Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Þar með hlýtur krafan um bankaleynd að vera horfin út í veður og vind og skilanefdirnar því skyldugar til að láta efnahagsbrotalögregluna vita. Þar með yrði væntanlega höfðað opinbert mál á hendur glæpamönnunum.
Bankaleynd getur ekki átt við lengur um þrotabú banka sem samfélagið hefur neyðst til að leysa til sín. Þjóðin og kröfuhafar eiga þessi þrotabú og þarmeð hefur hver einasti Íslendingur rétt á að vita hvernig þeir sem komu þjóðinni í þessa kreppu, í skjóli ríkistjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, hafa hegðað sér og stolið af þeim stórum hluta af sparífénu.
Notuðu peningamarkaðssjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2008 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skil ekki hvað lögreglan er að gera veður út af því þó nokkrir útsjóasamir strákar verði sér úti um kvart-milljarð með smá peningaþvætti. Þetta eru bara vasapeninigar hjá strákagreyjunum. Svona til þess að þeir geti skroppið í bíó til Dúbaí. Peningarnir hafa sjálfsagt verið þvegnir í gamalli, eða nýrri, Hoover þvottavél sem á að tryggja að þvotturinn erði pottþéttur.
Svo verður nú lögreglan að átta sig á því að hún getur ekki hneppt hvern sem er í gæsluvarðhald. Fysrt verður að skoða upprunavottorð einstaklinganna og finna út hvort verjandi er að stinga viðkomandi í fangelsi með hliðsjón af ætterni. Það er ekki hægt að breyta því þó neyðarlög hafi verið sett um bankarekstur á dögunum.
Mér finnst bara að lögreglan eigi að láta svona sniðuga stráka friði og snúa sér heldur að heimta skatt af sauðsvörtum almúganum sem hefur ekkert betra að gera við aurana sína en að lappa upp á samfélagið sem 30menningarnir klúðruðu. Það hlutverk væri líka í góðu samræmi við hugmyndir dómsmálaráðherrans um hlutverk löggunnar. Einskonar ríkisher sem siga má á sem stela kók og prins póló úr Krónunni eða 7 - 11. Það eru sko glæpamennirnir sem þarf að hafa hendur í hárinu á.
Mamma, pabbi, barnið mitt og systur mínar geta bara hert sultarólina og borgað örlítið af því sem þau nurla saman til samfélagisins. Launþegar, sérstaklega landsbyggðarfólkið sem aldrei sá neitt til góðærisins, skilur ekki hvað það er að lifa í vellystingum og hefur því ekkert við peningana að gera. Það getur skipt þeim út og fengið í staðinn skömmtunarseðla sem gilda bara í pöntunarfélaginu eða kaupfélaginu í viðkomandi þorpum.
Ég man svo vel eftir því þegar fólk kom í Pöntun í gamladaga og fékk bæði mjólk og skyr fyrir grænan miða sem réttur var yfir búðarborðið. Það voru dásamlegir tímar.
250 milljónir milli vina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2008 | 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá fékk Jón Magnússon enn eitt tækifærið til að hamra á flokkaflakkaranum og flokksfélaga sínum, Kristni H.
Það sem mér finnst merkilegt við afstöðu Jóns til Kristins, eftir NEI-ið við vantrauststillögunni, er að þar talar Jón þvert gegn því sem hann taldi mikilvægast sjálfur í umræðunni um vantraustið. Nefnilega að halda í heiðri stjórnarskrána og lýðræðið.
Ég man ekki betur en að alþingismönnum sé lagt það á herðar að fara eftir samvisku sinni þegar þeir taki afstöðu til mála á hinu há Alþingi. Þess vegna skil ég ekki af hverju hann skammar Kristin fyrir nákvæmlega það. Gildir ekki lýðræðið fyrir Bolungarvíkurjarlinn.
En ég er sammála Jóni að það er sorglegt þegar svo fámennur þingflokkur sem Fl er að þeir geti ekki gengið í takt. En ég get hjálpað Jóni að skilja það að þeir sem ekki hlusta á grasrót sína geta aldrei gengið í takt. Þannig hafar Frjálslyndir verið síðan Jón og félagar reyndu að ræna flokknum frá grasrót sinni.
Það er sorglegt hve flokkur með svo ágæta stefnuskrá hefur verið óheppinn með menn. Það virðist vera að Guðjón Arnar sé sá eini í þingflokknum sem stendur vörð um gildi flokksins. Grétar Mar fylgir honum svo eins og húsbóndahollur hundur og gerir sitt besta, greyið. En það er bara svo lítið sem hann ræður við að gera. Hann vantar trúverðugleika.
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2008 | 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tileinkað Davíð, Geir, Jónasi, Ingibjörgu, og öllum þeim sem gleymt hafa að við erum sjálfstætt fólk með þokkalegan góða greind.
Bloggar | 22.11.2008 | 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er einn af þeim náungum sem vill að við höldum að sé minnst 8 strokka tryllitæki í pólitíkinni. Það sem hann hefur ekki áttað sig á, eða vill ekki viðurkenna, er að hann er bra 4 strokka saumavél, sem engin tekur mark á og gengur bara á tveimur þegar best lætur.
Auðvitað er vantrausttillagan bar a pólitóiskur leikur sem nær ekki í land. En Björn er heimskur maður ef hann heldur að hann bjargi æru sinni með 43 þingmannafjölda á bak við sig. Þjóðin hefur skömm á honum og það ætti hann að skilja
Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.11.2008 | 23:11 (breytt kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Geir Hilmar var snöggur að leggja til launalækkun hjá hæstlaunðu embættismönnum landisins eftir að hann heyrði í útvarpinu að að Útvarpsstjóri NRK í Noregi reið á vaðið fyrstur launþega í Evrópu til að biðja um launalækkun.
Góður hagfræðingur hann Geir Hilmar Haarde og hann veit líka hvað fólkið vill heyra.
Óska eftir launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.11.2008 | 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það var gaman að fylgjast með Útsvarinu í kvöld. Ísfirðingar unnu Grindjána nokkuð örugglega og get ég vel unnt þeim þess. Þeir áttu harma að hefna eftir tapleikinn í körfunni hér um árið. Grindjánar náðu ekki að koma öllu liði sínu vestur vegna bilunnar í flugvél. Þeir mættu því með 4 leikmenn, aðstoðarþjálfara sem hóf leikinn, þrátt fyrir 23,5 kg yfirvigt og einn áhorfenda frá Grindavík uppi í stúku sem reimaði á sig lánaða körfuboltaskó. Það dugði til að vinna heimamenn í troðfullu húsinu á Torfunesi.
Ísfirðingar voru sárir og svektir og kærðu leikinn til KKÍ þar sem þeir tödu að aðstoðarþjálfarinn væri ólöglegur leikmaður. Það var náttútlega bara bull og vitleysa.
Það hvarflar ekki að okkur Grindjánum að kæra Ísafjarðarliðið í Útsvari þrátt fyrir að heill flokkur hafi svarað símasvarinu fyrir þá þar sem aðeins mátti njóta aðstoðar eins manns. Sá er munurinn á Ísfirðingum og Grindvíkingum. Óheiðarleiki kemur alltaf í bakið á mönnum.
Bloggar | 21.11.2008 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Náði að sjá ca 90% af blaðamannafundi Geirs og Ingibjargar í dag. Geir hefur verið nokkuð kokhraustur undanfarnar daga og sagt að hann láti ekki kúga sig til hlýðni. Össur sagðist ekki kyssa vönd kvalarana. Ingibjörg reis af sjúkrabeði og þefaði að hönd kvalarana sem Ösur vildi ekki kyssa.
Niðurstaða blaðamannafundarins var sú að Geir lét kúga sig og Ingibjörg sleikti hendur kvalarana. Viðbrögð þeirra eru í réttu samhengi við það sem þau áður hafa sagt og gert. Þau einblíndu á IMF og eftir að ESB rókin sameinuust um að vinna gegn okkur gátu þau ekkert annað gert en að hlýða kvalaranas boðskap. Þau hafa aldrie haft eða reynt að fá yfirsýn yfir stöðu Íslands í brælunni sem við nú siglum í gegnum. Geir var eins og blindur skipsstjóri sem rýnir í radar. Hann getur ekki annað en strandað skútunni. Við fáum Icesave í hausinn þrátt fyrir að Englendingar hafi tekið yfir Landsbankann og þar með allar þær skuldir sem hvíldu á honum.
Ábyrgð Sjáfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eykst stöðugt á hörmungum almennings á Íslandi. Stjórnin verður að fara opna augu og eyru og hlusta á þjóðina sem hún hefur umboð fyrir.
Ég er ekki vanur að blogga um aðra bloggara. En nú get ég ekki látið hjá líða að nefna tvo Jóna. Bjarnason og V. Jónsson, ef ég man rétt. Sá fyrrnefndi er þingmaður og hugsuður en hörmulega máli farinn hvort sem er í ræðu eða riti ef marka má blogg hans. Svo fær maður heldur ekki möguleika til að svara blogginu hans. Þess vegna nenni ég ekki að rökstyðja skoðun mína á Hóla bóndanum. Ég hef verið nokkuð duglegur við að fylgjast með sjónvarpsútsendingunum frá Alþingi og í hvert skipti sem Jón Bjarnason tekur til máls hugsa ég; "aumingja Steingrímur að þurfa að svara fyrir þessa þvælu."
Hinn Jóninn er einhverskonar guðfræðingur held ég. Í dag bloggar hann um vönd kvalarana hans Össurar sem hann segir Ingibjörgu hafa kysst í dag. Samhengislausara rugl hef ég vart lesið nema á síðu þessa sama guðsmanns. Á hinum fyrsta hvitasunndegi gaf Guð mönnum málið og menn töluðu tungum sem ekki allir skildu en skildu samt. Ég held að Gðsmaðurinn Jón V. ætti að biðja drottinn sinn um að gefa sér mátt til að mæla á tungu sem einhver skilur. Ef mðaur ætlar að halda uppi samfélagslegri gagnrýni, í kristilegum anda, þá verða menn að vera samkvæmir sjálfum sér og byggja ræður sínar á bjargi krists en ekki Júdasar sem aldrei vissi í hvora löppina hann átti að stíga.
Skref í átt að ESB væru jákvæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.11.2008 | 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábær sigur minna manna í kvöld. Þetta er sko aldeilis ekki eini háspennuleikurinn milli þessara liða. Venjan er sú að innbyrðis leikir Suðurnesjaliðanna eru ekki hollir hjartasjúklingum. En mikið djéskoti eru þeir skemmtilegir. Þegar Grindavík vinnur.
Þá eru Gridnjánar búnir að leggja bæði Njarðvík og Keflavík að velli í haust og þar með getum við farið að halda upp á litlu jólin.
Mínir menn klikka ekki þegar skyldan kallar.
Grindavík vann Keflavík í spennuleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2008 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er ekki allra besta útgáfan af Sverðdansinum en það er bara alltaf gaman að sjá Edmunds flytja þetta verk. Hann var frábær á Spáni 1980 en enn betri var flutningurinn með Love Sculpture 1969. Flowers tóku þá útgáfuna og fluttu með stæl í Háskólabíói þann sama vetur í keppninni, Hljómsveit Ungu Kynslóðarinnar" það ár. Liðsmenn Hljóma og Roof Tops stóðu gapandi eftir að Flowers luku sér af og lýðurinn í salnum ætlaði aldrei að hætta að klappa, hrópa, stappa og öskra. Addi Sigurbjörns var frábær á gítarinn sinn og hefur reyndar verið einn alskemmtilegasti gítarleikari Íslands. Hann hafði sitt eigið "sound" sem gerði hann öðruvísi.
Þetta sama kvöld var Eskifjarðarmærin, Soffía Wedholm, valinn fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Enda lang flottasta stelpan á sviðinu.
Bloggar | 11.11.2008 | 22:29 (breytt kl. 22:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar