Júróvisjón og ógleði

Ég lét mig hafa það í gærkvöldi að horfa á fyrsta undanrásahópinn í Júróvisjón.  Verð að segja að mér fannst það sem boðið var upp á var heldur slepjulegt nema Is It True. Það er gott lag, skemmtilega útsett og "sándaði" vel.  Ekkert af hinum lögunum á neitt erindi í keppnina.  Þó Edgar Smári sé flottur söngvari var lagið sem hann flutt, The Kiss We Never Kissed, með því slepjulegasata sem ég hef heyrt um ára bil.  Bara nafnið kemur ælunni upp í háls.  En þó verð ég að viðurkenna að eftir aðra hlustun á laginu hugsaði með mér að það gæti orðið hellvíti gott í strengjasveitarútsetningu án söngs.

Hin lögin voru lítil og sæt, sérstaklega Ólafar Jöru sem mér þótti dálítið gaman að.

En ef þetta er það sem koma skal þá verður íslenska Júróið lítið tilhlökkunnarefni.  Vonandi að þetta verði aðeins rokkaðara næst.  


mbl.is Jóhanna og Edgar komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk er því miður meira upptekið af tískustraumum í lagavali en tónlist.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Anna Guðný

Þú reddar þessu bara með því að horfa á danska Júróvision. Hera Björk er komin í úrslit þar.

Anna Guðný , 11.1.2009 kl. 23:31

3 identicon

Sæll Dunni!

Má til með að hvetja þig til að hlusta á Júró .... 24. janúar, þá mun ung kona hefja upp raust sína ... dóttir dóttir skólastjórans.  Altsvo gamall nemandi þinn ef ég man rétt.  Þú gætir haft gaman af, hvað sem þér finnst um lag eða flytjanda. 

Unnur A. Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 03:16

4 Smámynd: Dunni

Takk fyrir upplýsingarnar Unnur.  Klárt ég hlusta á vini mína þegar ég veit að þeir birtast á skjánum.  Þá er maður alla vega búinn að fá einhvern að "halda með."

SKilaðu kveðju til allra.

Dunni

Dunni, 12.1.2009 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband