Sorglegt að sjá Liverpool

Verð að viðurkenna að ég hef sjaldan séð jafn slakt Liverpool lið í Meistaradeildinni.  Eftir þokkalega byrjun og flottu marki  frá Robbie Keane virtist viljinn til að skora fleiri mörk farinn.  Atletico kom meira og meira inn í leikinn meðan Liverpool reyndi, af vanmætti, að stjórna leiknum. Það gekk sæmilega, á köflum, þar til Atletico  jafnaði. 

Það var greinilegt að Benitez hafði ekki unnið heimavinnuna sína. Liðið hafði enga áætlun og hvað eftir annað voru varnarmenn LFC eins og tindátar. Gott dæmi um það er frammistaða Carra er Madridingar jöfnuðu. Þar tapaði hann tveimur einföldum einvígum.

Í rauninni hefðu 3 - 1 fyrir heimaliðið verið sanngjörn úrslit.  Fullkomlega löglegt mark var dæmt af AM. Skömmu seinna var voru heimamenn dæmdir rangstæðír, ranglega, er þeir komust einn á móti Reina. Að auki höfðu þeir stangarskot og fleri hálffæri.

Skiptingar Benna voru allar misheppnaðar í kvöld nema þegar Kuyt kom inn.  Hann lagði upp flott færi fyrir Babel sem að sjálfsögðu klúðraði því. Getum þakkað Reina að ekki fór verr.

Ætla rétt að vona að við höfum upplifað slakasta CL leik Liverpool á vertíðinni.


mbl.is Jafntefli hjá Liverpool - Terry tryggði Chelsea sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er engum blöðum um það að fletta að Carragher getur ekki neitt.

Ernir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:08

2 identicon

Það voru nú dæmd mörk af báðum liðum, efast samt um að þú hafir haft augun opin allan leikin ef þú horfðir þá á leikin meðað við þessar lýsingar þínar.

Steiner (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:11

3 identicon

Ég er nú alveg sáttur við þessi úrslit, þótt að spilamennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Hefðum alveg getað unnið þennan leik ef eitthvað púður hefði verið lagt í hann.  En það er leikur á móti Chel$ki á sunnudaginn og gerði leikplanið ráð fyrir því hjá honum Benna.  Að keyra ekki út  helstu mönnum eins og Gerrard, Keane, Kuyt og Alonso og ná samt 1 stigi og það á útivelli get ég alveg lifað við. Ef eitthvað er þá er Benni farinn að skilja það að leggja aðaláherslu á deildina en ekki á leik eins og þennan.

Jolli (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:15

4 identicon

Ég ætla nú rétt að vona Dunni minn að þú hafir góðann rakadrægan klút í seilingar færi hjá þér á sunnudag, þegar The Boys in Blue tugta Púllarana drusslurnar dulítið til. Og ekki væri það verra að hafa einn tvöfaldann Dimmble til að hressa sig á í hálfleik! Kveðjur úr Álbæ.

viðar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Dunni

Það er púnktur í þessu Jolli. Það er komin tími til að kallinn skilji að við viljum, helst af öllu, vinna deildina. Allt annað er bónus.  Sjálfsagt á maður að vera ánægður með stig á útvelli. En við gátum unnið.

Held að við höfum fengið sanngjörn úrslit miðað við allt. Markið sem Robbie Skoraði var rangstöðumark en markið sem tekið var af honum var fullkomlega löglegt.

En svona daginn eftir stendur það upp úr að þetta er sennilega einn af verst dæmdu leikjum í sögu C.L.

Dunni, 23.10.2008 kl. 08:57

6 Smámynd: Dunni

Já kæri mágur.  Ég keypti reyndar 2 nýja súper rakadræga klúta á mánudaginn.  Er búinn að setja þá í póstinn þannig að þú ættir að vera búinn að fá þá í tæka tíð fyrir leik.

Nú drekk ég mest orðið írsk whiskey.  Jameson, Tullamore og Bushmills sem mér finnst toppurinn í dag.  Ert þú búinn að fá þér nýja Dimple flösku eða heldurðu enn upp á vatnsflöskuna.

Dunni, 23.10.2008 kl. 16:11

7 identicon

Mér þykir þú gerast full kærulaus með klútana,en ég veit að þeir koma að góðum notum hér í Álbæ því að það er slatti af villuráfandi sauðum (Púllurum)hér um slóðir sem hafa fulla þörf á þessum græjum! En nú bökkum við snarlega í drykkjusiðum því að það er víst kreppa á klakanum og segjum, það er ekkert eins gott og vondur landi. Og skál fyrir því.

viðar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Dunni

Landinn er gott hey í harðindum.  En þú veist hvert þú átt að skreppa viljirðu gott whisky/whiskey á tönnina.  Mun glaður slátra einni að þinni ósk í félagskap rokkara frá miðri síðustu öld. 

Dunni, 23.10.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband