Færsluflokkur: Bloggar
Þessi frétt var á E24 í dag. Er ekki viss um að hún sé til þess fallin að vekja samúð og auka hjálpfýsi nágranna okkar
Bilras på Island
Foto: Porsche.com
Islendingene forsøker desperat å kvitte seg med sine biler, og nordmenn står i kø for å kjøpe.
Publisert: 27.10.08 11:25, Oppdatert: 27.10.08 11:40
Ifølge Bergensavisen (BA) ligger det for øyeblikket 180 biler av merke Porsche ute til salgs på det islandske bruktbilnettstedet Bilasolur.
Bloggar | 27.10.2008 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í fréttum norska sjónvarpsins í morgun var enn fjallað um kreppuna á Íslandi og sameiginlega aðsto Norðurlandanna. Hagfræðingur nokkur sem sat fyrir í settinu hafði ekki neina sérstak samúð með landanum. Öðrum en .eim sem ekki höfðu tekið þátt í útrásinni en þurftu nú aðleggja á sig ómældar byrðar og hærri skatta til að borga fyrir spilaskuldir 20 - 30 einstaklinga semlagt höðfu Ísland undir í gamlinu ot tapað.
Alltaf koma upp sömu spruningarnar hjá útlendingunum sem reyna að greina íslensku kreppuna. Og sú er hverni í ósköpunum stóð á því að nokkrum einstaklingum tókst að leggja allt Ísland og meira til undir í stærsta spilavíti heimsins? Hvers vegna sváfu íslensk stjórnvöld á verðinum? Er það réttlætanlegt að hjálpa Íslendingum áður en þeir hafi komist að því hve tap þjóðarinnar er í raun mikið?
Jens Stoltenberg var öllu jákvæðari og að allri fændsemi og tilfinningum slepptum sagði hann að því betur sem genggi í nágrannaríkjum Noregs þeim mun betur myndi Norðmönnum vegna. Ísland er hluti af viðskiptaumhverfi konungsríkisins og því skiptir miklu máli að þar gangi efnahgaslífið vel.
![]() |
Ekki allt kolsvart á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.10.2008 | 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Held það komi engum á óvart sem fylgst hafa með Óla Bjarna þann tíma sem hann hefur verið með Brann í Bergen að stuðningsmenn liðsins velji hann leikmann ársins núna. Síðan Ólafur kom til Brann hefur hann alltaf verið meðal bestu leikmanna liðsins. Held að ég ljúgi engum þegar ég fullyrði að hann sé sá leikmaður reynst hafi liðinu best þau fjögur ár sem hann hefur verið æá launaskrá þess.
Það segir sína sögu að fyrstu tvö árin missti Ólafur ekki úr einn einasta leik, þar með taldir bikar og æfingaleikir. Ég man heldur ekki að honum hafi nokkurn tíma verið skipt útaf á þeim tíma. Það þýðir að hann lék hverja einustu mínútu sem liðið spilaði fótbolta í tvö ár. Ekki margir sem hafa náð þiem árangri.
Það hefur líka verið gaman að fylgjast með Brann liðinu þegar þjálfarinn, Mons Ivar Mjeldi, fór að gera tilraunir með því að stja Óla á bekkinn. Hann uppskar ekki mörg stig í þeim leikjum enda fór svo að Óli var plantað aftur á sinn stað í hjarta varnarinnar.
Þá er líka gaman að rifja það upp Ragnvald Soma kom úr misheppnaðri atvinnumennsku og gekk til liðs við Brann. Norskir fjölmiðlar héldu ekki vatni yfir Soma sem sagður var besti miðvörður í norska boltanum. Leik eftir leik ar Soma hafinn upp til skýjanna í einkunnagjöf blaðanna þegar hann í raun var oftast í skugga Óla. Svo fór að Sóma fór til Viking í Stavanger þar sem lítð hefur til hans spursts. Í stað han kom Kristján Örn Sigurðsson í miðvarðarstöðuna með Óla og þeir sem fylgst hafa með norska boltanum þekkja þá sög vel. Arnarhreiðrið í Brannvörninni er besta miðvarðarpar í deildinni hér.
Ólafu Örn getur verið stoltur yfir kjöri stuðningsmanna Brann. Hann á heiðurinn svo sannarlega skilið. Allir sem þekkta Óla samgleðjast honum og eru stoltir stráknum.
![]() |
Ólafur Örn leikmaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.10.2008 | 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Xabi Alonso hafði rétt fyrir sér í vikunni egar hann sagði að hann og félagar hans myndu leggja The Blues á Brúnni. Enda tími til kominn. Held bara að þetta sé fyrsti sigur Benitez á Chelsea í deildinni. Þar með er karlinn búinn að brjóta þykkan ís sem hlýtur að auka honum og liðinu sjálfstraustið sem var nú bara nokkuð fyrir.
Fyrir utan sigurinn finnst mér gott að sjá hvað Riera er að koma vel inn í liðið. Það var heldur ekki til að eyðileggja að heimaliðið fékk ekert nema hálffæri og varla það.
En meðan við smælum kringum allan hausinn er ég smeykur um að í húsi einu á Reyðafirði sé húsbóndinn með skeifu og spili tregafullan suðurríkjablús og svelgi honum niður með landaglasi.
![]() |
Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.10.2008 | 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fer ekkert á milli mála að kjósendur eru að refsa Sjálfstæðisflokki og Framsókn fyrir stjórnun efnahagsmála síðustu þrjú kjörtímabilin. Og það er vel.
Nú hefur Framsókn verið í stjórnarandstöðu í rúmlega eitt ár og enn heldur fylgið áfram að hrynja af flokknum. Eitt prósent flýr flokkinn í hvert skipti em Brúnastaðanautið baular. Staða flokksins sýnir að traust sveitamanna á gömlu gildum flokksins er horfið með öllu. Engin ber traust til Guðna sem hegðar sér eisn og trúður í hvert sinn er hann er ávarpaður af fréttamönnum. Guðni, Jón Sigurðsson, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir eru öll þingmenn sem fyrirgerðu trausti almennings á flokknum.
Sjálæfstæðisflokkurinn fær líka að að finna til Tevatnsins. Eftir að hafa borið höfuðábyrgð á stjórn efnahagsmála síðustu 17 árin er þjóðaskútan strönduð. Síðasta mánuðinn hefur mannbjörg staðið yfir en skipstjórnn og Seðlabankastjórninn eru enn að þvælast fyrir björgunarmönnum. En það er lítilmannlegt að kenna bara Davíð og Geir um hvernig komið er. Nokkrir af núverandi ráðherrum flokksins eiga að vera í pakkanum sem reka á úr stöðum sínum um leið og sjóinn lægir á strandstaðnum. En Geir, sem yfirmaður Seðlabankans, átti auðvitað að láta það verða sitt fyrsta verk að reka ala seðlabankastjóranna á fyrsta degi eftir Glitnisnóttina.
Vinstri Grænir koma sterkir út könnuninni. Það er svo sem eðlilegt því fólk leitar gjarnan til félagshyggjunnar þegar á móti blæs í markaðssamfélaginu. Því er alltaf þörf fyrir sterkan félagshyggjuflokk. Og VG gæti verið mun sterkari en til þess að svo megi vera þarf flokkurinn að losa sig við lýðskrumara eins og Ögmund Jónasson. Ég treysti ekki orði af því sem sá maður lætur út úr sér.
Mest er ég þó hissa á góðu gengi míns flokks, SF, í könnuninni. Mér finnst flokkurinn hafa staðið sig afar illa í stjórnarsamstarfinu. Er bara eins og Framsókin, hjáleiga á Sjálfstæðissetrinu. Þá finnst mér Björgvin, bankamálaráðherra, hafa staðið sig dapurlega í ráðuneyti sínu. Ef hann hefur ekki sofið þetta rúma ár í ráðherrastólnum hefur hann alla vega verið með lokuð augun. Hann ber ekki litla ábyrgð á gjaldþroti bankanna. Þegar farið verður að reka menn fyrir vanrækslu í starfi á hann að sjálfsögðu að fylgja með.
Mér finnst líka slæmt að sjá hrun Frjálslyndra. Guðjón Arnar hefur haft margt gott til málanna að leggja. Hann er traustur í þeim málaflokki þar sem hann hefur gert að sínum, nefnilega sjávarútveginum. En það er hans ólán að sumir þingmanna flokksins eru ekki boðlegir á Alþingi. Þá hjálpa sífelldar innanhússerjur ekki til við að efla flokkinn út á við.
Umburðarlyndur miðju-hægri flokkur á svo sannarlega rétt á sér. Þó maður sér vinstrisinnaður vill maður eiga kost á sanngjarnri gagnrýni úr öðrum áttum líka. Það er jú hornsteinn lýðræðisins.
Annars hafa mótmælin í gær vakið athygli í skandinavísku pressunni. Læt hér fylgja link inn á lítið innslag í Aftenposten.
http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2733879.ece
![]() |
Minnihluti styður stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.10.2008 | 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aldrei þessu vant fannst mér Illugi Gunnarsson koma dálítið dapurlega út í Silfrinu í dag. Hefur oft verið snjallari og beittari í pólitískum umræðum. Hann tók ekki á sig ábyrgðina afg því að ljúga að tugþusundum Íslendinga að hagkvæmast væri að taka peningana sína út af sparíreikningum og setja þá í hlutabréfasjóði sem nú eru að mestu gufaðir upp.
Hann hafði þó lög að mæla þegar hann sagði óheppilegt að hafa þingmenn í stjórnum bankasjóðanna. Í framhaldi af því hefði Egill átt að spyrja hann hvað honum fydist um að stjórnmálamenn sitji í stöðum bankastjóra. Ef sæti í sjóðsstjórnum er óheppilegt hlýtur Illuga að finnast óhæft að stjórnmálamenn planti sér í bankastjórastöður þegar þeir gerast uppgefnir á þinginu.
Annars fannst mér innlegg Guðmundar Magnússonar í Silfrið einstaklega gott og það skemmdi ekki fyrir að það var líka skemmtilegt.
![]() |
Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.10.2008 | 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru orðin allmörg ár síðan Japanir fóru að veiða túnfisk í hafinu suður af Íslandi. Mig minnir að einhverntiman hafi íslenksir bátar gert einhverjar tilraunir með slíkar veiðar en svo virðist sem þær hafi eitthvað klikkað. Allavega heyrir maður ekkert um islenska túnfiskveiðibáta.
Þegar Japanir sjá ástæðu til að senda skip sín alla leið á Íslandsmið til þess að veiða túnfisk ætlar maður að þeir hafi góðan hag af því. Þess vegna finnst mér það gráupplagt, nú þegar við þurfum fjölbreytni í atvinnulífið, gera alvöru tilraun til túfinfiskveiðar á ný. Ef Japanir sjá sér hag í að senda skip sín fleiriþusund sjómílur til túnfiskveiða ætti okkar hagur að verða ennþá meiri ef við getum stundað þessar veiðar með árangri aðeins nokkur hundruð mílum undan ströndum landsins.
![]() |
Ágætis búbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.10.2008 | 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var auðmjúkur og ábyrgur Bakkavararbróðir, Lýður Guðmundsson, sem sat fyrir svörum hjá Birni Inga í markaðnum í dag. Lýður viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð. Hann, bróðir hans og sjálfsagt margir fleiri róa lífróður í því að bjarga fyrirtækjum þeirra. Öfugt við yfirmennina á Andrea Doria, sem hlupu fyrstir frá borði eftir áreksturinn við Stokholm á sínum tíma, hafa þeir ákveðið að stýra fleyinu þar til það kemst í örugga höfn eða yfir lýkur.
Lýður segir að það hafi verið mikil mistök að færa ekki höfuðstöðvar Kaupþings til útlanda. Það er örugglega rétt hjá honum. En hversu rosaleg eru þá mistök Seðlabankans sem neitaði íslensku bönkunum að gera upp í evrum. Bara það eitt hefði þytt að við sætum ekki uppi með 3 gjaldþrota banka í dag. Við værum heldur ekki með hjartað í hálsinum yfir einhverjum bankareikningum í Englandi og Hollandi sem hugsanlega getur kostað tvær næstu kynslóðir ill viðráðanlega skuldaklafa.
Forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, fjármálaeftirlit og seðlabankastjórnin ber hér ekkert minni ábyrgð en útrásarhöfðingjarnir. Eftirlit þeirra brást. þeir eru allir sekir um vanrækslu í starfi meðan útrásarvíkingarnir eru sekir um græðgi og siðleysi. Munurinn er sá að þá er ekki hægt að sækja að lögum en það er aftur á móti hægt við þá sem sýna vanrækslu í starfi.
Því ber að taka hressilega til í æstu stöðum þjóðfélagsins er mesta storminn hefur lægt.
![]() |
Mistök að færa Kaupþing ekki úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.10.2008 | 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hann er mikil höfðingi hann Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Honum líst bara vel á nýju efnahagsstefnu ríkistjórnarinnar og segir hana framsækna og verðskuldi aðstoð frá IMF.
Ég skil ekkert í Steingrími S. og Guðna Á. sem sífellt nöldra yfir öllu sem stjórnvöld gera. Sérstaklega finnst mér aftstaða Guðna fjósamanns fáránleg og vanþakklát. Samfýlkingin tekur nú þátt í því að þrífa skítinn sem hann skildi eftir sig þegar Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að fá nóg af honum og hinum í nautgripahjörðinni í Framsóknarfjósinu.
Steingrímur ber náttúrulega enga ábyrgð á ástandinu í dag. En hann notar að sjálfsögðu hvert tækifæri sem býðst til að nöldra enda er hann fæddur atvinnunöldrari. Hann er samt af og til skemmtilegur og oftast heiðarlegur. Því miður er hann oftast allt of forn í hugsun og hætti. Með hann við stjórnvölinn væri þjóðin sennilega landbúnaðarsamfélg með útræði frá einstaka jörðum er lægju heppilega við ströndina. Engin kringla hefði risið heldur hefðu Silla og Valda búðirnar enn verið helstu matvörumarkaðir Reykvíkinga og fötin keyptu menn í Herradeild PÓ og Dömubúðinni.
Kaupfélögin og pöntunarfélögin væru stolt landsbyggðarinnar og auðviða sláturhúsin þar sem þau væru að finna. Sláturtíðin væri hávertíðartími þjóðarinnar með rómantískum mómentum eins og fók upplifði á sídarárunum á sínum tíma.
Samfélagsmynd Steingríms er gamaldags. En hún er betri en það samfélag sem við erum nú að ganga inn í. Bjartur í Sumarhúsum blívur. Alltaf.
![]() |
Framsækin efnahagsáætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.10.2008 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bretar hafa alltaf verið sjálfum sér líkir. Þeir voru fljótir að gleyma að það voru Íslendingar sem héldu lífinu í tugþúsnda landa þeirra í stríðinu er þeir lögðu sig í lífshættu við að sigla með fisk til þeirra. Og margir týndu reyndar lífinu er þeir sigldu með þorsk handa hungruðum Bretum.
Bretar eru einhverjir verstu nýlendukúgarar sem heimurinn hefur séð. Heimsveldisraumur þeirra rak þá áfram í Asíu, Afríku, Ástralíu og Ameríku þar sem mörkuð leið sína með morðum á innfæddum, ránum og rupli ásamt þeirri ómennsku sem við sjáum enn til þeirra á suðrænum sólarströndum. Þar verða þeir sér ævinlega til skammar.
Nú er England ekki heimsveldi lengur. Þess vegna líður þeim illa. Mjög illa. Og til að fá útrás fyrir ergelsi sitt ráðst þeir nú á minnsta sjálfstæða ríki Evrópu, Ísland. Landið sem þeir hafa skuldbundið sig verja í stríði. Þjóðina sem bjargaði hundruðum þúsunda þeirra frá hungurmorði er þeir áttu erfitt.
Englendingar eru einfaldlega ómerkileg þjóð sem við eigum að reyna að hafa sem minnst samskipti við.
![]() |
Einhverjir hættir að selja fisk til Bretlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.10.2008 | 09:25 (breytt kl. 09:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar