Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

GRINDAVÍK

Eignlega hefði ég verið glaður hvernig svo sem þessi leikur hefðu farið. Er jú fæddur í KR  en hef stóran hluta af hjartanu í Grindavík eftir 12 ár og þar af æði mörg ár í UMFG.

 Það gladdi mig líka verulega að hve Íslendingarnir stóðu sig vel í norska boltanum um helgina og í dag. Veigar Páll misnotaði að vísu vítaspyrnu gegn FFK en Stabæk vann 5 - 1 þar sem veigar lagði upp 3 mörk og Garðar Jóhannsson skoraði mark FFK.  Þá Skoraði Indriði, aldrei þessu vant, fyrir Lyn  og Elmar átti flottan leik þegar Lyn lagði Strömgodset.

Óli Bjarna gerði ein mistök í Brann vörninni og þau ksotuðu mark þegaar Brann tapaði fyrir Álasundi. En eftir að Krisján Örn kom inn í vörnina í seinni hálfleik var hún eins og Berlínarmúrinn forðum en það dugði ekki til. Álasund hafði skorað 2 mörk og Brann skoraði bara 1.  Besti maður Álasunds var Haraldur Freyr Guðmundsson sem var eins og Gíbraltarkletturinn í Álasunds vörninni.

 Birkir Bjarnason snarbreytti leik Bodö Glimt eftir að hann kom inn á en það ar bara of seint.

Það var gaman að vera Íslendingur í norska fótboltaumhverfinu um helgina.  

 

   


mbl.is Ramsay tryggði Grindavík sigur gegn KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn skitu í skóinn sinn

Eins og við var að búast valdi stjórn rekstrafélags ÍA auðveldustu leiðina út úr vanda sínum. Það virðist alltaf vera eina ráðið að reka þjálfara þegar illa gengur.  Alla vega hugsa flestar knattspyrnustjórnir ekki lengra.

Með brottrekstri Guðjóns gerðu Skagamenn tvennt.  Fyrst skitu þeir í skóinn sinn og bitu svo í skottið á sér þegar þeir leituðu til tvíburanna til að taka við skútunni sem þeir réttu við fyrir tveimur árum og fengu uppsagnarbréfið að launum. 

Að reka Guðjón hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun sem kemur til með að kosta félagið milli 5 og 10 milljónir. Ekki kæmi á óvart þó þeir þyrfti að selja Bjarna til að fjármagna þjálfaraskiptin. Og svo situr Þórður sem framkvæmdastjóri félagsins.  Dallas og Falcon Crest voru bara gamanmyndir í samanburðinum við sápuóperuna á Akranesi. 

Skammsýni og skömm eru fyrstu orðin sem manni detta í hug.

Í dag þakkar maður fyrir að vera fæddur í KR og hafa hjartað í Grindavík.

Nú er bara að vona að Gísla og félögum  gangi allt í haginn.  Guðjón er þjálfari með mikla reynslu sem margir vilja njóta. Kæmi mér ekki á óvart þegar upp er staðið að hann sæði eftir sem sigurvegarinn. 


mbl.is Guðjón hættur með ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misstu ekki af miklu

Það er ekkert einkennilegt við það þó ísrelski sendiherrann biðji McCarteney og Starr ásamt ekkjurnar um að fyrirgefa þjóð sinni.  Heimska Ísraela ríður nefnilega ekki við einteyming þegar um er að ræða samskipti við annað fólk en hina útvöldu þjóð.

Auðvitað missti hin guðsútvalda æska af miklu að fá ekki að sjá og heyra áhrifamestu hljómsveit sögunar "Live In Betlehem"  En Bítlarnir misstu ekki af neinu.  Ísrael var og er eins og Filipseyjar á dögum Imeldu.


mbl.is Bítlabanninu aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnið samnefnarann

Það er von að Guðjón sé ókátur með ástandið á ÍA liðinu. Þrátt fyrir að hafa ekki séð Skagamenn spila í sumar, nema í sjónvarpinu, er auðvelt að sjá að þar er eitthvað sem ekki stemmir.  Og það er ekki bara þjálfaranum að kenna. 

Margir næra sig á því að nú verði Guðjón rekinn. Sumir eru sjálfsagt ánægðir eð þá tilhugsun en aðrir ekki. Ef gera á breytingar á mannskap er jú auðveldara að reka þjálfarann en allt liðið. En það er nokkuð ljóst að ringulreiðin í Skagaliðinu verður ekki leyst með því að sparka einum manni. Það þarf miklu meira til. Allir sem að knattspyrnunni á Skaganum koma þurfa að líta i spegilinn og skoða hvað þeir hafa gert vitlaust.  Leikmennirnir þurfa að komast að því hvort þeir eru svona slakir eins og staða liðsins sýnir eða hvort þeir einfaldlega eru ekki að leggja sig fram og fara eftir áætlunum.  Guðjón verður líka að finna út af hverju leikmenn hans og liðið er í þessari stöðu.

Skagaliðið í dag er eins og nemendur í 4. bekk sem eiga að finna samnefnara í brotadæmi en nenna því ekki.  Það  þýðir einfaldlega að útkoman úr dæminu verður vitlaus og árangurinn eftir því. Ef Skagamenn finna samnefnarann í liðinu er vera þeirra í deild þeirrra bestu ekki í hættu. En vilji og jákvætt hugafar er allt sem þarf.  


mbl.is Guðjón:„Það er ekki í mínu eðli að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrútið er loft og þungur sjór Skaganum

Meðan ég sat í sófanum og horfði á Álasund sigra Noregsmeisarana í Brann, 1 - 2, hlustaði ég á lýsinguna á lekjum FH og HK og Breiðabliks og Skagans. Verð að segja að ég vorkenndi Hirti í lýsingunni frá Kópavoginum.  6 - 1 urðu lokatölurnar og nú man ég ekki hvenær Skagamenn hafa tapað svo mörgum leikjum í röð og hvað þá að tapa með 5 marka mun.  Greinilegt að þeir sem nú eru gulir og voru einu sinni glaðir ganga ekki í takt á velinum.

Hvað er eiginlega um að vera??  Kanski Skaginn ætti að reyna að fá æfingaleik við firmalið Húsdýragarðsins til að ná upp sjálfstraustinu.  En það er deginum ljósara að þeir þurfa hjálpa sér sjálfir.  Utanað komandi hjálp fá þeir aldrei inni á vellinum.  

FH fór létt með botnliðið HK eins og við mátti búast eftir 2 tapleiki í röð í deildinni. 

11 mörk í tveimur leikjum er ekki neitt til að fúlsa yfir fyrir knattspyrnuunnendur.  En það hefði gjarnan mátt deila þeim jafnara niður á milli liðanna í kvöld.  Við viljum jú horfa á og heyra lýsingar frá spennandi leikjum.


The Boys endanlega hættir???

Las það í norska Dagblaðinu í kvöld að íslenski dúettinn, The Boys, sem sló í gegn í Noregi í byrjun 10. áratugar síðustu aldar séu endanlega hættir.

 Bræðurnir Arnar og Rúnar, synir Dóra og Eyrúnar, gáfu út 3 plötur á árunum 1993 - 1995. Fyrsta platan náði gullplötusölu bæði í Noregi og á Íslandi.

Frekari upplýsingar um The Boys eru á linknum,  http://www.kjendis.no/2008/07/20/541277.html


Góðri humarvertíð lokið

Loksins kom jákvæð frétt frá sjávarútveginum.  Góð humarvertíð með góðu verði fyrir krabban og Dóri í Vík er ánægður.  Þorsteinn Gíslason verður bundin við bryggju í Grindavík, skveraður og gerður klár fyrir næsta úthald.

Ætla rétt að vona að Dóri brosi líka eftir haustvertíðina.

 


Mánaskin yfir Glommu

Eftir að hafa séð sólsetrið af svölunum hjá GAA varð ég bara að sýna ykkur mánaskinið sem ég nýt á hverju kvöldi á pallinum við hjólhýsið á Glommubökkum.  Ef vel er gáð sést ein lítil stjarna á himnum sem og ljóstúyra á ljósastaur á suðurbakka fljótsins.Máninn, stjarana og ljósastaur við Glommu 

Tók myndina kl 01:10 aðfararnætur laugardagsins 19. júlí 2008


Banvænir búrhnífar

Um 40% af öllum manndrápum í Noregi er framkvæmd med hnífstungum. Oftast eru það búrhnífar sem gripið er til þegar einhver skal líflátinn.  Sú var einmitt raunin í Bærum í síðustu viku þegar 18 ára gamall strákur drap besta vin sinn í reiðiskasti.

 

Torleif O. Rognum, prófessor við Réttarlækningastofnunina, segir það ekki auðvelt að finna ráð til að stemma stigu við voðaverkunum meðan hver sem er hefur svo auðveldan aðgang að hnífum sem raunin er í samfélaginu.

  

Préfessorinn segir að það gerist alltof oft að fólk leysi deilur sínar með hjálp hnífa sem æði oft enda með drápi.  Hann segir að full ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af því hve algengt það er orðið að menn gangi með hnífa á sér í þeim tilgangi að verja hendur sínar ef á þá er ráðist.  Samt er það í raun bannað að ganga dags daglega með hníf á sér í landinu.

  

Tölfræðin í Noregi segir okkur að dráp með hnífi voru sjaldgjæf á 7. áratug síðust aldar.  Á áttunda áratugnum fjölgaði morðum í landinu og mest fjölgaði þeim morðum þar sem hnífur var morðvopnið.  Frá 9. áratugnum hefur fjöldi morða verið nokkuð stöðugur eða um eitt morð á viku.  En fjöldi hnífamorða eykst jafnt og þétt.

  

Prófessor Rognum finnst hnífsmorð með því ódrengilegra sem hann sér á krufningaborðinu.  Hann segist eiga bágt með að skilja að í samfélagi sem eyði tugum milljarða í að bæta heilbrigðisþjónustuna í þeim tilgangi að bjarga bæði lífi og heilsu fólks finnist menn sem stinga meðbræður sína með hnífum til þess að ryðja þeim úr vegi vegna misklíðar.

  

Rognum segir líka að vegna bættrar bráðaþjónustu um allt landið takist nú orðið að bjarga miklu fleiri sem verða fyrir hnífstungum en áður.  Samt fjölgar þeim sem láta lífið eftir hnífstungur.  Hér þarf mikið átak til hugarfarsbreytingar í samélaginu.

 

En þrátt fyrir að bannað sé að ganga með hnífa á sér þá er ekki hægt að banna fólki að hafa hnífa heima hjá sér.   Þess vegna verða foreldrar, skólar og aðrar uppeldisstofnanir að ala börn upp í umburðarlyndi og að bera það mikla virðingu fyrir mannslífum að þau grípi ekki til hnífa verði þeim sundurorða við einhvern á förnum vegi.

  

Því auðveldari sem aðgangur er að vopnum, þeim mun meiri hætta er á að fólk grípi til þeirra í æðiskasti segir Torleif O. Rognum.

 

Ríkidæmi og vegleysur

Verð að viðurkenna að nú eru nokkur ár síðan ég hef ekið þjóðveg 1, hringveginn svokallaða.  Mér varð hugsað til þjóðvegakerfisins á eyjunni okkar þegar ég las um slysið á Seyðisfirði.

 Einhvern veginn held ég að lítið hafi hafi gerst í vegabótum á þeim 3 árum síðan ég settist upp í bíl og ók norður til Húsavíkur.  Vegirnir á Íslandi eru eins og asnaslóðar í norðan verðri Afríku og Asíu í samanburði við flest Evrópuönd.

 Það er með ólíkindum að lönd eins og Ísland og Noregur, sem þreytast aldrei að á að segja frá ríkidæmum sínum, skuli vere með eitthvert lélegastu þjóðvegi í Evrópu.

Á Íslandi finnast örfáir kílómetrar með 4 akreina vegum.  Í Noregi eru komnir á þriðja hundrað km með 4 akreinum meðan að Albanir hafa lagt rúmlega 700 km hraðbrautakerfi.

Við þurfum ekki að vera hissa á afhverju við erum í fararbroddi þegar um fjælda umferðarslysa er að ræða í álfunni. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband