Alþingi óvirðing við þjóðina

ICELAND-HAARDEAuðvitað er það alger óvirðing við Alþingi þegar stofnanir á spena samfélagsins svara ekki fyrirspurnum frá Alþingi. Um að geta allir verið sammála.

Hins vegar verð ég að segja að mér finnst Alþingi hafa sýnt þjóðinni bæði óvirðingu og lítilsvirðingu sem gengið hefur út yfir allan þjófabálk eftir stjórnarskiptin.

Engin getur neitað því að áður en Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum, með allt niður um sig, sýndu bæði VG og Frjálslyndir stjórninni mikið umburðarlyndi og voru málefnalegir í umræðunum á Alþingi.

Eftri að Sjálfstæðisflokkurinn, nú af mörgum nefndur Skussaflokkurinn, var að láta sér lynda að vera í stjórnarandstöðu, hefur umræðan á Alþingi gjörbreyst. Skussarnir, sem skildu við þjófélagið í rúst, 15000 atvinnulausa og þjóðina rúna trausti gömlu viðskiptalanda okkar, vaða nú fram á þingi eins og ofvirkir krakkar á leikskóla.  Geir Haarde leggur Jóhönnu, sem hann fagnaði með kossi fyrir 3 vikum síðan, nú í einelti og heimar nú að hún opinberi trúnaðarskýrslur AÞG.  Sá trúnaður var heilagur meðan hann sjálfur var forsætisráðherra.

Það er aumkunarvert að horfa á fyrrum forsætisráðherra, sem bæði ég og flestir aðrir Íslendingar báru mikið traust til, verða sér til skammar með lygum og ómerkilegheitum í þinginu. Og helstu stuðningsmenn hans, Ásta Möller og Birgir Ármannsson eru merkisberar óvirðingar Alþingis við þjóðina með sínum auma málflutningi úr ræðustóli "viðrulegustu" stofnunnar lýðveldisins. 


mbl.is Óvirðing við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

þakka pistilinn, Dunni! Eins og talað út úr mínu hjarta.

Hlédís, 20.2.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband