Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Jón Magnússon

Ég hef hnýtt mörgum neikvæðum athugasemdum í garð Jóns Magnússonar. Og ennþá finnst mér hann vera moldvarpa, því miður.

En það verður ekki af honum tekið að hann flutti snilldarræðu í umræðunum um "ekkistefnuræðu" forsætisráðherra í gær.  Ég var sammála honum í næstum öllu sem hann hafði fram að færa enda talaði hann af réttlætiskennd og þekkingu.

Öðru máli gegnir um síðasta ræðumann FF, Grétar Mar.  Það var í einu orði sagt neyðarlegt heyra ræðu hans.  Fyrir það fyrsta. Ef menn koma með ræður skrifaðar frá orði til orðs verða menn að vera læsir til að boðskapurinn nái til almennings.

Í öðru lagi var innihald hinnar skrifuðu ræðu nánast ekkert. Sama rullan um óréttlætið í kvótakerfinu sem formaður hans, Guðjón Arnar, hafði tekið fyrir með ágætis hætti. Grétar þurfti ekkert að endursegja það. Annað sem var svo pínlegt við að hlusta á þvaðrið í uppgjafa skipstjóranum var þegar maður setti það í samhengi við aðgerðir sumarsins í Sandgerði. Þegar þeir hirtu Ása.

Það vantaði ekkert upp á að Alþingismaðurinn mætti á kæjann og fagnaði sjómanninum við komuna með klappi á öxlina.  En af hverju í andskotanum skrapp hann ekki einn eða tvo túra með Ása til að sýna verklegan stuðning. Hann vissi jú að það er brot á mannréttindasáttmálanum að meina Ása að róa. Grétar einfaldlega þorði ekki að róa í hræðslu um að fá kusk á hvítflibban sem hann hefur verið að reyna að koma sér upp í mörg ár.

Ef Frjálslyndi flokkurinn á ekki að falla enn meir í skoðanakönnunum verður hann að passa að Grétar Mar verði ekki allt of sýnilegur.  Flokkurinn telur kanski að hann veiði einhver atkvæði frá sjómönnum þjóðarinnar. Það efast ég stórlega um. Íslenskir sjómenn eru ekki aular. 


Af hverju lýgur Björgvin þá????

Sé það rétt að samstarf ríkistjórnarflokkana hafi hangið á blá þræði í gær þá skil ég ekki hvernig viðskiptaráðherrann fékk að sér að ljúga að alþjóð, í umræðunum í gærkvöldi, að stjórnin stæði þétt saman og hefði aldrei verið samhentari en nú. Það hefði verið miklu betra fyrir hann að halda kjafti um "hið góða" stjórnarsamstarf.  Tala nú ekki um eftir að er búinn að skíta svo rækilega í skóinn sinn í Glitnismálinu sem raun ber vitni. Hvernig getur það eiginlega gerst að bankamálaráðherrann kemur ekki að þjóðnýtingu Glitnis fyrr en hún er orðin að veruleika. Og þá bara til að samþykkja gjörðir Davíðs og sleikja á honum hendina í þakklætisskyni.

Eiginlega er Björgvin sá ráðherra sem ég hef orðið fyrir mestum vonbrigðum með.  Hann hefur góðan talanda en orð hans eru ekkert.

 

 


mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já Geir

Festa í efnahagstjórn, stöðugleiki í efnahagsmálum, blómlegt atvinnulíf hefur verið boðskapur þinn til þjóðarinnar í rúmlega eit ár.  Og þér, með leiðandi hönd Seðlabankastjóra, hefur tekist að koma okkur á bás Simbabve. Évran er komin í 156 krónur og pundið nálgast 200 kallinn og fer örugglega yfir það mark í dag.

Það er full ástæða til að óska ykkur snillingunum, Mugabe og þér, fyrir styrka efnahagstjórn á árinu.


mbl.is Krónan heldur einna verst verðgildi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunarferðir til Íslands

Áhrifin af hruni efnahagslífsins á Íslandi eru sjálfsagt sorgleg.  þó held ég að fall í farþeafjöldanum í gegnum Leifstöð sé ekki í neinu sambandi við hið frjálsa fall krónunnar.

En þarna geta Íslendingar í útlandinu stutt þjóð sína í gjaldeyrisöflun.  Ég mæli með því að Íslendingafélögin á Norðurlöndum og hvar sem er, söfnuðir og kórar stofni ferðaskrifstofur sem sérhæfi sig í verslunarferðum til Íslands.  Nú þegar norska krónan er komin upp í 20 krónur íslenskar og danska krónan enn meir geta Norðmenn og Danir stórgrætt á því að skreppa í Íslandsleiðangur til að kaupa jólagjafirnar.  Alveg eins og við gerðum í lok síðustu aldar þegar við flykktumst til Dublin í þúsunda tali til að kaupa jólagjafir og detta íða fyrir sanngjarnan prís.

Eini mínusinn við þetta er að Danir eru svo aðhaldssamir og Norðmenn hreinlega nískir svo það er ljóst að þeir verða aldrei eins duglegir að draga krotin í Reykjavík eins og við vorum í Dublin.   


mbl.is Fækkaði um 15.000 farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur - Allir 1 - 0

Eftir að hafa heyrt endursagnabull forsætisráðherra var fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Steingrímur var eins og venjulega neikvæður og aldrei þessu vant hund leiðinlegur. En hann bauð upp á samstarf og eins og gamall blaklandsliðsþjálfari talaði hann kjark í lið sitt.

Jóhanna sagði ekki neitt annað en að Ingibjörg væri að hressast og það er að sjálfsögðu ánægjuleg tíðindi.

Guðni Ágústsson hélt enn eina eldræðuna og viti menn, hann einn benti á einhver úrræði þó fátækleg væru. Guðni getur verið skemmtilegur ræðumaður og sjálfhælinn er hann með afbrigðum.  Einhvern veginn held ég að greind Guðna haldi ekki á þingi.  Það sannaði hann þegar hann sagði að þjóðin væri hnípin.  Hann er enn á ungmennafélagstiginu og ætti að bjóða sig fram sem formaður Skarphéðins við fyrsta tækifæri.

Guðjón Arnar talaði, eins og alltaf, út frá hjartanu.  Hann er stígvélafullur af réttlætiskennd og hún stjórnar gerðum hans. Sjávarútvegurinn er honum hjartans mál og ég er 100% saammála honum í flestum atriðum. Kvótinn var og er þjóðrán og stendst engan veginn réttindi manna til að velja sér atvinnutækifæri.

En, því miður, Geir Hilmar Haard forsætisráðherra var öruggur "looser" eftir fyrstu umræðu.


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlar ÞÚ að gera, Geir?

Öll þjóðin, jafnt heima á Íslandi sem og í útlöndum, beið spennt eftir stefnuræðu forsætisráðherra.  Ég og sjálfsagt flestir aðrir, áttum von á að forsætisráðherra gerði þjóðinni grein fyrir hvaða úrræði stjórnin ætlaði að grípa til að sigla þjóðarskútunni út úr "þeim miklu erfiðleikum" sem við höfum ratað í.

Í stað "stefnuræðu" flutti Geir H Haarde endursögn úr fréttum síðustu viku og endurtók að stjórnin hefði styrka hönd í efnahagsmálunum.  Þar fyrir utan tíundaði hann þau frumvörp sem stjórnin fékk samþykkt á síðasta þingi í mennta, félags og sjávarútvegsmálum.  Hann þau frumvörp tryggðu okkur dásemdar tíma í framtíðinni.  En það kom ekki eitt orð um hvernig hann ætlaði að fjármagna góðu árin eftir að vera búinn að sigla ríkisskútunni í stóra strand í efnahagsmálum.  Engin vill krónuna, engin vill nýju innlánsbréfin, engin vill treysta íslenskri ríkisábyrgð.  Hvar ætlar stjórnin að fá aura til að efla gjaldeyrisforðan.

Alþjóð veit að Geir H Haarde er góður drengur. En það er bara ekki nóg til að stýra ríkistjórn.  Enda er raunin sú að allar tilskipanir forsætisráðherra koma úr seðlabankanum. Geir er einfaldlega bara boðberi Davíðs. Við þurfum greinilega nýjan og sterkan forsætisráðherra.


mbl.is Miklir erfiðleikar blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður G og Agnes

Það var einkar athyglisvert að fylgjast með umræðu Sigurðar G og Agnesar á Stöð2 í gær. Einhver vegin hélt ég að þar myndu mætast stálain stinn en svo var alls ekki.  Þar mættust nefnilega maður stútfullur af þekkingu og reynslu og konukind sem opinberaði meira en nokkru sinni fávisku sína og blátt áfram heimsku. Mér er til efs um að Ísland eigi jafn ótrúverðugan rannsóknarblaðamann í fórum sínum. Hversu vel sem leitað er.

 Agnes er og hefur verið, helsti málpípa Davíðs Oddsonar og í gærkvöldi fór það ekkert á milli mála hver hafði lagt upp hernaðaráætlun hennar.  Og eins og alltaf, þegar hún er komin í vörn, ýlfrar hún gjammar og geltir eins og kvolpafull tík í sauðahjörð. Ekki í eitt einasta skipti lagði hún eitthvað málefnalegt inn í umræðuna frá sjálfri sér heldur bara hugmyndir sem hún hafði togað upp úr Davíð og fylgismönnum hans. Geir greyið var ekki einu sinni inni í umræðunni sem valdamaður þjóðarinnar nr eitt heldur eins og hlaupatík Seðlabankastjóra á sama level og Agnes sjálf.

Sigurður talar venjulega af þekkingu og oftar en ekki sýnir hann andstæðingum í umræðum þá virðingu að þegja meðan þeir tala. Það gerir Agnes aldrei og þó bað hún Sigurð að sýna sér þá kurteisi að grípa ekki framí fyrir sér!!!

Ég hef engan áhuga að halda fram vörnum fyrir málstað bankaeigandanna í Glitni.  Men, sem með sjálftöku, taka sér milljónatugi í mánaðarlaun aka um á tugmilljóna bílum og búa í 500m2 villum verða að líta í eigin barm.  Þeir eru grersamlega úr takt við allt annað í samfélaginu og sjást ekki fyrir. Þeir bera að sjálfsögðu áhrif á lausafjárstöðu bankans síns. Og ef þeir eiga ekki nóg fyrir afborgunum af lánum fer fyrir þeim eins og mér, þér og öllum örðrum. Eignin er gerð upptæk. Skiptir engu máli hversu eignafjárstaðn er góð.  Hún er einskis virði geti maður ekki selt hana þegar á þarf að halda.

En rétt skal vera rétt. Ríkistjórnin fór alvitlausa leið í Glitnismálinu. Í fjármálapressunnu á Norðurlöndum telja menn aðgerðir Davíðs verra en ekki neitt fyrir íslenkst efnahgaslíf eins og nú er að koma á daginn.  Fari ríkið eins með Kaupþing og Landsbanka, sem líka eru í vonlítilli stöðu, á það ekki lengur fyrir skuldbindingunum frekar en Glitnir á sunnudaginn.  Þá er það bara spurning hvort það verður Danadrottning eða Noregskonungur sem fær nýlenduna til baka í verra ástandi en á einokunartímanum.

Seðlabankinn brást líka megin skyldu sinni eins og oft hefur verið bent á bæði á Íslandi og í útöndum.  Í heilt ár hafði bankinn tækifæri til að lappa upp á gjaldeyrisvarasjóðinn þannig að hann gæti rétt þeim bönkum, sem Davíð þóknaðist, hjálparhönd í erfiðum tímum. Í satðinn sat Davíð og stjórnaði landinu í stað og boraði í nefið á sér á milli tilskipana til Geirs.

 

 


Árni Gautur í góðu formi

Það er ótvíræður kostur fyrir landsliðið að fá Árna Gaut aftur í hópinn eins og hann hefur verið að spila með Odd í Noregi nú í haust. Árni er í hörku formi og forðaði liði sínu frá skömm í undanúrslitaleiknum í bikarnum, gegn VIF, á dögunum.  Hann er okkar besti markvörður og með yfirburða reynslu af þeim markmönnum sem Ólafur hefur úr að velja. Hann er eiginlega sjálfskipaður aðalmarkvörður Íslands þegar hann er í sínu besta formi.

 Samkvæmt umsögnum blaða í sumar lítur út fyrir að Gunnleifur hafi staðið sig einna best af markvörðunum í deildinni heima. Því er val Ólafs á þeim tveim eðlilegt og sjálfsagt.  Það er tími til kominn að Gunnleifur fái að reyna sig í boltanum á hærra stigi en hann fær á Íslandi.

Svo er endurkoma Brynjars Bjarnar afar mikilvæg fyrir okkar menn.  Brilli er stríðsmaður sem maður skilur ekki eftir heima þegar farið er í orustur.


mbl.is Ólafur: Kjartan hefur fengið mjög slæma umfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er stöðugleiki í efnahagsmálum á Íslandi

Í morgun þegar ég vaknaði í morgun var gengi krónunnar rúmlega 17 á móti þeirri norsku, um miðjan dag var það komið í 19 krónur og ákkurat núna er hún farin að nálgast 20 krónur. 

Er þetta ekki gott dæmi um stöðugleika í efnahagsmálum eins og frosætisráðherra og skósveinn Seðlabankastjóra hefur hælt sér af síðustu vikurnar.


Ný kynslóð þjálfara á Íslandi

Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fylgjast með íslenska fótboltanum úr fjarlægð í sumar. Svo virðist sem deilidin hafi ekki verið sterkari í mörg herrans ár.  Það sýna úrslitin. Allir gátu unnið alla. Það sem kom kannski mest á óvart var hið ótrúlega slaka gengi ÍA.

Það sem mér finnst einstaklega jákvætt er að sjá að upp er að koma á eyjunni ný kynslóð "topp þjálfara."  Bæði Ólafur Kristjánsson og Kristján Guðmundsson koma með reynslu frá Norðurlöndunum þar sem þeir höfðu báðir staðið sig mjög vel og vakið athygli fyrir störf sín. Kristján í Svíþjóð og Ólafur í Danmörku. Vonandi að þeir haldi sig heima á Íslandi í mörg ár til vibótar.

Þá hafa Heimir Guðjónsson og Ásmundur Arnarson stimplað sig inn sem miklu meira en meðaljónar sem þjálfarar í efstu deildinni.  Heimir kórónar sitt fyrsta ár sem þjálfari með Íslandsmeistaratitli. Ekki margir sem hafa náð þeim árangri.  Ásmundur stýrði hinu unga Fjölnisliði örugglega í gegnum tímabilið og var lengi vel meðal efstu liða en ekki í fallbaráttunni eins og spáð hafði verið.  Flottur árangur og í samræmi við það frábæra uppbyggingastarf í Grafarvoginum sem forráðamenn Fjölnis hafa staðið fyrir.

Þá er árangur Þorvalds Örlygssonar ekkert til að fúlsa yfir. Hann tekur við handónýtu Framliði sem verið hafði eins og jójó á milli deilda síðustu árin. Í ár tylltu  Safamýrarmenn sér aftur á meðal hinna stóru og með sama áframhaldi verða þeir þar næstu árin.

Skagatvíburarnir Bjarki og Arnar hafa sannað sig sem þjálfarar þó þeim hafi ekki tekist ætlunarverk sitt í sumar. Vonandi að þeir haldi sér í boltanum í mörg ár til viðbótar.

Það er því bjartviðri undan í íslenska boltanum. Loksins eigum við marga unga toppþjálfara sem lyft geta íslenskum fótbolta nær því sem Norðurlandaboltinn er. Engin vafi að gömlu refirnir Jankó og Logi hafa fengið verðuga yrðlinga að etja kappi við.    


mbl.is Ólafur hefur fullan hug á að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband