Betra seint en aldrei Ásta

Alltaf gott að sjá þegar fólk iðrast og biðst afsökunar á athöfnum sínum eða aðgerðarleysi.   Jafvel þó seint sé.  Það sem vekur óneitanlega mesta athygli við afsökunarbeiðni Ástu Möller er að hún er að afsaka nokkuð sem formaður Hennar, Geir H. Haarde, telur enga ásæðu til að biðast afsökunar á.

Eftir því sem Geir segir hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert nein mistök. Sjálfur hefur hann ekki gert nein mistök. Alls ekki.  Né heldur Árni Matthiesen eða Davíð Oddsson sem Geir hefur þráfalt lofað fyrir stjórnvisku sína í Seðlabankanum og það þrátt fyrir að sami Davíð noti hvert tækifæri til að segja þjóðinni að Geir hafi klikkað á vaktinni og ekki einu sinni nennt að taka til hendinni eftir sterk varnaðarorð frá Seðlabankastjóranum.

Af hverju er þá Ísland gjaldþrota ef hvorki Geir eða Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert nein mistök á 18 ára valdaferli sínum?  Þingkonan, Ásta Möller, sér ekki gjörðir Sjálfstæðisflokksins með sömu gleraugum og Geir. Það er alla vega alveg ljóst. 


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ánægð ef fólk viðurkennir sín mistök og biður afsökunar. En Ingibjörg  Sólrún biður ekki afsökunar og ætlar að bjóða sig fram sem formann hún gerði ekki neitt og það er sannarlega rétt hún gerði ekki neitt

gudrun (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:29

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, Ásta er maður að meiri fyrir vikið, enda hef ég alltaf vitað að Ásta er mikill maður, hef þekkt hana tugi ára. Vildi bara að annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn nyti hennar góðu krafta. Well, svoleiðis er bara lífið og samfélögin, ekkert um það að segja.

Fyrirgefningarbeiðnir og hugtakið fyrirgefning eru dáldið snúin mál og ekki auðveld, hvorki í hugsun, meðhöndlun eða framkvæmd...

Gaman væri að diskútera það mál við gott tækifæri!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Dunni

Er alveg sammála þér með fyrirgefninguna.  Ekki alltaf auðvelt finna henni stað.  Væri sannarlega skemmtilegt umræðuefni.

Dunni, 4.3.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband