Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Það var ómæld ánægja að sjá KR lyfta bikarnum aftur eftir alltof langa tíma. Ellefti bikarsigurinn er orðinn að veruleika, Pétur Marteins kveður með stíl og vetrarsólin skín fram á nótt í Skjólunum. Líka hér á fjallinu hjá mér í Norge.
En þó þetta sé einhver leiðinlegasti bikarleikur sem ég hef séð, í sjónvarpi, þá verður að segjast eins og er að KR var miklu betra lið en Fjölnir þennan daginn. Svona er þetta af og til og þrátt fyrir tap í bikarúrslitunum 2 ár í röð geta Fjölnsmenn verið stoltir af sjálfum sér. Félagið er enn í barnsskónum en hefur afrekað að komast í bikarúrslitaleik 2 ár í röð. Þeirra tími kemur.
TIL HAMINGJU KR!!!
Bloggar | 4.10.2008 | 16:11 (breytt kl. 16:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kom inn í bikarúrslitaleikinn 15 mínútum of seint. En þessar 27 mínútur hafa að mestu verið hornspyrnur hjá KR sem ekkert kemur út úr og ein og ein aukaspyrna hjá báðum liðum. Það gladdi þó augað að sjá KR-ljónið leika sér í snjónum.
Það sama er uppi á teningnum í Englandi. Ekkert mark verið skorað þar heldur í fyrri hálfleik. Spurningin er hvort það sé ámóta gengisfall í fótboltanum og á íslensku krónunni.
En verðum að vona að alla vega að KR og Fjölnir sýni okkur sæmilegan fótbolta í seinni hálfleik.
![]() |
KR bikarmeistari í ellefta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.10.2008 | 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verð að segja að mér finnst það ótrúleg bíræfni af ríkisvaldinu að ætla að seilast í eftirlaunasjóði hins almenna verkamanns til að bjarga sér upp úr eigin skít.
Lífeyrissjóðir eru nokkuð sem við erum búnir að nurla saman til að eiga í handraðanum er æviköldið kemur. Við erum búin að borka skatt af þessum peningum til ríkisins og svo þurfum við aftur að borga skatt af þeim er við fáum eftirlaunin okkar.
Nú vill ríkisvaldið sem sagt fá þessar tryggingar okkar, sem við sem betur fer ávöxtum í útlöndum, heim til að setja í skuldahítina sem það er búið koma sér í með kaupunum á Glitni og því sem á eftir kemur með hina bankana sem allir eru veikir.
Tryggingar okkar frá ríkinu skulu vera ríkistryggð skuldabréf. Hvers virði eru ríkistryggð skuldabréf sem engin vill kaupa. Þau eru verðlaus og einskis nýtar tryggingar. Ríkistjórnin getur alveg eins beðið okkur um að gefa sér þessa milljarða.
Ég bara vona að það fólk sem við höfum treyst fyrir eftirlaununum okkar rasi ekki um ráð fram og flytji peningana úr arðsömum og öruggum bönkum erlendis í til að lappa upp á handónýta krónu og efnahagskerfi á Íslandi.
Það er verkefni Alþingis og stjórnvalda að sjá þjóðinni farboða en ekki almennings með eftirlaununum sínum.
![]() |
Aðeins í örugga höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.10.2008 | 09:12 (breytt kl. 09:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Flott byrjun á tímabilinu hjá Grindavík. Vildi mikið til þess gefa að vera á skerinu og sjá "draumaúrslitaleik" á móti KR.
Þennan bikar hölum við í land..........Grindvíkingar.
![]() |
Grindavík sigraði Snæfell 74:71 og mætir KR í úrslitaleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.10.2008 | 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó Steven Gerrard sé einn besti miðvallarleikmaður í enska boltanum er hann ekki ómissandi fyrir Liverpool. Þess vegna á félagið að vera opið fyrir að selja hann og það til útlanda. Gróðinn af Gerrard dygði vel fyrir tveimur til þremur leikmönnum í toppklassa.
Meðan Rafa Benitez byggir allt spilliðsins í kringum þennan eina leikmann verður leikur liðsins alltof fyrirsjáanlegur. Það sýndi sig glögglega í leiknum við Stoke þar sem Tony hafði unnið heimavinnuna sína af kostgæfni og dró allar vígtennurnar úr sóknarleik LFC. Samvinna gerrard og framherjanna gekk ekki upp og þar með varð sóknarleikurinn handónítur.
Það hlýtur líka að vera álitamál hvort félagið eigi að halda í Benitez vinnist deildin ekki í ár. Það er deginum ljósara á framkomu leikmannanna á vellinum að þeim þykir ekkert sérstaklega gaman í vinnunni. Sennilega eru æfingarnar líka hundleiðnlegar án þess að ég viti nokkuð um það.
Svo virðist sem Benitez sé algerlega taktlaus maður þrátt fyrir að vera klókur þjálfari. Það sér maður best á því þegar sýndar eru myndir af bekknum eftir að liðið hefur skorað. Þar situr Benni og nagar blýant eða skrifar eitthvað niður á blað. Hann samfagnar aldrei leikmönnum sínum og tekur alls ekki þátt í gleði þeirra yfir skoruðu marki. Og það sem verst er að hann er búinn að temja Sammy Lee líka. Sammy situr eins og rakki í bandi nú öfugt við það sem áður var þegar hann var hlaupin fagnandi út að hliðarlínu að stappa stáli í strákana. Í samanburði við Ferguson, Keegan, Dalglish, Wenger, Scolari svo maður tali nú ekki um gamla Shankli er Rafael Benitez eins og múmía.
Svo getur maður ekki sett annað en mörg stór spurningamerki við leikmannakaup hans. Torres virðist vera einu velheppnuðu kaupin meðan flestir aðrir eru rétt miðlungsmenn og ekki það góðir að Liverpool verði bara að fá þá. Það er þó von með einn eða tvo aðra en þvílík fjársóun í miðlungsleikmenn finnst vart hjá nokkru öðru liði í ensku úrvalsdeildinni.
Svo verð ég að segja eins og mér finnst. Framkoma hans við Hiipia var með þeim hætti að stjórnin hefði átt að grípa í taumana og skamma karlinn. Svona gera menn ekki við mann sem hefur þjónað liðinu eins vel og hann hefur gert síðasta áratuginn. Og svo kostaði hann næstum ekki neitt.
![]() |
Benítez: City fær ekki Gerrard |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Engu er líkara en íslenska þjóðin sé gersamlega að fara á taugum í dag. Fólk má helst ekki opna á sér munninn ef það vill ræða efnahagsmálin af ótta við að einhverjir fyllist hvíða og áhyggjum.
Að Kennarasambandið taki þátt í svona þagnarbindingaþvælu bendir í þá átt að forystan þurfi að fara koma sér á námskeið í "pedagogik" uppeldis og siðfræði. Eða hvenær fór það að verða holt að halda sannleikanum og þá um leið raunveruleikanum frá börnum?
Mér hefur alltaf skilist, eftir 35 ár í jobbinu, að affarasælast sé að kenna börnum að takast á við raunveruleikan og gera þau í stakk búin til að lifa sjálfstæðu lífi á fullorðins árum. Það verður ekki gert með því að pakka óþægilegum hlutum inn í bómull. Á endanum kynnast börnin hinni raunverulegu lífsbaráttu, bæði í blíðu og stríðu og þá standa þau sterkari að vígi vitandi að kennaraar og foreldrar hafi reynt að kenna þeim að lifa lífinu á sem eðlilegastan hátt. Líka í kreppuástandi eins og nú er.
Það þarf náttúrulega að segja börnunum hvað hefur gerst í samfélaginu og afherju fólk þurfi að breyta neysluvenjum sínum um stund. Það er ekki þar með sagt að þurfi að mála skrattan á vegginn í hvert sinn sem við fáum stormin í fangið. En börnin verða sterkari sé þeim kennt að bregaðst við aðstæðum og þegar þau finna að þau geta treyst kennurum og foreldrum.
![]() |
Kennarar taka undir með landlækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Obama fékk þingmenn til að skipta um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Davíð Oddson hvetur lærða menn til að tala varlega um efnhagsástandið. Orð mælt af mikilli speki en af litlum trúverðugleika þegar þau hrjóta af vörum hans. Engin hefur farið jafn óvarlega í efnahagsmálum þjóðarinnar og einmitt hann sjálfur. Geltið í honum, m.a. í gegnum Geir forsætisráðherra og þjóðnýtin Glitnis hefur kostað íslensku þjóðina meiri erfiðleika en nokkur önnur einstök aðgerð í stjórnmálasögu lýðveldisins.
"Þá sagði Davíð hér á landi væri einhver mesti gjaldeyrisforði sem nokkur þjóð búi yfir." Svo lætur hann þessa fullyrðingu út úr sér sem stangast þvert á við allt sem hefur verið sagt og skrifað ástæður hins bága efnahagslíf á Íslandi í dag. Nefnilega ónógur gjaldeyrisforði.
Sé til svo mikill gjaldeyrisforði sem Seðlabankastjóri segir þá hefði hann varla farið að þjóðnýta Glitini. Nema það hafi verið fyrirfram ákveðin hefndarráðstöfun hjá honum stela bankanum frá Jóni Ásgeiri. Fæ mig ekki til að trúa því en hvað á maður að hugsa þegar þessi fullyrðing hrekkur út úr honum.
![]() |
Davíð: Menn tali varlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta tók ég upp úr bloggi Einars sjávarútvegsráðherra. Eða er hann ekki örugglega ráðherra??
"Á sama hátt og við brutumst út úr vesöld og fátækt fyrir áratugum síðan með bjartsýni og baráttuhug að vopni, þá munum við komast útúr þeim hremmingum sem yfir okkur ganga nú."
Ég er svo sem sammála Einari. En ef það á að heppnast þurfum við mann í brúna með bjartsýni, baráttuhug og kraft að vopni. Ekki pólitískan öryrkja eins og við höfum nú.
Bloggar | 3.10.2008 | 12:56 (breytt kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eiki, Sid og Ken í góðum gír.
Allt í einu fékk ég hund leið á að hugsa um eymdar ástandið heima. Fór eiginlega að hugsa eins og Jósef, sálugu, Jakobsson í Egyptalandi eftir að hafa hegnt bræðrum sínu fyrir illa með ferð í heimalandi drottins útvöldu þjóðar. Spurning hvrt maður á ekki að senda eftir fjölskyldunni heima og hafa hana hjá sér í gósenlandinu Noregi meðan hin 7 mögru ár ganga yfir Ísland.
En þegar bjartsýnin er brostinn þá er best að bregða fyrir sig nostalgíunni og endurlifa góða tíma.
Í þetta sinn varð fyrir valinu hjá mér að fara að finna gamlar bátamyndir sem ég tók á loðnunni í gmala daga og meðan ég skannaði þær inn stormuðu Uriah Heep úr stereókerfinu. (Annars er ég hrifnari af mónó. Verð að segja það) Mikið djöfull sem það kemur manni í gott skap.
Mæli með því að þeir sem þþunga og erfiði eru hlaðnir reyni að komast yfir fyrstu plötu Heep, Very' Eavy Very' Umble, ekki vegna þess að hún sé sú besta heldur til þess að spila "Gipsy" og strax á eftir "Come Away Melinda." Og munið að hafa styrkinn a minnst 75%
Albert GK að snurpa
Bloggar | 3.10.2008 | 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar