Dagur Björgvins

Það var dálítið spaugilegt að fylgjast með Kastljósinu í kvöld. Sérstaklega Björgvins þætti Sigurðssonar.  Það fór ekkert á milli mála að Þóra ætlaði að hakka ráðherrann í sig.  En það tókst ekki.  Fór fyrir henni nákvæmlega eins og fór fyrir Agli í frægu viðtali við Jón Ásgeir.  Ákafinn og löngunin til að salta Björgvin bar hana ofurliði.  Björgvin sat pollrólegur og svaraði öllum spurningum þóru greinilega og af mikilli fagmennsku þannig að sofandaháttur hans varðandi endurskoðendafyrirtækið, aðal vopn Þóru, varð að algeru aukaatriði.

Það vakti athygli mína að frásagnir bæði ráðuneytisstjórans í viðskiptaráðuneytinu sem og aðstoðarmans ráðherra ber ekki saman við frásögn ráðherrans um hvenær hann vissi hvað.  Og það sem var ennþá merkilegra að þeim bar ekki saman heldur.  Það eru því 3 útgðafur af vitneskju Björgvins í gangi sem stendur.

Ég fylgdist líka með Björgvini í fyrirspurnartíma Alþingis.  Hann hafði þar vondan málstað að verja, alveg eins og í Kastljósinu, en kom mjög vel út úr karpinu þar.  Siv Friðleifsdóttir var þar aftur á móti í líki Egils og Þóru.  Fór mikinn en réð ekki við sjálfa sig.  Greinilegt að siv er að sækja í sig veðrið vitandi að draumastarfið hennar til margra ára er að losna, þ.e. fyrsti fjósamaður í Framsóknarfjósinu.

Það má því kannski segja að miðvikudagurinn 10, des 2008 hafi verið dagur Björgvins.

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Skyldulesning.

http://eyjan.is/silfuregils/2008/12/10/sonnunargogn-liggja-undir-skemmdum/

Heidi Strand, 10.12.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

Björgvin er góður sveitamaður, en úti á þekju lengst af. Hans framtíð í pólitík er ekki árennileg.

Björn Birgisson, 11.12.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband