Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Það var dálítið spaugilegt að fylgjast með Kastljósinu í kvöld. Sérstaklega Björgvins þætti Sigurðssonar. Það fór ekkert á milli mála að Þóra ætlaði að hakka ráðherrann í sig. En það tókst ekki. Fór fyrir henni nákvæmlega eins og fór fyrir Agli í frægu viðtali við Jón Ásgeir. Ákafinn og löngunin til að salta Björgvin bar hana ofurliði. Björgvin sat pollrólegur og svaraði öllum spurningum þóru greinilega og af mikilli fagmennsku þannig að sofandaháttur hans varðandi endurskoðendafyrirtækið, aðal vopn Þóru, varð að algeru aukaatriði.
Það vakti athygli mína að frásagnir bæði ráðuneytisstjórans í viðskiptaráðuneytinu sem og aðstoðarmans ráðherra ber ekki saman við frásögn ráðherrans um hvenær hann vissi hvað. Og það sem var ennþá merkilegra að þeim bar ekki saman heldur. Það eru því 3 útgðafur af vitneskju Björgvins í gangi sem stendur.
Ég fylgdist líka með Björgvini í fyrirspurnartíma Alþingis. Hann hafði þar vondan málstað að verja, alveg eins og í Kastljósinu, en kom mjög vel út úr karpinu þar. Siv Friðleifsdóttir var þar aftur á móti í líki Egils og Þóru. Fór mikinn en réð ekki við sjálfa sig. Greinilegt að siv er að sækja í sig veðrið vitandi að draumastarfið hennar til margra ára er að losna, þ.e. fyrsti fjósamaður í Framsóknarfjósinu.
Það má því kannski segja að miðvikudagurinn 10, des 2008 hafi verið dagur Björgvins.
Bloggar | 10.12.2008 | 22:03 (breytt kl. 22:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Því miður er þetta ekki í fyrsts sinn sem ríkið rænir bændur bújörðum sínum. Það hendir iðulega þegar ríkið ásælist land sem aðrir eiga þá er það tekið eignarnámi. Ég velti því fyrir mér hvernig einhver óbyggðamefnd getur valsað yfir landareignir sem verið hafa í eigum bænda öldum saman. Er þetta hluti af íslenskum mannréttindum?
Með þessu ráni er jarðirnar á Brú, sem verið hafa með stærstu jörðum landsins, gerðar að hjáleigu óbyggðanefndar. Sauðahjörðin í óbyggðanefnd má þakka fyrir að Hrafnkell Freysgoði lifir ekki í dag. Hann hefði tekið í þessa karla ef þeir hefðu komið svona fram við hann.
Brúaröræfi eru þjóðlenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.12.2008 | 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norski friðarsinninn og lögfræðingurinn, Fredrik Heffermehl, hefur gagnrýnt norsku Nóbelsnefndina harðlega fyrir að deila ekki Friðarverðlaununum í samræmi við erfðarskrá Alfreðs sáluga.
Heffermehl heldur því fram að norska friðarverðluananefndin hafi teygt og togað friðarhugtakið langt út fyrir þann skilning sem Alferð Nobel lagði í það og Friðarverðlaunin byggjast á.
Nú ætla sænsk yfirvöld, vegna þess að Nóbelssjóðurinn er ávaxtaður í Svíþjóð, að láta fara fram rannsókn á störfum norsku nefdarinnar og það verður því síðasta verk, Ole Danbolt Mjøs, formanns Friðarverðlaunanefdarinnar að réttlæta val á Friðarverðlaunahöfum síðustu ára. Norðmaðurinn heldur því fram að nefndin hafa alltíð starfað í anda Alferðs Nobel. Hann segir að Nobel hafi verið ákaflega dýnamískur maður sem örugglega hefði viljað sjá friðarhugtakið þróast með breyttri heimsmynd.
En það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort spillingin hafi náð alla leið inn í Friðarverlaunanefnd Nobels sem örugglega stendur fyrir virtustu verðlaunum sem veitt eru á jörðinni. Vona að við getum forðast þann óvinafagnað.
Bloggar | 10.12.2008 | 09:01 (breytt kl. 09:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björgvin var ósáttur við að í Kastljósinu kom fram að hann hafi ekki vitað um rannsókn KPMG á Glitni fyrr en eftir 2 mánuði. Hann sagðist hafa vitað um aðkomu fyrirtækisins að Glitni frá upphafi. Það sem hann sagðist ekki vita var hver tengslin voru á milli KPMG og fyrirtækja í eigu eigenda Glitnis. Mér finnst það jaf slæmt og að vita ekki neitt.
En úr því Björgvin sá ástæðu til þess að koma fram með þessar vibótarupplýsingar í 10 fréttum Sjónvarpsins er greinilegt að Lúðvík Bergvinsson hefur ekki haft rétt eftir Björgvini frá þingflokssfundi Samfylkingarinnar. Og það er aldeilis ekki nógu gott ef Lúðvík fer með bull og vitleysu frá þingflokksfundi í umræðuþátt í sjónvarpi.
Eftir stendur þó að engu er líkara en að forysta samfylkingarinnar haldi Björgvini utan við allar mikilvægar ákvaðanir í efnahgasmálum. Af hverju er hann ekki með í umræðunni um bankamál sjálfur ráðherra þess málaflokks. Í upphafi kjörtímabilsins var Björgvin tvímælalaust einn trúverðugasti ráðherra ríkistjórnarinnar og sannkallaður vonarneisti SF. Nú lítur út fyrir að forysta flokksins haldi honum kerfisbundið í einangrun.
Ef Samfylkingin ætlar að "láta reka" allt þetta kjörtímabil eins og flokkurinn virðist gera nú er alveg ljóst að skipta verður um fólk í brúnni á þeirri skútu.
Björgvin vissi af rannsókn KPMG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.12.2008 | 07:11 (breytt kl. 08:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var frábært að sjá unglingalið Liverpool í seinni hálfleiknum í Eindhoven í kvöld. Reyndar var fyrri hálfleikur slakur þar sem strákarnir fundu ekki taktinn. En Benni hefur messað með pedagoisksum hætti yfir sinum mönnum í hléinu og þeir svöruðu með því að taka leikinn í sínar hendur.
Leikurinn gegn PSV sýndi að það er mikill munur á ensku úrvalsdeildinni og þeirri efstu í Hollandi. En það er ekki spurning að leikurinn var góð reynsla fyrir ungu strákana sem sem fengu að reyna sig í kvöld.
Ég nenni ekki að fara krítisera Babel. Hann skoraði jú ágætis mark og því ber að fagna. En sendingar hans og að hann eyðilagði a.m.k 2 dauða færi, fyrir Keane og Lucas eru undir þeim kröfum sem gerðar eru til leikmanna Liverpool.
Það ber að skála fyrir bestu byrjun Liverpool í Meistaradeildinni til þessa. Nú er bara að fylgja frammistöðunni í riðlakeppninni eftir og klára keppnina í úrslitaleiknum.
Benítez hvílir marga í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.12.2008 | 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver ætli trúi þessari þvælu? Aað bankamálaráðherra viti ekki hver endurskoðar bankahrunið fyrr en eftir TVO mánuði. Hvar hefur drengurinn verið og því hafa reyndari félagar hans eki hjálpað honum?
Að hlusta á bullið í Lúðivík í Kastljósinu var hreint út sagt sorglegt. Lúðvík B. hafði ekki eitt einasta álefnalegt inn legg í umræðuna. Í stað þess að koma með eitthvað vitrænt úr stjórnarherbúðunum í umræuna varðist hann allan timan með því að grípa framí fyrir Atla og svara ekki spurningum Helga. Enda brosti VG maðurinn viðtalið út í gegn og Helgi vorkenndi viðmælanda sínum.
Frammistað Samfylkingarinnar síðustu 2 mánuðina eralgerlega ólíðandi. Bankamálaráðherrann er eins og álfur út úr hól, formaúrinn urrar á Davíð í Seðlabananum, Össur segir að það þurfi að fitusjúga ráðherrana sem eina af sparnaðarráðstöfunum stjórnarinnar, Lúðvík gerði sig að fífli í Kastljósinu og fældi örugglega kjósendur frá flokknum.
Hvað ætlar samfylkingin að vera lengi eins og skækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem ekki er stjórntækur lengur vegna innbyrðis deilna og illinda Davíðs og Geirs sem en er á fullu í stjórnmálunum. Þorgerður Katrín leikur einleik á fyrstu fiðlu og Björn B þvælist fyrir hreinsunardeildinni.
Ef það er ekki kominn tími til að skipta út Sjálfstðisflokknum núna og mynda bráðbyrgðastjórn fram að vorkosningum þá veit ég ekki hvenær það ætti að gerst. Ingibjörg Sólrún og hennar hjörð verður að fara sýna smá manndóm og taka af skarið í þeim efnum sem hún veit manna best hvar þörf er.
Það er ömulegur trúverðugleiki Samfylkingarinnar að halda því fram fyrir kosningar að kosningamál nr 1 sé að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og svo að gerast portkona þess sama flokks eftir kosningar
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.12.2008 | 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir handvirka styrkingu krónunnar síðustu dagana veiktist hún lítillega í dag. Af hverju? Er búið að borga of mikið með krónunni síðustu vikuna?
En hvað sem styrkingu eða veikingu krónunar á Íslandi líður er hún gersamlega verðlaus hér í Noregi. Er ekki einu sinni á skráð hjá DNB Nor. Ef ég tek út á krotið mitt í hraðbanka eru það ekki 19 krónur sem ég þarf að borga. Það nálgast 30 kallinn.
Hvað heitir sá dagur þegar við sem búum erlendis getum treyst því að skráð gegni krónunnar á Íslandi er marktækt á Norðurlöndum? Sýna ekki niðurgreiðslur Seðlabankans að við höfum ekki efni á að halda krónunni sem gjaldmiðli? Hve marga milljarða á ári kostar krónan okkur?
Krónan veikist um 1,04% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.12.2008 | 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sif segir skiljanlegt að Alistair Darling hafi efast um heilindi ríksistjórnar Íslands. Sif hefur sitthvað til síns máls, En það var ekki bara Darling og Bretar sem efuðust og efast enn um aðgerðir íslenskra stjornvalda. Ríkistjórnir og seðlabankar Norðurlandanna settu stór spurningamerki við Seðlabankastjóran og ómyndugleik stjórnvalda sem létu Davíð ráða för eins og samfélagið væri hans prívat fyrirtæki.
Seðlabankastjórar á Norðurlöndum hafa tekið undir með fræðimönnum um heim allan sem efast um hæfi íslenskra stjórnvalda til að stjórna ríkisfjármálunum. Svein Gjerdrem í Noregi sagði íslensku aðferðina "katastrofal" og þá verstu sem hægt var að velja.
Engin þjóð vildi veita okkur aðstoð fyrr en við værum komin með heilbrigðisvottorðið frá IMF. Það var auðvitað vegna þess að allir efuðust um getu okkar til að ráða við vandann. Engin treysti íslenskum stjórnvöldum.
Skilur að Bretar efist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.12.2008 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það er með ólíkindum að Steingrímur J þurfi að hvetja forsætisráðherra til að halda gögnum til haga og svo hægt verði að rannsaka bankahrunið. Að mönnum skuli detta í hug að selja dótturfyrirtæki Kaupþings í Luxemborg aður en öll kurl eru komin til grafar bendir til þess að forsætisáðherra viti um eitthvað sem honum er sama þótt hverfi. Og líki það jafn vel vel.
Eins og staða þjóðarinnar er núna skiptir það að sjálfsögðu öllu að komast til botns í rannsókninni. Ríkistjórnin, sem segist vilja rannsókn, á vitaskuld að gera allt sem í hennar valdi stendur til að skattrannsóknarstjóri og aðrir rannsóknaraðilar fái hvert einasta plagg í hendurnar sem þeir þurfa. Annað vekur bara tortryggni.
Engin þingmaður á að þurfa að eyða tíma sínum og Alþingis í jafn sjálfsagaðn hlut.
Gögn mega ekki glatast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.12.2008 | 16:38 (breytt kl. 16:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar kom að því að Geir Haarde steig fram og sagði í þinginu að Davíð færi með lygar þegar hann sagðist hafa sagt ríkistjórninni að 0% líkur væru á að bankarnir lifðu.
Það ber að fagna þessu risaskrefi forsætisráðherra í vörn sinni gegn Seðlabankastjóranum sem hefur unnið leynt og ljóst gegn yfirmanni sínum, forsætisráðherra, sem og ríkistjórninni allri. Nú er bara spurningin hvort Geir verði karfainn svars um hvort hann treysti Davíð lengur sem Seðlabankastjóra eins og hann hefur þráfaldlega sagt. Það er nánast ómögulegt fyrir hann eftir að hann hefur sagt manninn ljúga.
Það ber að þaka Jóni Magnússyni fyrir að hafa komið með þessa spurningu til forsætisráðherra. Vonandi að Geir fái næu að finna fyrir miklum stuðningi í þinginu til þess að fjarlægja Davíð úr Seðlabankanum. Maður sem gengur um ljúgandi og ber fyrir sig bankaleynd fyrir þingnefndum er að sjálfsögðu óhæfur sem Seðlabankastjóri.
Kannast ekki við 0% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.12.2008 | 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar