Kennarar

Það er ánægjulegt að lesa að það skuli ekki vanta nema um 40 kennara í Reykjavík svona rétt áður en skólahald hefst í haust.

En af hverju skildi það nú vera.  Sennilega er það vegna þess að nú er erfitt framundan í atvinnumálum á hinum frjálsa markaði.  Þá koma kennararnir til baka í skólana þar sem þeir hafa trygga atvinnu og einhverja afkomu. 

Um leið og eftirspurn eftir vinnuafli verður meiri aftur tæmast skólarnir af góðum kennurum sem fá helmingi hærri laun.  Enda er það náttúrulega miklu ábyrgðarmeira starf að stafla kössum á lager en að leggja grunnin að vel menntaðri íslenskri þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Kennarastarfið er eitt mikilvægsta starf sm til er vegna..

Jeg må si det på norsk: Hvis en lærer gjør feiltrinn kan det ha veldig alvorlige konsekvenser til menneskets hele liv og livskvalitet.

Derfor må læreryrket bli attraktivt slik at best mulige kandidater velger dette yrket.

Jeg har fulgt med utvikliklingen her i snart 30 år og sett hvor mange gode lærere har forsvunnet fra skolen på grunn av dårlige vilkår og kommer aldri tilbake igjen.

Flere menn med lærerutdanning har aldri hatt råd til å undervise, men straks funnet et bedre betalt jobb.

Heldigvis er det mange gode lærere i dag også, og alt må gjøres at folk har råd til å bli og å være lærer.

Det er trist at folk tvinges til å undervise fordi at de ikke kan velge noe annet.

Å arbeide med mennesker i alle aldre, må være av lyst og interresse, men ikke fordi man er nødt og blir tvunget til det.

Heidi Strand, 4.8.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Dunni

Hjartanlega sammála þér Heidí.

Dunni, 5.8.2008 kl. 06:28

3 Smámynd: Heidi Strand

sem er til átti það að standa.

Hvað er kennaralaunin í Noregi?

Heidi Strand, 5.8.2008 kl. 09:01

4 Smámynd: Dunni

Mín laun, fyrir 23 kennslustundir og 5 fasta viðverutíma á viku voru í vor 33 þúsund nkr.  Svo fengum við einhverja 8% launahækkun í sumar.

Dunni, 5.8.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Heidi Strand

Það er yfir 500.000 íslenskar.

Heidi Strand, 5.8.2008 kl. 11:46

6 identicon

Sæll Dunni minn

Ég ætla að fá að blanda mér í umræðuna um kennaralaunin. Mér þykir gott að sjá að þú er með þessi laun því mín eru fyrir 26 tíma og 9,14 fasta tíma í viðveru á viku 280 þús íslenskar, með launahækkun 1. ágúst. Við fengum reyndar ágætan samning í vor sem verður vonandi til þess að laga launakjörin þ.e.a.s. ef verðbólgan étur ekki upp ávinning samningsins áður en hann rennur út.

Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 20:35

7 Smámynd: Dunni

Það er nú þannig vinkona að launin mín eru kanski há í íslenskum krónum núna. Það er náttútlega vegna hins lága gengis krónunnar.   Ef allt væri eðlilegt með gjaldmiðilinn í lýðveldnu ætti ég að vera með ca. 380 þúsund ísl. kr

Þegar ég byrjaði sem kennari í konungsríkinu voru launin hérna um 100 þúsund hærri en ég hafði heima.  Reyndar er ég adjunkt hér.  Skil nú ekki hvernig stendur á því.  En svona er þetta.

Föst viðvera á að vera 6 tímar en ekki 5.  Gamla fljótfærnin fer ekki langt þó maður flytji sig yfir eins og eitt haf. 

Dunni, 5.8.2008 kl. 21:05

8 Smámynd: Heidi Strand

Ég reiknaði vitlaust, en ef allt heldur áfram eins og undanfarið, verður kennaralaunin í Noregi um 500 þúsund um næstu áramót.

Heidi Strand, 6.8.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband