Ólafur Örn Bjarnason

Held það komi engum á óvart sem fylgst hafa með Óla Bjarna þann tíma sem hann hefur verið með Brann í Bergen að stuðningsmenn liðsins velji hann leikmann ársins núna.  Síðan Ólafur kom til Brann hefur hann alltaf verið meðal bestu leikmanna liðsins.  Held að ég ljúgi engum þegar ég fullyrði að hann sé sá leikmaður reynst hafi liðinu best þau fjögur ár sem hann hefur verið æá launaskrá þess.

Það segir sína sögu að fyrstu tvö árin missti Ólafur ekki úr einn einasta leik, þar með taldir bikar og æfingaleikir.  Ég man heldur ekki að honum hafi nokkurn tíma verið skipt útaf á þeim tíma.  Það þýðir að hann lék hverja einustu mínútu sem liðið spilaði fótbolta í tvö ár. Ekki margir sem hafa náð þiem árangri.

Það hefur líka verið gaman að fylgjast með Brann liðinu þegar þjálfarinn, Mons Ivar Mjeldi, fór að gera tilraunir með því að stja Óla á bekkinn.  Hann uppskar ekki mörg stig í þeim leikjum enda fór svo að Óli var plantað aftur á sinn stað í hjarta varnarinnar.

Þá er líka gaman að rifja það upp Ragnvald Soma kom úr misheppnaðri atvinnumennsku og gekk til liðs við Brann. Norskir fjölmiðlar héldu ekki vatni yfir Soma sem sagður var besti miðvörður í norska boltanum.  Leik eftir leik ar Soma hafinn upp til skýjanna í einkunnagjöf blaðanna þegar hann í raun var oftast í skugga Óla. Svo fór að Sóma fór til Viking í Stavanger þar sem lítð hefur til hans spursts.  Í stað han kom Kristján Örn Sigurðsson í miðvarðarstöðuna með Óla og þeir sem fylgst hafa með norska boltanum þekkja þá sög vel.  Arnarhreiðrið í Brannvörninni er besta miðvarðarpar í deildinni hér.

Ólafu Örn getur verið stoltur yfir kjöri stuðningsmanna Brann.  Hann á heiðurinn svo sannarlega skilið.  Allir sem þekkta Óla samgleðjast honum og eru stoltir stráknum. 


mbl.is Ólafur Örn leikmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband