Færsluflokkur: Bloggar
![]() |
Obama fékk þingmenn til að skipta um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Davíð Oddson hvetur lærða menn til að tala varlega um efnhagsástandið. Orð mælt af mikilli speki en af litlum trúverðugleika þegar þau hrjóta af vörum hans. Engin hefur farið jafn óvarlega í efnahagsmálum þjóðarinnar og einmitt hann sjálfur. Geltið í honum, m.a. í gegnum Geir forsætisráðherra og þjóðnýtin Glitnis hefur kostað íslensku þjóðina meiri erfiðleika en nokkur önnur einstök aðgerð í stjórnmálasögu lýðveldisins.
"Þá sagði Davíð hér á landi væri einhver mesti gjaldeyrisforði sem nokkur þjóð búi yfir." Svo lætur hann þessa fullyrðingu út úr sér sem stangast þvert á við allt sem hefur verið sagt og skrifað ástæður hins bága efnahagslíf á Íslandi í dag. Nefnilega ónógur gjaldeyrisforði.
Sé til svo mikill gjaldeyrisforði sem Seðlabankastjóri segir þá hefði hann varla farið að þjóðnýta Glitini. Nema það hafi verið fyrirfram ákveðin hefndarráðstöfun hjá honum stela bankanum frá Jóni Ásgeiri. Fæ mig ekki til að trúa því en hvað á maður að hugsa þegar þessi fullyrðing hrekkur út úr honum.
![]() |
Davíð: Menn tali varlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta tók ég upp úr bloggi Einars sjávarútvegsráðherra. Eða er hann ekki örugglega ráðherra??
"Á sama hátt og við brutumst út úr vesöld og fátækt fyrir áratugum síðan með bjartsýni og baráttuhug að vopni, þá munum við komast útúr þeim hremmingum sem yfir okkur ganga nú."
Ég er svo sem sammála Einari. En ef það á að heppnast þurfum við mann í brúna með bjartsýni, baráttuhug og kraft að vopni. Ekki pólitískan öryrkja eins og við höfum nú.
Bloggar | 3.10.2008 | 12:56 (breytt kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eiki, Sid og Ken í góðum gír.
Allt í einu fékk ég hund leið á að hugsa um eymdar ástandið heima. Fór eiginlega að hugsa eins og Jósef, sálugu, Jakobsson í Egyptalandi eftir að hafa hegnt bræðrum sínu fyrir illa með ferð í heimalandi drottins útvöldu þjóðar. Spurning hvrt maður á ekki að senda eftir fjölskyldunni heima og hafa hana hjá sér í gósenlandinu Noregi meðan hin 7 mögru ár ganga yfir Ísland.
En þegar bjartsýnin er brostinn þá er best að bregða fyrir sig nostalgíunni og endurlifa góða tíma.
Í þetta sinn varð fyrir valinu hjá mér að fara að finna gamlar bátamyndir sem ég tók á loðnunni í gmala daga og meðan ég skannaði þær inn stormuðu Uriah Heep úr stereókerfinu. (Annars er ég hrifnari af mónó. Verð að segja það) Mikið djöfull sem það kemur manni í gott skap.
Mæli með því að þeir sem þþunga og erfiði eru hlaðnir reyni að komast yfir fyrstu plötu Heep, Very' Eavy Very' Umble, ekki vegna þess að hún sé sú besta heldur til þess að spila "Gipsy" og strax á eftir "Come Away Melinda." Og munið að hafa styrkinn a minnst 75%
Albert GK að snurpa
Bloggar | 3.10.2008 | 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef hnýtt mörgum neikvæðum athugasemdum í garð Jóns Magnússonar. Og ennþá finnst mér hann vera moldvarpa, því miður.
En það verður ekki af honum tekið að hann flutti snilldarræðu í umræðunum um "ekkistefnuræðu" forsætisráðherra í gær. Ég var sammála honum í næstum öllu sem hann hafði fram að færa enda talaði hann af réttlætiskennd og þekkingu.
Öðru máli gegnir um síðasta ræðumann FF, Grétar Mar. Það var í einu orði sagt neyðarlegt heyra ræðu hans. Fyrir það fyrsta. Ef menn koma með ræður skrifaðar frá orði til orðs verða menn að vera læsir til að boðskapurinn nái til almennings.
Í öðru lagi var innihald hinnar skrifuðu ræðu nánast ekkert. Sama rullan um óréttlætið í kvótakerfinu sem formaður hans, Guðjón Arnar, hafði tekið fyrir með ágætis hætti. Grétar þurfti ekkert að endursegja það. Annað sem var svo pínlegt við að hlusta á þvaðrið í uppgjafa skipstjóranum var þegar maður setti það í samhengi við aðgerðir sumarsins í Sandgerði. Þegar þeir hirtu Ása.
Það vantaði ekkert upp á að Alþingismaðurinn mætti á kæjann og fagnaði sjómanninum við komuna með klappi á öxlina. En af hverju í andskotanum skrapp hann ekki einn eða tvo túra með Ása til að sýna verklegan stuðning. Hann vissi jú að það er brot á mannréttindasáttmálanum að meina Ása að róa. Grétar einfaldlega þorði ekki að róa í hræðslu um að fá kusk á hvítflibban sem hann hefur verið að reyna að koma sér upp í mörg ár.
Ef Frjálslyndi flokkurinn á ekki að falla enn meir í skoðanakönnunum verður hann að passa að Grétar Mar verði ekki allt of sýnilegur. Flokkurinn telur kanski að hann veiði einhver atkvæði frá sjómönnum þjóðarinnar. Það efast ég stórlega um. Íslenskir sjómenn eru ekki aular.
Bloggar | 3.10.2008 | 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sé það rétt að samstarf ríkistjórnarflokkana hafi hangið á blá þræði í gær þá skil ég ekki hvernig viðskiptaráðherrann fékk að sér að ljúga að alþjóð, í umræðunum í gærkvöldi, að stjórnin stæði þétt saman og hefði aldrei verið samhentari en nú. Það hefði verið miklu betra fyrir hann að halda kjafti um "hið góða" stjórnarsamstarf. Tala nú ekki um eftir að er búinn að skíta svo rækilega í skóinn sinn í Glitnismálinu sem raun ber vitni. Hvernig getur það eiginlega gerst að bankamálaráðherrann kemur ekki að þjóðnýtingu Glitnis fyrr en hún er orðin að veruleika. Og þá bara til að samþykkja gjörðir Davíðs og sleikja á honum hendina í þakklætisskyni.
Eiginlega er Björgvin sá ráðherra sem ég hef orðið fyrir mestum vonbrigðum með. Hann hefur góðan talanda en orð hans eru ekkert.
![]() |
Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Festa í efnahagstjórn, stöðugleiki í efnahagsmálum, blómlegt atvinnulíf hefur verið boðskapur þinn til þjóðarinnar í rúmlega eit ár. Og þér, með leiðandi hönd Seðlabankastjóra, hefur tekist að koma okkur á bás Simbabve. Évran er komin í 156 krónur og pundið nálgast 200 kallinn og fer örugglega yfir það mark í dag.
Það er full ástæða til að óska ykkur snillingunum, Mugabe og þér, fyrir styrka efnahagstjórn á árinu.
![]() |
Krónan heldur einna verst verðgildi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Áhrifin af hruni efnahagslífsins á Íslandi eru sjálfsagt sorgleg. þó held ég að fall í farþeafjöldanum í gegnum Leifstöð sé ekki í neinu sambandi við hið frjálsa fall krónunnar.
En þarna geta Íslendingar í útlandinu stutt þjóð sína í gjaldeyrisöflun. Ég mæli með því að Íslendingafélögin á Norðurlöndum og hvar sem er, söfnuðir og kórar stofni ferðaskrifstofur sem sérhæfi sig í verslunarferðum til Íslands. Nú þegar norska krónan er komin upp í 20 krónur íslenskar og danska krónan enn meir geta Norðmenn og Danir stórgrætt á því að skreppa í Íslandsleiðangur til að kaupa jólagjafirnar. Alveg eins og við gerðum í lok síðustu aldar þegar við flykktumst til Dublin í þúsunda tali til að kaupa jólagjafir og detta íða fyrir sanngjarnan prís.
Eini mínusinn við þetta er að Danir eru svo aðhaldssamir og Norðmenn hreinlega nískir svo það er ljóst að þeir verða aldrei eins duglegir að draga krotin í Reykjavík eins og við vorum í Dublin.
![]() |
Fækkaði um 15.000 farþega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að hafa heyrt endursagnabull forsætisráðherra var fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Steingrímur var eins og venjulega neikvæður og aldrei þessu vant hund leiðinlegur. En hann bauð upp á samstarf og eins og gamall blaklandsliðsþjálfari talaði hann kjark í lið sitt.
Jóhanna sagði ekki neitt annað en að Ingibjörg væri að hressast og það er að sjálfsögðu ánægjuleg tíðindi.
Guðni Ágústsson hélt enn eina eldræðuna og viti menn, hann einn benti á einhver úrræði þó fátækleg væru. Guðni getur verið skemmtilegur ræðumaður og sjálfhælinn er hann með afbrigðum. Einhvern veginn held ég að greind Guðna haldi ekki á þingi. Það sannaði hann þegar hann sagði að þjóðin væri hnípin. Hann er enn á ungmennafélagstiginu og ætti að bjóða sig fram sem formaður Skarphéðins við fyrsta tækifæri.
Guðjón Arnar talaði, eins og alltaf, út frá hjartanu. Hann er stígvélafullur af réttlætiskennd og hún stjórnar gerðum hans. Sjávarútvegurinn er honum hjartans mál og ég er 100% saammála honum í flestum atriðum. Kvótinn var og er þjóðrán og stendst engan veginn réttindi manna til að velja sér atvinnutækifæri.
En, því miður, Geir Hilmar Haard forsætisráðherra var öruggur "looser" eftir fyrstu umræðu.
![]() |
Glitnisaðgerð ekki endapunktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.10.2008 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öll þjóðin, jafnt heima á Íslandi sem og í útlöndum, beið spennt eftir stefnuræðu forsætisráðherra. Ég og sjálfsagt flestir aðrir, áttum von á að forsætisráðherra gerði þjóðinni grein fyrir hvaða úrræði stjórnin ætlaði að grípa til að sigla þjóðarskútunni út úr "þeim miklu erfiðleikum" sem við höfum ratað í.
Í stað "stefnuræðu" flutti Geir H Haarde endursögn úr fréttum síðustu viku og endurtók að stjórnin hefði styrka hönd í efnahagsmálunum. Þar fyrir utan tíundaði hann þau frumvörp sem stjórnin fékk samþykkt á síðasta þingi í mennta, félags og sjávarútvegsmálum. Hann þau frumvörp tryggðu okkur dásemdar tíma í framtíðinni. En það kom ekki eitt orð um hvernig hann ætlaði að fjármagna góðu árin eftir að vera búinn að sigla ríkisskútunni í stóra strand í efnahagsmálum. Engin vill krónuna, engin vill nýju innlánsbréfin, engin vill treysta íslenskri ríkisábyrgð. Hvar ætlar stjórnin að fá aura til að efla gjaldeyrisforðan.
Alþjóð veit að Geir H Haarde er góður drengur. En það er bara ekki nóg til að stýra ríkistjórn. Enda er raunin sú að allar tilskipanir forsætisráðherra koma úr seðlabankanum. Geir er einfaldlega bara boðberi Davíðs. Við þurfum greinilega nýjan og sterkan forsætisráðherra.
![]() |
Miklir erfiðleikar blasa við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.10.2008 | 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar