Verslunarferðir til Íslands

Áhrifin af hruni efnahagslífsins á Íslandi eru sjálfsagt sorgleg.  þó held ég að fall í farþeafjöldanum í gegnum Leifstöð sé ekki í neinu sambandi við hið frjálsa fall krónunnar.

En þarna geta Íslendingar í útlandinu stutt þjóð sína í gjaldeyrisöflun.  Ég mæli með því að Íslendingafélögin á Norðurlöndum og hvar sem er, söfnuðir og kórar stofni ferðaskrifstofur sem sérhæfi sig í verslunarferðum til Íslands.  Nú þegar norska krónan er komin upp í 20 krónur íslenskar og danska krónan enn meir geta Norðmenn og Danir stórgrætt á því að skreppa í Íslandsleiðangur til að kaupa jólagjafirnar.  Alveg eins og við gerðum í lok síðustu aldar þegar við flykktumst til Dublin í þúsunda tali til að kaupa jólagjafir og detta íða fyrir sanngjarnan prís.

Eini mínusinn við þetta er að Danir eru svo aðhaldssamir og Norðmenn hreinlega nískir svo það er ljóst að þeir verða aldrei eins duglegir að draga krotin í Reykjavík eins og við vorum í Dublin.   


mbl.is Fækkaði um 15.000 farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband