Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Óhæft að stjórnmálamenn stýri bönkum

Aldrei þessu vant fannst mér Illugi Gunnarsson koma dálítið dapurlega út í Silfrinu í dag. Hefur oft verið snjallari og beittari í pólitískum umræðum.  Hann tók ekki á sig ábyrgðina afg því að ljúga að tugþusundum Íslendinga að hagkvæmast væri að taka peningana sína út af sparíreikningum og setja þá í hlutabréfasjóði sem nú eru að mestu gufaðir upp.

Hann hafði þó lög að mæla þegar hann sagði óheppilegt að hafa þingmenn í stjórnum bankasjóðanna.  Í framhaldi af því hefði Egill átt að spyrja hann hvað honum fydist um að stjórnmálamenn sitji í stöðum bankastjóra. Ef sæti í sjóðsstjórnum er óheppilegt hlýtur Illuga að finnast óhæft að stjórnmálamenn planti sér í bankastjórastöður þegar þeir gerast uppgefnir á þinginu.

Annars fannst mér innlegg Guðmundar Magnússonar í Silfrið einstaklega gott og það skemmdi ekki fyrir að það var líka skemmtilegt. 


mbl.is Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túnfiskur

Nú eru orðin allmörg ár síðan Japanir fóru að veiða túnfisk í hafinu suður af Íslandi.  Mig minnir að einhverntiman hafi íslenksir bátar gert einhverjar tilraunir með slíkar veiðar en svo virðist sem þær hafi eitthvað klikkað.  Allavega heyrir maður ekkert um islenska túnfiskveiðibáta.

Þegar Japanir sjá ástæðu til að senda skip sín alla leið á Íslandsmið til þess að veiða túnfisk ætlar maður að þeir hafi góðan hag af því.  Þess vegna finnst mér það gráupplagt, nú þegar við þurfum fjölbreytni í atvinnulífið, gera alvöru tilraun til túfinfiskveiðar á ný.  Ef Japanir sjá sér hag í að senda skip sín fleiriþusund sjómílur til túnfiskveiða ætti okkar hagur að verða ennþá meiri ef við getum stundað þessar veiðar með árangri aðeins nokkur hundruð mílum undan ströndum landsins.


mbl.is Ágætis búbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugur Lýður

Það var auðmjúkur og ábyrgur Bakkavararbróðir, Lýður Guðmundsson, sem sat fyrir svörum hjá Birni Inga í markaðnum í dag. Lýður viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð. Hann, bróðir hans og sjálfsagt margir fleiri róa lífróður í því að bjarga fyrirtækjum þeirra.  Öfugt við yfirmennina á Andrea Doria, sem hlupu fyrstir frá borði eftir áreksturinn við Stokholm á sínum tíma, hafa þeir ákveðið að stýra fleyinu þar til það kemst í örugga höfn eða yfir lýkur.

Lýður segir að það hafi verið mikil mistök að færa ekki höfuðstöðvar Kaupþings til útlanda.  Það er örugglega rétt hjá honum. En hversu rosaleg eru þá mistök Seðlabankans sem neitaði íslensku bönkunum að gera upp í evrum.  Bara það eitt hefði þytt að við sætum ekki uppi með 3 gjaldþrota banka í dag.  Við værum heldur ekki með hjartað í hálsinum yfir einhverjum bankareikningum í Englandi og Hollandi sem hugsanlega getur kostað tvær næstu kynslóðir ill viðráðanlega skuldaklafa.

Forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, fjármálaeftirlit og seðlabankastjórnin ber hér ekkert minni ábyrgð en útrásarhöfðingjarnir. Eftirlit þeirra brást.  þeir eru allir sekir um vanrækslu í starfi meðan útrásarvíkingarnir eru sekir um græðgi og siðleysi.  Munurinn er sá að þá er ekki hægt að sækja að lögum en það er aftur á móti hægt við þá sem sýna vanrækslu í starfi.

Því ber að taka hressilega til í æstu stöðum þjóðfélagsins er mesta storminn hefur lægt.


mbl.is Mistök að færa Kaupþing ekki úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsækin efnahagsstefna, Guðni Á & Steingrímur S

Hann er mikil höfðingi hann Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Honum líst bara vel á nýju efnahagsstefnu ríkistjórnarinnar og segir hana framsækna og verðskuldi aðstoð frá IMF.

Ég skil ekkert í Steingrími S. og Guðna Á. sem sífellt nöldra yfir öllu sem stjórnvöld gera. Sérstaklega finnst mér aftstaða Guðna fjósamanns fáránleg og vanþakklát.  Samfýlkingin tekur nú þátt í því að þrífa skítinn sem hann skildi eftir sig þegar Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að fá nóg af honum og hinum í nautgripahjörðinni í Framsóknarfjósinu. 

Steingrímur ber náttúrulega enga ábyrgð á ástandinu í dag. En hann notar að sjálfsögðu hvert tækifæri sem býðst til að nöldra enda er hann fæddur atvinnunöldrari.  Hann er samt af og til skemmtilegur og oftast heiðarlegur. Því miður er hann oftast allt of forn í hugsun og hætti. Með hann við stjórnvölinn væri þjóðin sennilega landbúnaðarsamfélg með útræði frá einstaka jörðum er lægju heppilega við ströndina.  Engin kringla hefði risið heldur hefðu Silla og Valda búðirnar enn verið helstu matvörumarkaðir Reykvíkinga og fötin keyptu menn í Herradeild PÓ og Dömubúðinni.

Kaupfélögin og pöntunarfélögin væru stolt landsbyggðarinnar og auðviða sláturhúsin þar sem þau væru að finna.  Sláturtíðin væri hávertíðartími þjóðarinnar með rómantískum mómentum eins og fók upplifði á sídarárunum á sínum tíma. 

Samfélagsmynd Steingríms er gamaldags.  En hún er betri en það samfélag sem við erum nú að ganga inn í. Bjartur í Sumarhúsum blívur. Alltaf.    


mbl.is Framsækin efnahagsáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur þorskur bjargaði hungurmorða Bretum

Bretar hafa alltaf verið sjálfum sér líkir.  Þeir voru fljótir að gleyma að það voru Íslendingar sem héldu lífinu í tugþúsnda landa þeirra í stríðinu er þeir lögðu sig í lífshættu við að sigla með fisk til þeirra. Og margir týndu reyndar lífinu er þeir sigldu með þorsk handa hungruðum Bretum.

Bretar eru einhverjir verstu nýlendukúgarar sem heimurinn hefur séð. Heimsveldisraumur þeirra rak þá áfram í Asíu, Afríku, Ástralíu og Ameríku þar sem mörkuð leið sína með morðum á innfæddum, ránum og rupli ásamt þeirri ómennsku sem við sjáum enn til þeirra á suðrænum sólarströndum.  Þar verða þeir sér ævinlega til skammar.

Nú er England ekki heimsveldi lengur.  Þess vegna líður þeim illa.  Mjög illa. Og til að fá útrás fyrir ergelsi sitt ráðst þeir nú á  minnsta sjálfstæða ríki Evrópu, Ísland.  Landið sem þeir hafa skuldbundið sig verja í stríði. Þjóðina sem bjargaði hundruðum þúsunda þeirra frá hungurmorði er þeir áttu erfitt.

Englendingar eru einfaldlega ómerkileg þjóð sem við eigum að reyna að hafa sem minnst samskipti við.


mbl.is Einhverjir hættir að selja fisk til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir goði og Geir góði

Fyrir 1000 æarum síðan var Geir goði einn helsti sáttasemjari íslensku þjóðarinnar. Hann var laginn við að fá deiluaðila á Alþingi til að slíðra vopn sín og sættast.

Í dag höfum við Geir góða.  Hann er vænn maður og vill þjóð sinni vel.  Honum er treystandi og það hafa útlendingar fengið með sér líka.  Vandamál Geirs góða er að hann hefur gæludýr sem stjórnar honum ógurlega.  Þetta gæludýr er svo verðmætt að það er geymt í öflugustu bankahyrslum landsins, sjálfum Seðlabankanum, svo ekkert fái því grandað.

Geir, sem gjarnan vill að þjóð hans endurheimti þá virðingu og traust sem hún hefur notið í útlöndum, hefur bundist fóstbræðralagi við gæludýr þetta.  Þó allir landsmenn og flestir mektarmenn á erlendri grund, fyrirlíti gæludýrið fyrir hroka og embættisafglöp mun Geir aldrei bregaðst fóstbræðrarlaginu er hann og gæludýrið stofnuðu til fyrir margt löngu.

Tryggð Geirs við gæludýrið hefur kostað þjóð vora hundruð milljarða til þessa. Nú veltir þjóðin fyrir sér hvort hún eigi að kasta tryggð sinni við Geir góða fyrir róða og hænast að konu nokkuri er Ingibjörg Sólrún heitir. Sú telur, eins og hagfæðingar kringlunnar, að traust Íslands verði aldrei endurvakið án þess að dýrið verði flutt úr Seðlabanka í öryggisgæslu í dýragarði þar sem það mun engum skaða getað valdið þjóð sinni.

En hvað gerir Geir góði?   Það er næu verkurinn.


mbl.is Geir skorar á íslenska auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grjótharðir Grindjánar.

Það er alltaf gott að fá jákvæðar fréttir frá Íslandi. Og fátt gelður mitt gamla hjarta meira en þegar UMFG gerir það gott.  Reyndar höfum við oft haft gott tak á Stólunum og gjarnan lagt þá í Röstinni. Það er að sjálfsögðu gaman. En ekkert er þó skemmtilegra en að sigra Keflvíkinga. Það er bara skylda að berja á þeim. Og sjálfsagt öfugt líka.

En 113 - 95 er hellvíti góur sigur og nú getur maður glaður lagt hausinn á koddan.

Gengur betur næst Kalli minn. Vona svo sannarlega að ykkur gangi vel í vetur.  


mbl.is Grindavík hafði sigur á Tindastóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eitthvað "súper" jákvætt

Verð að segja að ég dauðöfunda þá sem geta hlustað á Önnu Guðnýju á sunnudaginn. Stórkostlegt verk sem hún flytur og verður örugglega unun að heyra hana og sjá fara höndum um flygilinn.

Læt mér nægja að hlusta á disk þar sem Ashkenazy og Lynn Harrrell flytja sónötu fyrir píanó og selló eftir Rachmaninov.


mbl.is Messiaen í Laugaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullandi ágreiningur í ríkistjórninni um Seðlabankann

Ekkert nýtt komfram á blaðamannafundi Geirs og Ingibjargar í dag. Þau komu þó vel fyrir. Huggulega klædd og Geir var svo landsföðurlegur að þrátt fyrir að hann hafi gabbað fólk á þennan svokallaða blaðamannafund getur maður ekki reiðst út í hann.

En eitt fengum við staðfest. Það er bullandi ágreiningur í ríkistjórninni um hvað gera eigi við Davíð. Mesta fjármálaóreiðumann í sögu lýðveldisins.  Ingibjörg vill reka hann en enn og aftur endurtekur Geir að hann beri fullt traust til hans.  Greinilegt að Geir er hundtryggur vinum sínum. Góður kostur það en í þetta sinn dálítið dýr íslensku þjóðinni.

En það sem kemur manni mest á óvart í öllu þessu moldviðri er að atvinnunöldrarinn og formaður VG, Steingrímur Sigfússon, hefur ekki hallað einu orði að Seðlabankastjóranum.  Hvað hafa þeir, gömlu fjendurnir í pólitíkinni, verið að plotta sín á milli?


mbl.is Skorar á útflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna yrði Steingrímur óhæfur forsætisráðherra

Steingrímur Sigfússon er um margt merkilegur stjórnmálamaður. Hann er heiðarlegur, oftast málefnalegur, vill vel og er oft skemmtilegur.  En það er ekki nóg til að verða góður forsætisráðaherra.

Í fréttinni sem þessi færsla byggist á kemur berlega í ljós að hann yrði afleitur ríkisleiðtogi. Hann vantar nefnilega víðsýni. Ég hygg að flestir séu sammála Steingrími að ríkistjórn og Seðlabanki hefðu átt að leita strax  til Norðmana og annarra Norðurlanda eftir aðstoð.  En í ljós kom að ríkisstjórnin hafði talað við Rússa einhvern tíman í sumar og þess vegna bundu Davíð og Geir einu vonina við rúblugámin frá Pútín.

En það kom fljótlega í ljós að ekkert fengum við lánið nema að hafa heilbrigðisvottorð frá IMF.  Steingrímur virðist ekki enn hafa skilið að við komumst hvorki lönd né strönd nema með áætlun samþykktri af IMF. Hvort sem það er slæmur kostur eða óbærilegur er það bara eini kosturinn í stöðunni.

Norðmenn, Rússar, Bandaríkjamenn, Japanir, Danir, Svíar, Finnar o.s.frv reiða ekki krónu af hendi út í óvissuhítina sem Ísland hefur verið til þessa í efnahagsmálum.  En samþykki IMF áætlunina sem  ríkistjórnin og IMF fulltrúarnir hafa samið koma allar þessar þjóðir með framlög  sem fleyta okkur frá kreppu til eðlilegs lífs án munaðar og umframeyðlsu. Það er það sem þjóðin þarf.

Ef stefna Steingríms hefði ráðið væru hjól atvinnulífsins nú þegar stopp og þúsundir manna atvinnulausir.   En þetta útskýrir Steingrímur fyrir okkur í Noregi á morgun. 


mbl.is Ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband