Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Eins og við mátti búast af Ingibjörgu

Það fór ekki framhjá nokkru mannsbarni á Íslandi og Íslendingum í útlöndum þegar Ingbjörg Sólrún og SF gelti vikum saman um að nauðsynlegt væri að rannsaka hvernig Ísland var dregið inn á lista "hinna viljugu þjóða" ("viljug" var haft um lauslátar stúlkur í mínu ungdæmi fyrir austan) Ég og margir aðrir treystum því að hún myndi fylgja málinu eftir. Sérstaklega ef hún fengi aðstöðu til þess í ríkistjórn.

Annað kom á daginn. Þegar Ingibjörg varð utanríkisráðherra komst hún í lykilaðstöðu til að komast að sannleikanum og segja hann þjóðinni.  En þá hætti hún að gelta. Varðhundur sannleikans varð allt í einu að kjölturakka fyrrum utantíkisráðherra.  Í stað þess að heimta sannleikan um hvers vegna ríkistjórnin varð að taglhnýtingum Bush hóf hún að sleikja hendur Geirs, með lotningu, eins og kjölturakka sæmir

Sem formaður SF hefur Ingibjörg Sólrún valdið ófáum stuðningsmönnum flokksins sárum vonbriðgðum. Upp úr stendur hrokafull framkoma hennar og lítilsvirðing við þá fjölmörgu kjósnedur sem bundu vonir við störf hennar í ríkistjórn.

Samfylkingin á einn góðan leik í stöðunni á taflborði stjórnmálanna. Sá er að fella "drottningu" sína og fá nýjan leiðtoga sem treystandi er á.  Annars verður SF ekkert meira en "Mistök frjálslyndra og vinstrimanna" hér um árið.


mbl.is Röng og ólögmæt ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með stjórnina og betra leiðarkerfi

Stundum er maður, að sjálfsögðu, sammála VG.  Nú hafa þeir tekið upp mál sem fyrir löngu hefði þurft að taka á.  Góðar almenningssamagöngur eru lífæðar allar stórborga og Reykjavík og nágrannabyggðirnar eru aauðvitað stórborg í íslensku umhverfi.

En góðum almenningssamgöngum er aldeilis ekki að heilsa í Reykjavík. Það var það alla vega ekki þegar ég þurfti að  eyða næstum 2 tímum í að koma mér frá Grafarvoginum og í Hafnarfjörð.  Þá fór ég að velta fyrir mér hvernig þetta væri eiginlega í höfuðborginni.  Mamma gamla, sem notast hefur við strætó í meira en 30 ár sagð mér að það væri alltaf verra og verra að nýta sér vagnanna.  Vesalings bílstjórarnir gerðu sitt besta en það dygði ekki til vegna illa skipulagðs leiðakerfis.  Sem dæmi sagði hún að það tæki hana um klukkutíma að komast á milli staða innan Grafarvogsins sem fullfrískur maður gæti gengið á 20 mínútum.

Samkvæmt því sem ég fékk að heyra hjá hinum ýmsu viðmælendum mínum dró ég þá ályktun að það gæti tekið upp undir viku með Strætó úr Grafaravogi og vestur á Seltjarnarnes. Alla vega ef maður reiknar tóman á hvern ekinn km innan Grafarvogsins og yfirfærir það á allar ferðir Strætó.

Því sýnist mér að það sé ljóst að það  þarf að sparka allri stjórn og yfirmönnum Strætó og ráða annað hvort norska  eða franska flutningaverklfræðinga til að hanna nýtt leiðakerfi.  Þá fyrst verða markverðar breytingar í almenningssamgöngunum sem nýtast mun öllum borgarbúum og gjestum þeirra þjóðinni til ómældrar ánægju.  


mbl.is Vilja átak í almenningssamgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvíbytna upp á 11 hæðir

VIð brugðum okkur í snartúr" til Danmerkur  eftir tónleikana á laugardagsköldið. Það var síðsata ferð sumarsins en á morgun er það vinnan á ný eftir sumarfríið.

Við ókum sem leið lá til Larvíkur til að taka splunkunýja hraðferju frá Colorline. Ferjan sú er byggð af miklu leyti úr plasti og er upp á 11 hæðir.  Hún tekur 1928 farþega, 764 bíla og 117 flutningabíla og tengivagna.  Þá er báturinn 211,3 metrar á lengd og bílabrautirnar eru samtals rúmlega 4 km.

SuperSpeed

Báturinn er 211,3 metrar að lengd og mæld 33.500 brúttotonn að stærð.  Ganghraðinn er yfir 30 mílur á klukkustund en undir 70% álagi gengur hún 27 sjómílur og á þeirri ferð tekur túrinn aðeins 3 tíma og 45 mínútur yfir Skagerakið. Gamli báturinn var um 8 tíma að dóla sömu leið.

Verst þótti mér að finna ekki upplýsingar um vélarstærðina. En hún er örugglega nokkuð stærri en Lister rokkurinn í Seley gömlu sem var 660 hestöfl.

 Verð að segja að sem gamall sjómaður hafði ég gaman að þessari ferð. Lentum í SV-strekkingi og um 5 metra ölduhæð án þess að maður yrði átakanlega var við það. Eitt og eitt bank heyrðist, með viðeigandi hristingi, þegar öldurnar náðu að kyssa botninn á bátnum.  Hélt að að svona sigling væri bara ekki möguleg á 27 sjómílum og úfnum sjó.  En ég varð að viðurkenna að þetta var bara einfalt mál.

Annars er N-Jótlandið alltaf jafn skemmtilegt heim að sækja. Hirtshals, Fredriskhavn og Sæby eru allt lifandi og skemmtilegir bæjir sem vert er að heimsækja ár hvert.  Hafði með  mér heim slatta af rauðvíni og hvítvíni sem kostar í Super Brugsen svipað og tveggja lítra kók á Íslandi. 

Er bara singjandi, sæll og glaður þó ég hafi ekki komið nálægt síldveiðum í þessari ferð.  


Ætli Einar hafi frétt af þessu

Hvernig væri nú ef Pétur byði bæði sjávarúgesráðherranum og forstöðumanni Hafró með sér í túr og bæðu þá um skýringar á þessari fiskgengd.

Aflasaga Bárðar SH styður þær kenningar sem flestir sjómenn hafa haladið fram.  Og það endurtekur sig alltaf með nokkurua ára millibili. 

Það væri gaman að fá einu sinni úr því skorið hvort íslensku sjómennirnir ómerkilegir lygarar sem segi ofsögum af fiskeríinu eða hvort að á Hafró situr steingjeld sauðahjörð sem rígheldur í álit sín í þeirri von að einhvern tíma líti sv út sem þeir hafi haft á réttu að standa.

En þjóðin hefur ekki efni á þeim biðtíma.  Við þurfum að fiska eins og stofnarnir bera.


mbl.is Hefur veitt yfir 1000 tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærir tónleikar hjá Hensley og Haukssyni

Í góðum gír 

Ég fór á tónleika í gærkvöldi.  Ekki með Eiríci Clapton heldur með Eiríki Haukssyni og Ken Hensley með ljómsvitina Live Fire sér til aðstoðar.  Live Fire er í raun hljómsveit sem Eiríkur stofnaði fyrir nokkrum árum gagngert til að spila með Ken Hensley en þeir félagarnir hafa starfað saman meira og minna í hart nær 6 ár.

Þegar ég spurði Hensley hver væri munurinn á að vera í Hljómsveit eins og Uriah Heep og að vera sóló var svarið einfalt.  "Ég er ekki sóló í dag. Ég er í hljómsveitinni Live Fire og sú er ein besta hljómsveit sem ég hef verið í"

Þetta er í annað skiptið sem ég fer á "Gressvik Summer weekwnd" sem venjulega er haldin fyrstu vikuna í ágúst.  Í fyrra var Glenn Huges gestur þeirra og þeir tónleikar eru einvherjir bestu rokktónleikar sem undirritaður hefur verið á.

Væntingarnar voru ekki sérlega miklar að þessu sinni þar sem þetta áttu að vera kveðjutónleikar Hensley í Gressvik en þetta er 5.árið í röð sem hann mætir á svæðið. En tónleikarnir fóru langt fram úr öllum okkar væntingum. Karlinn var í bana stuði og lék á alls oddi þegar hann spjallaði við tónleikagesti og reitti af sér brandara.

Hensley klár í CircleOf Hands

Bandið kom á sviðið nákvæmlega kl 21:30 og eftir það var stanslaus keyrsla til kl 23:00.  Í þetta sinn tóku þeir bara eitt aukalang en náðu að teygja Gipsy upp í ca 12 mínútur.  Að sjálfsögu tók  bandið alla stærstu Uriah Heep standardana.  Persónulega fannst mér tónleikarnir ná toppnum þegar Eiki söng Sweet Freedom eins og engill og þegar hann og Hensley skiptu um hlutverk og þar sem orgelelikarinn tók sér kassagítar og míkrafón í hönd og söng Circle Of Hands meða Eiki lék á hljómborðið.  Hensley er ekki besti söngvari í heimi en þvílíkur "feelingur" í karlinum þegar hann söng eitt af sínum allra fallegust lögum.

Það sem er svo skemmtilegt við Ken Hensley er að hann, eins og flestir aðrir rokkgúrúar, blandar saman gömlu og nýju efni en munurinn er sá á honum og mörgumöðrum, m.a. Eric Clapton, er að nýa Hensley efnið gefur gömlu hit-lögunum ekkert eftir.  Lögin sem hann  tók af Blood On The Higway diskinum voru einfaldlega frábær og lýðurinn kunni þau utan að rétt eins og The Wizard. Fólkið söng með frá fyrstu tónum til þeirra síðustu.

Við gömlu hjónin spjölluðum um það á leiðinni heim að þessir tónleikar hefðu ekkert gefið þeim í fyrra eftir þó Glenn Huges hafi vantað. Sem sagt.  Frábærir tónleikar.

Flottur


Illgirni

Mönnum er í sjáfsvald sett hvaða álit þeir hafa á listamanninum Bubba Morthens.  Svona prívat og persónulega hef ég ekki verið hrifin að honum síðan hann hætti að rokka með Utangarðsmönnum og Egóinu. En það gefur mér ekki rétt til þess að gleðjast yfir því að Bubbi tapi peningum vegna vitlausra fjárfestinga.

Það er eitt að hafa skoðanir á mönnum og málefnum en allt annað að vera stígvélafullur af illgirni eins og þeir sem hlakka yfir því að Bubbi hafi tapað öllum sparnaði sínum.  Það segir einfaldlega miklu meira innræti þeirra en Bubba Morthens sem í einlægni og með heiðarlegum hætti greinir frá óvarlegum fjárfestingum sínum.

Þeir sem hlakka yfir óförum annara ættu að skammast sín og hafa vit á því að opinbera ekki heimsku sína og illt innræti á blogginu.


mbl.is Allur sparnaðurinn fór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

vinna Blikastelpurnar 9 norðanliðið þegar búið er að blanda Þórsurum inn í pakkann. Þó það nú væri.  Efast um að þær grænu hefðu unnið ef þær hefðu leikið 9 á móti hreinræktuðu KA liði.  En nú var ekki því að heilsa og því var þetta öruggt í lokin fyrir Blikastelpur.
mbl.is Dramatík á Kópavogsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bonanza

Þá er laugardags morgunandaktinni lokið.  Hún felst í því að sá sem þessi orð ritar sest í og kveikir á sjónvarpinu og horfir  á Bonanza á TV2.

bonanza2

Hjá þeim Cartwright feðgum örlar ekki á gyðingahatri. Heldur ekki á hartir til Palestínumanna né blökkumanna, indíana eða eskimóa. Ben og drengirinir hata ekki heldur Múhameðstrúafók eða Búddista.  Manngæskan skín úr hverjum andlitsdrætti feðganna á Ponderosa.

Ben vil öllum vel. Engu skiptir hverja synir hans daga heim á stórbýlið.  Ben býður alla velkomna. Sama gera reyndar bræðurnir. Einfeldningurinn Hoss, ofurhuginn "little Joe" og töffarinn Adam eru allir gull af manni.

Það er því hverjum manni bæði hollt og gott að fá með sér boðsapinn frá Ponderosa. Allar illar hugsanir hverfa eins og dögg fyrir sólu og maður tekur á móti deginum  glaður í bragði.

En hvað ætli feðgarir hafi drepið mörg illmenni á árunum 1959 - 1973.


Flott framtak

Ég hefði gjarnan viljað vera á Dalvík í gær.  Fiskur og fiskmeti er minn eftirlætis fæða og þegar ég las um fyrirhugaða fiskisúpu á  netmiðlunum í  gær  vaarð ég hungraðri en ég man eftir að hafa orðið á þessari öld.  En hafði ekki aðstæður til að hafa til mikið í matseld svo ráðið var að sækja harðfisk í frystinn.  Maður verður að bjarga sér á svona stundum.

 Verð að segja að fiskidagurinn er frábært framtak hjá Dalvíkingum og vekur milkla athygli á bænum. Spurning hvort ekki ætti að selja útlendingum ferðir á fiskidaginn.


mbl.is Um 20 þúsund manns á fiskisúpukvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar er ókátur

Gunnar í Krossinum er ókátur nú og getur ekki hugsað sér að gleðjast með þeim sem rölta um í gleðigöngunni.

Það var leiðinlegt að heyra. Ég hélt að Gunnar væri alltaf kátur (í íslenskri merkingu en ekki norskri) því ég man varla eftir að hafa séð trýnið hans á skjánum án þess að þar vottaði fyrir brosi.

Ég er ekki "sódó" en ég gleðst innilega með þeim sem koma út út skápnum og reyna að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er í okkar fordómafulla samfélagi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband