Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Var biskupinn fullur???

"Holt er mjög merkur staður og það auðvitað fylgir því mikil ábyrgð að halda slíkan stað. Og við viljum, þar hefur núna nýlega verið byggt upp afar myndarlegt, afar myndarlegt starf, á, í Holtsskóla sem var, þar er kirkjan núna og rekur friðarsetur í Holti með mjög myndarlegum hætti. Prestur í Holti hlýtur að hafa sérstakar skyldur við það. Og svo er auðvitað það að gæta og nýta þessa merku jörð sem að Holt óneitanlega er. Það verður, það er veigamikill partur af starfi hvers prests sem situr í Holti og þannig viljum við að það sé.“

 Þessi tilvitnun er úr viðtali við biskups Íslands á heimasíðu RÚV. Ég velti því fyrir mér hvort blessaður biskupinn hafi verið búinn að fá sér aðeins of mikið á tönnina þar sem þetta svar hans er bara sundurlayst rugl og þannig finnst mér allt viðtalið vera.  Í öllu falli eru svörin hvorki stutt né hnitmiðuð.


Úrslitin eftir bókinni

FH-ingar virðast vera búnir aða finna taktinn aftur og verð bara aað segja að það er gott. Þjálfari þeirra er jú KR-ingur og á ekkert nema gott skilið.  Keflvíkiingar halda sínu striki þó þeir hafi verið heppnir að næla í stigin 3 heima á móti botnliði HK.  Var ganab að hlusta á lýsunguna handan við hafið.

Skagamenn virtust nokkuð sprækir eftir lýsingu Hjartar. Og ekki lýgur hann.  En svo virðist vera að liðið sé einfaldalega ekki nogu gott þegar á reynir. Framarar eru malla þetta á góðum stað í deildinni.

En KR!!!???  Þeir hikstuðu á móti Blikunum.  Það hélt ég að myndi aldrei gerast. Nú verður Rúnar að ræða við Loga.  Þetta gengur ekki.

En ég tek gleði mína á ný á morgun þegar Grindavík leggur Fjölni. Nú ef það gerist ekki þá verð ég bara glaður á laugardaginn þegar ég fer og hitti þá Eirík Hauksson og Ken Hensley.  Verða brjálaðislegir tónleikar í Gressvik um helgina. 


Íþróttir & pólitík

Ómar Ragnarsson er góður maður og ganglegur samfélagi okkar. Ný verðlaunaður og við getum öll verið stolt og samglaðst honum.

En nú bloggar hann um íþróttir og pólitík eins og það eigi ekkert skilt.  Ég veit ekki betur en að í öllum löndum heims þar sem íþróttir eru í hávegum hafðar séu þær algerlega háðar jákvæðri pólitík. Þær eru styrktar af almanna fé sem údeilt er af pólitíkusum.  Alþjóða Ólympíunefndin er rótpólitísk.

En Ómar veit allt um þetta og hann er að vonast til þess að menn noti ekki  tækifærið við verðlaunaafhendingar í Peking til að vekja athygli á pólitískum boðskap. Ég er ekki sammála honum þar. Mér finnst að hver einasti frjálsborinn og heiðarlegur íþróttamaður eigi að vekja athygli á því hvernig óþokkarnir í Peking hafa staðið að málum frá þvi þeim var úthlutað OL 2008.

Það er ekki bara Tíbetar sem þeir fótum troða og sýna ofbeldi á hverjum einasta drottins deg.  Þeir halda áfram að loka alla þá sem virða skoðanir sýnar um meiri mannréttindi í alþýðulýðveldinu bak við lás og slá þar sem gengið er í skrokk á þeim.

Eftir að blaðamenn fóru að streyma til borgarinnar til að flytja heimsbyggðinni fréttir af gangi mála eru þeir undir ströngu eftirliti stjórnvalda. Það er njósnað um þá og þeir skammaðir ef þeir segja ekki "rétt" frá og jafnvel vísað úr landi.

Ekki bara það.  Heldur hafa verið að berast fréttir í vikunni af því að stjórnvöld í Peking reka verkalýðinn, sem unnið hefur hörðum höndum við að koma OL-mannvirkjunum upp, úr borginni án þess að borga þeim laun fyrir margra ára puð.  Fólk sem komið hefur langt að til að vinna að því að OL geti orðið bæði þeim og þjóð sinni til sóma.  Þeir eru óæskilegir borgarar meðan á leikunum stendur og reknir í útlegð.  Sama má segja um fátæklinga og betlara í borginni. Öllum slíkum er smalað saman og rekið í "útlegð".

Svo sitja Ólafur Ragnar og Þorgerður við hlið þessara "höfðingja" á opnunarhátíðinni, ásamt fjölda mörgum ráðamönnum í hinum svokallaða frjálsa heimi, og brosa við glæpum þeirra.

Auðvitað átti Alþjóða Ólympíunefndin að fresta ÓL 2008 og fara með þessa mestu íþróttahátíð heimsins burt frá Kína þar sem stjónrvöld þar hafa eingöngu notað leikana sér til pólitísks farboða.

Ekki síðan 1936 hafa Ólympíuleikar verið haldnir undir jafn ógeðfelldum formerkjum. Nefnilega mannvonsku.  


RBK - Stabæk 1 - 2

Veigar gulltryggði stöðu Stabæk á toppi úrvalsdeildarinnar og skaut þar með RBK endanlega út úr baráttunni um verðlaunasæti í nóvember.

Stabæk hefur nú 34 stig á toppnum. Tromsö skaust í annað sæti eftir  0 -1 á Ham Kam  og er með 31 og FFK er í 3. sæti með 30 stig.  Rosenborg er í 9. sæti með 21 stig

Pálmi Rafn kom inn á á 90. mínútu en Veigari var skipt útaf á 81. mín


Rosenborg - Stabæk 1 - 2

Veigar Páll var að koma Stabæk yfir á móti Rosenborg á Lerkendal.  RBK komst í 1 - 0 eftir hræðileg mistök Knutesn í Stabækmarkinu.  Brassinn, Alanzinho, jafnaði á 69.mín og VEIGAR PÁLL kom Stabæk í 2 - 1 á 274 mín.  Nú eru 10 mín eftir af leiknum.

Þetta er fyrsta deildarmark Veigars síðan í maí ef ég man rétt.  Því ber að fagna með ST'ORU EFFI

Pálmi Rafan hefur ekkert komið við sögu en situr á beknum  


Ási rembist

Ási hefur allataf verið duglegur að finna einhvern til að eiga í útistöðum við. On nú ræðst karlinn ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.  Það er bara Fiskistofa og Ríkistjórnin í sameiningu sem stýrimaðurinn ætlar að knésetja.

Samkvæmt Mannréttindanefnd SÞ eru það mannréttindabrot að banna sjómönnum veiða fisk.  Það er því verið að brjóta á Ásmundi og mörgum fleiri. En mótmæli Ása er dæmd til að mistakast.  Alveg eins og uppákomur Helga Hóseasonar á árum áður.   Hér þarfnast kerfisbundinnar pressu á stjórnvöld um að þau virði álit Mannréttindanefndarinnar. Einn trillukarl í Sandgerði getur lítið gert einn og óstuddur. Ekki heldur þó Gretar Mar rölti á bryggjuna og klappi honum á axlirnar og segi; "Þetta var gott hjá þér Ási."

Mér finnst með ólíkindum að þeir stjórnmálamenn sem hæst hafa galað skuli nánast steinþegja á þinginu í stað þess að beita áhrifamætti.  Hvernig væri nú að svæla svarið við áliti Mannréttindanefndarinnar út úr sjávarútvegsráðherranum og krefjast þess að ríkistjórn lýðveldisins haldi við þæ samþykktir sem hún hefur skrifað undir með veru sinni í SÞ. Í öllu falli gætu þeir sem vilja mannréttindi sjómönnum til handa neitað að styðja að Ísland fái fulltrúa í Öryggisráðinu meðan ríkisstjórn landsins treystir sér ekki til að fara eftir ályktun Mannréttindanefndarinnar.

Guðjón, Gretar og aðrir "stuðningsmenn sjómannréttinda. Sýnið að þið meinið eitthvað með geltinu. 


mbl.is Ásmundur mótmælir enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Til hamingju
mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri bylgja í norskum stjórnmálum

Í Gallupkönnun sem TV2 í Noregi lét gera og birt er í dag fær Kristilegei þjóðarflokkurinn rothögg og Miflokkurinn, norski Framsóknarflokkurinn, er dauðrotaður. Hann missir alla sína þingmenn. Reyndar er Krf aðeins brotabroti frá því að þurkast út af þinginu en sleppur með 2 fulltrúa á 3,6%.

Ef kosið yrði í dag fengju Framfaraflokkurinn og Hægri hreinan meirihluta á þinginu.  Það er í fyrsta sinn í sögunni sem þessir flokkar mælast með sameiginlegan meirihluta. Hægri myndi bæta við sig 10 þingmönnum og fá 33 meðan Frp bætir við sig 18 þingmönnum og færi í 56 þingmenn.  Þar með gætu þessir 2 flokkar myndað meirihluta án hjálpar frá Vinstri flokknum og Krf.

Nú þegar rétt ár er til kosninga þurfa rauð/grænu flokkarnir heldur betur að taka sig saman í andlitinu ætli þeir sér eitthvað með landstjórnina á næsta kjörtímabil. Hvert spillingarmálið á fætur öðru hefur dunið á Sp og Verkamannaflokknum sem gerir það að verkum að fylgið hrynur af þeim.

En þrátt fyrir lofandi útkomu hægriflokkanna er ekki útséð með það hvort þeim takist að mynda ríkistjórn.  Til þess verður baráttan um forsætisráðuneytið alltof hörð.  Konurnar tvær sem leiða flokkana, Erna Solberg hjá Hægri og Siv Jensen hjá Frp, gera nefnilega báðar tilkall leiðtogastólsins.


Ákveðinn læknir

 Læknir nokkur í Harstad í Noregi sendi heilbrigðisyfirvöldum í fylkinu ákveðin skilaboð um að hann vilji ekki hafa neitt með útlendinga að gera á læknastofu sinni. Þeir verði að leita annað með veikindi sín. Einnig segir hann þvert nei við að meðhöndla konur á breytingarskeiðinu. Hann vill einnig sleppa við að fá heimsóknir af alltof kröfuhörðum sjúklingum. 

Ekkert hefur enn frést hvernig heilbrigðisnefndin í Harstad afgreiddi beiðni (kröfur) læknisins.


Drátturinn endaði í hafinu.

  Ekki enda öll ævintýri jafn vel og ævitýrið um Öskubusku. Það fékk 45 ára gamall Óslarbúi að reyna nóttina eftir afmælisdag Haraldar konungs. Eftir að hafa tekið konu nokkura upp í bifreiðina, sem bauð honum blíðu sína til sölu, ók maðurinn eftir ástarbraut borgarinnar út á bryggju eina á fáförnum stað.  Samfarir fólksins urðu öllu blautari en ráð var fyrir gert því í miðju atinu rákust þau í gírstöngina með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði í sjónum. Parið bjargaði sér hjálparlaust í land og lét lögregluna vita af óhappinu. Þegar lögreglan kom á staðinn fann hún stúlkuna lítt klædda og manninn með gúmmíverju  sem sitt eina skjól. Öryggið á oddin stendur enn fyrir sínu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband