Gísli Marteinn lærir af reynslunni

Gísli Marteinn var blautur á bak við bæði eyrun þegar kaldastríðinu endanlega lauk.  Hann veit greinielga ekkert um að einmitt á tímum kaldastríðsins höfðu Íslendingar og Sovétmenn einkar góð samskipti sín á milli og verslun milli landanna blómstraði án þess að rússneski björninn setti nokkur skilyrði fyrir aðstöðu á Íslandi fyrir annað en sitt fjölmenna sendiráð.

Við seldum Sovétmönnum fisk, skinn og ull og fengum í staðinn olíu, rússajeppa, Moska og Lödur svo ekki sé nú minnst á Síberíukadelakkinn, Volgu. Allir undu glaðir við sitt.

Það er að vísu annað samfélaga í Rússlandi núna. Samfélag frjálshyggjunnar þar sem, eins og á Íslandi, örfáir einstaklingar einstaklingar eiga auðæfi "þjóðarinnar".  Og Pútin er þeirra auðugastur ef marka má fjármálapressu Norðurlanda frá því í vetur. Aðrir auðmenn eru síðan persónulegir vinir Pútins.  Kanski er þessu strákum treystandi. Hver veit.

En það er jákvætt hjá Gísla Marteini að hann virðist hafa lært örlítið af reynslunni.  Hann er hneykslaður á flokknum sínum fyrir að hafa stungið öllum skýrslum og góðum ráðum frá útlendum sérfræðingum um fyrirsjáanlega efnahagskreppu undir stólinn.  Greinilegt að Gísli hefur ekki treyst Davíð sem hlýtur að vera á endasprettinum í Seðlabankanum.

Ég geri ekki ráð fyrir að Gísli Marteinn sé einn um þessa skoðun meðal Sjálfstæðismanna. Það þýðir að flokkurinn er klofinn.  Það þarf engan vísindamann til að sjá að klofinn Sjálfstæðisflokkur sem leiðir ríkistjórnina er hættulegur samfélaginu eins og staðan er nú.

 


mbl.is Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband