Flottir bátar

Kíkti inn á skemmtilega bloggsíðu í morgun. Nánar tiltekið hjá Jakobi Kristinssyni. Sá að hann hafði bloggað um Bjarna Harðarson sem mér finnst skemmtilegasti þingmaður Framsóknarflokksins. Bloggið var skemmtilegt aflestrar en það sem fangað mig enn meir voru bátamydirnar sem Jakob hefur sett svo skemmtilega á síðuna sína.

Þarna fann ég bát sem ég hef sjálfur verið á og skipar stóran sess í huga mínum sem og fleiri bátar sem mér eru minnistæðir einhverra hluta vegna.

Eftir að hafa skoðað myndirnar vel og vandlega  fór maður að láta hugan renna vítt og breitt um bátaflotan frá 1960 - 1980. Hvaða bátar voru flottastir, hverjir fiskuðu best, hvaða vélar voru í þeim o.s.frv.

Upp í hugan komu sterkast tveit bátar.  Víðir SU 175 og Ásberg RE 22. 

Víðir SU var lengi flaggskip íslenska fiskiskipaflotans þótt hann væri bara 80 tonna Svíþjóðarbátur.  Báturinn bar af fyrir snyrtimennsku og var allatf miklu líkari stífbónaðri snekkju en fiskibáti. Ekki vegna þess að ekki kæmi uggi þar um borð því Víðir var alla tíð mikið aflaskip. Heldur vegna metnaðar skipsjórans, Sigga Magg, sem fékk fyrstur íslenskra sjómanna hina íslensku fálkaorðu frá forsetanum.

Siggi var skrautlegur karakter.  Hann skrýddist ákveðnum einkennisbúningi þegar hann stóð í brúnni á skipi sínu. Það voru svartar vaðmálsbuxsur og hvítir ullarsokkar utan yfir skálmarnar.  Þá var karlinn í hvítri ullarpeysu og með hvíta húfu á hausnum.  Það var stíll á honum.

Sigurður seldi síðan bátinn til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Ágústa VE.  Báturinn hafði ekki verið lengi í Eyjum þegar hann leit orðið út eins og svínastía miðað við það sem áður var. Hann sökk síðan á síldveiðum árið 1965 að mig minnir.  Þar fór fallegur og góður bátur fyrir lítið.

Síðast þegar ég hitti Sigga Magg var ég á síldveiðum í Norðursjó. Hann var þá skipstjóri á ransóknarskipinu Árna Friðrikssyni sem var við síldarleit í Norðursjónum.  Við hittumst einu sinni í Leirvík á Shetlandi þar sem við vorum vegna brælu. Ég hafði þá heyrt að karlinn væri að hætta til sjós og spyr hann eitthvað út í það. þá sagði hann setningu sem ég aldrei gleymi.

 "Já ég er að hætta. Þessir vitleysingar ráku mig af því þeir ætluðu að yngja upp hjá sér. Svo réðu þeir mann sem er þremur árum yngri en ég".

Vera mín á Ásberginu minnti mig oft á Víði SU. Björn Jónnson, skipstjórnn þar um borð, var ámóta snyrtipinni og Siggi Magg. Ísbjörninn HF átti bátinn og því var Ísbjarnarmerkið á skorsteininum. Í hvert einasta skipti sem við lögðum af stað í land þrifum við allan bátinn, innan dyra sem utan. Og sérstaklega var passað upp á að bjarndýrið væri vel pússað og það færi ekkert á milli mála að þarna væri ísbjörn en ekki skógarbjörn.

Bjössi átti það líka sameiginlegt með Sigga að vera mikill fiskimaður og sérlega gætinn og öruggur skipstjóri.  Báðir gátu þeir hvesst sig og þá fór það ekkert fram hjá neinum á dekkinu.  Við mokfiskuðum þennan tíma sem ég var um borð og ég held að við gaurarnir á Ásberginu höfum bara verið nokkuð stoltir af plássinu okkar. Enda engin ástæða til annars. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband