Trúlegur andskoti þetta

Hver ætli trúi þessari þvælu?  Aað bankamálaráðherra viti ekki hver endurskoðar bankahrunið fyrr en eftir TVO mánuði.  Hvar hefur drengurinn verið og því hafa reyndari félagar hans eki hjálpað honum?

Að hlusta á bullið í Lúðivík í Kastljósinu var hreint út sagt sorglegt.  Lúðvík B. hafði ekki eitt einasta álefnalegt inn legg í umræðuna. Í stað þess að koma með eitthvað vitrænt úr stjórnarherbúðunum í umræuna varðist hann allan timan með því að grípa framí fyrir Atla og svara ekki spurningum Helga.  Enda brosti VG maðurinn viðtalið út í gegn og Helgi vorkenndi viðmælanda sínum.

Frammistað Samfylkingarinnar síðustu 2 mánuðina eralgerlega ólíðandi.  Bankamálaráðherrann er eins og álfur út úr hól, formaúrinn urrar á Davíð í Seðlabananum, Össur segir að það þurfi að fitusjúga ráðherrana sem eina af sparnaðarráðstöfunum stjórnarinnar, Lúðvík gerði sig að fífli í Kastljósinu og fældi örugglega kjósendur frá flokknum. 

Hvað ætlar samfylkingin að vera lengi eins og skækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem ekki er stjórntækur lengur vegna innbyrðis deilna og illinda Davíðs og Geirs sem en er á fullu í stjórnmálunum. Þorgerður Katrín leikur einleik á fyrstu fiðlu og Björn B þvælist fyrir hreinsunardeildinni.

Ef það er ekki kominn tími til að skipta út Sjálfstðisflokknum núna og mynda bráðbyrgðastjórn fram að vorkosningum þá veit ég ekki hvenær það ætti að gerst.  Ingibjörg Sólrún og hennar hjörð verður að fara sýna smá manndóm og taka af skarið í þeim efnum sem hún veit manna best hvar þörf er.

Það er ömulegur trúverðugleiki Samfylkingarinnar að halda því fram fyrir kosningar að kosningamál nr 1 sé að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og svo að gerast portkona þess sama flokks eftir kosningar    


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband