Stormasamt á Svalbarđseyri

Ţađ er miđur skemmtilegt ađ heyra af illindum milli skólastjóra og foreldra barna í Valsárskóla vđ Eyjafjörđ.  Ekki ţađ ađ ţađ sé neitt nýtt ađ fréttir berist um róstur frá ţessum fagra firđi. Ţannig hefur ţađ veriđ allt frá landnámi ţar nyrđra.  En ţegar ţađ gerist á árinu 2008 ađ kennsla sé felld niđur í 60 barna skóla vegna vantrausts foreldra á skólastjóranum er eitthvađ mikiđ ađ í ţessu litla samfélagi.

Ég er mikill ađdáandi Bonanza ţáttanna.  Ţar er endirinn alltaf góđur. Síđasta laugardag var tema ţáttarins einmitt vandamál og vantraust á skólastjóranum í Virgenia City. Og auvitađ leysti sáttasemjari vilta vestursins, Ben Cartwrigt, flćkjuna međ viturlegri rćđu á borgarafundi í skólanum.

Mín skođun er sú ađ á litlum stađ eins og Svalbarđseyri séu illindi eins og lýst er í Moggafréttinni tilţess eins ađ grafa undan annrs góđu mannlífi í litlu samfélagi.  Deilur um skóla og presta í litlum samfélögum er ţađ versta sem fyrir getur komiđ. Flokkadrćttir éta samfélagiđ innanfrá eins og hvert anađ krabbamein.

Vona svo sannarlega ađ ţorpsbúum í sameiningu takist ađ finna farsćla lausn á ţessu erfiđa máli. Ég ţekki sjálfur hvernig deilur um skólastjóra og skóla getur eyđilagt margra ára gott skólastarf og engin tapar meira á slíku en nemendurnir.

Gangi sáttatiraunirnar illa mćli ég eindregiđ međ ađ sveitarstjórnin fái Sjónvarpiđ til ađ gangast í ađ útvega Bonanza ţáttinn góđa og ţannig ađ ţorpsbúar geti fengiđ móralska ađstođ  frá Benna á Ponderosa. Hann kann sitt fag ţegar kemur ađ uppeldi, bćđi á börnum og fullorđnum uxum og hestum.


mbl.is Kennsla féll niđur vegna vantrausts á skólastjóra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvađ er máliđ?  Af hverju eru foreldrar svona ósáttir viđ skólastjórann?

ćtti ţađ ekki ađ fylgja fréttinni,  svona fyrir ţá sem hafa ekki hugmynd um hvađ er ađ gerast ţarna?.

"Deilur hafa stađiđ undanfarin misseri á milli skólastjórans og hluta foreldra barna í skólanum." .. Deilur um hvađ?,  Var skólastjórinn of harđur viđ börnin,  eđa of linur?,  vildi hann ađ krakkarnir kćmu međ nesti í skólann eđa bannađi hann gosdrykki ?..  

Spyr sá sem ekki veit neitt um ţetta mál.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráđ) 5.12.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Dunni

Nákvćmlega.  Hvađ er máliđ?  Fyrst ţarf náttúrlega ađ greina ţađ og síđan leysa.  En ţađ er heimskulegt ađ láta ekki ágreiningsefniđ fylgja međ fréttinni fyrst á annađ borđ var ákveđiđ ađ skrifa frétt um máliđ.

Kanski nsýst máliđ um hvort börnin eigi ađ kaupa súkkulađi af Nóa Siríus eđa af Helga í Góu.  Hver veit??

Dunni, 5.12.2008 kl. 13:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband