Jón Magnússon

Ég hef hnýtt mörgum neikvæðum athugasemdum í garð Jóns Magnússonar. Og ennþá finnst mér hann vera moldvarpa, því miður.

En það verður ekki af honum tekið að hann flutti snilldarræðu í umræðunum um "ekkistefnuræðu" forsætisráðherra í gær.  Ég var sammála honum í næstum öllu sem hann hafði fram að færa enda talaði hann af réttlætiskennd og þekkingu.

Öðru máli gegnir um síðasta ræðumann FF, Grétar Mar.  Það var í einu orði sagt neyðarlegt heyra ræðu hans.  Fyrir það fyrsta. Ef menn koma með ræður skrifaðar frá orði til orðs verða menn að vera læsir til að boðskapurinn nái til almennings.

Í öðru lagi var innihald hinnar skrifuðu ræðu nánast ekkert. Sama rullan um óréttlætið í kvótakerfinu sem formaður hans, Guðjón Arnar, hafði tekið fyrir með ágætis hætti. Grétar þurfti ekkert að endursegja það. Annað sem var svo pínlegt við að hlusta á þvaðrið í uppgjafa skipstjóranum var þegar maður setti það í samhengi við aðgerðir sumarsins í Sandgerði. Þegar þeir hirtu Ása.

Það vantaði ekkert upp á að Alþingismaðurinn mætti á kæjann og fagnaði sjómanninum við komuna með klappi á öxlina.  En af hverju í andskotanum skrapp hann ekki einn eða tvo túra með Ása til að sýna verklegan stuðning. Hann vissi jú að það er brot á mannréttindasáttmálanum að meina Ása að róa. Grétar einfaldlega þorði ekki að róa í hræðslu um að fá kusk á hvítflibban sem hann hefur verið að reyna að koma sér upp í mörg ár.

Ef Frjálslyndi flokkurinn á ekki að falla enn meir í skoðanakönnunum verður hann að passa að Grétar Mar verði ekki allt of sýnilegur.  Flokkurinn telur kanski að hann veiði einhver atkvæði frá sjómönnum þjóðarinnar. Það efast ég stórlega um. Íslenskir sjómenn eru ekki aular. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Jón Magnússon hefur að mínu mati marga góða kosti, er skýr, klár og velviljaður. Hann er í gífurlega slæmum félagsskap og það hlýtur að gera honum erfitt fyrir og gera ýmislegt sem hann segir tortryggilegt.

Ég er afar, afar hugsi eftir eldhúsdagsumræðurnar í gærkvöldi. Mér er hugleikin ræða Geirs, sem var auðvitað ekkert annað en sorgleg. Steingrímur mælti af viti, þekkingu, þori og "réttu" (að mínu mati, - því hvað er rétt og ekki rétt, alltaf heimspekilegt spursmál og fer eftir samhengi .... ) viðhorfi. Katrín var líka flott.

Ég veit ekki hvað best er að gera, annars væri ég búin að hringja í mann og annan. Setja gengið í fast-viðmiðun, mynda nýja stjórn, svo unnt sé að stokka upp í Seðlabanka, fá lán hjá Alþjóðagjaldreyrissjóðnum, þó það þýði eftirlitsmann hér ..   eða hvað, hvað, hvað? Sækja um aðild að Efnahagsbandalaginu, auðvitað, auðvitað. Það bjargar engu akkúrat núna en eykur á trúverðugleika og hlýtur að vera framtíðin fyrir okkur, dvergríki á kletti í Atlantshafi. Ætlum við aldrei að vaxa upp?

Rip, Rap og Rup sögðu:  ".... nej, nu flytter vi hjemmefra"  þegra þeim var gersamlega ofboðið, hér í eina tíð, þegar við lásum bæði Andrés Önd á dönsku.  Hvað maður skilur þessa setningu vel, - það er bara varla mikið betra annarstaðar, þó þar sé bæði krónuleysi og DO leysi. 

Hvernig sér maður þetta svona frá Noregsströndum? Maður er örugglega bæði blindur og heyrnarlaus hér heima og alls kyns tilfinningar flækjast fyrir manni, - eins og dæmi síðustu daga sanna. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.10.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Dunni

Það er nú kosturinn við stjórnmálin að engin getur fullyrt að hafa rétt fyrir sér. Menn fá tækifæri til að leika sér með abstrakt hugsanir og sköpunargáfu sína. Það e nú þannig að þeir sem ráði þokkalega yfir þeim hæfileikum komast flestir að góðum niðurstöðum.

Ein og þú veist vinkona þá hef ég alltaf verið á vinstrikantinum en þrátt fyrir það var Jón Magnússon, þá í Sjálfstæðisflokknum, einn af þeim pólitíkusum sem ég sá fyrir mér flottan þingmann í lok 7. áratugarins. 

Hann kemur alltaf vel fyrir, er örugglega skarp greindur og hefur margt til brunns að bera fram yfir margar liðleskjurnar á þinginu í dag.  En þú segir að hann sé í slæmum félagsskap og þar er ég pínulítið sammála. 

En hvers vegna í ósköpunum valdi hann sér þennan félagskap og afherju gerir hann svona mikið að því að rakka félaga sína niður. Kristinn G. er óþokki og Ólafur M.  fyrrum borgarstjóri, er fífl og formaður flokksins, Guðjón Arnar er ekki starfi sínu vaxinn ef marka má skrif hans síðustu vikur og mánuði.

Þess vegna skil ég ekki hvað hann er að gera þarna annað en að skjóta sig í lappirnar.

Það hefur verið fróðlegt að lesa norksu fjármálapressuna. Hún styður aðgerðir andarunganna.  Best að koma sér að heiman.  Almennt er talið að þjóðnýtingin á Glitni hafi verið versta leiðin sem hægt var að velja þar sem hún sé ótrúverðug og veiki lánshæfi Íslands enn meira en orðið er og er það þó meira en nóg.

Það er fínt að kúra sig hundir armi Haraldar konungs nú og versla fyrir norskar krónur á Íslandi

Dunni, 3.10.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband