Passíft ESB

Það var svo sem ekki við því að búast ESB tæki afstöðu með eða á móti í deilunni við Breta.  En þð  var samt sjálfsagt af Geir að tjá framkvædastjórninni óánægju okkar með grímulsaut ofbeldi Gordons.

En það verður fróðlegt að vita hvaða augum höfðingjarnir í höfuðstöðvum NATO líta á þegar ljónið í sambandinu gerir árás á músina.  Verður það ekki eins og í þorskastríðunum?  Þeir snúa höfðinu í hina áttina til þes að styggja ekki Breta.

Það verður því gaman að fylgjast með samningaviðræðunum í Moskvu og hvað út úr þeim kemur.  Það er ekki víst að það verði NATO genginu þóknanlegt. Og það gerir bara ekkert til.  NATO á nákvæmlega ekkert inni hjá Íslendingum


mbl.is ESB blandar sér ekki í deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemi

"Ég fagna þessari ákvörðun seðlabankans mjög. Mér finnst hún mjög skynsamleg í ljósi aðstæðna.“

 Svo mælir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, um stýrivaxtalækkun Seðlabanki Íslands.

 Ég efast ekki um að jörgvin trúir á skynsemi þeirra í Seðlabankanum. Hún er sjáfagt til staðar. Hitt er annað málá þessi stýrivaxtalækkun kemur allt of sient og er alltof lítil.  Það bendir til að djúpst sé á skynsemi þeirra í bankanum.

En batnandi mönnum er best að lifa.  Þetta er eina lífsmarkið sem sést hefur í Seðlabankanum síðan hann rústaði efnahag þjóðarinnar með þjóðnýtingu Glitnis. Mér finnst tími til kominn að Björgvin fari nú að taka undir orð formanns síns og utanríkisráðherra um að fjarlægja beri þessa ofur skynsömu Seðlabankastjórn.  Eða er Björgvin kannski genginn í Sjáfstæðisflokkinn og ætlar að hasla sér völl í hinum fámenna  Davíðs-Geirs  armi frjálshyggjuflokksins?

  


mbl.is Skynsamleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gabbaði Davíð þjóðina í Kastljósinu?

Í ljósi þess að fulltrúar stjórnvalda eru núna betlandi um peninga á a.m.k. þrem stöðum í heiminum veltir maður fyrir sér hvort Davíð Odddson bara bullaði í Kastljósinu fræga þegar hann sagði "Við borgum ekki" og brosti út að eyrum.

Allt átti að vera svo auðvelt þegar búið væri að skera útlendu rekstrareiningar bankanna frá þeim íslensku og skilja skuldirnar eftir hjá hinum heimsku Evrópubúum sem voru svo vitlausir að treysta Íslendingum.  Erlendu skuldirnar áttu sem sagt að vera vandamál Englendinga, Dana Norðmanna, Hollendinga o.s.frv.  meðan íslenska þjóðin gat setið glöð og skuldlaus heima og hlegið að sauðahjörðinni í útlöndum sem sat uppi með skuldir bankanna.

Svo viðriðst sem þetta hafi ekki gengið eftir.  Við erum sem sagt að reyna  að verða okkur út um gjaldeyri í Rússland, Danmörku og Noregi sem og hjá IMF.  Allt er þetta lánsfé sem þýðir, öfugt við það sem Davíð sagði, að þjóðin, sem nú er skuldlaus við útlönd, verður sokkin upp að eyrum í erlendum skuldum þegar öll þessi lán eru komin í höfn. 

Sem dæmi  um Rússalánið, upp á 4 milljarða evra, mun það skilja hvert einasta mannsbarn á Íslandi eftir með 2.4 milljón króna skuld við risaveldið í austri.  Talan er fengin miðað við að NOK sé 20 ÍKR.  Það er að öllum líkindum of lágt reiknað þar sem ekkert gengi er á íslensku krónunni í Noregi núna.

Það er því deginum ljósara að Davíð reyndi að slá ryki í augu fólks þegar hann útlistaði fyrir þjóðinni og greinilega Brown og Darling líka, að við yrðum skuldlaus þjóð sem stæði betur eftir töfralausnir Seðlabankans en nokkurn tíman áður.   Allt bendir til að íslenska þjóðin sé að fara inn í svartasta skuldatímabil á lýðveldistímanum og sjálfstæði þjóðarinnar er að veði.

Davíð skuldar þjóðinni skýringar og það afdráttarlausar.  Það bendir óneitanlega til að Davíð hefur áttað sig á mistökum sínum og glapræði að erlendumfjölmiðlum hefur ekki tekist að fá hann í viðtöl síðan um mánaðamót. Hann getur einfaldlega ekki varið gjörðir sínar fyrir umheiminum. Hann hefur rúið þjóðina trausti á erlendri grund. Sjálfur er hann rúinn trausti bæði heimafyrir og um heim allan. Hann á að sjálfsögðu að sjá sóma sinn í að segja af sér áður en hann gerir illt verra. 

PS. Ef ég ætla að græða á því að borga íslenska Visareikninginn með því að borga með NOK fer greiðslan mín aldrei lengra en í norska viðskiptabankann.  Þar er sendingin gerð upptæk til að borga skuldir íslensku bankanna í Noregi. Svona er að vera íslendingur í útlöndum í dag.

 

 

 


mbl.is Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arkitektinn ber ábyrgðina

Ekki er ég maður til að dæma um hvort Landsbankinn hafi brotið lög eða ekki.  Alveg ljóst er að forráðamenn bankans fóru heldur óvarlega svo maður tali ekki í sterkari orðum. 

En kjarna vanda íslensku þjóðarinnar í lýst vel og skilmerkilega í yfirlýsingu bankans.

"Þegar Glitnir var þjóðnýttur þann 29. september fór af stað atburðarrás sem markar djúp spor í sögu fjármálageirans á Íslandi. Lánshæfismatsfyrirtæki lækkuðu einkunnir sínar á öllum íslensku bönkunum, lánalínur voru dregnar til baka, krónan féll og erlendir aðilar hófu að selja frá sér íslenskar eignir þótt stöndugar væru. Fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi og erlendis náði nýjum hæðum. " 

Arkitektinn að þessum gjörningi ber höfuðábyrgð á efnahgskreppu þjóðarinnar nú.


mbl.is Landsbankinn: Engar reglur voru brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur með tóma vitleysu

Ég hef aldrei verið í sama bát og Vilhjálmur Egilsson á hinum pólitíska sjó. Hitt er annað mál að ég hef alltaf lagt við hlustirnar þegar hann hefur eitthvað fram að færa því það er sem oftast einhver broddur og góðar hugmyndir í því sem hann segir.  En í kvöld brást honum algerlega bogalistin er hann átti að rökræða við Ögmund um IMF.  Því miður mætti Vilhjálmur algerlega óundirbúinn í Kastljósið og bullaði gamla frjálshyggjufrasa.

Ögmundur mætti hins vegar stígvélafullur af upplýsingum í þáttinn.  Vitnaði í nýjustu skírslu sjóðsnins þar sem tíunduð eru þau skilyrði sem sjóðurinn setur þeim löndum sem hann kemur til hjálpar.  Auðvitað er ástandið öðruvísi hér á landi en í Mósabík og Argentínu. En það eru litlar líkur á því að sjóðurinn bylti vinnureglum sínum þegar hann ætlar að hjálpa Íslandi. 

IMF leggur höfuð áherslu á frjáls markaðviðskipti og sem allra minnst afskipti ríkisins af viðskiptalífinu.  Við erum einmitt að ganga í gegnum reynsluna að því núna.  Og okkar litla hagkerfi þoldi einfaldlega ekki frjálshyggjuna  Blaðran sprakk og efnahagur þjóðarinnar fauk út í veður og vind.  Við þurfum ekki á IMF að halda til að endurreisa það kerfi aftur.  Við þurfum að líta til Norðurlandanna sem búa við miklu blandaðra hagkerfi en við. 

Í Noregi er kreppa. Og hún kemur illa við bankana. En hér er stöðugleiki. Ríkið á um 30% í stærstu bönkunum og hefur því fulla yfirsýn um hvað er að gerast á markaðnum.  Gengið er nokkuð tryggt og verðbólga í lágmarki. Ríkið á nægan gjaldeyri og ekki er hætta á stöðvun hjóla atvinnulífisins og fjöldaatvinnuleysi.  Ljóst er þó að atvinnuleysi mun aukast og það mest á kostnað útlendinga sem komið hafa í haugum hingað til að vinna í byggingariðnaðinum.

Noregur nær sér út úr kreppunni á 2 - 4 árum meðan Ísland verður að eyða 10 - 20 árum í að koma þjóðinni aftur á það efnahagsstig sem hún var á fyrir ári síðan.  Þökk sé stöðugleika í efnahagskerfinu.


mbl.is IMF tilbúinn að hjálpa Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar betla á Rauða Torginu

Meðan hjólið virðist vera farið að snúast á ný í flestum löndum heims er það ekki svo á Íslandi sem sent hefur nefnd til að betla í Moskvu.  Þetta var tónninn í kvöldfréttatíma TV2 í Noregi í kvöld. Ekki sérlega uppörvandi en við þetta megum við búa enn um sinn og kannski í lengi.

Eitt er víst að uplýsingar sem þjóðin hefur fengið bæði frá stjórnvöldum og Seðlabanka eru afar yfirdrifnar.  Rússar kannast alla vega ekkert við að samningaviðræður séu komnar í gang heldur staðfesta að þreifingar séu í gangi Sigurður Sturla staðfestir það með því að segja að ekkert liggi fyrir.  Enn vitum við sem sagt ekkert um hvort Rússalánið verður að veruleika og ef svo verður hvað sá veruleiki kemur til með að kosta þjóðina.

Nú eru liðnar tær vikur frá því efnahagur Íslands var lagður í rúst og enn hafa stjórnvöld ekkert í hendi sem þau geta vísað í sem árangur af því "mikla" starfi sem þau hafa unnið það þessum tíma.

Ég efast ekki um að þau hafa lagt marga klukkutíma í björgunaraðgerðirnar. En nú er ég farinn að halda, eins og margir sem fjalla um krepppuna á Íslandi, hafi enn ekki fundið neina leið að lausninni.  Báturinn er á reki flatur fyrir vindi.  Það er ekki góð sjómennska. 

 


mbl.is Ekkert liggur fyrir í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðtogar rokksins

Ég las skemmtilegt blogg á síðunni hans Jens Guð. Er reyndar búinn að lesa það tvisvar.  Það fjallaði um kosningu breska tónlistatímaritsins, NME, á fremstu leiðtogum rokkhljómsveitanna gegnum tíðina  

Það er allataf gaman að velta svona kosningum fyrir sér. Þær vekja upp miklu fleiri spurningar en þær svara. Enda eru ær enginn stórisannleikur, sem betur fer. Annars væri tónlistarheimurinn bæði í mónó og sauðalitunum og ekki hlustað á aðra sveit en Bítlana.

Mér þótti vænt um að sjá Marc Bolan, sáluga þarna meðal þeirra fremstu.  Hann var ótrúlegur snillingur. Það varð ég að viðurkenna þó það tæki mig langan tíma. Því miður féll hann í valinn fyrir þjóðveginum alltof snemma. Tónlist T-Rex var léttrokkað popp, aðeins prog einstaka sinnum en vöru,erkið var taktfastur og góður trommu/bassaleikur ásamt gítarriffunum hjá Bolan. Var svo hepinn að ná mér í hörku safndisk með sveitinni í London fyrir ca 10 árum. Þar eru öll lögin "uppáhaldslög"

Steve marriottÉg sakna hins vegar að sjá ekki Steve Marriott, Small Faces leiðtogann, á listanum. Hann var einn allra mesti karakterinn í bresku rokki á sínum tíma. Líka eftir að hann stofnaði Humble Pie með undrabarniu frá Heard, Peter Framton.  Sá stóð allan tíman í Skugga Marriott meðan þeir voru báðir í HP.  Humple Pie varð ekki gömul hljómsveit.  Þeir Framton og Marriott vildu báðir verða leiðtogar og þá rimmu vann Marriott.  Hljómsveitin leystit upp og í stað "heavy rock" snéri Steve Marriott sér að blues tónlist og blúsuðu poppi.  Hann harðneitaði alla tíð að spila Small Faces lögin á tónleikum aðdáendum sínum til mikilla ama.  En bautasteinn hans er sá að allt sem hann gerði var meira en í meðallagi gott.  Marriott lést í eldsvoða á sveitasetri sínu á  Englandi í apríl 1991.  Hvet alla áhugamenn um breska rokkútrásina að kynna sér Steve Marriott rækilega.

Þá finnst mér líka að T.Y. A. höfðinginn hefði vel getað verið í þessum hópi.

Svo langar mig til að nefna einn sem alla tíð hefur verið vanmetinn.  Það er sjálfur Mick Ronson.  Maðurinn á bak við David Bowie. Sá er í raun á stærstsa þáttinn í lagasmíðurm Bowie í upphafinu. Sá er var primus motor í bandinu á sviði og lagði sitt af mörkum í hljóðverinu líka.  Eftir að Bowie rak hann úr sveit sinni hefur hann aldrei gert plötur í sama gæðaflokki og þá ef frá eru talin Heros þar sem hann réði litlu sjálfur en Brian Eno öllu. Eno gerði reyndar 3 plötur með Bowie en hinar tvær standa Heros langt að baki.

Eftir að slitnaði upp úr samtarfinu við Bowie lék Ronson inn á tvær sólóplötur sem báðar eru virkilega góðar.  Mæli með Play Don't Worry.  Hörku fínn diskur það.  Þá vann hann mikið með Ian Hunter og Mott The Hopple genginu. Hopple var ein skemmtilegasta rokkband Breta á sínum tíma og Hunter platan, All American Ailien Boy, með þeim betri í þeim geira rokksins. 

Mic Ronson er látinn. Skömmu áður en hann dó gerði hann upp feril sinn í viðtali í bresku músikkblaði.  Þar kvaddi hann David Bowie og kallaði hann "pínu lítinn karl.

Þá held ég að aldrei verði hægt að ganga fram hjá Alvin Lee, foringja Ten Years After, þegar leiðtogar rokksins eru dregnir fram í sviðsljósið. T.Y.A. sló eftirminnilega í gegn á Woodstokk tónleikunum og þar sýndi Lee að hann er enginn meðalskussi á gítar.  Sólóið í "I'm Going Home" er í safni 100 bestu gítarsóla sem ég held að hafi verið safnað saman af NME.

Gæti sjálfsagt haldið áfram að velta mér upp úr minningunum langt fram á kvöld en læt hér staðar numið að sinni og nýt þess að hlusta á Steve Marriott á "SCRUBBERS" diksinum sem vinur hans Tim Hinkley setti saman úr efni sem Marriott lét eftir sig er hann kvaddi jarðvistina.

 Setve Marriott var og er kallaður "The little lad with the big voice" enda einn allra besti rokksöngvari sem dregið hefur andann á jörðinni.  (Ekki lítil fullyrðing þetta)Smile

osearch?q=Steve+Marriott&rls=com.microsoft:*:IE-SearchBox&ie=UTF-8&oe=UTF-8&sourceid=ie7&rlz=1I7DANO&um=1&sa=X&oi=video_result_group&resnum=4&ct=title#

 


Rasmussen á réttir braut

skjaldarmerkiAnders Fogh Rasmussen hefur margt látið út úr sér síðan hann varð forsætisráðherra í Danmörku og ekki allt þótt jafn gáfulegt.  En karlinn hefur unnið sig upp í áliti meðal þjóðarleiðtoga í Evrópu og nú er svo komið að menn eru farnir að hlusta þegar danskurinn opnar á sér munninn.

Anders er ekki eini ESB-leiðtoginn sem hefur viðrað þá hugmynd að Danmörk væri betur komin nú með evruna með sem gjaldmiðil.  Flestir leiðtoga ESB landanna sem ekki hafa evruna eru á sama máli.  Menn gera sér grein fyrir því að sterkur og trúverðugur gjaldmiðill er nauðsynlegur. 

Af hverju gera íslensk stjórnvöld sér ekki grein fyrir því sama. Erum við alltaf að finna upp hjólið og telja sjálfum okkur trú um við séum bestir.  Nú er komið í ljós að við höfum verið vitlausastir allra í viðskiptalífi Evrópu.  Ekker land í veröldinn fer eins illa út úr kreppunni eins og litla Ísland sem átti að vera fyrirmynd heimsins um heilbrigði markaðrins og nýfrjálshyggjunnar.

Norska blaðið VG gerði efnahagshrunið á Íslandi að umtalsefni um helgina.  Þar er ástandinu á Íslandi líkt við Þýskaland á millistríðsárunum. Reyndar tók VG fram að þeir reiknuðu ekki með að Íslendingar þyrftu að aka fullum pokum af peningaseðlum í hjólbörum í bakaríið til að kaupa fransbrauð en bentu líka á að ekki þyrfti mikið til að svo yrði.

Eins og í Þýskalandi eftir fyrrastríðið er hér mjög há verðbólga.  Verðlaus gjaldmiðill og fyrirséð atvinnuleysi. þó svo að sjálfstætt ríki geti aldrei orðið raunverulega gjaldþrota telja Norðmenn Ísland eins nálgæt gjaldþroti og komist verði.  Og fari svo að Ísland velji að leita á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þá fúm við ekkert öðruvísi meðhöndlun en þau lönd S-Ameríku og Afríku hafa fengið. Efnahagsstjórnin flyst úr höndum Íslendinga og yfir til sjóðsins.  Þetta þýðir að við töpum hluta sjálfstæðis okkar.

VG líkir ástandinu á Íslandi við ástandið í Bandaríkjunum að því leyti að við lifðum um efni fram á erlendum lánum.  Það hafi komið íslensku þjóðinni verulega á óvart hvað útrásarvíkingarnir hefðu greitt sjálfum sér í mánaðrlaun.  Nákvæmlega eins og bandarískur almenningur trúði hvorki eyrum sínum né augum þegar hann komst að því hve bankastórar þeirra tækju sér í laun.  Munurinn væri þó sá að bandaríska efnahhgskerfið er það stærsta í heimi meðan það íslenska er það minnsta.

 Að lokum spáir VG því að æði stór hluti hinna 300 þúsund Íslendinga eigi fyrir höndum harðan vetur. Allt vegna þess að stjórnvöld og efnahagsráðgjafar þeirra hlustuðu ekki á fjölmargar viðvaranir sem þeim bárust.

   

 


mbl.is Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun hlutabréfavisitölunnar á Íslandi

Meðan hlutabréfavísitalan er á hraðri uppleið um allan heim steinsekkur sama vísitala á Íslandi. Ekki nærri allir bankar í Noregi vilja versla með íslenskar krónur þrátt fyrir að stjórnvöld segðu að við gætum verslað hindrunarlaust út á kortin okkar frá og með í gær.

Munurinn á hlutabréfavísitölunum í Ósló og Reykjavík er heil 88%.  Í Ósló hækkaði vísitalan um 12% meðan hún hrundi um 76% í Reykjavík.

Það er greinilegt að fjármálapólitíkin sem íslenska ríkistjórnin fylgir nýtur einskis trausts. Ekki heima fyrir og alls ekki í Evrópu.  Íslenski Seðlabankinn er rúinn öllu trausti og fátt bendir til að Ísland verði ekki Aljóðagjaldeyrissjóðnum að bráð með tiheyrandi takmörkuðu fullveldi. 

Það sem verst er að enn nýtur Seðlabankastjórnin fulls trausts forsætisráðherrans. Meðan svo er er engin hætta á að íslenska þjóðin endurvekji það trúnaðartraust sem hún hafði allt þar til í vetur. Við höldum áfram að vera Zimbabwe Evrópu heimiliskött í forsætisráðuneytinu og mugabe í Seðlabankanum

 http://e24.no/boers-og-finans/article2711773.ece


Einn gám af rúblum takk

Nú er þriðjudagurinn loksins runninn upp og okkar menn komnir til Moskvu til að verða okkur úti um rúblur.  Ég man þá tíð að rúblan var ónýtur gjladmiðill fyrir okkur sjómennina. Við eyddum algeru lágmarki af laununum til að kaupa rúblur þegar við komum til Arkhangelsk á Mælifellinu í júní 1966. En við óðum í rúblum þegar við komum í land.  Við seldum nefnilega heimamönnum nælonskyrtur, gallabuksur, amerískt tyggjó og sígarettur. Síðast en ekki síst þá yrðu nælonsokkarnir, sem við keyptum í kaupfélaginu á Djúpavogi. Við keyptum upp allan nælonsokkalagerinn á Djúpavogi.  Þá voru nenfilega komnar nælon-sokkabuxsur og því vildi engin kona á Djúpavogi lengur ganga í nælonsokkum og alls ekki nælonsokkum með saumi.  Þeir þóttu lummó fyrir austan.

Þessi viðskipti okkar við heimafólk voru okkur afar hagkvæm. Við drengirnir lifðum eins og greifar í borginn þá fáu tíma sem við máttum vera í landi.  Við urðum náttúrulega að passa að taka ekki alltof mikin gjaldeyri með okkur í land því ef löggan nappaði okkur með fleiri rúblur í vasanaum en við höfðum fengið við komuna láum við illa í því.  Gátum átt á hættu að verða settir inn og vægasta refsingin var að við fengum ekki að fara meira í land.  Landgöngupassinn var tekinn af okkur.

Verð að segja að þetta voru spennandi tímar. Við vorum aldrei í vandræðum með félagsskap innfæddra sem lögðu mikið í sölurnar fyrir tyggjó og nælonsokka. Ég komst m.a. inn á rússneskt heimili að kvöldlagi og það var reynsla sem ég seint gleymi ef þá nokkurn tíman. En ekki orð meira um það.

Þessi færsla er nú orðin að allt öðru en ég ætlaði mér í upphafi. Þetta átti að sjálfsögðu að vera afar alvarleg færsla um mikilvægi þjóðarinnar að fá svona sirka einn gám af rúblum í gjaldeyrishirslur Seðlabankans okkur til hjálpræði á komandi mánuðum.  En þegar við fórum frá Arkhangelsk skipti það öllu máli að ná að eyða hverri einustu rúblu sem við áttum í fórum okkar. Þær voru gersamlega verðlausar um leið og við komum út fyrir rússnensku  landhelgina.  Alveg eins og íslenska krónan í dag, 42 árum síðar.

  


mbl.is Viðræður við Rússa hefjast í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband