Benitez með óráði og Liverpool hörmung

Paul SchranerVið sem haldið höfum með Liverpool frá árinu 1965 höfum oft haft haft ærna ástæðu til að gleðjast yfir góðu gengi.  Í haust hélt maður að yfirstandandi leiktíð yrði sannkallaður gleðigjafi.  Manni var talin trú um að keyptir hefðu verið frábærir leikmenn og þegar ég lýsti skoðunum mínum, hér á blogginu, á því að mér þætti lítið til leikmanna eins og Babels, Aurelio sem reyndar hefur verið alltof lengi hjá liðinu, Benayoun hefur heldur ekki verið neinn styrkur fyrir liðið og þá ekki Leiva. allri þessir leikmenn voru arfa slakir í kvöld. Við bættitst að Torres og Gerrard áttu ekki góðan dag.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að leikskipulag og val á leikmönnum í leikinn var náttúrulega langt undir pari. Það er nokkuð ljóst að Benni karlinn er ekki alveg að finna sig þessar vikurnar. Hann hefur engin svör við leik mótherjanna þó þeir séu slökustu liðin í deildinni eins og Stoke. 

Steve Bruce var aftur á móti búinn að kortleggja hverja hreyfingu Liverpool. Fyrrum leikmaður Brann í Bergen, Paul Scharner, tók markahrókinn mikla gersamlega úr umferð.  Við það riðlaðist allt uppspil LFC og einu færin sem liðið fékk í þessum leik komu eftir einleik Benayoun, sitt í hvorum hálfleik. Það var nú allt sem þessi "breiði og góði hópur" afrekaði á móti Wigan.

Nú horfum við upp á að Liverpool, sem með naumindum leiddi deildina inn í nýtt ár, er dottið niður í 3. sætið. Flest lítur út fyrir að orð Alex Ferguson verði að staðreynd. Liverpool má þakka fyrir ef það nær Evrópusæti að vori.

Svona til upprifjunna. Þá skoraði Steve Bruce í sínum fyrsta leik í ensku 1. deildinni árið 1984. Það var í leik Norwich gegn Liverpool. Bruce skoraði sjálfsmark í leik sem Liverpool rúllaði yfir á í Skallagríms litunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessður Dunni minn, vonandi hefur þú slatta af tisjú og snítuklút þegar þið steinliggið á sunnud. fyrir Chelsea!

viðar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 04:05

2 Smámynd: Dunni

Mér sýnist ýmislegt benda til að ég þurfi að koma við í Kaupfélaginu á morgun.  Þeir eru með ákætis tisjú þar.

En vertu ekki of viss mágur sæll.  Hvað sem segja má um Benna gengur honum jafnan vel á móti S-Evrópskum liðum og þeir bláu eru æði nálægt þeim.  Það eru ensku trukkarnir sem Benzi hefur ekki alveg náð að taka á teppið.

Annars bestu kveðjur á Reyðarfjörð. 

Dunni, 29.1.2009 kl. 09:52

3 Smámynd: Björn Birgisson

Man. Utd. er komið á beinu brautina. Þeir eru að spila flottan bolta um þessar mundir.

Björn Birgisson, 29.1.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Dunni

Það er nú verkurinn Bjössi.  Þeir eru einfaldlega lang bestir.  Sorry to say.

Dunni, 29.1.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband