Þjóðstjórn yrði þrautarganga

Þjóðstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins er ekki vænlegur kostur fyrir íslensku þjóðina núna. Geir Haarde telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærsti flokkur landsins, leiði slíka stjórn.

Nú hafa margir Samfylkingarmenn og reyndar ýmsir stjórnarandstæðingar líka, að ei aðal ástæðan fyrir stjórnarslitunum sé veik verkstjórn í ríkisstjórninni. Geir segir að mikið hafi verið gert og það er ugglaust bæði satt og rétt.  En enn hefur lítið verið gert í því að láta þá sem áttu að hafa eftirlit með efnahagskerfi okkar sæta ábyrgð.  Ekkert gerðist fyrr en í gær að Björgvin G. nennir ekki að bíða lengur og rekur stjórn og forstjóra FME. 

Þar með var brennheitur boltinn kominn í hendur Geirs Haarde og Sjálfstæðisflokksins. Og Geir gafst upp. Lið hans stóð ekki sameinað með honum og þeir sem fylgja Davíðsstjörnunni unnu stundar sigur. 

Nú liggur fyrir að Geir yfirgefur stjórnmálin með allt niður um sig. Nokkuð sem hann á ekki skilið eftir mörg farsæl ár á lþingi og ríkistjórn.  Ég minnist ekki nokkurs frosætisráðherra sem fengið hefur betra "start" meðal þjóðarinnar.  Hann naut mikilla og verðskuldaðra vinsælda sem forystumaður Sjálfstæðisflokksins sem við tók af Davíð Oddsyni breyst hafði úr poppstjörnu í holdgevringingu andskotans.

Mín skoðun er sú að Geir hefði átt að taka tilboði Samfylkingarinnar um að Jóhanna leiddi ríkistjórnina þessa 2 - 3 mánuði þar til kosningar verða.  Þá hefði hann losnað við það skítverk að reka Davíð út úr bankanum og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hefðu getað unnið að öflug framboði fyrir vorið. 


mbl.is Ásaka hvert annað um hroka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband