Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Aldrei hefur oppnunarhátíð OL verið glæsilegri en í dag.
Samt sáu kínversk stjónvöld til þess að þeir sem gerðu draum þeirra að veruleika voru reknir úr borginni án launa til þess að hinir tignu erlendu gestir sæu þá ekki.
Margir verkamannanna voru bínir að vinna í 3 ár við Ólympíumannvirkin en voru reknir heim með tómt launaumslag að verkalaunum.
Og svo eigum við bæði forseta og ráðherra sem brostu framan í glæpamennina er þeir stóðu upp og stoltir vefuðu til áhorfenda og heimsbyggðarinnar.
Bloggar | 8.8.2008 | 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sagpi Drillo og það hefur Redknap sagt líka.
Hermann, Heiðar, Ívar og Brynjar eru einfaldlega verðugir sendiherrar okkar í Englandi.
Hermann, hættu nú að leika við börnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.8.2008 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það var aumt af Ásmundi stýrimanni að láta Moggann verða fyrstan til að segja frá hagnaði hans sjálf af kvótkerfinu.
Staðreyndin er nefnilega sú að Ási hefur aldeilis ekki alltaf verið á móti kvótkerfinu. Ekki meðan hann sá sér hag í því. Það vita þeir sem voru með honum til sjós. Hann var bara óheppinn að þurfa að selja sig út áður en kvótaverðið á hinum ýmsu fisktegundum rauk upp úr öllu valdi.
En Ásmundur er kvótagreifi og notaði hluta kvótagróðans til að fjárfesta í veitingahúsi sem gerði út gleðipinna og bjórþambara.
Ásmundur seldi kvótann fyrir 17 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.8.2008 | 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er mjög flottur árangur hjá Fjölnisstrákunum og þeir geta verið stoltir af frammistöðu sinni. Þetta sýnir enn og aftur hve vel hefur verið haldið utan um íþróttafélagið í Grafarvoginum. Hef fylgst með úr fjárlægð hvernig félagið er að blómstra bæði í körfubolta og fótbolta.
Svona árangur næst ekki nema góð stjórn og hæfir þjálfarar séu til staðar ásamt ódrepandi áhuga foreldra í hverfinu.
Fjölnisstrákar sterkir í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.8.2008 | 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég skil vel að Ási sé að verða örvæntingafullur þegar liðið tapar nú 3 leikjum í röð eftir hina góðu byrjun í vor. Það er kannski ein leið út úr vandanum að safna liði og stilla upp með 14 kalla í þeirri von að dómarainn kunni ekki að telja.
En 14 kallar hefðu ekki dugað móti Grindavík. Ekki einu sinni 15. En það ætti að duga á móti Fylki og Fram.
Ásmundur: Við þurfum að safna liði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 8.8.2008 | 05:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fóru Grindvíkingar í Grafarvoginn til að sækja stigin þrjú sem í boði voru. Annað hvort væri það. Held að Grindavík ná í 4. sætið eða jafnvel það 3. þegar upp verður staðið í haust.
Leiðinlegt fyrir minn góða vin, Óla Stefán, að vera í vitlausu liði í dag. Ég veit þó að vinstri helmingur hjarta hans slær með Grindavík.
Þá var það nú aldeilis frábært hjá Austra að bregða sér til Siglufjarðar eftir þremur stigum. Eskifjarðarliðið kemur á óvart.
Bloggar | 7.8.2008 | 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fylkir er í djúpum ... þessi misserin. Með ólíkindu hvernig gengið hefur sveiflast í sumar miðað við þann mannskap sem liðið hefur að moða úr. Einhvern veginn hef ég alltaf haldið að það hafi verið mjög vel haldið um stjórnina hjá Árbæjarliðinu.
En hvernig á ég svo sem að skilja þetta sem hef ekki séð einn einasta leik á Íslandi í sumar. En maður veltir vöngum.
Bloggar | 7.8.2008 | 21:11 (breytt kl. 21:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Las það á Sandkornsvef DV að Mannlífsvefurinn greini frá "krassandi orðrómi" um að Ólafur F. geti ekki hugsað sér að styðja meirihlutastarfið í borgarstjórn með Hönnu Birnu í borgarstjórastólnum. Það fylgdi reyndar með að Ólafur vildi vera borgarstjóri út kjörtímabilið.
Tók þetta náttútulega sem brandara. En ekki kæmi mér á óvart þótt sannleikskorn leyndust í þessu. Held það kæmi engum á óvart ef karlinn hyrfi úr borgarstjórninni og þar með félli meirihlutinn í þriðja sinn á kjörtímabilinu.
Menn þurfa svo sem ekkert að vera á hissa á ömurlegri útkomu meirihlutaflokkanna í Capacent könnuninni.
Bloggar | 7.8.2008 | 21:04 (breytt kl. 21:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vilmundur Gylfason var fæddur 7. ágúst 1948 og hefði því orðið sextugur í dag hefði hann lifað.
Það er full ástæða til að halda minningu og nafni Vilmundar á lofti ekki síst vegna þeirrar lognmollu og hagsmunagæslu sem nú svífur yfr íslenskum stjórnmálum.Vilmundur fórnaði drjúgum hluta starfsæfi sinnar í baráttu fyrir réttlátara og betra samfélagi Íslendingum til handa.
Vilmundur kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin á 8. ára tugnum. Kjörorð hans var löglegt en siðlaust. Staðhæfingar sem menn höfðu ekki mikið velt fyrir sér þegar stjórnmálamenn voru annars vegar. Hann taldi flokkakerfið gamaldags og úrelt og að það héngi saman á samtryggingu og spillingu.
Það voru einkum Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem fengu að kenna á vendi Vilmundar. Enda höfðu þessir flokkar aldrei verið neitt annað en hagsmunasamtök eigenda sinna, bænda og atvinnurekenda og átti ekkert skylt við stjórnmálaflokka. Það sjáum við best í daga eftir að samtrygging þeirra breyttist í söfnuði. Fyrst missti Framsókn fótanna með þeim afleiðingum að Sambandið virtist gufa upp í skítalykt. Sú varð reyndar ekki raunin því nokkrir einstaklingar úr innsta spillingarhring flokksins hirtu eigur þess og stungu í eigin vasa. Allt á löglegan en siðlausan hátt.
Hagsmunasamtök Sjálfstæðisflokksins sváfu á verðinum þegar Sambandið var horfið og töldu sig nokkuð örugga um að engin myndigeta hróflað við þeim lengur. Þar klikkuðu þeir illilega. Bæði var að ungir og velmenntaðir viðskiptamenn höfðu lært flerir klæki en öldungarnir í Valhallarveldinu. Svo hitt að þeir sem flokkurinn reyndi að sparka undan fótunum, nefnilega Björgólfur og félagar hans, stóðu tvíefldir upp aftur og hafa nú keypt og gleypt óskabarn flokksins, Eimskip.
En það var ekki bara framsókn og íhald sem urðu fyrir hinum nýja vendi Vilmundar. Hann gleymdi ekki sínum eigin flokki Alþýðuflokknum sem faðir hans, Gylfi Þ. Gíslason, hafði leitt árum saman. Þá fékk Alþýðubandalagið sína yfirhalningu líka. Þessir flokkar voru fullir af kerfisköllum sem sóttust eftir völdum í gjörspilltu umhverfinu.
Alþýðuflokkurinn galt afhroð í þingkosningunum 1971.Skipt var um formann og Benedikt Grændal tók við af Gylfa Þ. Benedikt hlustaði á Vilmund og aðra unga og uppreisnargjarna menn í flokknum. En hann var ekki lengi formaður því eftir innbyrðis deilur og spillingu var Bensa bolað burt og Kjartan Jóhannsson, fyrrum sjárútvegsráðherra, varð formaður flokksins. Það voru mikil mistök því menn muna einna helst eftirKjartani fyrir tvenn hlægileg mistök sem hann gerði.
Fyrst spurði hann Alla ríka á Eskifirði hvort hann hefði lengi fengist við útgerð þegar sá síðarnefndi þurfti á fundi með ráðherra á að halda. Það seinna varð reyndar ráðherranum til skammar þegar hann sagði Vilmund vera geiðveikan er hann deildi á innra skipulag og spillingu innan Alþýðuflokksins.
Það var nokkuð ljóst að Vilmundur átti enga leið með möppudýrinu Kjartani. Hann yfirgaf því Alþýðuflokkinn og stofnaði Bandalag jafnaðaarmanna með góðu og greindu fólki. Sá flokkur sagði spillingu, siðleysi og varðhundum valdsins stríð á hendur. Því miður naut flokkurinn ekki starfskrafta Vilmundar lengi. Þrátt fyrir hæfileikafólk í þingflokknum var þar engin ofurhugi sem fyllt gat skarð leiðtogans. Bandalagið lognaðist því útaf.
En hin ofursterka réttlætis og siðferðiskennd Vilmundar lifir lengi í hugum fólks sem ataðsit í pólitíkinni á 8. og byrjun 9. áratugarins. Við vorum ekki samherjar í stjórnmálum en hann átti alla mína virðingu.
Bloggar | 7.8.2008 | 12:43 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú eru menn byrjaðir að blogga um það hvort Eggert Magnússon, fyrrum KSÍ formaður, hafi komið í veg fyrir að feðgarnir Arnór og Eiður Smári léku saman í landsliðinu í leiknum fræga í Eistlandi.
Það held ég að sé langsótt fullyrðing. Í fyrsta lagi er það landsliðsþjálfarinn sem ber alla ábyrgð á vali landsliðisins. Einhvern veginn held ég að Logi Ólafsson hefði ekki viljað að Eggert né nokkur annar á kontórum KSÍ væri með puttana í því vali. Í örðu lagi, ef satt væri, trúi ég varla öðru en að Logi hefði sagt frá því strax að hann hafi fengirð skipun "að ofan" um að hann mætti ekki nota Arnór og Eið á vellinum samtímis. Hann fékk nefnilega talsverða gagnrýni fyrir að misnota þennan skemmtilega möguleika á að setja spor sín fyrir alvöru á knattspurnusöguna.
Ísland teflir landsliði sínu fram mót öðrum þjóðum til að reyna að vinna leiki. Það er hlutverk landsliðsþjálfar að sjá til þess að það gangi sem best. Ef landsliðsþjálfarar þurfa að fá einhverja hjálp frá formönnum KSÍ til að velja landsliðið eru þeir gúngur sem ekkert hafa í starfið að gera. Og það er Logi Ólafsson ekki. Er nokkuð viss um að Eggert Magnússon er heldur ekki svo sauðheimskur að hann láti sér detta í hug reka puttana í valið á byrjunarliði eða innáskiptingum. Hvorki hjá landsliðinu eða West Ham meðan hann var þar.
Hitt er svo annað að það hefur örugglega verið talað um það á skrifstofum KSÍ eins og annars staðar í samfélaginu að það yrði bæði skemmtilegur og sögulegur atburður í knattspyrnusögunni ef feðgarnir hefðu spilað saman með landsliði okkar. En það var Logi sem tók út liðið og stýrði því á þann hátt sem hann taldi vænlegastan til árangurs. Ekki Eggert.
Bloggar | 7.8.2008 | 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Viðskipti
- Vilja draga til baka hækkun fæðingarorlofsgreiðslna
- Frestur er alls ekki á öllu bestur
- Bakslag komið á undan Trump
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
- Stýrir útilokun fyrirtækja
- Tregða í verðbólgunni
- Að skattleggja eggin áður en hænan verpir
- Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður