Íslenskur þorskur bjargaði hungurmorða Bretum

Bretar hafa alltaf verið sjálfum sér líkir.  Þeir voru fljótir að gleyma að það voru Íslendingar sem héldu lífinu í tugþúsnda landa þeirra í stríðinu er þeir lögðu sig í lífshættu við að sigla með fisk til þeirra. Og margir týndu reyndar lífinu er þeir sigldu með þorsk handa hungruðum Bretum.

Bretar eru einhverjir verstu nýlendukúgarar sem heimurinn hefur séð. Heimsveldisraumur þeirra rak þá áfram í Asíu, Afríku, Ástralíu og Ameríku þar sem mörkuð leið sína með morðum á innfæddum, ránum og rupli ásamt þeirri ómennsku sem við sjáum enn til þeirra á suðrænum sólarströndum.  Þar verða þeir sér ævinlega til skammar.

Nú er England ekki heimsveldi lengur.  Þess vegna líður þeim illa.  Mjög illa. Og til að fá útrás fyrir ergelsi sitt ráðst þeir nú á  minnsta sjálfstæða ríki Evrópu, Ísland.  Landið sem þeir hafa skuldbundið sig verja í stríði. Þjóðina sem bjargaði hundruðum þúsunda þeirra frá hungurmorði er þeir áttu erfitt.

Englendingar eru einfaldlega ómerkileg þjóð sem við eigum að reyna að hafa sem minnst samskipti við.


mbl.is Einhverjir hættir að selja fisk til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Þór Guðbjartsson

legg til að við förum af stað með klippurnar aftur og skerum Bretland úr öllu sambandi við umheiminn, þ.e. skerum á sæstrengina þeirra og gerum Wall Street rafmagnslausa og þar með blanka

Hjörtur Þór Guðbjartsson, 25.10.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Heidi Strand

Íslandsmiðin bjargaði líka mörgum norðmenn.

 Eiginmaður vinkonu okkar frá vesturströnd Noregs sagði okkur að föður hans hafði mest sinar tekjur úr veiðum við Ísland.

Heidi Strand, 25.10.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Dunni

Fyrstu Norðmennirnir sem ég kynntist voru einmitt sjómenn sem fiskuðu við austurstrændina og komu inn á Eskifjörð eftir vatni og vistum.  Þá fékk maður flatbrauð hjá kokkunum og þotti það veislufóður.  Norsararnir voru fínir karlar. 

Dunni, 25.10.2008 kl. 09:47

4 identicon

Það hefur verið heldur betur tilbreiting frá útsæðinu að geta skellt í sig fladdaranum!

viðar (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Dunni

Það  var það félagi. Tala nú eki um ef maður átti fyrir einni kók til að skola því niður með.

En svona fenguð þið náttúrulega adrei þarna hinu meginn við Hólmatindinn.  Norsararnir nenntu aldrei að sigla inn á Búðareyri.

Dunni, 25.10.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband