Geir er góður lærisveinn

Geir Hilmar var snöggur að leggja til launalækkun hjá hæstlaunðu embættismönnum landisins eftir að hann heyrði í útvarpinu að að Útvarpsstjóri NRK í Noregi reið á vaðið fyrstur launþega í Evrópu til að biðja um launalækkun.

Góður hagfræðingur hann Geir Hilmar Haarde og hann veit líka hvað fólkið vill heyra.

  


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hver verður launalækkunin í ríkisbönkunum og Seðlabankanum?

Um margt góður dagur að kveldi kominn. Útspil ríkisstjórnarinnar jákvæður plástur á sár þjóðarinnar.  Tillaga um launalækkun (5-15%) allra þeirra sem taka laun samkvæmt úrskurði Kjararáðs er komin fram og eftirlaunaósómi Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar að mestu dreginn til baka. Ríkisstjórnin sýnir ótvíræðan vilja til að ganga í takt með þjóðinni, að minnsta kosti í þessum tveimur málum.  Því ber að fagna. Handbragð Samfylkingarinnar skín í gegn.

Hvað svo um önnur há(ofur)laun í kerfinu. Þrístirni bankastjóranna í nýju ríkisbönkunum er á fáránlega háum launum, vel yfir tveimur milljónum á mánuði, að meðtöldum hlunnindum. Þrístirnið í Seðlabankanum er gríðarlega ofmetið til launa og kostar ríkið um 35 milljónum króna of mikið árlega, sem er svo fáránlegt að jafnvel Dario Fo hefði aldrei haft hugmyndaflug til að koma slíkri firru að í sínum försum.

Hvað ætlar stjórnvaldið að lækka þessi laun mikið? Það vill þjóðin vita - er ég viss um.

Björn Birgisson, 22.11.2008 kl. 01:05

2 Smámynd: Dunni

En þrátt fyrir öll ofurlaun og allan þann ömurleika sem þrífst í okkar samfélagi unnum við Keflavík í körfunni. Mig rekur ekki minni til að nokkuð mikilvægara sé til í Grindavík.  Kem ekki saman andlitinu ennþá og vona að það haldi í viku tilþ

Dunni, 22.11.2008 kl. 02:02

3 Smámynd: Björn Birgisson

Sportið er léttvægt, nema á ÍFJ, sem þú rifjaðir upp!

Björn Birgisson, 22.11.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband