig enn meir voru bátamydirnar sem Jakob hefur sett svo skemmtilega á síðuna sína.
Þarna fann ég bát sem ég hef sjálfur verið á og skipar stóran sess í huga mínum sem og fleiri bátar sem mér eru minnistæðir einhverra hluta vegna.
Eftir að hafa skoðað myndirnar vel og vandlega fór maður að láta hugan renna vítt og breitt um bátaflotan frá 1960 - 1980. Hvaða bátar voru flottastir, hverjir fiskuðu best, hvaða vélar voru í þeim o.s.frv.
Upp í hugan komu sterkast tveit bátar. Víðir SU 175 og Ásberg RE 22.
Víðir SU var lengi flaggskip íslenska fiskiskipaflotans þótt hann væri bara 80 tonna Svíþjóðarbátur. Báturinn bar af fyrir snyrtimennsku og var allatf miklu líkari stífbónaðri snekkju en fiskibáti. Ekki vegna þess að ekki kæmi uggi þar um borð því Víðir var alla tíð mikið aflaskip. Heldur vegna metnaðar skipsjórans, Sigga Magg, sem fékk fyrstur íslenskra sjómanna hina íslensku fálkaorðu frá forsetanum.
Siggi var skrautlegur karakter. Hann skrýddist ákveðnum einkennisbúningi þegar hann stóð í brúnni á skipi sínu. Það voru svartar vaðmálsbuxsur og hvítir ullarsokkar utan yfir skálmarnar. Þá var karlinn í hvítri ullarpeysu og með hvíta húfu á hausnum. Það var stíll á honum.
Sigurður seldi síðan bátinn til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Ágústa VE. Báturinn hafði ekki verið lengi í Eyjum þegar hann leit orðið út eins og svínastía miðað við það sem áður var. Hann sökk síðan á síldveiðum árið 1965 að mig minnir. Þar fór fallegur og góður bátur fyrir lítið.
Síðast þegar ég hitti Sigga Magg var ég á síldveiðum í Norðursjó. Hann var þá skipstjóri á ransóknarskipinu Árna Friðrikssyni sem var við síldarleit í Norðursjónum. Við hittumst einu sinni í Leirvík á Shetlandi þar sem við vorum vegna brælu. Ég hafði þá heyrt að karlinn væri að hætta til sjós og spyr hann eitthvað út í það. þá sagði hann setningu sem ég aldrei gleymi.
"Já ég er að hætta. Þessir vitleysingar ráku mig af því þeir ætluðu að yngja upp hjá sér. Svo réðu þeir mann sem er þremur árum yngri en ég".
Vera mín á Ásberginu minnti mig oft á Víði SU. Björn Jónnson, skipstjórnn þar um borð, var ámóta snyrtipinni og Siggi Magg. Ísbjörninn HF átti bátinn og því var Ísbjarnarmerkið á skorsteininum. Í hvert einasta skipti sem við lögðum af stað í land þrifum við allan bátinn, innan dyra sem utan. Og sérstaklega var passað upp á að bjarndýrið væri vel pússað og það færi ekkert á milli mála að þarna væri ísbjörn en ekki skógarbjörn.
Bjössi átti það líka sameiginlegt með Sigga að vera mikill fiskimaður og sérlega gætinn og öruggur skipstjóri. Báðir gátu þeir hvesst sig og þá fór það ekkert fram hjá neinum á dekkinu. Við mokfiskuðum þennan tíma sem ég var um borð og ég held að við gaurarnir á Ásberginu höfum bara verið nokkuð stoltir af plássinu okkar. Enda engin ástæða til annars.
Bloggar | 6.8.2008 | 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 5.8.2008 | 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig dettur nokkrum manni í hug að dæma Pétur H. Mateinsson í leikbann. Maðurinn en manna prúðastur, utan og innan vallar og gerir aldrei flugu mein. Svo leikur hann fyrir KR og á auk þess undur fallegan og skemmtilegan hund. Samt er aldrei hundur í Pétri.
Þarna hafa aganefndinni orðið á enn ein mistökin. Þetta gengur ekki lengur svona uppvöðslusemi á kontórunum hjá KSÍ. Geir verður að fara gera eitthvað í þessu. Hann er jú líka formaður okkar KR-inga.
Pétur og Ólafur í eins leiks bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 5.8.2008 | 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um það leyti sem ég hugðsit setjast inn og lesa Egilssögu brast á í sjónvarpinu gömul mynd með Charls Bronson. Sú heitir Hard Times og þrátt fyrir að hafa séð hana alla vega tvisvar breytti ég áætlun kvöldsins. SIt núna klístraður við skerminn.
Sá Bronsaði verður sint talinn meðal öflugustu leikara Hollywood en mikið asskoti var alltaf gaman að sjá hann. Hann hafði eitthvað við sig karlinn.
Bloggar | 5.8.2008 | 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru um 15 mínútur eftir af leik Ventspils og Brann í Lettlandi og staðan 2 - 1 fyrir heimamenn.
Brann vann fyrri leikinn í Bergen 1 - 0 og því gæti svo farið að Ármann Smári tryggi Brann áframhaldandi veri í Meistaradeildinni. Þá er það Marseille sem verður næsta verkefni Íslendingaliðsins í Bergen.
Það er nú svo að alltaf þegar Ármann Smári skorar eru það mörk sem skipta verulegu máli fyrir Brann. Hann átti ekki minnsta þáttin í meistaratittlinum í fyrra.
Frábært hjá Hornfirðingnum sem nú leikur sinn fyrsta leik eftir bakuppskurðinn í vetur.
Pálmi Rafn Pálmason verður að öllum líkindum í byrjunarliði Stabæk á morgun er þeir gera atlögu að Rosenborg á Lerkendal.
Bloggar | 5.8.2008 | 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef haft gaman að að fylgjast með umræðunni á blogginu um verðtryggingu lána. Hef líka alltaf haft gaman af að hlusta á Guðmund Ólafsson og þótt hann mæla viturlega ekki síður en Njáll fyrir 1000 árum. En verðtryggingarkenning hans með hestana var vindhögg sem hvorki bændur og búalið né almenningur getur skilið. Hann tók hvorki aldur hrossana við útlán og skilun með í reikninginn. Ekki heldur fóðurkostnað, dýralæknisþjónustu eða hirðingu.
En það er nú önnur saga.
Ég man vel eftir þegar verðtryggingin var sett á fyrir ca 27 árum. Þá var ég að byggja hús og fannst í raun sjálfsagt að lán yrðu verðtryggð þegar umræðan um það hófst. En þá átti ég líka von á að launin yrðu verðtryggð þannig að húsbyggjendur þyrftu ekki einir að halda uppi efnahagsjerfi þjóðarinnar. Sú varð ekki raunin. Maður sætti sig samt við þetta kerfi þar sem fólki var tjáð að þetta væri eina tiltæka tækið sem til væri til að ná niður óðaverðbólgunni sem fór í ein 136% á þessum árum. Þetta átti sem sagt að vera skammtímalausn til að hjálpa efnahagskerfi lýðveldisins á lappirnar aftur.
Gott og vel. Þetta virtist vera "ok" í einhvern tíma. En þessi skammtímalausn er enn við lýði þó ljóst sé að það hefði verið hægt að leggja verðtrygginuna til hliðar fyrir mörgum árum þegar verðbólgan var í öldudalnum. Þá átti auðvitað líka að gera ráðstafinir til að koma efnahagskerfinu af vínabrauðsfótunum og að minsta kosti á álfætur.
Verðtryggingin og kvótaniðurskurðurinn sífelldi haldast í hendur. Bæði áttu að vera skammtímalausnir til að rétta við efnahaginn og fiskistofnanna. Báðar skammtímalausnirnar hafa nú verið í gangi á þriðja áratug og hvorug virkar. Verðbólgan rýkur upp og fiskistofnarnir minka. Hver skeit eiginlega í skóinn sinn?
Það var ekki gert. Í staðinn var haldið áfram á sömu braut og áður. Stóriðju og erlendu fjármagni mokað inn í landið og stjórnvöld sátu brosandi í stjórnarðáðinu og horfðu á velgengnina í samfélagiu út um gömlu fangelsisgluggana. Allir vissu að við lentum í öldudal á milli ævintýranna og nákvæmlega það hefur gerst nú.
Nú spyr ég vegna fávisku minnar. Hvers vegna er svona miklu stöðugra efnahagslíf í löndunum í kringum okkur? Af hverju hafa Norðurlöndin ekki tekið upp efnahagsvisku Íslendinga og verðtryggt lán? Eru hag og viðskiptafræðingar í Evrópu svona miklu vitlausari en á Íslandi?
Bloggar | 5.8.2008 | 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Norski símarisinn, Telenor, upplýsir í dag að yfir 100 þúsund viðskiptavinir þeirra hafa lagt gamla heimilissímanum og nota í stðinn GSM síma eða breiðbandssíma.
Aðala keppinautur Telenor, Tele2, tekur í sama streng og segir að sífellt fleiri leggi nú heimasímanum. Bæði símafyrirtækin eru þó á því að heimasíminn muni halda velli. Fólki finist hann öruggari og svo sé ódýrara að halda sambandi við fjölskylduna upp á gamla móðinn en með GSM.
Sjálfur hef ég haft breiðbandssíma síðan 2004 og sá er mun ódýrari en gamli fasti síminn. Hjá fyrirtækinu Telio borga ég 159 nkr. á mánuði og get hringt til allra landa Evrópu og N-Ameríku án þess að borga eyri aukalega fyrir það. Til annara landa kostar samtalið hjá Telio bara brot af því sem það kostar hjá gömlu risunum. En hringi maður í GSM síma kostar það eins og maður hringdi úr GSM.
Svo hér getur fól parað sér pening.
Bloggar | 5.8.2008 | 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Liverpool leikur æfingaleik við Vålerenga á Ullevål vellinum í Ósló í kvöld. Þetta er til ómældrar gleði fyrir hina fjölmörgu norsku stuðningsmenn LFC enda er löngu uppselt á leikinn og rúmlega það því eftir því sem mér skilst verða um 27000 áhorfendur á vellinum sem venjulega rúmar aðeins 24800 "tilskuere"
En það er ekki bara að stuðningsmennirnir flykkist á völlinn í kvöld. Þeir eru líka með söfnun í gangi til að vera með í því að kaupa Ameríkanana út úr félaginu og gera LFC aftur að grasrótarfótboltafélagi sem rekið verður samkvæmt lögmálum makaðarins. Meðlimir í LFC-klúbbnum í Noregi geta keypt "hlutabréf" upp á miníum 50 þúsund nkr, milli 750 og 800 þusund ísl.kr. Salan gegnur vel og sumir láta sér ekki eitt bréf nægja.
Það verður ugglaust mikil upplifun fyrir marga á vellinum í kvöld því nú eru 6 ár síðan Liverpool lék síðast í Noregi. Þá voru vinirnir Houllier og Fowler enn hjá liðinu.
Bloggar | 5.8.2008 | 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Náungi á þrítugsaldri var tekinn á 131km hraða á vegi þar sem aðeins eru leyfilegt að þenja kerruna upp í 80 km/t. Þetta gerðist í Lofoten í Noregi og væri varla í frásögur færandi nema vegna þess að maðurinn var á leiðinni á sínum fyrasta degi í nýtt starf. Nefnilega sem lögreglumaður.
Hann fékk því fylgd væntanlegra starfsbræðra sinna á lögreglustöðina sem tóku af honum skírslu og hirtu síðan ökuskírteini hans og geyma það í 6 mánuði. Þá verður hann að inna haf hendi 36 tíma í samfélagsþjónustu áður en hann getur hafið störf sem lögregluþjónn.
Lögreglustjórinn í Mið-Hálogalögregluumdæmi segir að þetta sé sérstakur dómur og hefði verið á annan veg ef ekki væri um lögreglumann að ræða. Við, ég og þú, hefðum nefnilega fengið svimandi háa sekt, ökuleyfissviftingu í 8 mánuði og 50 daga fangelsi fyrir sama brot.
Bloggar | 5.8.2008 | 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er mikið suðað yfir ferðalögum Ingibjargar Sólrúnar. Hún viðrðist vera æði mikið á ferð og flugi og það er sjálfsagt satt og rétt. En hvort hún ferðast meira eða minna en aðriri utanríkisráðherrar lýðveldisins veit ég ekkert um.
En fyrst hún liggur í ferðalögum er það bara jákvætt að hún skuli leggja sér ferð á hendur til frænda okkar í Kanada. Þeir hafa sjálfsagt orðið glaðir við enda þurfa þeir ekki að búa við stjórnsemi hennar og yfirlýsingagleði árið út og inn. Ingibjörg hefur gert margt vitlausara en að fare í þessa heimsókn.
Ingibjörg Sólrún heimsækir Mountain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.8.2008 | 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar