Rétta hugarfarið

Ég hef aldrei haldið með Skagamönnum nema þá í Evrópukeppnum þar sem maður gerir það að skyldu sinni að halda með íslensku liðiunum, smama hvaðan þau koma.

En ég hef lengi hrifist af tvíburunum, Bjarka og Arnari, fyrir hugarfarið sem þeir sýna hvar sem þeir eru. Að sjálfsögðu hef ég lítið fylgst með íslenska boltanum í sumar nema bara í gegnum blöðin og RÚV, útvarp og sjónvarp.  Það litla sem ég hafði séð af Skagamönnum í sjónvarpinu bent til þess að það var miklu meira að í liðinu heldur en hægt var að kippa í liðinn á nokkrum vikum.  Fallið var nánast óumflýjanlegt nema tími kraftaverkanna léti á sér kræla.  Það gerist bara svo sjaldan í fótbolta.

 En það er engin spurning að bræðurnir hafa lagt sitt af mörkum og sýna sitt rétta andlit og hugarfar með því að yfirgefa ekki sökkvandi skip.  Það er kominn sjór yfir lunninguna en skútan er ekki sokkin og að ári getur hún aftur blandað sér í leikinn með aflakóngunum á stigaveiðunum í íslensku úrvalsdeildinni. Bræðurnir eru réttu mennirnir til að fleyta þeim gulu í gegnum brotin og á lygnan sjó í fyrstudeildinni.

 Verð að bæta því við hérna að ég gleðst að sjálfsögðu ógurlega yfir sigri Grindvíkinga á HK.  Hann sýnir gulglöðu Suðurnesjamennirnir eru gerðir úr eðalefnum og halda ótrauðir áfram í efstu deild að ári.  


mbl.is Bjarki: „Okkar skylda að halda áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Það verður gaman að fá Skagann hér næsta sumar Dunni til að etja kappi við Fjarðabyggð, og spurning hverjir falla með, ef Valur Fannar væri ekki að spila með Fylki vildi ég að þeir féllu.  Já það var gaman að Íslendingaliðið frá rigningabælinu Bergen skyldi vinna Deportivo, flott hjá þeim. Annars allt í góðu á Eski í dag, hitti pabba þinn í gær á tónleikum inn í kirkju, sól og blíða 17 stiga hiti.

Grétar Rögnvarsson, 19.9.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Dunni

Man ég rétt. Var ekki KR í 2. deildinni þegar Austri var þar á sínum tíma. Það er ekki ónýtt að fá helstu stórveldi íslenskrar knattspyrnusögu í heimsókn á Austravöllinn.

Valur Fannar er náttúrulega þvílíkur höfðingi að maður getur ekki hugsað sér að hann standi í fallbaráttu.  En hann valdi Fylki og því er ekkert við því að gera annað en að vona að þeir hangi uppi.  Það lítur ekki út fyrir að þjálfaraskiptin hafi haft mikið að segja fyrir Árbæingana.  En það er enn smá slaki á snörunni.  

Dunni, 22.9.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband