Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Rúmlega 20 ár eru síðan atvinnuleysi var minna í Noregi enn það er í dag. Þess vegna er Noregur sæluríki farandverkafólks. Atvinnuleysið hefur minnkað um 19% frá sama tíma í fyrra.
En það er ekki bara það að allir sem vilja hafa vinnu. Hér geta menn líka sofið rólegir vegna þess að það er passað upp á þegnana. Ríkið passar mjög vel upp á að allir borgi skatta, að fólk fari eftir settum reglum, ekki minnst umferðarreglunum. Vegmyndavélar eru út um alt og mæla hraðan og það þýðir ekkert að gabba myndavélarnar með að gefa gas á milli þeirra. Þegar þú kemur að þeirri næstu reiknar hún nefnilega út hraðan á leiðinni.
Svo eru alltaf einhverjir elskulegir bílstjórar em aldrei aka yfir hámarkshraða. Helst aðeins undir honum og þeir passa síðan vel upp á að engin aki hraðar en þeir með því að hleypa engum framúr.
Þá eru líka fjöldi manna og kvenna sem láta rétt yfirvöld vita ef maður plantar tré í vitlaust horn á garðinum eða byggir skýli yfir öskutunnurnar án þess að vera með stimplað leyfi upp á mannvirkið.
Svona getur maður lengi talið og þess veegna líður manni vel hér hjá Haraldi kóngi. Mjög vel því ég veit að það er passað upp á mig á öllum stöðum. Hér er maður í góðri gæslu.
Bloggar | 2.8.2008 | 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar þetta er ritað eru liðnar 15 mínútur af seinnhálfleiknum í ágóðaleiknum fyrir Ole gunnar Solskjær. Hann kemur inná eftir 10 mínútur.
Meðan á leiknum stendur er gaman að velta fyrir sér smá tölfræði fyrir Norskarann.
Aðeins 2 útlendingar hafa unnið fleiri tittla í enska boltanum en Solskjær. Það eru markverðirnir Bruce Grobbelaar sem náði sér í 13 tittla með Liverpool og Peter Schmeichel með 10 tittla hjá Man Udt eins og allir vita.
Ole hóf ferilinn hjá Clausenengen í Kristjansund og skoraði í sínum fyrsta leik og alls 115 mörk í 109 leikjum fyrir liðið. Þá skoraði hann í sínum fyrsta leik fyrir Molde (nú kemur goðið inná) og 21 mark á sinni fyrstu leiktíð í úrvalsdeildinni norsku. Han var valinn í landsliðið það ár, 1994 og skoraði þar í sínum fyrsta leik. Solskjær lék alls 65 landsleiki og skoraði 23 mörk.
1996 kemur hann til United og skoraði þar einnig í sínum fyrsta leik. Mörkin í United urðu alls 126 í 336 leikjum. Hann kom inn sem varamaður í 150 leikjanna. Hann er númer 14 af þeim sem mest hafa skorað fyrir United
Aðeins tveir leikmenn í sögu Mancehster United hafa fengið borða með nefninu sínu opinberlega hengt upp á Old Trafford. Það eru Solskjær og George Best.
Svo það er greinilegt að Ole Gunnar Solskjær hefur frá nógu að segja barnabörnunum sínum þegar aldurinn færist yfir hann.
Bloggar | 2.8.2008 | 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er deginum ljósara að þessi ágæti landsliðsmaður frá Kósóvó er utan allra knattspyrnusambanda vegna þess að þjóð hans hefur nýlega fengið sjálfstæði og er ekki orðinn fullgildur meðlimur í FIFA.
Ekki skil ég hvernig FIFA dettur í hug að senda félagaskipti hans til Serbíu til að fá þau staðfest. Maðurinn á ekkert undir Serbíu komið. Það er greinilegt að manúðin er ekki hátt skrifuð í herbúðum Blatters og skosveina hans. Krasniqi hefur ekki gert neitt rangt. Hann vill bara fá að spila fótbolta. Það eru klár mannréttindabrot að meina honum það egar hann hefur gert allt rétt til að öðlast þessi mannréttindi.
Nú spyr ég hvort KSÍ geti ekki gert eitthvað í málinu til að Kósóvinn geti fengið að spila með HK þar sem ekkert knattspyrnusamband er til í heiminum sem getur staðfest félagaskipti hans. Getur KSÍ ekki einfaldlega gefið hinum sambandslausa knattspyrnumanni keppnisleyfi á Íslandi.
![]() |
„Þetta varðar mannréttindi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 2.8.2008 | 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýmjólk er sannkölluð munaðaravara í konungsríkinu ef mið er tekið af verðlagningunni. Reyndar er verðið misjafnt eftir framleiðendum og verslunum. En í flestum búðum kostar mjólkurlítrinn um 18 nkr.
Mjólkurvörur eins og jógurt og ostar eru hins vegar á svipuðu verði hér og á Íslandi. Munurinn er bara sá að á Íslandi fær maður góða og bragðmikla brauðosta meðan þeir norsku bragðast ein og síðurnar í gamla Alþýðublaðinu. Þær voru ekki góðar.
Bílar er annar vöruflokkur sem er dýrari í Noregi en á Íslandi. Sérstaklega er það bagalegt hvernig amerísku bílarnir eru verðlagðir. Gjöld ríkisins á þeim eru ofurhá vegna vélarstærðar þeirra og mengunartölur þeirra eru heldur ekki í takt við vilja norskra stjórnmálamanna. Þess vegna er nær ómögulegt að fá keyptan sjálfskiptan amerískan bíl nema láta flytja hann sértsaklega inn fyrir sig.
Þeir "amerísku" bílar sem fáanlegir eru með góðu móti eru Chervolettar framleiddir í Kóreu. Þeir eru flestir beinskiptir og með litlar vélar. Vilji maður kaupa eitthvað stærra og sjálfskipt þá kostar það varla undir 800 þúundum nkr.
Svona er Norge í dag
![]() |
Er ódýrasta mjólkin á Íslandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.8.2008 | 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það verður stór dagur hjá norska "drengnum" Óla Gunnari Sólskeri í dag. Hann fær ágóðaleik sinn heftir 11 ár hjá Manchester United á Old Trafford í dag þegar United og Espanyol leiða saman hesta sína. Solskjær ætlar sjálfur að spila í 20 mínútur.
78000 þúsund áhorfendur munu borga sig inn á leikinn en sá norski ætlar að nota peningana að mestum hluta í að byggja upp skóla fyrir fátæk börn í Afríku.
Hef aldrei og kem aldrei til með að vera United fan. En margir leikmanna félagsins hafa þó lent í ákvðnu uppáhaldi hjá mér en engir eins og Solskjær Gerog Best eins ólíkir karakterar og þeir nú eru.
En það er full átæða til að óska Solkjær til hamingju með daginn sem hann kemur örugglega aldrei til með að gleyma.
Áfram Óli Gunnar
Bloggar | 2.8.2008 | 08:36 (breytt kl. 09:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gærkvöldi fengum við góða gesti í heimsókn í hjólhýsið. Eftir langa og góða máltíð, grillaður lax og ungverskt hvítvín ásamt örðum guðaveigum eftir á, héldu gestirnir heim um kl 23:30.
Þá var kominn tími til að setjast framan við sjónvarpið og sjá tónleika kvöldsins, sem NRK1 býður gjarnan uppá seint á laugardagskvöldum og sjá og heyra Led Zeppelin. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem sú hljómsveit sést á sjónvarpsskerminum. Ég var kátur mjög með að geta nú séð snillingana aftur.
En vonbrigðin urðu mikil. Það vantaði ekkert upp á gítarrtæknina hjá Mr. Page. Frábær fingraleikfimi. Og Plantan öskraði sem aldrei fyrr. En það sem ég hugsaði eftir að hafa horft á þessa tónleika var einfaldlega þetta. "Hvers vegna í andskotanaum hafði maður gaman að þessari hljómsveit á sínum tíma. Þetta er svo hundleiðinlegur flutningur á mörgum hundleiðinlegum lögum."
Og ég velti því líka fyrir mér hvað hefði orðið úr þessari annars mögnuðu sveit, því það var hún, án John Paul Jones. Hann er sannkallaður snillingur og eftir því sem mér hefur verið sagt var hann heilinn á bak við fyrstu 2 plötur þeirra sem að mínu mati eru einu eru þeirra bestu verk. Númer tvö er hreint meistarastykki. Eftir það eru Led Zepplin plöturnar einfaldlega leiðinlegar. Eitt og eitt gott lag inn á milli en að öðru leyti bara rugluð fingraleikfimi með ljónsöskrum.
Verð þó að vera svolítið jákvæður um þessa fyrrum stórsveit. Mér fannst æðislegt að heyra þá flytja eitt af allra bestu rokksslögurum sögunnar, "Rock & Roll" av LZ IV. Það eru ekki mörg rokklög sem flljóta betur af jafn mögnuðum krafti og söngurinn sá.
Ég á 6 fyrstu plötur Zeppana á gamla góða vinilnum. Og nokkrar hef ég keypt í CD-formatinu. En sú eina sem ég nenni að hlusta á er Led Zeppelin II. Einstaka sinnum, kanski 5. hvert ár, skelli ég Coda ofan á geislan þegar mér verður hugsað til Bonhams. Hann var magnaður trommari. Næstum eins og Viðar mágur.
En nú hlakka ég til að fara á flotta tónleka í Fredrikstað um næstu helgi. Þar verður Ken Hensley á ferð með Eiríki Haukssyni og bandinu hans. Hensley hefur heimsótt Fredrikstad nú 5 ár í röð og í fyrra voru tónleikar þeirra Hensley og Haukssonar meira en æðislegir. Þeir voru frábærir. Þá skemmdi .að ekki fyrir að bassistinn Glen Huges var gestur þeirra og átti flotta innkomu.
Annars verða Ray Davis og Jeremy Spencer á sviðinu á Nododden Blues Festeval í dag. Kemst því miður ekki þangað. En gaman væri að sjá þessa kappa. Davis er sagður í fantaformi núna og hann segist loksins vera búinn að jafna sig eftir skotárásina hér um árið.
Spencer var og er flinkur gítarleikari. Það var mikil eftirsjá í honum þegar hann hvarf úr Fleedwood Mac og virtist hafa horfið af yfirborði jarðarinnar. En svo dúkkaði karlinn upp í Noregi og treður upp hér af og til. Hann á stóran þátt í því að Notodden Blues Festival er orðin ein stærsta og virtasta blueshátið Evrópu.
Annars voru bæði Springsteen og Iron Maiden með tónleika hér á dögunum og áttu norskir tónlistarskrípentar ekki orð till aða lýsa hrifningu sinni. Þeir sem fylgjast med Maiden segja að tónleikarnir í Ósló og í Kaupmannahöfn um síðustu helgi séu bestu tónleikar sveitarinnar "ever". Það eru stór og dýr orð og gott ef þau eru sönn og rétt.
Bloggar | 2.8.2008 | 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar